30.12.2007 | 02:33
Merki um að við lifum á síðustu tímum?
Getum við vitað hvort að endalokin nálgast? Ekki með því að hlusta á Völvur nútímans, svo mikið er víst. Oft þegar maður nálgast tímamót eins og áramót þá horfir maður oft yfir farinn veg og íhugar hvað framtíðin ber í skauti sér. Völvan spáir þessa dagana um fall ríkisstjórninnar og einhver spáir að það verði fjaðrafok í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir. Það þarf ekki mikla spádómsgetu til að sjá fyrir að Jóhanna muni valda fjarðafoki en aðeins erfiðara að sjá fyrir að fall ríkisstjórnarinnar. Forvitnilegt að sjá hvort hún hefur rétt fyrir sér í þeim efnum þó ég leyfi mér að efast um það rætist.
Þegar maður horfir á heiminn í kringum sig og hvernig margt er að þróast þá lítur það ekki út fyrir að þessi heimur getur haldið áfram í mjög langann tíma í viðbót. Hvort sem maður skoðar mengun, vatnsskort, fólksfjölgun, stríð milli kristinna og múslima eða hin vinsæla hlýnun jarðar. Ef maður er heiðarlegur þá er ekki hægt að neita því að ástandið er dökkt. Ekki nema von að íslendingar eru svartsýnni í dag en áður eins og kannanir hafa leitt í ljós.
Alveg eins og við viljum vita hvað mun gerast í framtíðinni þá á tímum Jesú þá vildu lærisveinar Jesú vita hvað myndi gerast í framtíðinni og þá sérstaklega um endalok tímanna og hvenær Jesús kæmi aftur.
Matteusarguðspjall 24
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?
Svarið sem Jesús gefur er mjög áhugavert og Hann talar um að við getum þekkt tákn tímanna, hvenær endurkoma Krists er nálægt og endalok þessa hrörnandi heims.
Matteusarguðspjall 24
4Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Það sem ber að athuga sérstaklega er að Jesús lýsir þessum merkjum við fæðingahríðir. Þeir sem þekkja hvernig það er þegar kona fæðir barn þá fær hún hríðir sem aukast sífellt þegar nær dregur fæðingunni. Hríðirnar verða sársaukafyllri og tíðari eftir því sem nær dregur. Svo þau atriði sem Jesús nefnir sem munu aukast á tímum endalokanna eru eftirfarandi:
- Stríð
- Hungursneið
- Landskjálftar
- Fals Kristar
- Lögleysi mun aukast
Stríð
Síðasta öld var sú blóðugasta í sögu mannkyns, fleiri dóu í stríðum þá öld en síðustu tuttugu aldir samanlagt. Engin spurning að þetta tákn á við okkar tíma. Skuggalegt að hugsa til þess hvað myndi gerast ef þessi kynslóð færi í stríð með öflugri vopn en hafa nokkur tíman verið til.
Hungursneið
Aldrei fleiri í sögunni hafa þurft að líða hungur og í dag en það er talið að um 1/3 mannkyns líði matarskort og það lítur ekki út fyrir að það muni skána í framtíðinni.
Landskjálftar
Þótt að við höfum takmörkuð gögn um landskjálfta fyrir 1800 og aldrei jafn mikið fylgst með landskjálftum og í dag. Hvort að aðeins það útskýri fjölgun landskjálta veit ég ekki en stórir skjálftar sem valda miklu manntjóni eru fleiri núna en áður, bara landskjálftinn/flóðbylgjan á jóladag sem drap um 275.000 manns olli meira tjóni en áður í sögunni.
Lögleysi
Menn verða líklegast að meta þetta sjálfir en mér finnst þetta augljóslega eiga við okkar tíma. Listi yfir vandamál í skólum í kringum 1960 innihélt atriði eins og tala hátt í tímum, hlaupa á göngum og riðjast fram fyrir í röð. Í dag eru þau vandamál sem kennarar í mörgum skólum glíma við atriði eins og drykkja, eiturlyf, sjálfsmorð og ofbeldi.
Fals kristar
Menn eins og Jim Jones, David Koresh og fleiri hafa sett tóninn. Þegar það eru sex miljarðar manna á jörðinni þá er óhjákvæmilegt að margir fals kennarar og fals kristar fleiri en nokkru sinni áður.
En Jesús heldur áfram að lýsa þeim táknum sem myndu einkenna tíma endalokana.
Matteusarguðspjall 24
29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast.
19. maí 1780 er kallaður hinni dimmi dagur þar sem þetta rættist, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/sun_darkness.asp
Árið 1833 sáu menn ótrúlegt stjörnufall sem endist í marga klukkutíma, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/falling_stars.asp
Annað sem átti að gerast rétt fyrir endalokin er þetta:
Matteusarguðspjall 24
14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.
Í dag þá er Biblían þýdd á yfir 900 tungumál og mállískur og talið að um 95% af mannkyni hafi aðgang að boðskapi Biblíunnar. Það eru einnig stofnanir sem hafa þann einann tilgang að þýða og dreifa Biblíum svo það er ekki langt í að allir á jörðinni hafa heyrt um fagnaðarerindið.
En það er á fleiri stöðum sem talað er um tíma endalokanna þa sem við getum fengið að vita meira um tíma endalokanna.
Daníel 12
4En leyndu þessum orðum, Daníel, og innsiglaðu bókina þar til dregur að endalokum. Menn munu leita víða og skilningur þeirra mun aukast.
Flestar þýðingar tala um að þekking muni aukast og þekking okkar á vísindum hefur aukist gífurlega síðustu tvö hundruð ár eða svo. Fáum að vísu nokkur mínus stig fyrir darwinisma en samt er almenn aukning þrátt fyrir Darwin og félaga. Annað sem Daníel minnist þarna á er að hans eigin bók verði innsigluð þangað til að endalokin nálgast en það er tiltulega nýlega að menn byrjuðu aftur að rannsaka Daníelsbók og hvað þá skilja hana.
Annað sem Daníel spáði fyrir um sem er mjög áhugavert er spádómurinn um nokkur heimsveldi sem táknuð eru með styttu í mismunandi hlutum. Í Daníel 2 er styttunni líst og í Daníel 7 eru heimsveldin nefnd á nafn. Þessi spádómur segir að á tímum sundraðar rómar sem er Evrópa í dag að þá mun Guð koma og setja á stofn sitt ríki.
Á öðrum stað talar Páll um hvernig fólk verður á hinum síðustu dögum og kannski sérstaklega fólk sem þykist vera kristið.
Síðara Tímóteusarbréf 3
1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, 3kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, 4sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. 5Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.
6Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. 7Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum.
Persónulega finnst mér þetta góð lýsing á hvernig fólk er almennt orðið í þessum heimi.
Pétur póstuli talar einnig um hina síðustu tíma og sagði þetta:
Síðara Pétursbréf 3
3Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar. 5Viljandi gleyma þeir því að himnar og jörð voru til forðum. Guð skapaði þá með orði sínu og jörðin reis upp úr vatni og hvíldi á vatni. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim sem þá var svo að hann fórst.
Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með. Aldrei hafa guðleysingjar og darwinistar verið jafn hávær og fjölmennur hópur eins og í dag sem afneita að flóð gékk yfir jörðina og spotta þá hugmynd að Jesús komi aftur. Þessi orð Péturs passa óþægilega mikið við okkar tíma.
Það að þessi heimur getur ekki endst mikið lengur er ekki aðeins eitthvað sem maður fær frá Biblíunni en margar menn sem eru ekki kristnir hafa dregið þá ályktun ekki út frá Biblíunni heldur aðeins út frá því að horfa á heiminn.
En kristnir eiga ekki að líta þetta sem eitthvað ógnvænlegt heldur það sem þeir hafa vonað eftir. Þann dag mun Guð enda öll stríð og sjúkdómar og þjáning verður ekki lengur til. Vonin sem hinn kristni einstaklingur hefur er að Guð mun búa til nýjann heim þar sem er engin kvöl, ekkert óréttlæti og dauðinn ekki framar til.
Síða sem fjallar um þetta efni ýtarlegra: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/prophecies.asp#second
Og fyrirlestur um hið sama efni: http://petra.bme.emory.edu/bible/hvm/da/h4th_64/02-The_End_of_the_World-
Völvan spáir stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stórskemmtileg grein, þó máské ögn niðurdrepandi. Burtséð frá því er ekki annað hægt en að dást að einlægri trúfesti greinarritara. Á þessum tímamótum vil ég bara óska honum gleðilegs nýs árs með þeirri aukaósk að hvernig sem allt velti þá verðum við öll hér að ári!
Óli Jón, 30.12.2007 kl. 03:17
Skemmtileg grein, þetta er alltaf erfitt túlkunaratriði upp að vissum punkti, enda er bent á að fyrir flesta muni þetta koma sem þjófur að nóttu. En að fylgjast með merkjunum og læra að þekkja gott frá slæmu held ég persónulega að sé lykilatriði.
RSPCT
Tryggvi Hjaltason, 30.12.2007 kl. 06:39
"Repent, for the end is nigh!" hehehehe ... gleðilegt ár kall !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.12.2007 kl. 13:32
Óli Jón, táknin eru augljós og smell passa við okkar tíma. Þeir sem óska þess að morðin hætta, að það verði stöðvað að börn séu notuð sem kynlífsþrælar, að fólk hætti að deyja úr sjúkdómum, þá eru þetta gleðifréttir.
Tryggvi, einhverjir verða viðbúnir og það ætti ekki að vera svo erfitt. RSPCT :)
Haukur, you can say that again! Gleðilegt ár strákar
Mofi, 30.12.2007 kl. 14:29
Ég er nokkuð viss um að ég hafi séð þessa grein áður
En þessi einkenni eru eins og Völuspáin, hlutir sem eru alltaf til. Það hafa alltaf verið stríð, hungurseiðir og allt þetta. Ég nenni ekki að fara yfir allt hérna, en það er rétt að 20. öldin var blóðugasta öld sögunnar hvað fjölda varðar, en það hafa líka aldrei verið til jafn mikið af fólki. Hlutfallslega séð, þá var 20. öldin líklega ein sú friðsamlegasta í sögunni! Ég sá einhvern tímann fyrirlestur hjá mannfræðingi sem var að tala um þetta, t.d. var áætlaður dauði af mannavöldum í frumstæðum þjóðfélögum (og þá líklega í forsögunni) í kringum 90%! Sambærileg tala fyrir 20. öldina var að ég held ~15%.
Nei, þetta er ekki rétt. Árið 1556 dóu ~800.000 manns í jarðskjálfta í Kína.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2007 kl. 17:15
Ég leitaði og leitaði en fann ekki þetta efni sem ég hafði skrifað áður svo ég varð að gera þetta allt upp á nýtt eða ætti ég að segja
Ég sé uppfyllinguna í tíðni og fjölda og þá passar þetta við okkar tíma. Takk fyrir benda á þennan jarðskjálfta, forvitnilegt. En þar sem aðeins að tíðni og alvarleiki á að aukast þá passar þetta ennþá við okkar tíma. Spurning samt hvort að uppfylling á akkurat þessu með landskjálftana eigi eftir að rætast enn frekar á næstu árum; aðeins tíminn leiðir það í ljós.
Mofi, 30.12.2007 kl. 17:59
hæ Mófster, merkileg pæling hjá þér, við tendrum luktirnar og erum vökul, ég ætla samt að lifa lífinu, og kannski best að lifa því eins og það sé búið á morgun,,,hmmm það er alla vegana planið. Knús vinur hafðu það sem best um áramótin.
Linda, 30.12.2007 kl. 19:58
Er ekki það ekki málið? Myndum við ekki lifa allt öðru vísi, af miklu meiri ákafa ef maður ætti lítinn tíma eftir? Þeir sem fá lífshættulegann sjúkdóm, þeir horfa á þann litla tíma sem þeir hafa sem miklu dýrmætari og byrja að nýta tímann sem þeir hafa eins vel og þeir geta. Fyrir kristið fólk þá er málið að sá tími sem við höfum er mjög dýrmætur því að þetta er eini tíminn sem við höfum til að gera gott því að þegar þetta líf er búið þá getum við ekki gert neitt gott. Fyrir kristinn einstakling þá ætti hann að hugsa til þess að hitta Guð og hugsa til þess hvað hann gerði við líf sitt, hvort að það fór í að gera sjálfum sér gott eða var hann að vinna vinnuna sem Guð ætlaði honum. Efast um að Guð vilji eitthvað hafa að gera með þessa kristna sem gera ekkert fyrir guðsríki.
Mofi, 31.12.2007 kl. 00:03
Sæll Mófi.
Góð færsla og áhugaverð að venju. Eins og þú líklega veist er ég gríðarlega andvígur heimsendaspám og dýrkuninni og eftirvæntingunni sem henni fylgir. Ég hef hingað til ekki séð rök fyrir því að taka opinberunina fyrir annað en vinsældarrit með ekkert á bakvið sig. Mér finnst einnig fyrirframákveðinn heimsendir á tímpunkti X fara á skjön við kennslu Jesú í einu og öllu. Einnig þykir mér erfitt að hlakka til þessa endis eins og honum er lýst í ritningunni, þar sem mínir nánustu og væntanlega ég líka náum ekki inngangskröfum endalokssýjunar. Ég vill ekki trúa því upp á spádómsgáfu Jesú að mér og mínum bíði þau ógeðfelldu örlög sem lýst er.
Ofan á mínu persónulegu trúarlegu afstöðu í þessum málum, þá er ég einnig ekki sannfærður um að heimurinn sé að versna. Heimurinn er sífellt að batna. Gleymum ekki að það eru ekki nema 100 síðan það var talið ósiðlegt að ráðast á nágrannaland sitt um leið og maður sá einhverja yfirhönd!
Ekki eru nema 100-200 ár síðan nýlendur og arðrán voru taldnar til óheiðarlegra tekjuaflana fyrir ríki. Þrældómur er bannaður um allan heim, Eiturlyf, vændi, morð ect. allt saman bannað með lögum í öllum ríkjum. Alheimssamfélagið sér um að fordæma hverjar misgjörðir, safnar saman fjárstyrk og hjálp, friðargæsluliðum og samfélagsþjónustu fyrir þjóðir sem við vissum ekki af hérna á Íslandi fyrir 500 árum.
Þróunarhjálp og almennt hjálparstarf hefur aldrei verið meira. Lönd eru loksins farin að gefa án þess að biðja um eitthvað tilbaka.
Þetta er allt glænýtt!
Ónei, heimurinn er aðeins að batna!
En hvað veit ég svosem. Tímóteusarversið lýsir mér í ystu æsar
Jakob (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:52
Ég talaði víst aðeins og fljótt. Vissulega eru undantekningar á því hvar vændi og eyturlyf eru leyfð, en alheimssamfélagið hefur séð vel um að beyta þeim ríkjum þrístingi. Þú skilur væntanlega heildapunktin sem ég er að koma með
Jakob (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:54
Já, ég sé hvað þú átt við. Það er eins og þér finnst að heimurinn þarf ekkert á Guði að halda. Við erum að gera þetta mjög vel og það væri best að Guð kæmi ekkert aftur. Ég aftur á móti bendi á hvað mér finnst ógnvænlegt hvað mun gerast ef okkar MTV og tölvuleikja kynslóð fer í stríð með þeim vopnum sem við höfum núna.
En ég get svo sem skilið að ef þú telur að Guð muni kvelja fólk að eilífu í eldi að þá er það ekki eitthvað sem hægt er að samræma við kærleiksríkan Guð og þar er ég sammála þér og tel það eina verstu villi kenningum í hinum kristna heimi.
Mofi, 31.12.2007 kl. 01:12
Jón Bjarni, ég benti á að vandræðin sem krakkar á þessum aldri víðsvegar um heiminn í kringum 1950 voru smávægileg miðað við það sem krakkar víðsvegar eru að glíma við í dag. Einnig er það staðreynd að unglingar í dag þegar þeir eru rétt orðnir 16 ára hafa séð gífurlega mikið af morðum, nauðgunum og alls konar illsku í sjónvarpinu, eitthvað sem hefur aldrei verið mögulegt áður. Síðan er það staðreynd að vopnin sem við höfum í dag eru margfallt öflugri en nokkuð það sem við höfum áður haft og það sem meira er, er að fjarlægðin frá afleiðingunum er meiri. Þ.e.a.s. að þeir sem drepa þurfa ekki horfa upp á hörmungarnar, geta látið sér nægja að ýta á nokkra takka. Hvað síðan gerist í framtíðinni vitum við ekki en Jesús talaði um að stríð myndu aukast og þau hafa gert og ég trúi að þau munu halda áfram að gera það.
Það fer auðvitað eftir hver trúin er er það ekki hvort að hún sé líkleg til að stuðla að friði eða ekki? Ef þú skoðar síðan hverjir voru mestu fjöldamorðingjar sögunnar þá myndi maður telja upp menn eins og Stalín, Maó, Hitler og Pol Pott... hmm, þeir voru allir guðleysingjar og darwinistar. Nei Jón, hættulegasta trúin í dag er darwinismi.
Mofi, 31.12.2007 kl. 10:50
Sæll aftur Mofi.Ég skal nú reyna að hófstilla orðaval mitt þannig að þú kastir mér ekki aftur út í ystu myrkur eins og síðast þegar ég gerði athugasemdir við færslu hjá þér.Ég verð hinsvegar að segja að mér finnst þessi framsetning hjá þér einkennast af ótrúlegri bölsýni og minnir hún mig mest á biturt gamalmennisraus. Til að vera málefnalegur þá vil ég fyrst fara yfir nokkrar af fullyrðingum þínum:Þú ræðir um stríð.Fullyrðingu þinni um þetta hefur að mestu verið svarað af Hjalta. Þó má aðeins bæta við: Þú nefnir stríð milli múslima og kristinna í dag,,,ertu búinn að gleyma krossferðunum? Hvað voru þær margar og hvað kostuðu þær mörg mannslíf? Eru þessi átök í dag, milli þessara menningarheima í dag trúarstríð? Eru þessi átök ekki einna helst fóðruð á græðgi …hmmm…. ágjörn pólitík með trú sem sterkan sameiningarþátt beggja aðila,er það ekki staðan í USA í dag -í stuttu máli? Þær uppsprettur upplýsinga sem þú vitnar mest til Mofi, eru áróðurslindir þeirra afla í Bandaríkjunum sem mest eru fylgjandi þeim ófriði sem nú geysar, það verður ekki friður meðan að þessi (strang-kristnu)öfl ráða jafnmiklu og þau gera í dag.Næst kemur hungursneyð.Víst eru margir sem líða skort það er ófyrirgefanlegt að mannkyn skuli ekki vera komið lengra en raun ber vitni í að búa öllum heilbrigt líf. En hungur og plágur hafa alltaf fylgt mannkyni eins og öðrum byggjendum þessa heims, þessi fullyrðing er fullkomlega forsendulaus. Hvers vegna hefði Pétur sá sem nefndur er postuli notað orð eins og plága ef það hefði ekki verið vel þekkt og óttað fyrirbæri á hans tíð. Í mínum huga eru þessi bréf skrifuð í sama “frustreðaða” hugarástandi og þessi bloggfærsla þín Mofi. Sjálfur þá trúi ég því að eina lausnin felist í því að mennta upp þær þjóðirsem nú eiga hvað bágast. Við höfum að baki aldir af nýlendustefnu sem keyrð var yfir heimsálfurnar, með hvaða vopni???? Þarf ég að nefna Conquitadorana í S-Ameríku? Ekki ætla ég að kenna kristniboði um allar hörmungar vanþróaðari hluta heimsins en ég tel næsta víst að gera hefði mátt heiminn betri án hrokans sem felst í grimmilegri afstöðu hreintrúaðra. Við verðum að mennta heiminn ekki kristna hann, sú tilraun hefur verið gerð og hefur með öllu mistekist.Nú næsta mál eru landskjálftar: Hér er smá innlegg. árið 79. 24 ágúst: Vesuvius gýs og grefur Pompei Herculaneum, ótalin þúsund látinna. árið 856. 22 ágúst, Damghan, Iran 200,000. látin árið 893 23 mars, Ardabil, Iran, 150,000 látnir árið 1138 9 ágúst, Aleppo, Sýrlandi, 230,000 látnir árið 1290 í Sept. Chihli, Kína, ca. 100,000 látnir. árið 1556. 23 jan., Shaanxi Kína, 830,000 látnir árið 1667. Nov. Shemakha, Kákasus, 80,000 látnir. árið 1693 11 jan. Sikiley Ítalíu 60,000 látnir. árið 1707. 28 okt. Japan, 30.000 látnir (flóðbylgja) árið 1727 18 nov. Tabriz, Iran. 77,000 látnir. árið 1755 1 nov. Portúgal 70.000. látnir. Þetta eru lágmarkstölur, ef mannkyn hefði verið jafnstórt og búið í borgum eins og í dag þá væru þessar tölur margfalt hærri. Ég fullyrði að þessi framsetning þín á aukum hörmungum mannkyns er með öllu rakalaus. Þvert á móti hafa vísindin fært okkur sífellt betri tæki til að bregðast við vánni og þó fyrirsjáanlegir séu hörmulegir jarðskjálftar t.d. í Japan þá er EKKERT sem segir að það sé einhver aukning á hörmungunum. Fals-kristsur. Þetta er sérsvið ykkar og ætla ég mér ekki að fara of langt útí það en tvö staðarnöfn koma upp í hugann strax Johnstown og Waco. Þar gekk trúað fólk í opinn dauðann og tók börnin sín með sér. Fyrir okkur sem stöndum utan við trúarhlekkina er vart hægt að greina á milli t.d. þín og þessa fólks. Á ykkur er stigsmunur en ekki eðlis. Þú ræðir dómsdag, bara ekki sama dómsdag og þetta ákveðna ógæfufólk. Frá mínum bæjardyrum eru strangtrúa-múslimar,-baptistar,-aðventistar,-vottar,-mormónar og hvað þetta heitir allt, sami grautur í sömu skál, Þið eruð öll fórnarlömb. Til að þú skiljir mig betur þá verð ég að segja þér að ég fékk í aðra röndina strangtrúarlegt uppeldi. Ég stundaði samkomur þar sem stöðugt var klifað á kærleika, gleði og hamingju og skilyrðið fyrir þessu öllu var kristur. Samt fannst mér lítið af ofantöldum gæðum í daglegu fasi þessa fólks sem hafði algerlega helgað líf sitt sínum Kristi. Er ég fór að komast til vits fannst mér þessi fægða skel einungis ala á einhverskonar afneitun á sjálfinu með þeirri innibyrgðu gremju og þolleysi sem slíku fylgir. Óttinn var þarna líka í stóru hlutverki. Þegar ég gekk síðan endanlega af trúnni fannst mér eins og ég hefði fengið mannshjarta í stað músar. Nú upplifi ég þörf ykkar trúuðu til að “kristna” aðra eins og þörf alkans til að gera náungann meðvirkan. Þetta er þekkt fyrirbæri hjá fólki sem býr við skort eða ófullnægju af einhverju tagi, það hefur ríka þörf fyrir að draga aðra með sér. Að ending ætla ég að “kommentera” á það sem þú nefnir; aukið lögleysi.Hvað skal segja, þú lítur mikið til bandaríkjanna, hvenær tamdist villta vestrið? Hver var Al Capone? Hefur þú lesið þér til um hinar “myrku miðaldir”. Ég er búinn að ala upp 3 guðlaus börn sem eru mér stöðug uppspretta stolts, ánægju og eftirvæntingar.Börn sem alin eru upp með sammannleg gildi að leiðarljósi, ég stend þau t.d. ekki að því að segja mér ósatt!Hjá þeim og þeirra stóru vinahópum er þvílíkur fjöldi góðra mannvænlegra ungmenna að ég man ekki eftir slíku í mínu ungdæmi. Ég fæ ekki betur séð en að við búum yfir gríðarlega góðri framtíð hér þar sem þetta er skynsamt fólk, sífellt betur menntað og æ lausara við þrúgandi áþján kreddu og músarholusjónarmiða, sérhyggju sem byrtist oftar en ekki í “við og þeir” trúarinnar. Kannski umgöngumst við ólík ungmenni, þessi eru í það minnsta flest öll trúlaus. Ég get með sanni sagt að ég hafi fundið hamingjuna þar sem ég bjó við kröpp kjör í lítilli íbúð í “synd” með yndislegri konu minni átti mín börn í “synd”. Reiður guð hefur ekki birst mér enn og ég á ekki von á honum. Nú get ég meira að segja gefið mér tíma til að standa í tilgangslitlum skrifum inná blogg sem fáir lesa, Lífið er dásamlegt, og þeir sem vilja eyðileggja það fyrir sjálfum sér með dómsdagþrugli eiga að mínu viti svolítið bágt.Gleðilegt ár allir
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:14
Ég er ekki að segja að við þurfum ekki á Guði að halda. Ég er að segja að við erum loks að verða fullorðinn og getum sjálf!
Afhverju endalok þegar loksins er boðskapur Jesú er innprentaður uppeldislega, samfélagslega, lagalega og alheimslega inn í hvert nýfætt mannsbarn um heim allan?
Jakob (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:05
Skuggabaldur, ég er engann veginn sammála þér að Hjalti hafi svarað þessu með stríðin. Það er engin spurning að á síðustu öld dóu fleiri í stríðum en á síðustu tuttugu öldum samanlagt og það er augljóslega aukning. Þú svaraði síðan ekki því að hungursneið væri væri í dag en áður í sögunni, það er einfaldlega staðreynd að aldrei fleiri hafa verið að deyja úr hungri í dag og það passar við það Jesús sagði að myndi einkenna endalokin. Miðað síðan við hve guðleysingja stjórnvöld drápu marga á síðustu öld hve guðleysi virðist vera að færast í aukanna þá eigum við ekki von á góðu á þessari öld. Þú sérð ekki mun á milli kristinna því þú veist ekkert um kristið fólk eða hreinlega trúað fólk. Þú kannski hampar þessu þekkingarleysi þínu en mér finnst það ekki tilkomumikið.
Þú virðist halda að dómsdags pælingar eyðileggja eitthvað en þeir sem vilja réttlæti, vilja enda fátækt og hungursneið, lækningu sjúkdóma og að fresla börn úr margs konar hræðilegri þrælkun þá er þetta tilhlökkunarefni. Þetta er síðan ekki endirinn á öllu heldur endirinn á illsku og þjáningum og byrjunin á alvöru lífi.
Jakob, sem sagt að við þurfum ekki á Guði að halda? Afhverju endalok? Nei, aðeins endalok illskunnar og byrjun á ríki Guðs. Þegar miljónir standa í stríði og meira en miljarður býr við hungur og sjúkdóma. Hvað er það sem er svona gott við þennan heim að það réttlætir áframhaldandi þjáningar alls þessa fólks?
Mofi, 31.12.2007 kl. 12:45
Hvaða 'guðleysingja stjórnvöld' hafa stundað fjöldamorð? Reyndar, hvaða 'guðleysingja stjórnvöld' eru til yfir höfuð. Veit ekki um og hef aldrei heyrt um neitt einasta land sem er stjórnað í nafni guðleysis. Það eru kannski til stjórnmálaflokkar einhverstaðar sem kenna sig við guðleysi og hafa aðeins guðleysi á stefnuskrá sinni en ég hef ekki orðið var við að þeir komist til valda.
Og ekki nefna kommúnisma og/eða nazisma sem trúleysingja hópa einu sinni enn.
Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:03
Afhverju má ég ekki nefna kommúnista stjórnir Pol Potts, Maó og Stalíns? Hvað er síðan að því að nefna nazismann í þessu samhengi sem var aðeins uppfylling darwinisma?
Mofi, 2.1.2008 kl. 12:29
Lestu Wiki-ið sem ég benti á. Kommúnismi snýst um kommunisma en ekki trúleysi, nazismi snýst um nazisma en ekki trúleysi. Bæði kommunismi og nazismi snýst um svo margt annað en trúleysi, og reyndar er deilt um það hvort nazisimi boði trúleysi eða ekki.
Nazismi snérist síðan ekki um uppfyllingu á 'darwinisma' heldur um 'lebensraum' (eða hvernig sem það er skrifað.. lífsrými).. að endurheimta það sem þýskaland hafði fyrir seinni heimstríðjöldina. Það að nazistar hafi trúað á einhvern öfur-aría-kynstofn er náttúrulega bara rasismi og hefur ekkert með guðleysi að gera.
Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:43
Það var guðleysi sem ríkti á tímum Stalíns. Endilega hlustaðu á rökræðurnar milli Dawkins og John Lennox því þeir fara inn á þetta og er mjög fróðlegt. Nazisminn var mjög greinilega mengaður af hugmyndafræði darwinismans með að svertingjar væru óæðri því þeir eru minna þróaðir en hvíti maðurinn og að aðeins þeir sem voru "fit" áttu að fá að lifa af. Þetta kom beint úr eugenics sem kom beint út frá darwinisma enda frændi Darwins sem kom með þessar pælingar og tók þær beint frá Darwin sjálfum.
Mofi, 4.1.2008 kl. 23:36
"Það var guðleysi sem ríkti á tímum Stalíns."
Já kannski, en kommúnismi snýst ekki um trúleysi. Það er ekki aðal takmark kommúnista að gera heimin trúlausan. Bendi þér enn og aftur á að kynna þér þetta, sérstaklega með Religious communism og Christian communism.
"Nazisminn var mjög greinilega mengaður af hugmyndafræði darwinismans með að svertingjar væru óæðri því þeir eru minna þróaðir en hvíti maðurinn og að aðeins þeir sem voru "fit" áttu að fá að lifa af. Þetta kom beint úr eugenics sem kom beint út frá darwinisma enda frændi Darwins sem kom með þessar pælingar og tók þær beint frá Darwin sjálfum."
Nazismi snýst ekki um trúarbrögð, rasismi snýst ekki um trúarbrögð, darwinismi snýst ekki heldur um trúarbrögð. Þótt þróunarkenning Darwins henti ekki þinni trú (nema þegar það kemur að því að útskýra hvernig Nói þurfti ekki að taka +1.000.000 mismunandi dýrategundir með sér í örkina) þá stendur hvergi í þróunarkenningunni neitt um trúleysi!
Arnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 09:46
Það er ekkert umdeilt að darwinismi og guðleysi er nátengt, þarft ekki að rannsaka mannkynssöguna mikið til að komast að því.
Mofi, 7.1.2008 kl. 16:20
Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með.
Ekki að reyna að vera að rugla fyrir eða eitthvað álíka, en var það ekki jarðfræðingurinn James Hutton sem uppgötvaði þetta og varð frægur fyrir það? Ekki hef ég heyrt um að eitthver lögfræðingur sagði þetta...
ónefnd (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:52
ónefnd, takk fyrir leiðréttinguna. Það er rétt að það var Hutton sem kom fyrst með þessa hugmynd en Charles Lyle gerði hana vinsæla í bók sinni "Principles of Geology". Hef heyrt að Darwin tók með sér tvær bækur með sér í för sína á the Beagle, Biblíuna og þessa bók Charles Lyle Principles of Geology.
Góður punktur, málið snýst meira um guðleysi í Sovétríkjunum.
Mofi, 21.1.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.