Hlutfallslega fleira fólk er trúaðra á Guð í dag en árið 1900 samkvæmt Economist

Hérna er grein í Economist sem fjallar um þessa rannsókn: http://www.economist.com/specialreports/displayStory.cfm?story_id=10015255

Þetta kom mér á óvart en þróunin síðustu hundrað árin er sú að hin fjögur stærstu trúarbrögð heims hafa stækkað hlutfallslega, frá 67% í kringum 1900 til 73% í dag.  Þetta gerist þrátt fyrir að margir héldu að meiri þekking almennings og framfarir í vísindum myndu þurrka út trú fólks á Guði.  Þetta er dáldið löng grein sem fjallar um mörg sjónarhorn á þessu og fer í gegnum söguna og er vel þess virði að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já þetta er góð þróun, eina sem hræðir mig er að sá múslima vaxa með sama hraða!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.11.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Sjá" múslima átti þetta auðvitað að vera .... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.11.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hvaða tölur sýna að hlutfallslega fleiri trúi á guð núna en árið 1900?

Ég gæti vel trúað því að fleiri séu hlutfallslega kristnir og múhameðstrúar núna. Bæði vegna fólksfjölgunar í þeim heimshlutum sem trú er meiri.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Mofi

Haukur, mér finnst eins og múslimar eru að vaxa á meiri hraða, sérstaklega hér á vesturlöndum. Finnst eins og allt sé fullt af sögum af kristnum kirkjum sem eru keyptar af múslimum og þeim breytt í moskvur, kannski eru þær íktar, veit ekki.

Hjalti, þetta var það sem greinin hélt fram. En þeir sögðu líka að það væri erfitt að koma höndum yfir áreiðanlegar tölur svo þetta er örugglega ekki mjög nákvæmt.

Mofi, 7.11.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Linda

Sæll Mófi. Samkv. heimildum þá þá er aukning í Íslam sakir þess að þeir eignast fleiri börn en þeir sem teljast til Kristinnar trúar. ;) en, stærsti hópur þeirra sem yfir gefur  Íslam eru konur og þær eru í mið-austurlöndum, og skipta þær yfir í trú á Krist, þetta er oftast gert í leyni, en samtök kristilegra kvenna í heiminum í dag, styðja við bakið á þeim og vernda þær eftir bestu getu.  Dásamlegt hvað konur eru hugrakkar.  Því miður get ég ekki getið heimilda um þess þróun þar sem heimasíðurnar eru verndaðar og faldar þessum konum til verndar.  Knús.  Kíktu á nýjasta þráðinn minn.

Linda, 8.11.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Mofi

Að eignast börn virðist vera trúboðaleiðin sem mín kirkja hefur valið, hún að minnsta kosti er að virka best, eins sorglegt og skondið og það er. Kannski er það ástæðan fyrir því að páfinn er á móti getnaðarvörnum, sæi fyrir sér hrap í fjölgun kaþólikka um allan heim. Gaman að heyra þetta með múslimsku konurnar.

Takk fyrir heimsóknina.

Mofi, 8.11.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband