6.11.2007 | 08:21
Heilsuboðskapur Gamla Testamentisins hefur ekki verið betrum bættur af nútíma læknavísindum
Vegna fréttanna um Vottana þá langaði mig aðeins að benda á nokkur atriði. Þær reglur um heilsu og hreinlæti í Gamla Testamentinu hefðu án efa bjargað tugþúsunda lífa ef farið hefði verið eftir þeim í gegnum mannkynssöguna. Það tók langann tíma fyrir "vísindin" að komast að sömu niðurstöðu og Gamla Testamentið varðandi hreinlæti og margt varðandi heilsu. Hérna eru greinar sem fjalla ítarlegra um það:
http://www.answersingenesis.org/creation/v26/i1/hygiene.asp
http://www.answersingenesis.org/creation/v17/i1/medicine.asp
http://www.godandscience.org/apologetics/bibletru.html#Cure
Þegar syndugir menn sem vita ósköp lítið og hafa lifað í ósköp skamma stund koma með hugmyndir sem eru ekki í samræmi við Biblíuna eins og Atkins með sinn megrunarkúr þá vel ég það sem Biblían segir fram yfir það án þess að hika.
En varðandi Vottana. Biblían varar við snertingu blóðs frá dýrum og öðrum manneskjum og það er mjög góð ástæða fyrir því, til að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist frá mönnum eða dýrum. Þetta er ráðlegging til að bjarga lífum og virkar. En það sem Vottarnir hafa gert er að breyta góðum ráðum sem fela í sér blessun yfir í bölvun með því að þegar nauðsynlega þarf á blóði að halda til að lifa af þá hafna þeir því og uppskera dauða með heimsku sinni.
Kær kveðja,
Halldór
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnast þetta nú ver sleggjudómar hjá þér, Kristinn Haukur. Sjálf er ég trúleysingi og trúi ekki því sem segir í biblíunni en hef ekkert á móti þeim sem fara eftir henni svo lengi sem það sé innan skynsemismarka. Auðvitað eiga trúarbröðg að taka breytingum með samfélaginu og það hafa vottar ekki gert að þessu leyti. Í Kóraninum stendur (hef ég eftir áreiðanlegum heimildum, þótt ég hafi ekki lesið það sjálf) að trúin eigi að taka breytingum sem samræmast breyttum viðhorfum í samfélaginu. Þeir múslímar sem kallast bókstafstrúaðir eru því ekki bókstafstrúaðir því þeir bara ekki bókstaflega eftir öllu heldur velja úr.
Rúna Vala, 6.11.2007 kl. 15:07
Enginn sem heldur eitthvað varðandi hvaðan við komum og hvað verður um okkur getur komist hjá því að trúa einhverju. Ef þú Kristinn hefur rétt fyrir þér þá skiptir það litlu máli fyrir mig því að ég mun ekki hafa tapað neinu. Græddi að meira að segja von um betra líf. Ef ég hef rétt fyrir mér þá hefur þú Kristinn tapað öllu sem þú átt sem er þitt eigið líf. Það því getur aldrei verið skynsamlegt að trúa ekki.
Mofi, 6.11.2007 kl. 17:31
Biblían segir að það er upphaf viskunnar að vera hræddur við Guð. En það er aftur á móti aðeins upphafið.
Nei, það er ekki skynsamlegt að líta niður á samkynhneigða, hvort sem það er vegna hræðslu á Guði eða einhverju öðru.
Það er eitthvað sem hver kona verður að ákveða fyrir sig en Biblían setur þetta upp sem samning þar sem eiginmaðurinn elskar konu sína allt til dauða. Þegar staðan er þannig þá myndast aldrei nein kúgun og um leið og eiginmaður færi að kúga eiginkonu sína þá væri hann búinn að brjóta þetta og gæti ekki búist við neinu frá eiginkonu sinni. Verst hvað þetta orð er búið að afskræmast í gegnum tíðina; maður má ekki gleyma því að Jesús valdi að vera undirgefinn.
Biblían segir að óttast Drottinn bjargi manni frá dauða.
Búdda hefur ekkert að bjóða mér og Múhammeð er að mínu mati greinilega lygari. Það sem ég þarf er einhvern sem er tilbúinn að borga fyrir hið slæma sem ég hef gert og hugsað og Jesús er sá eini sem bíður upp á það.
Mofi, 6.11.2007 kl. 17:54
Mofi, líður þér ekki hálf-kjánalega þegar þú vísar á svona vitleysu? Úr annarri greinini sem þú vísaðir á:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2007 kl. 18:39
Hvað er rangt að þessari tilvitnun? Pasteur sýndi fram á að líf kemur aðeins af lífi en darwinistar vilja halda því fram að lífið hafa bara kviknað af sjálfu sér vegna einhverra náttúrulegra ferla; þeir trúa því ennþá í dag ekki satt?
Mofi, 6.11.2007 kl. 19:02
Mofi, Pasteur sýndi fram á að "gamlir sokkar+gamalt hveiti=rottur" og væri ekki rétt.
Þekkir þú einhvern sem heldur því fram?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2007 kl. 19:49
Um leið og þú notar ad hominem rökvillur, ráðast á fólk með móðgunum þá afskrifar þú þig sem einhvern sem hefur eitthvað málefnalegt að segja. Því miður hef ég allt of mikið umburðarlindi gagnvart lélegum málflutningi. Ég trúi aðeins að lífið þurfi vitrænt innlegg til að geta orðið til. Það var ekki mikið um svör af þinni hálfu hvernig þín trú á að leysa þetta.
Eins og ég benti á þá var Kristur undirgefinn og sagði að sá sem þjónaði öðrum og hreykti ekki sjálfum sér heldur sýndi lítilæti væri mikill í himnaríki. Okkar samfélag hefur brenglað að mínu mati hvernig á að skilja þetta orð.
Nei, ég viðurkenndi að það er byrjunin en ekki að það ætti að halda áfram þannig.
Þú mótar þínar skoðanir á því sem þú veist. Af öllu sem hægt er að vita í heiminum, hvað heldur þú að þú vitir mikið af því? Hve margar síðan myndir hefurðu séð sem fullyrða að darwinismi er staðreynd? Hve marga sjónvarpsþætti hefurðu séð sem fullyrða hið sama eða bækur eða kennslutíma í skólum? Ertu viss um að þetta er þínar eigin skoðanir?
Síðan spurði ég þig nokkurar spurninga og ekki gastu svarað þeim. Svo, mín reynsla og rökhyggja segir mér að uppruni upplýsinga komi ávallt frá vitrænni veru. Hvað segir þín reynsla um það?
Það er eina vonin að einhver geti "beilað" mig út, ég get það sannarlega ekki og þú ekki heldur.
Hann sýndi fram á meira en það. Hann sýndi fram á að líf kemur aðeins frá lífi, getur lesið meira um það hérna ef áhugi er fyrir hendi: http://www.creationsafaris.com/wgcs_4.htm#pasteur
Mofi, 6.11.2007 kl. 23:59
Þetta er bara spurning um að vera málefnalegur, ef þú vilt ekki vera það þá vil ég ekki eiga nein samskipti við þig. Það eru til kenningar já hvernig lífið varð til, ein af þeim segir að það þarf hönnuð og sú kenning passar best við þá þekkingu sem við höfum í dag. Ef einhver vill hafna rökréttri ályktun af því að hann trúir að upplýsingar í framtíðinni munu staðfesta hans núverandi trú þá er það hans val. Frekar heimskulegt að mínu mati að hafna núverandi stöðu vísinda vegna trúarástæðan og bara vona að einhvern tímann verði trú hans gáfuleg.
Nei. Það á enginn að neyða einhvern til að gera eitthvað, það er kúgun og aldrei ásætanleg frá kristnu sjónarhorni.
Ég skil afhverju ég þarf ekki óttast Guð. Þetta er spurning um upplifun svo ég get ekki beint útskýrt þetta fyrir þér, annað hvort munt þú upplifa þetta og skilja, annars ekki.
Heldur þú að það er til fólk sem heldur að það líti ekki gagnrýnum augum á tilveruna og trúi einhverju sem er órökrétt? Ég tel að helling af fólki trúir órökréttum hlutum, þú ert fínt dæmi, en ég ætla mér ekki að halda að þú trúir því að þín trú er órökrétt. Var að vona að einhverjar spurningar varðandi þína trú gætu látið þig byrja að efast smá um þína núverandi trú, horfa með smá gagnrýnum augum á þá trú sem þú hefur í dag.
Hvaða ástæðu hefurðu séð til þess að halda að risaeðlur hafi verið uppi fyrir tugum miljónum árum síðan?
Og hve margar bækur og kvikmyndir hefurðu séð sem færa rök fyrir Nóaflóðina?
Hvaða reynsla segir þér að upplýsingar geti komið frá náttúrunnar hendi? Hefurðu einhver dæmi um slíkt?
Ég er ekki lengur hræddur, það ert þú sem ættir að vera hræddur nema þú viljir deyja og ef svo er þá skiptir allt þetta litlu máli.
Mofi, 7.11.2007 kl. 12:28
Mofi:
Hvaða ástæðu hefurðu séð til þess að halda að risaeðlur hafi verið uppi fyrir tugum miljónum árum síðan?
Þrjú orð: aldursgreining með kolefnismælingum
Mofi:
Og hve margar bækur og kvikmyndir hefurðu séð sem færa rök fyrir Nóaflóðina?
Bækur og myndir um Nóaflóðið eru ekki rökfærslur, heldur ævintýramyndir.
Ein spurning: hvers vegna er það að margir kristlingar eru íhaldsmenn? Sagði ekki Jesús að allir ættu að vera jafnir? Boðaði hann ekki að það ætti að gefa fátækum? Ég sé ekkert í íhaldinu sem stendur fyrir kristnum gildum.
Kristinn: Hvað þá með Biblíuna og ummælin með samkynhneigða? Eiga kristnir menn að taka t.d. klausuna í Rómverjabréfinu út? Það er skaðleg klausa og á ekki við á Íslandi árið 2007. Finnst þér það kannski "utan skynsemismarka"?
Jú, mér finnst það utan skynsemismarka. Biblían er að mínu mati barn síns tíma. Í árdaga hafði fólk þörf fyrir að útskýra hluti sem það skildi ekki. Þetta voru vísindi þess tíma en núna erum við langra komin í vísindunum. Auðvitað er þróunarkenning Darwins ekki fullkomin en það er alltaf verið að bæta hana. Þú ættir að lesa bók sem heitir The God delusion eftir Richard Dawkins. Nei, gerðu það í alvöru, hún er góð. Kostar ekki nema 1000kall í kilju og er örugglega til á bókasafninu. Það er líka hægt að finna viðtöl við hann á netinu.
Kristinn: Ást og undirgefni er ekki það sama. Það er munur á sjálfsvirðingu og sjálfsáliti (og áliti allra annarra) á þeim sem er ástfanginn og þeim sem er undirgefinn. Í undirgefni felst niðurlæging. Þess vegna er Biblían kvenfyrirlitningsbók, rétt eins og Kóranin.
Bara svona að benda á að konunni er tryggður réttur til fullnægingar í hjónabandi og til að skilja við mann sinn geti hann ekki fullnægt henni. Það eru hins vegar hinir "bókstafstrúuðu" sem brengla trúna og túlka Kóraninn á þann hátt sem hentar þeim.
Rúna Vala, 7.11.2007 kl. 16:44
Bara svona að benda á að konunni er tryggður réttur til fullnægingar í hjónabandi... átti auðvitað að vera
Bara svona að benda á að í Kóraninum er konunni tryggður réttur....
Rúna Vala, 7.11.2007 kl. 16:46
Ef þú myndir aldursgreina leyfar risaeðlu með kolefnismælingum þá myndir þú aldrei fá meira en sirka 60.000 ár.
Sem sagt engar en telur þig samt hafa einhverja upplýsingar til að hafa skoðun á málinu... þú fyrirgefur en það er heimskuleg afstaða.
Góð spurning en illa sett fram. Afhverju hefurðu þessa þörf á að vera með dónaskap gagnvart þeim sem eru kristnir? Kristur sannarlega "barðist" fyrir rétti hinna fátæku en þeir sem taka upp merki Hans virðist oftar en ekki hafa lítinn áhuga á því baráttuefni.
Hún er svo léleg að nokkrir þekktir guðleysingjar sögðust skammast sín fyrir að vera guðleysingjar eftir að þessi bók kom út. Mæli með því að lesa smá gagnrýni á þessa bók fyrst að þú telur hana pappírsins virði, sjá t.d. http://www.godandscience.org/apologetics/the_god_delusion.html
http://www.amazon.co.uk/Dawkins-Delusion-Atheist-Fundamentalism-Denial/dp/0281059276
Mofi, 7.11.2007 kl. 18:49
Mofi, það sem Pasteur rannsakaði hefur engin tengsl við spurningar nútímans um uppruna lífsins. Að halda því fram er út í hött.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2007 kl. 21:14
Fyrirgefðu, er ég dónaleg!!?!?!? Mér fannst þetta nú bara frekar kurteysislega sett fram spurning, ég hefði getað verið mun dónalegri en ég geri það ekki því ég er vel upp alin. Ég held að þú hefir bara engin svör við þessu sem sést í því að svarið þitt svarar ekki spurningu minni.
Og ég ER að lesa þessa bók og finnst hún áhugaverð og skemmtileg. Bara verst að mig grunar að bara fólk sem hefur þegar myndað sér skoðun í þessa átt sem les hana.
Rúna Vala, 8.11.2007 kl. 08:39
Haha! Og það sem þú linkaðir á var ekki The God Delusion, heldur The Dawkins Delusion og þetta stendur meðal annars um hana:
Unfortunately, McGrath falls well short of the comprehensive refutation of Dawkins we are led to expect. Whereas "The God Delusion" is a muscular, bare knuckle kind of a book, McGrath's response is little more than a list of counter-assertions based on poor analogies and bad logic.
Rúna Vala, 8.11.2007 kl. 08:43
Já, allt í lagi, ég smellti á rangan link. En við fyrstu sýn virðist það vera trúaður maður sem ritar innganginn á þessari grein, s.s. ekkert fyrir mig til að taka mark á því að sjálf sögðu ver hann sína trú. Geturðu bent mér á staði þar sem sannanlega trúleysingjar lýsa vonbrigðum sínum á þessari bók. B.t.w. ég VERÐ að lesa The Dawkins Delusion.
Rúna Vala, 8.11.2007 kl. 09:55
Aðeins einn hluti af því, þetta er miklu meira vandamál í dag en á dögum Pastaurs.
Finnst þér virkilega í lagi að uppnefna einhvern kristling?
Ég skal leita, ég á að eiga bókina heima einhversstaðar og það var tilvitnun í þekktarnn guðleysingja varðandi þetta. Það væri gaman ef þú læsir hana og þá kannski bloggaðir góða grein þar sem þú tekur þetta saman.
Mofi, 8.11.2007 kl. 13:51
...má ég benda á að í gegn um tíðina hefur orðið guðleysingi verið notað í mjög niðrandi merkingu. Svipað og kynvillingar.
Rúna Vala, 8.11.2007 kl. 19:53
Svona til að ljúka þessu á gamansömun nótum: finnst þér ekki orð sem enda á -lingur ver krúttleg? Grislingur, gemlingur og Erilngur?
Rúna Vala, 8.11.2007 kl. 19:57
Ég veit ekki til þess að neinn hefur kvartað enda nota ég þetta orð ekki til að móðga einhvern, alveg eins og þú ætlaðir ekki að móðga neinn. Alltaf gott að geta lokið hlutunum á góðum gamansömum nótur :)
Mofi, 8.11.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.