26.11.2007 | 17:48
Sýnishorn úr myndinni Expelled
Hérna er stutt sýnishorn úr myndinni Expelled sem fjallar um hvernig darwinistar ofsækja þá sem dirfast að efast um sannleiksgildi darwinismans.
http://www.uncommondescent.com/education/7-minute-expelled-preview/
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðeins 2 1/2 mín liðin af myndinni og strax eru þeir búnir að nefna Hitler? Ég hló að vísu þegar þeir köttuðu á Dawkins í miðri setningu :D
En fyrst við erum að tala um heimildarmyndir, þá mæli ég einnig með "Judgement day", þið getið horft á allan þáttin löglega á vefnum hér:
http://www.pbs.org/wgbh/nova/id/program.html
Einnig mæli ég með að fólk kíki á "Flock of Dodo's" sem fjallar um alla þessa umræði:
http://www.youtube.com/watch?v=GU8V5oTIwKM
Krizzi Lindberg, 26.11.2007 kl. 18:48
Þessi mynd já. Maður hefur verið að heyra af henni upp á síðkastið. Svo virðist sem að framleiðendurnir hafi ákveðið að það sé allt í lagi að fá fólk í viðtöl á fölskum forsendum. Meðal annara hefur Dawkins greint frá því að hann hafi fengið boð frá framleiðendafyrirtæki sem heitir Rampant um að vera til viðtals í mynd sem átti að heita Crossroads. Sú mynd átti að fjalla um hvar vísindi og trúarbrögð skarast.
Dawkins og reyndar fjölmörgum öðrum sem eru í þessari mynd kom það þess vegna frekar mikið á óvart þegar þessi viðtöl voru allt í einu kominn í þessa mynd, sem er framleidd af allt öðru fyrirtæki og fjallar um það hvað allir eru rosalega vondir við greyin sem aðhyllast vitræna hönnun.
Egill Óskarsson, 26.11.2007 kl. 19:35
Aðeins að reyna að bjarga honum frá honum sjálfum :)
Engann veginn hægt að kalla þetta heimildarmynd, í besta falli lyga áróðursmynd.
http://www.evolutionnews.org/2007/11/needs_title.html
http://www.evolutionnews.org/2007/11/pbs_airs_its_inherit_the_wind.html
Önnur mynd sem er stútfull af vitleysu.
http://www.evolutionnews.org/2007/02/hoax_of_dodos_pt_1_flock_of_do.html
http://www.evolutionnews.org/2007/02/hoax_of_dodos_pt_1_flock_of_do.html
Mofi, 26.11.2007 kl. 19:51
Já, illa farið með Dawkins greyið... ohhh
Mofi, 26.11.2007 kl. 20:01
Mofi, þú áttar þig á því að 'evolutionnews' er ekki endilega hlutlaus aðili varðandi þetta er það ekki?
Egill Óskarsson, 26.11.2007 kl. 20:03
Mofi, þetta snýst um heilindi þeirra sem framleiddu myndina. Ef þeim er ekki treystandi til þess að fá fólk í viðtal á réttum forsendum, af hverju ætti þá að vera hægt að taka annað sem þeir hafa fram að færa trúanlegt? Auk þess sem að það voru fleiri en Dawkins sem kvörtuðu undan þessu.
Egill Óskarsson, 26.11.2007 kl. 20:07
Þú vonandi áttar þig á því að enginn er hlutlaus aðili varðandi það sem hann hefur skoðun á er það ekki?
Ég er svo sem sammála að menn eiga að koma hreint fram og veit ekki betur en þeir telja sig hafa gert það. Hefði verið t.d. alveg jafn áhrifaríkt að Dawkins hefði ekki verið til í að tjá sig og að heyra hroka fulla áróðurinn beint frá honum sjálfum. Ég veit að Dawkins kvartaði yfir þessu en hef ekki heyrt þeirra hlið á málinu.
Mofi, 26.11.2007 kl. 20:59
Það bara liggur einfaldlega fyrir að þeir komu ekki hreint fram. Þeir kynntu fólkinu aldrei þessar 'breytingar' sem urðu á myndinni. Margir af þeim sem kvörtuðu yfir þessu, t.a.m. Dr. Eugene C. Scott, segjast hefðu komið fram í myndinni þó að hún hefði verið kynnt með réttum formerkjum, enda eru vísindamenn almennt ekki hræddir við að takast á við sköpunarsinna.
Mofi: Þú vonandi áttar þig á því að enginn er hlutlaus aðili varðandi það sem hann hefur skoðun á er það ekki?
Nei en það er bara svo merkilegt hversu sjaldan þú vísar í aðrar heimildir en þær sem koma frá stofnunum sem styðja þínar skoðanir. Ef að t.d. vitræn hönnun er svona rosalega vísindaleg og góð kenning, hvar eru þá allar greinarnar úr ritrýndum ritum sem styðja hana? Það getur ekki verið að öll ritrýnd vísindatímarit í heiminum neiti greinum sem styðja þessa kenningu um birtingu ef að hún er byggð á raunverulegum vísindagrunni.
Og af hverju snýst umræðan sköpunarsinna bara um að sýna fram á að ein önnur kenning gangi ekki upp, en ekki að sýna fram á að hönnunin gangi upp.
Egill Óskarsson, 26.11.2007 kl. 21:08
Dawkins hefur neitað að rökræða við sköpunarsinna í mörg ár ef ekki áratugi og hefði örugglega neitað að tala við þá ef hann hefði vitað að þetta væri á móti darwinisma. En segir þú þetta af því að þú hefur heyrt báðar hliðar málsins?
Ég myndi síðan ekki trúa einu orði sem Eugene Scott hefur að segja.
Og þú getur vísað í heimildir sem styðja hvorki vitræna hönnun né darwinisma? Það er síðan engin leyndardómur að ritstjórn margra vísindatímarita segja það beint út að þau munu ekki birta neitt sem styður vitrænahönnun eða gagnrýnir darwinisma. Ég tel síðan að málefnaleg umræða eigi að snúast um staðreyndir málsins, ekki vinsældar atriði eins og ritrýndar greinar og þess háttar. Það eru síðan nokkrar til. Eitt dæmi er nefnt í sýnishorninu þar sem einn ritstjóri birti þannig grein og varð fyrir ofsóknum fyrir vikið.
Mofi, 26.11.2007 kl. 21:18
Ég myndi nú segja að stór hluti umræðu þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun felst í því að benda á hönnunina. Að vísu þá er hin hliðin alltaf eitthvað sem þarf að glíma við líka og það er hvort að tilviljanir og náttúruval gætu hannað viðkomandi hlut og þá þarf að glíma við þá hlið líka. Síðan, mjög margir þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun trúa á miljónir ára og trúa ekki fyrstu köflunum í Biblíunni, bara eitthvað til að hafa í huga.
Mofi, 26.11.2007 kl. 21:21
Hér skrifar einn þeirra vísindamanna sem tekið var viðtal við um þetta sýnishorn. Þess má geta að viðtalið við hann var líka tekið á fölskum forsendum.
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 22:41
Mofi, nú má vel vera að þú hafir svarað þessu áður en mig langar samt að vita hvað svarið er:
Ef einhver skapari skapaði heiminn (en er ekki hluti af honum), þarf hann þá ekki að vera flóknari en heimurinn? Þ.e. hann þarf að hafa/vita/skilja allt sem heimurinn hefur + getuna til að skapa heiminn.
Og í framhaldinu, hver skapaði skaparann? Ef enginn skapaði hann, var þá skaparinn til óendanlega lengi? Gerandi hvað?
Að lokum: Af hverju skapaði hann karlmenn? Karlmenn hafa þann eina tilgang að frjóvga konur, en eins og María sannaði (!) er það óþarfi. Þetta er alvöru spurning Mofi sem ég bið þig að velta alvarlega fyrir þér. Ef heimurinn er vit-hannaður eða skapaður af einhverjum, hver er þá tilgangurinn með tveimur kynum og kynlífi og öllu því? Þetta er fáránlega flókið ferli, tekur upp allt of mikinn tíma og orku, svo maður tali ekki um alla syndina og þjáninguna, þegar einfaldast væri að hafa bara alla eingetna. Það er ekkert líffræðilegt sem segir að það geti ekki gengið upp enda fjölga mörg smærri dýr og margar plöntur sér án kynlífs, og svo auðvitað allar bakteríur og örverur.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.11.2007 kl. 23:43
Mér finnst skrýtið að halda að það sé hægt að skilja það afl sem hefur skapað heiminn, hefði haldið að það myndi liggja í augum uppi að við höfum enga getu til þess, ef svo væri þá væri þetta batterý með sýruleka held ég.Mér finnst skrýtið að halda að það sé hægt að skilja það afl sem hefur skapað heiminn, hefði haldið að það myndi liggja í augum uppi að við höfum enga getu til þess, ef svo væri þá væri þetta batterý með sýruleka held ég.
Sýríus (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 04:13
Jú, hann þarf að vera meiri eða að minnsta kosti jafn alheiminum því að allt það sem hefur byrjun þarf orsök svo það sem orsakaði alheiminn þarf að jafn "öflugt" og alheimurinn sjálfur til að geta orsakað hann. Það sem mér finnst athyglisvert er að önnur trúarbrögð sem lýsa sínum guðum eins og Óðinn og Seifur, þá eru í þessum alheimi og í okkar tíma. Guð Gamla Testamentisins er sá eini sem er fyrir utan alheiminn og fyrir utan tíma sem er akkurat það sem það sem orsakaði alheiminn verður að vera. Ef síðan allt sem hefur byrjun þarf orsök þá þarf ekkert að orsaka Guð því að Hann er fyrir utan tíma því að tíminn var ekki til þegar alheimurinn var ekki til.
Hvað Guð gerði áður en Hann skapaði heiminn veit ég ekki en líklegast eitt af því fyrsta sem ég myndi spyrja Hann ef ég fæ tækifæri til.
Þetta er brilliant spurning en ég bið þig um að velta því einnig fyrir þér afhverju eru tvö kyn ef darwinismi er réttur. Mjög flókið kerfi þar sem allt þarf að virka vel saman sem gerir aðeins fjölgunarferlið flóknara og erfiðara. Þar sem samband manns og konu er það sem Guð gefur sem fyrirmynd af sambandi Guðs og manns þá er eitthvað sem við eigum að geta lært um Guð af þessu innilega sambandi manns og konu. Í sköpunarsögunni sjálfri þá segir Guð að það er ekki gott að maðurinn sé einsamall og ég hef prófað það og komist að því að það er alveg hárrétt. Sem betur fer fann ég stelpu sem er bæði kristin og líffræðingur sem er alveg ómetanlegt fyrir mig. Þetta er mikill leyndardómar sama frá hvaða sjónarhorni maður horfir á það og ég þarf að melta þetta töluvert meira með mér.
Albert Einstein sagði að það merkilegasta við alheiminn er að hann er skiljanlegur. Held að maður þurfi að hugsa dáldið vel og lengi um þá setningu og hvað akkurat þetta þýðir. Ef Guð er ekki til, ef alheimurinn og náttúrulögmálin eru ekki hönnuð þá höfum við enga ástæðu til að álykta að þau séu rökrétt eða eins á mismunandi stöðum í alheiminum. Þegar ég skoða hve svakalega fínstillt þessi náttúrulögmál eru til að leyfa tilvist lífs og öll þau atriði sem benda til hönnunar á jörðinni okkar þá tel ég sjá að "það afl" sem orsakaði þetta lagði mikla vinnu í að leyfa okkur að vera til og það segir mér að því þyki vænt um okkur. Ef síðan þetta afl gat orsakað tilveru okkar og við höfum persónuleika þá er ekki fráleitt að þetta afl hafi einnig persónuleika. Það sem aftur á móti er ill skiljanlegt að Guð skildi vilja gerast maður og láta okkur fara illa með sig.
Mofi, 27.11.2007 kl. 12:58
Mofi, kynlíf er einmitt þróað til að flýta þróun. Sníkjudýr með mjög stutta lífsæfi þróast hratt án kynlífs en hýslar þeirra (t.d. við) þróumst mun hægar. Með því að blanda saman erfðaefni foreldra við hvern getnað næst miklu hraðari þróun.
Kynlíf er eiginlega forsenda þess að spendýr og önnur stærri dýr hafi getað þróast eins hratt og þau gera. Margir gagnrýnendur Darwinisma benda oft á að það sé ekki tími fyrir þetta og hitt að gerast, kynlíf er einmitt það sem getur látið hlutina gerast mjög hratt.
Án þróunar er kynlíf bara fáránleg tíma- og orkueyðsla, hefur ekkert uppá sig annað en að eilíft vesen og óhamingju (en auvðitað hamingju á móti).
Svo sé ég að þú setur Guð fyrir utan tímann. En þá var hann ekki til. QED.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.11.2007 kl. 15:51
Kynlíf þróað? Eins og þú sjálfur sagðir þá er þetta fáránlga flókið og gerir þetta allt saman miklu erfiðara svo afhverju ætti það að þróast? Var það þannig að tegundin sem var einkynja ákvað að þróast yfir í að vera tvíkynja til að flýta fyrir þróuninni því hún vissi að þannig myndi þróunin ganga betur fyrir sig?
Hefurðu einhverja hugmynd um hvernig þetta fáránlega flókna kerfi gat orðið til með litlum tilviljanakenndum stökkbreytingum?
Eina sem kynlíf gerir er að blanda saman upplýsingum, málið er samt að upplýsingarnar verða að vera þegar til staðar. Þetta eykur aðlögunarhæfni dýra til mikilla muna en aðeins ef upplýsingar til fjölbreytni er til staðar.
Þarftu tíma til að vera til? Eins og Biblían orðar þetta þá bara er Hann. Ímyndaðu þér tölvu sem heldur því fram að aðeins það sem er inn í kassanum er það sem er til. Held að það lýsir okkur ágætlega.
Mofi, 27.11.2007 kl. 22:53
Hmm þetta er flókið, það er satt. Ekki ætlaði ég að efa það, kynlíf er mjög flókið ferli sem hefur engan tilgang annan en að hraða þróun.
Mér sýnist vera tvö vandamál hjá þér, Mofi. Annars vegar geturðu ekki hugsað þér að þessi flókni heimur hafi orði til af engu, hann hlýtur að hafa verið skapaður. Ekki satt? En þá um leið er skaparinn orðinn flóknari en heimurinn. Hvar er lausnin í því?
Svo til að forðast að skaparinn hafi verið til að eilífu (eða átt sér uppruna - hvort tveggja myndi eyðileggja röksemdafærsluna) þá læturðu hann búa til tímann með alheiminum. Sniðugt.
En það þarf tíma til að vera til. Tilvera er ekki möguleg án tíma. Guð verður til, eignast tilveru, samkvæmt þinni röksemdafærslu um leið og hann skapar heiminn. Það var ekkert "áður" (enginn tími) og þess vegna var Guð ekki til "áður". Hann á sér ekki tilveru fyrr en í sköpuninni, samkvæmt þinni röksemdafærslu.
En þá ertu búinn að leysa vandamálið með hinn flókna heim með lausn sem krefst þess að heimurinn sé rúmlega tvisvar sinnum flóknari í það allra minnsta.
Heimurinn er flókinn, sérstaklega lífið. Það eru til ágætar skýringar á flestu er það varðar, t.d. þróunarkenningin. En þér finnst hún ekki passa, þetta sé svo flókið. Þ.a. þú býrð til skýringu sem krefst þess að heimurinn sé í það minnsta tvöfalt flóknari, og er svo án skýringar.
Sem sagt, skýringin þín, Mofi, krefst þess að heimurinn sé miklu flóknari en hann er. Guð þarf að vera til, og vera flóknari en heimurinn. Öll þekking mannsins er þá bara búin að ná upp í lítið brot af því sem raunverulega er hægt að vita. Það sem okkur fannst flókið er bara barnaleikur hjá raunveruleikanum, skv. þér.
Á meðan skýringin mín er að heimurinn er flókinn, en hann er jafn flókinn og hann er. Hvorki meira né minna. Skýringar á tilurð hans (og tilurð lífs, og vitsmuna) eru til og þær eru einfaldar og þær rúmast vel innan þess sem við vitum um allt annað. Sem sagt, skýring mín krefst þess ekki að heimurinn sé flóknari. Bara að hann sé eins og hann er.
Skýringin þín, Mofi, er þar að auki engin skýring. Vandamálið er tekið, það er gert meira en tvisvar sinnum flóknara, og svo er sagt "af því bara".
Þetta er eins og að horfa á tölvu sem er rosalega flott og og ég segi, "hvernig getur þessi litla tölva gert allt þetta, nú skulum við rannsaka hana nánar" en þú segir, "það er engin leið að þessi tölva geti gert þetta allt, hún hlýtur að vera hluti af miklu stærri og ósýnilegri tölvu sem er ekki hægt að rannsaka. Allar tilgátur þínar um að tölvan geri þetta og hitt á þennan og hinn veginn eru vitlausar því það er í raun stóra ósýnilega tölvan sem er að gera þetta."
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.11.2007 kl. 23:47
Afhverju ætti þróun einhvern tímann að fara í þannig átt? Hvernig ætti hún að geta búið svona til? Hún veit ekki að þegar kerfið er klárað að þá þúsundum árum seinna að þá hjálpar þetta framtíðar þróuninni. Hérna er góð grein sem þú ættir að lesa varðandi vandamálin sem darwinistar hafa vegna tilvist kynlísf: Evolutionary Theories on Gender and Sexual Reproduction
Skaparinn verður að vera flóknari en alheimurinn til að geta orsakað hann. Það sem við síðan vitum um alheiminn er að sá sem orsakaði hann verður að vera fyrir utan tíma því að tíminn var ekki til þegar alheimurinn var ekki til. Alheimurinn þarf orsök af því að hann hefur byrjun en sá sem orsakaði alheiminn þarf ekki endilega orsök því að hann hefur enga byrjun.
Þetta er það sem að vísindamenn eins og Einstein og Hubble og fleiri komust að, ég kom ekki nálægt þessu.
Mér finnst hún meingölluð og gæti talað um hve slöpp hún er í marga áratugi, eitthvað sem ég svo sem ætla mér að gera.
Því meira sem maður veit því augljósara er að maður veit lítið. Við höfum síðan náttúruna til að rannsaka og þar sjáum við snilligáfu Guðs. Einhvern tímann fáum "við" einhvern tímann að kynnast Guði en þá verður þessi umræða löngu dauð.
Nei, þetta er eins og að horfa á tölvu og hugsa, vá, þetta er vel hönnuð vél. Sá sem hannaði hana hlýtur að vera að minnsta kosti jafn flókinn og tölvan sjálf. Þitt viðhorf er eins og að horfa á tölvuna og neita því að hún sé hönnuð vegna þess að þá verður heimurinn flóknari og þér finnst það vægast sagt ekki góð tilhugsun.
Vísindin eiga að vera að leita að sannleikanum um heiminn sem við búum í. Darwinistar og efnishyggju menn aftur á móti neita möguleikanum að Guð er til og rembast þess vegna við að búa til fáránlegar útskýringar á öllu sem þeir sjá í kringum sig, sama hversu lélegar þær eru af því að Guð má ekki vera til. Alvöru vísindi leitast við að finna sannleikann og útiloka ekki því ekki tilvist Guðs. Darwinistar og efnishyggjumenn útiloka tilvist Guðs og ef Guð er til þá munu þeir alltaf lifa í lygi vegna þess að þeir völdu það sjálfir.
Mofi, 28.11.2007 kl. 12:37
Á tímum Darwins gátu menn trúað því að alheimurinn væri eilífur og þar af leiðandi þyrfti ekki skapara, nú vitum við betur og þessar niðurstöður sannfærðu t.d. Albert Einstein og fleiri að Guð hefði orsakað alheiminn. Fyrir mig þá eru þeir vísindamenn sem neita þessu að lifa í afneitun á staðreyndum og eina ástæðan fyrir því er að þeir vilja ekki viðurkenna tilvist Guðs, sannarlega ekki vegna staðreyndanna.
Hið sama gildir síðan um uppruna lífs. Á tímum Darwins þá gátu menn ímyndað sér að þetta væri eitthvað sem gæti gerst án þess að það væri mikil ráðgáta. Núna vitum við betur eins og ég reyndi að útskýra í þessari færslu hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/360555/
Um Guð gilda allt aðrar hugmyndir því að þar er spurningin miklu frekar um hvort það er til skapari.
Margfaldar það einhverjar ráðgátur að komast að þeirri niðurstöðu að tölvur voru hannaðar? Það óneitanlega býr til spurningar um hönnuðinn en í tilfelli tölvunnar þá er það framför og meiri þekking. Hið sama gildir um að komast að þeirri niðurstöðu að alheimurinn var skapaður og hannaður.
Það er gaman að þér þykir það spennandi sem þýðir vonandi að þú ert með opin huga. Ég veit ekki hvaða vísindi þú talar um sem benda í aðra átt, ertu til í að fræða bloggheima um þessi vísindi?
Mofi, 28.11.2007 kl. 17:12
Mofi: Vísindin eiga að vera að leita að sannleikanum um heiminn sem við búum í. Darwinistar og efnishyggju menn aftur á móti neita möguleikanum að Guð er til og rembast þess vegna við að búa til fáránlegar útskýringar á öllu sem þeir sjá í kringum sig, sama hversu lélegar þær eru af því að Guð má ekki vera til. Alvöru vísindi leitast við að finna sannleikann og útiloka ekki því ekki tilvist Guðs. Darwinistar og efnishyggjumenn útiloka tilvist Guðs og ef Guð er til þá munu þeir alltaf lifa í lygi vegna þess að þeir völdu það sjálfir.
En Mofi, það er fullt fullt af fólki, þ.m.t. töldum vísindamönnum, sem eru líklega það sem þú myndir kalla 'darwinista' (þ.e. trúa ekki á sköpunarsöguna) sem trúa á guð. Það að telja þróunarkenninguna rétta virðist ekki hafa nein áhrif á trú að því er virðist meirihluta kristinna.
Af hverju ætti vísindamaður sem er trúir að guð að búa til fáránlegar útskýringar sem afneita guði? Það eru bara engin rök fyrir því enda gengur þetta ekki upp hjá þér. Til þess að þessi röksemdarfærsla þín gangi upp þurfa ALLIR sem eru ósammála þér um þróunarkenninguna að afneita tilvist guðs. Og það er langt í frá raunin.
Egill Óskarsson, 28.11.2007 kl. 19:20
Ef einhver trúir að Guð sé til þá hlýtur viðkomandi að trúa að Guð hafi komið nálægt sköpunarverkinu ekki satt? Annars veit ég ekki alveg hver punkturinn þinn hérna er...
Afþví að hann vill ekki að það sé til guð. Þetta átti við þó nokkra þegar "steady state" kenningin um alheiminn var vinsæl en þurfti að víkja fyrir hugmyndinni að alheimurinn hafði byrjun. Einstein bjó til sinn "fudge factor" í sinni afstæðiskenningu til að forðast að alheimurinn hafði byrjun því honum líkaði ekki sú hugmynd. Þessi hugmyndafræði birtist vel í orðum eins vísindamanns á þessum tíma að nafni Arthur Eddington þegar hann sagði "philosophically, the notion of a beginning of the present order of Nature is repugnant to me". Hann eins og fleiri neyddust síðan til að sætta sig við staðreyndirnar.
Mofi, 28.11.2007 kl. 20:08
Mofi: Afþví að hann vill ekki að það sé til guð.
Ég endurtek spurninguna þá bara.
Af hverju ætti vísindamaður sem TRÚIR Á GUÐ að búa til fáránlegar útskýringar sem afneita guði?
Egill Óskarsson, 28.11.2007 kl. 20:49
Ég get ekki séð neina þörf fyrir það og man ekki eftir dæmi um slíkt. Aftur á móti þá þeir vísindamenn sem trúa á guð og halda að darwin hafði rétt fyrir sér hljóta að vera dáldið ringlaðir. Síðan máttu ekki gleyma því að þú þarft aðeins að halda að eitthvað í alheimnum er betur útskýrt með vitrænni hönnun en tilviljun og þá aðhyllist þú vitræna hönnun og ég á erfitt með að trúa því að einhver sem trúir að það sé til guð að sá hinn sami haldi að þessi guð kom ekkert nálægt sköpunarverkinu. Samt aldrei að vita...
Mofi, 28.11.2007 kl. 21:14
Jæja Mofi, nóg að gera.
Við vitum nú báðir að ég veit að þróun "veit" ekkert og að þú myndir nota tölvulíkinguna nákvæmlega eins og þú gerðir. Só what is new.
En mér finnst þú ekki skilja tímann. Sko, án tímans er ekkert til. Tilvera þarfnast tíma. Það er ekkert "utan" tímans. Tíminn er ein hinna fjögurra vídda, efnisheimurinn þarfnast tímans (skv. skammtafræðinni). En efni býr til tíma. Um leið og þú ert með 1/10^27 part úr grammi af Guði þá ertu með tíma.
Ef Guð hefur hvorki massa né tíma (sem er það sama) þá annað hvort: 1) Guð er ekki til 2) öll nútíma vísindi eru á ofboðslegum villigötum, beinlínis týnd í þokunni.
En þá er kenningin þín, sú stórkostlega ("ég bara GET ekki skilið þetta að þetta verði svona af sjálfsdáðum, þess vegna HLÝTUR einhver að hafa búið þetta til") orðin svo miklu flóknari en nokkurn tímann það sem hún reynir að útskýra ("ég bara GET ekki skilið þetta, þess vegna hlýtur sá sem bjó þetta til að vera TRILLJÓN sinnum flóknari en það sem ég skildi ekki áður").
Sem sagt, þú skilur ekki (með 0 í skilning.) Þess vegna finnst þér allt í lagi að margfalda skilningsleysið með einhverju óendanlega flóknu (oo * 0 = 0) og færð út að þér líður betur. Eða er ég algjörlega að misskilja þig? Ég er ekki að reyna að gera þér upp skoðanir, bara að reyna að skilja hvernig þú hugsar.
Eina sönnunin sem þú hefur virðist vera "það getur ekki verið", "ég skil ekki hvernig", "það hlýtur að vera". Sönnun út frá skilningsleysi? Á meðan þúsundir vísindamanna í tvær aldir eru bara komnir með þokkalega góðar (og sumir myndu segja mjög góðar) kenningar um þetta allt saman, sem þú hunsar af því að þér bara finnst að það geti bara ekki gengið upp.
Vísindamennirnir hugsa "ég skil ekki, en ég vil skilja", þeir hugsa "þetta er gríðarlega flókið, en það er hægt að skilja það", þeir hugsa "heimurinn er furðulegur, finnum skýringu" og svo leita þeir og leita og finna skýringar. Og allar þessar skýringar eiga það sammerkt að þær krefjast þess ekki að heimurinn sé eitthvað meiri en hann er.
Þróunarkenningin er annars mjög öflugt tæki sem þegar er notuð í tölvuverkfræði. Mjög margar lausnir hafa verið búnar til með þessum hætti, ég man í svipinn eftir nýjum þotuhreyflum, þjófnaðareftirliti hjá greiðslukortaþjónustum, greining á niðurstöðum úr prótein skilvindum (hjá Íslenskri Erfðagreiningu), hönnun á rafeindabúnaði. Forritarar setjast niður og hugsa með sér "Aha, fyrst þróun getur búið til svona flókna hluti þá hlýtur hún að vera mjög öflug. Er hægt að líkja eftir þróun til að finna lausnir sem fólk ræður ekki við að finna?" Svo prófa þeir og viti menn, lausnirnar koma og miklu hraðar en menn bjuggust við.
Mofi, það sem þarna er verið að gera er að þróunarkenningin er sett upp í tölvuhermi, en í ákveðnum markvissum tilgangi. Forsendur þróunar (kynslóðir, erfðaefni, samkeppni, stökkbreytingar) eru forritaðar og svo er sett í gang og það sem kemur mönnum á óvart er hversu ÖFLUG aðferð þetta er. Miklu öflugri en menn héldu.
Ég skil ekki hvernig DNA í frumu gat þróast. En ég er ekki svo hrokafullur að þurfa að kollvarpa öllum vísindum nútímans og ætla heiminum að vera mörgum sinnum flóknari en hann er, bara af því að ég skil ekki eitthvað. Ég ber traust til aðferða vísindanna og ég ber sérstaklega traust til þróunarkenningarinnar enda einhver magnaðasta kenning sem fram hefur komið.
Þróunarkenningin er stutt með öllum uppgötvunum - það er engin uppgötvun sem mælir á móti henni. Hún skýrir ekki upphaf lífsins enda ekki hugsuð til þess. Steingervingafræðin styðja þróunarkenninguna mjög vel og steingervingafræðingar nota hana virkt til að flokka og greina steingervinga. Allar genarannsóknirnar sem núna eru í gangi styðja þróunarkenninguna mjög vel og það er sífellt verið að fylla inn í þá mynd.
Mofi, þú birtir stundum greinar sem þú pikkar upp á vefsíðum sem sérhæfa sig í að setja fram efni sem þér líkar. það sem ég hef séð af þessu hjá þér hefur byggt á rangtúlkunum eða misskilningi. Það sem verra er, stundum (að vísu ekki á þinni síðu) hef ég séð svona sköpunarsöguefni þar sem er vísvitandi farið með rangtúlkanir.
En að lokum, Mofi, án þess að fara í út í smáatriði varðandi kosti eða galla þróunarkenningarinnar, af hverju finnst þér hún ekki duga? Ekki svara með því að vitna í það sem aðrir segja, plís. Með þínum orðum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 28.11.2007 kl. 22:25
Þú heldur að þú vitir að án tímans er ekkert til en þú ættir að gera þér grein fyrir því að þú veist ekkert slíkt. Við vitum að alheimurinn hafði byrjun, við vitum að tíminn varð til þegar það gerðist því að þetta allt saman tengt. Eitthvað varð að orsaka alheiminn sem er þar af leiðandi út fyrir tíma og rúm. Guð er síðan andi svo þú mælir Hann ekkert í grömmum.
Nei, darwiniskir guðleysis efnishyggju menn eru á ofboðslegum villigötum. Alvöru vísindi vilja skilja alheiminn og takmarka sig ekki við eintóma efnishyggju.
Þetta er vægast sagt léleg og ómálefnaleg taktík hjá þér. Ég get ekki skilið þetta? Hvað er málið með þig? Getur þú útskýrt hvernig eitthvað af þessu varð til með litlum tilviljanakenndum skrefum? Það getur enginn útskýrt þetta þannig og það er staðan í dag. Þú vilt láta tilviljanakennda ferla búa þetta til en kemur ekki með snefil af sönnunum um sköpunarkrafta þeirra. Ég segi að það þarf vitsmuni og það er eitthvað sem allir vita, sem yfirhöfuð hafa vitsmuni.
Tölva er hönnuð ekki satt? Sá sem hannaði hana er flóknari en tölvan ekki satt? Ætlar þú að neita því af því að þá...hvað?
Ég kem málinu ekkert við, hvað ég held að geti ekki verið eða ég skil ekki kemur þessu máli ekki snefil við! Ef vísindamenn geta ekki hermt eftir þeirri hönnun sem er í náttúrunni þá er það heimska af heimsins stærstu stærðargráðu að ætla meðvitundarlausum blindum náttúruferlum að geta búið slíka hluti til. Afhverju þarftu ekki einhverjar sannanir fyrir slíkri fyrru???
Eina sem menn hafa náð að gera er að fínstilla eitthvað samkvæmt aðferðum sem þeir hönnuðu. Væri gaman að sjá þá búa til tölvuhermi þar sem tölvan hannaði úr eða bíl eða flugvél eða eitthvað sem kemst með tærnar þar sem náttúran hefur hælana.
Hver er að kollvarpa einhverju? Kollvarpa þeirri hugmynd að tilviljanir geti búið allt til og það þurfi enga vitsmuni til? Vá, er kannski ekki mikil þörf á því að kollvarpa þannig viðbjóði? Þú skilur alveg hvernig menn búa til upplýsingar, hvernig menn ákveða að ákveðin tákn merkja á að þýða eitthvað og menn búa til vélar sem vinna samkvæmt ákveðnri hönnun. Þetta er allt eitthvað sem við vitum. Það sem við vitum ekki er hvernig tilviljanir geta búið svona til og ástæðan er einföld, þær geta það ekki. Ég gæti ekki tekið svona í trú, sama hvað ég myndi rembast og rembast, þetta er bara of heimskst til að taka alvarlega.
Hvaða eiginlega uppgvötunum? Þú ert hérna að ljúga framan í mig og mér finnst það vægast sagt móðgandi! Steingervingarnir pössuðu ekki við þetta bull á tímum Darwins og staðan er enn verri í dag því það er ekki lengur hægt að nota afsökun Darwins um að það bara vantar að grafa upp fleiri. Þarna eigum við að geta hætt. Ef þetta væri alvöru kenning þá myndu hún spá fyrir um hvernig steingervingarnir ættu að vera, það reyndist rangt og við getum þá hent henni í ruslið. En nei... auðvitað ekki. Málið er að hún er trúarkerfi og þar skipta staðreyndir aðeins máli ef þær passa við trúnna. Genin sjálf eru forritunarmál sem geyma miljarða virði bita af upplýsingum. Ég gæti ekki beðið um meiri staðreyndir sem afsanna darwinisma.
Hvernig væri að styðja svona rangtúlkanir með alvöru dæmum og rökum? Slæmt kannski af því þú hefur engin dæmi?
Afþví að hún passar ekki við staðreyndirnar. Ég vinn sem forritari og þarf að nota vitsmuni til að búa til forritunarkóða, ekkert annað í þessum heimi er að orsaka nýjar upplýsingar. Fyrir mig að samþykkja að tilviljanir og náttúruval gæti búið til forritunarmál, upplýsingar og vélar til að lesa þessar upplýsingar væri að fremja vitsmunalegt sjálfsmorð.
Mofi, 29.11.2007 kl. 00:13
Skaparinn skapaði heiminn til að skemmta Skrattanum.
Diddi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 06:03
Ég veit um góðann jarðfræðing sem ég get sent í heimsókn til þín :) Það aftur á móti geta svo sem ekki allir bara horft á staðreyndirnar og komast að sinni eigin niðurstöðu, sumir verða að bara að trúa því sem eitthvað yfirvald segir þeim. Hefurðu hugsað út í það hvaða aðilar það eru sem ákveða fyrir þig hverju þú trúir?
Frekar að skrattinn skapaði Vantrú til að skemmta sjálfum sér. Örugglega fátt jafn fyndið í hans augum og fólk sem berst fyrir sinni eigin tortýmingu.
Mofi, 29.11.2007 kl. 08:21
Hlakka til að sjá þessa bíómynd.
Diddi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:47
Jamm Mofi, þér sárnaði enda vissi ég það. En ég hafði nú samt rétt fyrir mér samanber:
"Það sem við vitum ekki er hvernig tilviljanir geta búið svona til og ástæðan er einföld, þær geta það ekki. Ég gæti ekki tekið svona í trú, sama hvað ég myndi rembast og rembast, þetta er bara of heimskst til að taka alvarlega."
"Eitthvað varð að orsaka alheiminn ..." en hvað orsakaði Guð? Er hann án orsaka? Guð sem er miklu flóknari en alheimurinn, getur verið að hann sé orsakalaus?
Skilningur=0
Aðeins tveir punktar:
1) Hver er munurinn á "alvöru vísindum" og nútímavísindum? Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert til án tíma. Þú segir að það sé til samkvæmt "alvöru vísindum". Þessi hefðbundnu eru þá ekki nóg?
2) Veistu eitthvað um steingervingafræði? Eitthvað sem allir steingervingafræðingar vita ekki? Mér finnst þú snúa þessu á haus, steingervingafræðin er einmitt aðal sönnun þróunarkenningarinnar, og ein helsta orsök fyrir því að hún hefur verið samþykkt. Ég hef séð margar útlistanir á hinu og þessu í steingervingafræðinni sem eigi að mæla gegn þróunarkenningunni en allar þær útlistanir hafa verið byggðar á misskilningi. Hver og ein. Eða ertu til í að taka eitt dæmi, það sem þér finnst þínum málstað best til stuðnings, og við skulum skoða það í sameiningu?
Brynjólfur Þorvarðsson, 29.11.2007 kl. 20:55
Já, ég tel að Guð er frumorsökin. Allt í okkar heimi þarf orsök því allt í okkar heimi hefur byrjun en sá sem orsakaði alheiminn hafði enga byrjun því tíminn var ekki til.
Samkvæmt vísindum nútímans? Hvaðan færðu það?
Heiðarlegir þróunarsinnar viðurkenna mæta vel að steingervingarnir eru ekki það sem styðja darwinisma. Við finnum meira að segja meiri fjölbreytni að ákveðnu leiti í t.d. fyrstu setlögum kambríum en er til í dag. Við finnum dýr bara birtast án þróunarsögu og það á við í gegnum öll setlögin. Eina svar darwinista er að þeir eru fáir og síðan koma þeir með nokkrar tilraunir á millistigum.
Mig langar sannarlega að grafa dáldið vel ofan í þetta mál því að lang eðlilegast þá eigum við að rökræða ályktanir út frá staðreyndum en að staðreyndirnar eiga að liggja nokkuð ljóst fyrir.
Hafði heyrt en ekki lesið neitt um þetta. Manni finnst helling geta verið til í þessu en mér finnst það miklu greinilegra að fólk trúir því sem því var kennt í æsku. Ef síðan fólk skiptir um skoðun seinna í lífinu þá er það vegna þess að það virkilega rannsakaði málið en ekki eins og mjög margir sem hugsa ekkert út í þetta.
Málið er að vísindamenn, þ.e.a.s. menn með gráður í viðkomandi fögum er ekki sammála sín á milli. Ef það er einhver spurning sem maður ætti að spyrja sig þá er það, hver er það sem ákvarðar hvað það er sem ég trúi. Það sem ég á við er myndi Vantrú samþykkja vitræna hönnun ef nógu mörg vísindatímarit myndu samþykkja vitræna hönnun eða ef Dawkins myndi segja að hann hafði rangt fyrir sér?
Mér líst svona takmarkað á videóið, sem virðist ætla að færa sönnur fyrir því að það er eitthvað samsæri í gangi. Ég á erfitt með að trúa því þótt það er alveg rökrétt að darwinistar verji sína trú og vilji ekki sjá eitthvað annað. Bara sorglegt því að ef þetta væri vísindalegt og hin eini sannleikur þá væru þeir ekki svona hræddir við að aðrar skoðanir fengju að heyrast. Láttu mig vita hvort að það sé eitthvað varið í videóið. Annars mæli ég með þessari síðu hérna ef þú vilt sjá video sem styðja sköpun: http://nwcreation.net/videos/
Mofi, 30.11.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.