Hver er maðurinn?

Isaiah's Lips Anointed with Fire by Benjamin WestJesaja var spámaður í Júdeu þegar landi gyðinga var skipt í tvö konungsríki. Hann byrjaði sitt starf í kringum 739 f.kr. þegar konungurinn Uzziah dó.  Sagan segir að hann hafi verið drepinn í kringum 680 f.kr. þegar konungur að nafni Manasseh réði ríkjum og hann hafi verið sagaður í tvennt. Sama hvaða álit einhver getur haft á sannleiksgildi Biblíunnar þá er ekki hægt að komast hjá því að bókin sem Jesaja skrifaði stórkostlegt ritverk. Á nokkrum stöðum þá lýsir Jesaja ákveðnum manni og mig langar að vita hvort fólk viti um hvaða mann Jesaja er að fjalla um.

Jesaja 9
1Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.
2Þú eykur stórum fögnuðinn, gerir gleðina mikla.
Menn gleðjast fyrir augliti þínu eins og þegar uppskeru er fagnað,
eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
3Því að ok þeirra, klafann á herðum þeirra, barefli þess sem kúgar þá hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.
4Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur.
5Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
6Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans.
Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti, héðan í frá og að eilífu.

Og enn aftur talar Jesaja um merkilegann mann sem ég tel að sé hinn sami og Jesaja talar um í 9. kaflanum.

Jesaja 53
1Hver trúði því sem oss var boðað og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins, eins og rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað, hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda, kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, héldum hver sína leið en Drottinn lét synd vor allra koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda? Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra, legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka. Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga. 11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum og hann mun skipta feng með voldugum vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra og bað fyrir illræðismönnum.

Svo um hvaða mann er Jesaja að tala um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Þetta er spádómsorð um Jesús (Krist) skrifuð um 750 árum áður

Árni þór, 18.12.2007 kl. 01:38

2 Smámynd: Árni þór

Tók eftir því að þú gafst upp ártöl hvenær jesaja var uppi, ég hef alltaf haldið að það væri 750 árum áður en kannski hefur þú rétt fyrir þér.

Árni þór, 18.12.2007 kl. 01:44

3 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Svona í snöggu bragði myndi ég halda að þessir spádómar ræði ekki sömu menn. Á hverju byggiru þá ályktun?

Tryggvi Hjaltason, 18.12.2007 kl. 04:12

4 Smámynd: Mofi

Í fyrsta textanum þá er verið að tala um barn sem fæðist en barnið sjálft er Guð. Í seinni textanum er verið að tala um mann sem borgar gjaldið fyrir misgjörðir annara. Ég álykta út frá mismunandi ástæðum í hvorum textanum fyrir sig að um er að ræða sama mann.

Mofi, 18.12.2007 kl. 08:32

5 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Sæll Mofi. Ég tel að um sé að ræða Bahá'u'lláh. Sjá nánar á blogginu mínu.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 10:10

6 Smámynd: Mofi

Er Bahá'u'll'ah eilífðar faðir sem mun ríkja að eilífu og bar hann syndir fólksins með þjáningum sínum?

Mofi, 18.12.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Þú ert líklega að vísa í kenninguna um upprisu Jesú Krists sem á að veita fylgjendum hans frelsi og aflausn ekki satt og sumir hafa gengið svo langt að túlka á þann veg að kristnir megi syndga eins mikið og þeir vilja því Jesús hefur jú bætt fyrir misgjörðir þeirra? Að mínu mati er þetta afbökun á raunverulegri merkingu upprisunnar eins og hún kemur fyrir í Biblíunni sbr. blogg Jakobs Regins nýverið. Spámenn Guðs koma með kenningar sem veita fylgjendum þeirra og mannkyninu frelsi en ekki eins og menn hafa oft ímyndað sér. Kenningin sem þú ert að vísa í með spurningunni er komin til af kirkjunnar mönnum til að árétta einstæði eigin trúarbragða og kenningakerfis, eða mannamáli að segja: „Okkar trú er sú eina rétta. Allir aðrir fara villir vega!“ Sem betur fer hefur Guð gert eilífan sáttmála við mannkynið um að veita því leiðsögn í gegn um röð opinberenda sem koma fram reglulega í sögu mannkyns til að veita því leiðsögn í samræmi við þarfir tímans.

Að opinberandinn líði þjáningar fyrir mannkynið á sér einnig hliðstæðu í lífi Bahá'u'lláh sbr. þessi orð hans: 

XLV. Hin aldna fegurð hefur samþykkt að vera lögð í hlekki til þess að mannkynið megi leysast úr fjötrum sínum, og fallist á fangelsun sína í þessu almesta virki til þess að öll veröldin megi finna raunverulegt frelsi. Hann hefur drukkið bikar sorgarinnar í botn til þess að allar þjóðir jarðarinnar geti fundið varanlegan fögnuð og fyllst gleði. Þetta er sakir náðar Guðs, Drottins yðar, hins vorkunnláta og miskunnsamasta. Vér höfum samþykkt að verða niðurlægðir, ó þér sem trúið á einingu Guðs, til þess að þér megið upphefjast, og höfum liðið margvíslegar þjáningar til þess að þér megið dafna og eflast. Sjá, hvernig þeir, sem eignað hafa Guði jafningja, hafa þvingað hann, sem kom til að endurreisa heiminn, til að dvelja í hinni ömurlegustu allra borga.

(Úrval úr ritum Bahá'u'lláh, kafli XLV) 

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 11:14

8 Smámynd: Mofi

Róbert
Þú ert líklega að vísa í kenninguna um upprisu Jesú Krists sem á að veita fylgjendum hans frelsi og aflausn ekki satt og sumir hafa gengið svo langt að túlka á þann veg að kristnir megi syndga eins mikið og þeir vilja því Jesús hefur jú bætt fyrir misgjörðir þeirra

Einhvern veginn er eins og maður sjái aldrei fyrir hvert blogg umræðan sem maður planið fer. Jesús bætti ekki fyrir  glæpi gegn Guði heldur borgaði gjaldið fyrir þá. Þannig að þegar ég og þú komum fram fyrir Guð í dómnum og okkar glæpir, þjófnaður, lygar, hatur og öfund og hvað fleira og við stöndum sekir og lögmálið heimtar líf okkar eins og Biblían segir "Sú sál sem syndgar skal deyja". Í þessari stöðu þá getum við tilreiknað réttlæti Krists hand okkur þrátt fyrir að eiga það ekki skilið. Þannig fær Guð dýrðina með því að sína þeim misskun sem eiga hana ekki skilið.

Róbert
Að mínu mati er þetta afbökun á raunverulegri merkingu upprisunnar eins og hún kemur fyrir í Biblíunni sbr. blogg Jakobs Regins nýverið.

Það er sannarlega afbökun að dauði Jesús hafi gefið einhverjum leyfi til að syndga. Hebreabréfið fjallar um þetta atriði:

Hebreabréfið 10
26Því að ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa öðlast þekkingu á sannleikanum, þá er úr því
enga fórn að fá fyrir syndirnar 27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og heitum eldi sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28Sá er að engu hefur lögmál Móse verður vægðarlaust líflátinn ef tveir eða þrír vottar bera. 29Hve miklu þyngri hegning ætlið þið þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda er fyrirlítur son Guðs og metur einskis blóðið, sem sáttmálinn var grundvallaður á, og smánar anda náðarinnar?

Mofi, 18.12.2007 kl. 11:30

9 identicon

Góð samantekt. Hefðinn segir hann vera að tala um Jesú. Enda sífelldar skírsktotanir í Jesaja í guðspjöllunum.

En hvað finnst þér um þá kenningu að Jesaja sé í raun þrír menn?

k.1-39 er þá 8. aldar spámaðurinn Jesaja sem að er greinilega að vara gegn komu Sýrlendinga. En svo k.40-55 erum við komin í útlegðina í babylon á 6. öld. kannski er hann að sjá enn lengra inn í framtíðina, enda spámaður, en það skýrir ekki stílbrotið sem á sér stað í þessum köflum. Restin af Jesaja virðist svo gerast eftir herleiðingu Babylons og enn eitt stílbrot á sér stað. hljómar klesst saman ef þú spyrð mig, af 3 ritum, 3 einstaklingum, þar af tveir sem fylgja "skóla" Jesaja 8. aldar.

Meikar sens? 

Jakob (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:41

10 identicon

<>Einnig snöggvast. Nú er Jesaja fæddur í suðurríkinu. En það er samt almennt talið að hann starfi 1-39k í norðurríkinu Ísrael og er þar með flokkaður sem "norðurríkisspámaður". En það er frekar irrelevant fyrir þessa grein. Ég er sammála þér að þarna er greinilega verið að tala um Jesú.

<>Bestu Kveðjur. Jakob 

Jakob (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:14

11 Smámynd: Mofi

Blessaður Jakob og góðar pælingar hjá þér.  Ég tel menn allt of fljótt draga þá ályktun að einhver annar maður er byrjaður að skrifa vegna þess að þeim finnst mismunandi ritstílar eftir köflum. Ég er ekki að segja að það geti ekki verið eða að það eigi ekki við í þessu tilfelli en mér finnst rökin að mismunandi stíll vera frekar veik. Aðal ástæðan fyrir því tel ég vera að menn breytast í gegnum árin og breytast eftir því í hvers konar skapi þeir eru í. Miðað við hvað Jesaja er löng bók og ótrúlega fjölbreytt þá álykta ég að hún hafi verið skrifuð á löngum tíma.

Ég er hjartanlega sammála þér að báðir kaflarnir 9. kaflinn og 53. eiga við Jesú og eru í rauninni merkilegir spádómar sem gefa okkur góða ástæðu til að trúa Jesaja og Nýja Testamentinu.

Mofi, 18.12.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband