Jólablogg og jólalög

Eitthvað jólalegt til að reyna að koma mér og vonandi fleirum í jólaskap Smile

Byrja á frábærum jólalögum.

Holy night
Þótt ég sé engann veginn hrifinn af Celine Dion þá er þetta besta útgáfan af þessu lagi sem ég veit um og mitt uppáhalds jólalag.
http://www.youtube.com/watch?v=7Jr-2eyRtV4

Sing We Now of Christmas -O Come O Come Emmanuel
http://www.esnips.com/playlist/8edac444-bd2d-4361-aa18-1473557a0064

Angels we have heard on high
http://www.youtube.com/watch?v=GXm2O6iTgBA

It came upon a midnight clear
http://www.esnips.com/doc/d4c5287c-2568-4175-bd61-cb8c99cf3b38/11-It-Came-Upon-A-Midnight-Clear

The first Noel
http://www.esnips.com/playlist/8edac444-bd2d-4361-aa18-1473557a0064

What child is this
http://www.esnips.com/doc/2743a1be-cbff-436a-a5e9-145a881c0607/08-What-Child-Is-This

Ave Maria
Spes útgáfa með Bono með sína eigin texta og Pavarotti
http://www.youtube.com/watch?v=v2-XIauB37U

Joy to the world
http://www.youtube.com/watch?v=ek83NgOWjSU

O' Come All Ye Faithful
http://www.youtube.com/watch?v=1eLDvM7eSq0

Little drummer boy
Mjög sérstök útgáfa með David Bowie og Bing Crosby - ekki flottasta útgáfan af þessu lagi en gaman að sjá þá tvo.
http://www.youtube.com/watch?v=_zMhSjDqvRs

Hark! The Herald Angels Sing
http://www.youtube.com/watch?v=GUqtKJ13eH4

God rest ye merry gentlemen
http://www.esnips.com/doc/851d5c86-f679-4cbf-86b9-7660de3b21ed/God-rest-ye-merry-gentlemen

Síðan tveir spádómar í Gamla Testamentinu um Messías

Míka 5
1En þú, Betlehem í Efrata,
ein minnsta ættborgin í Júda,
frá þér læt ég þann koma
er drottna skal í Ísrael.
Ævafornt er ætterni hans,
frá ómunatíð.
2Því verður þjóðin yfirgefin
þar til sú hefur fætt er fæða skal.
Þá munu þeir sem eftir lifa ættmenna hans
snúa aftur til Ísraels lýðs.
3Hann mun standa sem hirðir þeirra
í krafti Drottins,
í mætti nafns Drottins, Guðs síns,
og þeir óhultir verða.
Þá munu menn mikla hann
allt til endimarka jarðar.

Jesaja 9
1Sú þjóð, sem í myrkri gengur,
sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna
skín ljós.
2Þú eykur stórum fögnuðinn,
gerir gleðina mikla.
Menn gleðjast fyrir augliti þínu
eins og þegar uppskeru er fagnað,
eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
3Því að ok þeirra,
klafann á herðum þeirra,
barefli þess sem kúgar þá
hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.
4Öll harkmikil hermannastígvél
og allar blóðstokknar skikkjur
skulu brenndar
og verða eldsmatur.
5Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
6Mikill skal höfðingjadómurinn verða
og friðurinn engan enda taka
á hásæti Davíðs
og í ríki hans.
Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti,
héðan í frá og að eilífu.

Gleðileg jól! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Já, þetta kom mér á óvart en ánægjulega á óvart.   Vonandi muntu njóta jólanna svo gleðileg jól!

Mofi, 23.12.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: halkatla

Gleðileg Jól Mófí

halkatla, 24.12.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Mofi

Sömuleiðis Anna, Mófí... hmm, hljómar eins og nafn á fegurðardrottningu :)    Tek því sem hrósi

Mofi, 24.12.2007 kl. 11:08

4 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Gleðileg jól...

mæli líka með Mary did you know með Clay Aiken http://www.youtube.com/watch?v=5keVc3QNhhw&feature=related

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 24.12.2007 kl. 11:19

5 Smámynd: Mofi

Það er mjög flott lag með góðum texta, takk fyrir ábendinguna. Hefði átt að bæta við að allar ábendingar um góð jólalög eru vel þegnar.

Gleðileg jól Davíð!

Mofi, 24.12.2007 kl. 13:27

6 identicon

Holy night með Celine Dion er fallegt jólalag, það er alltaf mjög flott þegar raddsterkir söngvarar tempra raddirnar niður  Ég á mér ekkert uppáhalds jólalag þó Clay Aiken sé ofarlega á listanum hjá mér.  Ég á mér hins vega uppáhalds jólasálm, Heims um ból, sem ég get hlustað á endalaust, allt árið um kring.

Gleðilega jólahátíð Mofi og megi nýtt ár vera þér gjöfult.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:25

7 identicon

Blessaður Mofi.

Vonandi áttirðu góð Jól.

Eitt se még vildi taka fram um rökræðu ykkar Jón Vals hérna í den, að það er sama hvar ég les, að ég hitti alltaf á það að við yfirferð kirkjunar sem ríkiskirkju 313 e.kr. að þá hafi hvíldarleginum verið breytt frá Laugardegi yfir í sunnudag. Mig minnir að Jón hafi þvertekið fyrir að svo hefði verið.

Ætlaði bara að láta vita.

Jakob (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Mofi

Takk fyrir innlitið Inga og Jakob. Já, Celine syngur lagið alveg frábærlega. Fór í kirkju þar sem einhver óperu söngkona eyðilagði lagið alveg fyrir mér en annars var heimsóknin ánægjuleg. Sammála þér með Heims um ból.

Blessaður Jakob og takk fyrir það. Væri gaman að fá góðar heimildir fyrir þessu þar sem að Jón sem vanalega er vel að sér kannaðist ekkert við þetta.

Mofi, 27.12.2007 kl. 13:54

9 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir þetta. Ég er aðdáandi jólalaga (ekki grín jólalaga þó). Jólalög eru ein þau fallegustu sem til eru og fyllist ég hátíðarbrag þegar ég heyri þennan fallega söng. Ég er þegar byrjuð að hlusta.

Ég hef aldrei haft trú á Bono sem söngvara og aldrei skilið þær vinsældir sem hann nýtur. Það sannast vel í laginu sem þú bendir hér á: Ave Maria 

Hafðu það gott um áramótin og farðu varlega.

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 16:40

10 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra. Bono er svona... well, maður þarf að finnast röddin hans falleg og hann var ekki beint vel upplagður þarna en ég hafði gaman að sjá þá tvo saman.

Njóttu áramótanna sömuleiðis! :)

Mofi, 28.12.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband