Hvað ef við fengjum SOS skilaboð frá fjarlægu sólkerfi?

Jóhannesarguðspjall 1:1 Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð

Í kringum 1960 þá byrjaði SETI verkefnið sem hafði þann tilgang að leita að vísbendingum um vitsmunalíf út í geimnum. Hvað myndi til dæmis gerast ef vísindamennirnir sem vinna þar myndu greina hljóðmerki sem væri eins og morse kóðinn fyrir SOS? 

Ég held að fyrirsagnir í dagblöðum heims myndu fullyrða að núna vissum við að við værum ekki ein í alheimnum. Ástæðan er einföld, eina haldbæra útskýringin á svona röð tákna gæti verið vegna þess að vitsmunavera sendi þau. Líkurnar á því að nokkrar sendingar af svona táknum myndu gerast vegna náttúrulegra orsaka eru nærri því engar, og vegna þess að röðin "virkar" vitræn þá væri niðurstaðan að uppsprettan væri vitræn líka.

Fyrir utan hve áhugavert það væri að það væru til gáfaðar verur þarna úti í myrkri alheimsins, þá er hérna eitthvað sem við getum lært af. 

Ef svona lítill biti af upplýsingum segir okkur að það eru vitrænar verur út í geimnum, hvað segir þá það okkur að fyrsta lífveran varð að hafa mörg hundruð þúsunda virði af upplýsingum til að geta lifað?  Ekki eru þetta bara einhverjar upplýsingar heldur mjög sérstakar upplýsingar, nefnilega þær sem lýsa hvernig á að búa til vél sem getur viðhaldið sér, unnið orku úr umhverfinu, gert við sjálfa sig og búið til önnur eintök af sjálfu sér, sem sé orðið meira en sjálfbær.

Þeir sem sjá ekki þörfina á því að lífið verður vera skapað, eru að lifa í afneitun og það er ekki öfundsvert líf.  Maður lifir í von um bata fyrir það fólk.

Eigið þið öll frábærann dag og njótið tilhugsunarinnar að við eigum skapara sem lagði mikla vinnu í okkur sem hlýtur að þýða að honum þykir einnig mjög vænt um okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að það eru verur þarna úti sem eru bæði þróðari en við og ekki.
Ef þessar verur eru eitthvað í líkingu við okkur þá er öruggast held ég að láta sem minnst í okkur heyra ef við viljum halda lífi :)

Hafðu það gott Mofi

P.S Sleppi að debeta um sköpun í þetta skiptið :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:37

2 identicon

Sennilega er jörðin eina byggða plánetan í alheimi eins og er . 

Reyndar sagðist Jésú fara og búa okkur stað, sem gæti verið tilvísun á aðra lífvænlega jarðarkúlu einhversstaðar ? Og fram að því, verður þessi jörð sú eina sem líf hrærist á .

enok (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:00

3 Smámynd: Mofi

DoctorE: P.S Sleppi að debeta um sköpun í þetta skiptið :)

Og það var aðal tilgangurinn með þessu hjá mér... jæja, bara næst.

 

enok: Sennilega er jörðin eina byggða plánetan í alheimi eins og er . 

Reyndar sagðist Jésú fara og búa okkur stað, sem gæti verið tilvísun á aðra lífvænlega jarðarkúlu einhversstaðar ? Og fram að því, verður þessi jörð sú eina sem líf hrærist á .

Þar sem lífið þarf mjög sérstök skilyrði þá er það eina sem getur gert það að verkum að aðrar plánetur innihalda líf eru þær sem hafa verið hannaðar til þess. Síðan þar sem lífið þarf að vera hannað þá myndi það aðeins vera á þeim stöðum sem það var búið til. Jesús talar um það einmitt og Jobsbók lætur sem svo að það eru aðrir heimar og miðað við stærð alheimsins þá kæmi það mér ekkert á óvart þótt það væru til miklu fleiri heimar en sá sem við búum á.

Mofi, 10.11.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er skemmtileg pæling. Það er erfitt að ímynda sér að það séu ekki til aðrar verur í fjarlægum sólkerfum. En það eru líka til miklu fleiri yfirskilvitlegar verur en þær sem búa á fjarlægum plánetum. Fjöldi manna hafa átt í meiri og minni samskiptum við álfa og vættir svo dæmi séu nefnd. Hvað guðlegar verur áhrærir býst ég ekki við að heimkynni þeirra séu bundin við einn sérstakan heim en þó gefur auga leið að tilvist þeirra tengis okkar heimi. Þetta er hægt að lesa í öllum trúarritum t.a.m. Biblíunni. 

Sigurður Þórðarson, 11.11.2007 kl. 01:12

5 identicon

Mofi: "Þar sem lífið þarf mjög sérstök skilyrði þá er það eina sem getur gert það að verkum að aðrar plánetur innihalda líf eru þær sem hafa verið hannaðar til þess. Síðan þar sem lífið þarf að vera hannað þá myndi það aðeins vera á þeim stöðum sem það var búið til. Jesús talar um það einmitt og Jobsbók lætur sem svo að það eru aðrir heimar og miðað við stærð alheimsins þá kæmi það mér ekkert á óvart þótt það væru til miklu fleiri heimar en sá sem við búum á."

Allar líkur benda til þess að til sé líf annarsstaðar en á þessari litlu plánetu.... Það eru alveg gríðarlega margar plánetur þarna úti ^^, einhver þeirra hlítur að hafa fengið jackpott. Ég er sammála Mofa þar, held ég, en það að pláneturnar hafi verið "hannaðar" er aðeins of mikið fyrir mig :) Ókey, ímyndum okkur að karlinn að ofan hafi tekið sig til, og búið til alheiminn. í fyrsta lagi, þá gleymdi hann að láta fólkið vita að jörðin væri ekki miðja alheimsins... þú myndir ekki kalla það mistök, bara "próf" guðs eða eitthvað álíka, en hvað um það. Ástæðan fyrir því að það er erfitt að treysta biblíunni er sú að hugmyndafræði hennar er byggð út frá sjónarhorni manna sem voru uppi fyrir 2000 árum... Ef við gætum fengið eitt stykki uppfærða útgáfu þar sem Guð sjálfur ákveður að gefa út framhald: Biblían II: the Return of the Bible eða eitthvað álíka þá væri hægt að fallast á þetta. Ef Guð er til þá er hann of gamaldags til að ég nenni að trúa á hann...

En nú segir biblían að Guð hafi skapað heiminn... biblían er ekkert sérstaklega gömul, Kristni er svona sirka 1900 ára. Hvað þá með öll hin trúarbrögðin? Kirkjan segir þau bara villutrú en afhverju í ósköppunum var Guð svona lengi að finna sér umboðsmann á jörðu? Afhverju lét hann mannkynið velta sér upp úr egin skít í tugþúsundir ára áður en hann setti auglýsingaherferð sína í gang? (auk þess sem hann virðist hafa beðið eftir því að mennirnir væru nógu þróaðir) 

Mannskepnan virðist forrituð til að trúa á eitthvað, hvort sem það sé þessi guð eða annar. Þú segir það sé Guðs verk, ég segi aumingjaskapur: Ef maður trúir því að einhver karl að ofan hafi umsjón með öllu þá þarf maður minni áhyggjur að hafa sjálfur. Þetta er líkt og með hunda, þeir fylgja leiðtoganum í einu og öllu. Við virðumst eiga þessi gen sameiginleg með öllum öðrum hópdýrum: hreindýrum, hundum, úlfum... 

jæja karl, gleðileg jól :) það eru líklega einhverjar glufur í málflutningi mínum, góða skemmtun við að finna þær og rífa í sundur, ég mæti seinna til að lappa upp á þetta ;) 

sindri (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 15:47

6 Smámynd: Mofi

sindri
Ókey, ímyndum okkur að karlinn að ofan hafi tekið sig til, og búið til alheiminn. í fyrsta lagi, þá gleymdi hann að láta fólkið vita að jörðin væri ekki miðja alheimsins...

Afhverju ætti Guð að láta okkur vita þess háttar hluti?  Hvernig síðan vitum við að við erum ekki nálægt miðju alheimsins? Ég á aðeins við að við vitum ekki svo gjörla stærð alheimsins og okkar staðsetningu í honum því við höfum tiltulega lítil gögn til að styðjast við.

sindri
Allar líkur benda til þess að til sé líf annarsstaðar en á þessari litlu plánetu....

Ef það á að verða til með náttúrulegum ferlum þá eru líkurnar minni en núll. Aftur á móti þá gefur Biblían til kynna að það eru til aðrir heimar eins og t.d. í byrjun Jobs bókar.

sindri
Ástæðan fyrir því að það er erfitt að treysta biblíunni er sú að hugmyndafræði hennar er byggð út frá sjónarhorni manna sem voru uppi fyrir 2000 árum

Ég treysti henni því ég tel að hún er byggð á opinberun Guðs og réttar fullyrðingar um vísindalega hluti og spádóma sem rættust er eitthvað sem síðan gefur mér ástæðu til að trúa að hún kemur virkilega frá Guði.

sindri
Biblían II: the Return of the Bible eða eitthvað álíka þá væri hægt að fallast á þetta. Ef Guð er til þá er hann of gamaldags til að ég nenni að trúa á hann...

Það myndi bara segja að Guð gerði þetta ekki nógu vel í fyrsta skiptið og Hann þurfti annað tækifæri. Þú munt nenna að deyja einhvern tímann og þá verðuru dæmdur fyrir líf þitt; hvort sem þú nennir því eða ekki.

sindri
Kirkjan segir þau bara villutrú en afhverju í ósköppunum var Guð svona lengi að finna sér umboðsmann á jörðu?

Það er auðvitað rökrétt að þeir sem þú ert ósammála að þú telur að þeir hafa rangt fyrir sér. Hreinlega óhjákvæmilegt. Miðað við Biblíuna þá var Guð alltaf nálægur mannkyninu en síðan valdi Hann Móses fyrir sirka 3500 árum síðan til að leiða út þjóð sem átti að vera prest þjóð frammi fyrir öllum heiminum og vera sú þjóð sem Messías átti að fæðast inn í.

Endilega kíktu við hvenær sem þú vilt og lappaðu upp á málflutninginn þinn :)

Mofi, 22.12.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband