Megrunarkúr Mofa

Sumir gætu haldið að loksins er ég að breyta af vananum og fjalla um eitthvað annað en trúmál en...nei, þetta er líka nátengt trúmálum. Ástæðan fyrir því að fólk á miðöldum borðaði hollara fæði en við er að það borðaði meira af því sem náttúran býður upp á, það sem við vorum hönnuð til að borða. Í dag borðum við meira af unnum matvörum sem líkaminn á erfitt með og vantar mikið af þeim næringarefnum sem við þurfum. Sá grunnur sem ég hef fyrir mínum hugmyndum að matarræði koma beint úr fyrstu síðum Biblíunnar:

1. Mósebók 1
 29Og Guð sagði: „Nú gef ég ykkur allar sáðjurtir jarðarinnar og öll aldintré sem bera ávöxt með fræi. Þau skulu vera ykkur til fæðu.

Allir kristnir einstaklingar eiga síðan að hugsa vel um líkamann sinn því hann er bústaður heilags anda. En ég get ekki neitað því að ég er ekki hrifinn af megrunarkúrum og ekki það sem ég mæli með. Mér finnst miklu gáfulegar að koma sér upp reglum og lífstíl sem leiðir til hollustu þannig að líkaminn leitar hægt og örugglega að eðlilegri þyngd.

  1. Reglurnar
    Borða matskeið á morgnanna af hörfræum sem búið er að milja í duft og bætt í vatn.
    Borða hollan kornríkan morgunmat eins og t.d. hafragraut og Seríós.
    Drekka slatta af vatni yfir daginn. Einn líter líklegast lágmark.
    Borða einn ávöxt 15 mínútum fyrir máltíð og reyna að hafa það fjölbreytt til þess að maður fái ekki leið á þessari reglu.
    Hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lang gáfulegast að finna sér eitthvað sem manni finnst skemmtilegt; það sem hefur hentað mér er fótbolti, sund og karate.
    Góður nætursvefn. Mismunandi hvað fólk þarf á miklum svefn að halda, ég þarf átta um átta klukkutíma.
    Einn dag á viku sem er tileinkaður fjölskyldunni og vinum þar sem maður leyfir sér ekki einu sinni að hugsa um vinnuna hvað þá meira. Fyrir kristna þá er þetta hvíldardags boðorðið og ef haldið rétt þá fylgir því mikil blessun, sjá: http://www.sabbathtruth.com/keeping_it_holy.asp
  2. Forðast
    Reyna að borða sem minnst af kjöti. Mér finnst kjöt mjög gott svo ég skil að þetta er erfitt en sannleikurinn er einfaldlega sá að of mikið af kjöti er ekki hollt.
    Af því kjöti sem er í boði þá ætti svínakjöt, rækjur og humar að vera það sem kjöt sem maður borðar helst ekki.
    Forðast sælgæti, borða það í mjög miklu hófi.
    Forðast að drekka kaffi og te og aðra koffein ríka drykki.
    Forðast gos. Ég reyni að drekka aðeins gos um helgar og það er að virka ágætlega.
  3. Alls ekki
    Alls ekki reykja eða drekka. Það er nærri því óþarfi að segja þetta þar sem það er alveg óumdeilt að reykingar og að drekka er mjög óhollt.
  4. Mæli með
    Noni safa, sjá: http://www.tahitiannoni.com
    Að láta það snakk sem maður borðar vera margs konar tegundir af hnetum og fræum. Kom mér á óvart hve bragðgott þetta er.

Aðventistar almennt aðhyllast grænmetisfæði og ég er svo sem sammála því að það er hollast en á erfitt með að fara alla leið. Það er samt engin spurning að þær heilsu reglur sem Ellen G. White lagði fyrir Aðvent söfnuðinn hafa skilað sér í mjög góðu heilbrigði, eitthvað sem National Geographic fjallaði eitt sinn um sjá: http://ngm.nationalgeographic.com/ngm/0511/feature1/learn.html

En sama hve hollt fæði maður borðar og hve mikið maður hreyfir sig maður mun alltaf að lokum deyja og eftir það fá sinn dóm. Ef þú hefur logið, stolið, haldið fram hjá, hatað eða öfundað þá muntu vera sekur frammi fyrir Guði og eiga ekki skilið eilíft líf.


mbl.is Mataræði á miðöldum hollara en í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eitt mega þið aðventistar eiga, þið standið mun framar en nokkur annar í mataræði. En ég spyr Dóri minn, ferð þú eftir ofangreindum kúr eftir bókstafnum?  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Mofi

Ég orðaði þetta nú þannig að ég myndi ekki líta svo illa út þegar kemur að framkvæmdinni :)   Alltaf samt að reyna að bæta mig...

Mofi, 18.12.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvernig væri að grenna sig á Kiwi-kúrnum eins og Davíð Oddsson Seðlabankastjóri ? Kúrinn gengur út á það að það má borða allt nema Kiwi !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.12.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Mofi

Davíð er gott dæmi um þær villigötur sem maður getur farið þegar maður hafnar ráðgjöfum Guðs. Biblían segir að við eigum að borða grænmeti, ávexti og fræ svo þegar einhver kemur og segir að maður eigi að borða aðalega kjöt þá veit maður að hann veit ekkert um hvað hann er að tala. Guð hannaði okkur og veit hvað er best fyrir okkur.

Mofi, 18.12.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mofi, hvar er þetta í Biblíunni?  Þið aðventistar rákuð einu sinni Frækornið á Skólavörðustíg . Ég sá alltaf eftir búðinni sem Trausti Sveinsson stýrði með miklum sóma. Ég kunni mjög vel við þann mann.  Þá var Steinþór ennþá prestur og Eiríkur (núverandi prestur) var með aðstöðu í búðinni.

Sigurður Þórðarson, 18.12.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Mofi

Hvar er hvað í Biblíunni?  Ég byggði það sem ég sagði aðalega á versinu sem ég benti á, annað er svo mín sýn á hvað er hollt. Að vísu er hvíldin fengin úr hvíldardagsboðorðinu ( 2. Mósebók 20 ) og forðast svínakjöt einnig úr Mósebókunum. Ég sé líka eftir Frækorninu sem alvöru búð. Núverandi prestur heitir Eric Guðmundsson og þú átt líklegast við hann þótt ég man ekki eftir að hann hafði aðstöðu í Frækorninu.

Mofi, 18.12.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er þessa dagana á nammifylleríi og með bullandi móral yfir hverjum súkkulaðimola sem ég sporðrenni og það er ekki einusinni komin þorláksmessa oh my o my!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.12.2007 kl. 23:21

8 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Segi bara Word Up

Þetta er eitthvað sem ég hef skoðað ofsalega mikið og þar sem ég bý núna í Bandaríkjunum þá eru liggur við vísindi að geta útvegað sér máltíð sem er manni bjóðandi (án hormóna, rotvarnarefna og annars viðbjóðs).

 RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 19.12.2007 kl. 05:04

9 Smámynd: Mofi

Guðrún, ég veit svo hvað þú átt við, þess vegna er gott að setja sér reglur um að borða eitthvað hollt á ákveðnum tímum til að svona...berjast á móti þannig. Að minnsta kosti ef maginn fær eitthvað hollt þá er það ekki hungur sem kallar á nammið. Ég aftur á móti ætla ekki að berjast mikið við nammið um jólin, maður verður að njóta þessa örfáu daga án þess að vera með samviskubit.

Helgi, í 150 ár hefur þetta verið í Aðvent söfnuðinum og stóran hluta verið það sem gerði hann sérstakann. Það var aftur á móti ekki nýtt neitt voðalega vel og núna eru allir komnir með þetta. Kirstnir söfnuðir mættu samt hugsa meira um þetta. Þín hugsun um að hugsa vel um líkamann af því við erum sköpuð í Guðs mynd finnst mér mjög lík þessu með að líkaminn er musteri Heilags Anda. Takk fyrir vingjarnleg orð!

Tryggvi, endilega athugaðu grænmetisfæðið sem er fáanlegt þarna í Bandaríkjunum. Þeir vinir mínir sem eru þar kunnugir segja að grænmetismaturinn þar er margfalt betri en það sem við erum að fá hérna á Íslandi. Ætti að vera fróðlegt.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 19.12.2007 kl. 08:30

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mofi, þetta er alveg rétt hjá þér það var Eric Guðmundsson sem ég kallaði óvart Eirík, enda hef ég ekki séð manninn í mörg herrans ár.   Ég var eins og grár köttur í Frækorninu í nokkur ár og sá Eric oftsinnis þarna. Hann var aldrei að vinna í búðinni en ég hafði á tilfinningunni að hann hafi haft einhverja aðstöðu þarna t.d. til að dreifa eða selja kristilegt efni en ég spurði aldei að þessu og þetta kann að vera vitleysa hjá mér. Trausti verslunarstjóri varð mikill og náinn vinur minn og ég minnist fólkisns þarna með hlýhug.  Eftir að búðin hætti bað Trausi mig að flytja inn ýmsar vörur sem fengust í Frækorninu og gerði ég það í nokkur ár.  Ég þekkti Steinþór vel en kynntist Eric lítið og eiginlega ekki fyrr en í útför Trausta. Bið samt að heilsa honum.

Sigurður Þórðarson, 19.12.2007 kl. 13:56

11 Smámynd: Mofi

Sæll Sigurður, ég skal koma því til skila. Endilega ekki vera feiminn við að kíkja við hjá okkur á laugardögum, ég meira að segja á að vera með lexíuna næst í Reykjavík klukkan ellefu.

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 19.12.2007 kl. 15:12

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka gott boð Halldór, sem ég á þó varla von á að geta þegið fyrir jól sökum mikilla anna, en takk samt.

Sigurður Þórðarson, 19.12.2007 kl. 17:00

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Halldór láttu mig vita þegar þú verður með lexíu á nýja árinu, maður er svo upptekinn þessa dagana en svo koma rólegir tímar eftir áramót.

En varðandi Noni drykkinn þá er ég búin að taka hann inn í nokkur ár og hann er fullkominn lífselexír eins og sagt var í gamla daga 

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:14

14 Smámynd: Mofi

Alltaf velkominn Sigurður.

Guðrún, ég skal gera það þótt það verður líklegast mjög lítið af því þar sem ég verð með námskeið alla föstudaga eftir áramótin en þú ert mjög svo velkomin á það.  Já, Noni drykkurinn er alveg meiriháttar. Var að láta litla frænda minn fá flösku því að án Noni þá hleypur hann allur upp í unglingabólunum. Að drykkurinn skyldi hafa þannig góð áhrif kom á óvart en núna getur hann ekki án hans verið.

Mofi, 19.12.2007 kl. 18:03

15 identicon

Skynsamleg skrif Mofi, vel marktækar, burt með alla kúra, borða sitt lítið af hverju og í hófi.  Hófið hefur oft reynst mér erfitt, en það er allt í lagi af og til, óhóf í hófi.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:21

16 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Inga, þess vegna er sniðugt að borða eitthvað hollt eins og ávexti á undan máltíðum svo að þegar kemur að því að borða kvöldmatinn eða hádegismatinn þá að minnsta kosti er maginn ekki að grátbiðja um heilann helling af mat.  Síðan hefði ég átt að setja meiri áherslu á að mala hörfræ og borða dáldið af þeim því hörfræ hafa sýnt að þau hjálpa til með kolestról og fleira.

Gylfi, svínið, humarinn og rækjurnar kemur úr Mósebókunum og ástæðan fyrir því að þau eru flokkuð sem óhrein dýr er vegna þess að þessi dýr þjóna þeim tilgangi að vera einhvers konar ruslakistur sem borða allt og hreinsa upp skítinn í umhverfinu. Segir sig sjálft að dýr sem lifa á þannig fæði eru ekki jafn holl og dýr eins og t.d. lömb og naut.

Mofi, 20.12.2007 kl. 00:21

17 Smámynd: Mofi

Varðandi hvaða dýr eru góð til að borða þá eru þetta aðeins góð ráð og menn eiga að vera ánægðir með góð ráð sem þeir síðan velja að taka eða hafna, valið er auðvitað hvers og eins.

Mofi, 20.12.2007 kl. 13:03

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Er ekki ástæðan fyrir því að svínakjöt var litið hornauga í mörgum trúarbrögðum á sínum tíma sú að menn kunnu ekki að elda þau? Við vitlausa meðhöndlun á þeim eyðileggst kjötið og getur valdið veikindum.

Egill Óskarsson, 23.12.2007 kl. 02:49

19 Smámynd: Mofi

Það eru svo mörg dýr sem Biblían kallar óhrein að ég efast um það, nema að einhver prófaði að reyna elda öll þessi dýr og fann enga leið til að elda þau öll og þau sem ollu veikindum voru flokkuð óhrein. En hérna þá trúi ég því sem Móses skrifaði þar sem Guð upplýsir hann um hvaða dýr eru góð til matar og hver ekki.

Mofi, 23.12.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband