Viðtal við frægan fyrrverandi guðleysingja

Ekki trúarrit eða trúarleg reynsla heldur rökréttar ályktanir út frá þeim staðreyndum sem við vitum alheiminn sannfærði fyrrverandi guðleysingja að Guð væri til.  Það sem er einnig áhugavert við þetta er að guðleysingjar bera oft því saman við að trúa á Guð sé eins og að trúa á tannálfinn eða jólasveininn en sá samanburður gengur ekki upp. Börn trúa stundum að jólasveininn eða tannálfurinn er til en þegar það vex úr grasi þá hættir það að trúa á svona hluti. Það er ekki eins og að á gamals aldri byrjar einhver að trúa að jólasveinn er til. En það er allt öðru vísi með trúnna á Guð. Mjög margir komast til trúar á Guð eftir að þeir eru komnir á fullorðins aldurinn og góð dæmi um þetta eru t.d. mjög greindir og hæfileikar ríkir menn eins og C.S. Lewis og Anthony Flew.

Hérna er linkur á viðtalið og vonandi hafið þið gaman af:

http://www.tothesource.org/10_30_2007/10_30_2007.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er ekki eins og að á gamals aldri byrjar einhver að trúa að jólasveinn er til.

mofi, þú veist að það er töluvert algengt að fólk kalki.

Hvað er svo þessi "frægi" trúleysingi að segja sem aðrir minna frægir hafa ekki sagt áður - og aðrir hafa hrakið?

Matthías Ásgeirsson, 1.11.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Mofi

Matthías, frekar leiðinlegt að sífelt endurtaka ad hominem rökvillu gagnvart þeim sem eru ósammála þér.  Síðan hefur enginn hrakið allar þær staðreyndir sem styðja tilvist Guðs og þau rök sem hafa komið fram síðustu hundrað árin eða svo. Afneitað já, en hrakið, engann veginn.

Mofi, 1.11.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hafþór Örn, hvað áttu við? Öll beitum við rökhugsun í daglegu lífi okkar, en að láta hana algjörlega stýra lífi sínu hlýtur að vera mjög leiðinlegt. 

Er þá til einhver rökfræðilega réttur tilgangur lífsins? Í hverju felst tilgangur lífsins?  

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:57

4 Smámynd: Mofi

Arngrímur, eins og Flew bendir á þá reyna menn eins og Dawkins að útskýra þetta með "þetta er bara ótrúleg tilviljun" og fyrir þá sem þekkja staðreyndirnar þá eru það bara rök sem sleikja botninn á vitsmunalegum heilindum. Maður verður að hafna þeim af nauðsyn einni saman.

Mofi, 2.11.2007 kl. 18:50

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Arngrímur ég sé tilganginn sem huglægan en ekki hlutlægan, ég skynja Guð í anda mínum en ekki sem hlut.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2007 kl. 20:25

6 Smámynd: Mofi

Hafþór, fólk byrjar ekki að trúa á Jólasveininn eftir það kemst á fullorðins árin en margir finna trúnna á Guð seinna í lífinu. Eins og Flew bendir á þá komst hann að þessari niðurstöðu vegna staðreyndanna, vegna uppgvöta mannkyns á hve flókin fruman er, hvernig lífið er byggt upp af upplýsingum og hvernig náttúrulögmálin virðast vera hönnuð sérstaklega með okkur í huga. Hann er aðalega að komast að þeirri niðurstöða að það hlýtur að vera til skapari og sá skapari hlýtur að vera það sem mannkynið hefur í gegnum aldirnar kallað Guð.

Mofi, 4.11.2007 kl. 12:42

7 identicon

Lestu þessa grein í New York Times sem lýsir ágætlega hvernig farið var með gamla manninn.

Það getur meira en verið að hann trúi nú á gamals aldri að til sé skapari heimsins, en sá skapari á lítið skylt við Guð þann sem þú og þínir trúa á. 

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 19:16

8 Smámynd: Mofi

Veit að Flew er ekki kristinn og hann trúir ekki að guð er persónulegur. Hann trúir á svipaðann guð og Einstein og fleiri, einhvern sem skapaði alheiminn og náttúrulögmálin en ekki einhvern sem hefur áhuga á okkur.

Mofi, 4.11.2007 kl. 20:32

9 identicon

Get þá ekki séð hvers vegna deistar nýtast þér sem rök fyrir trú þinni.

En eins og ég sagði, það er áhugaverðara að sjá hvernig trúmenn spiluðu með hann og hugmyndir hálf-seníls manns eru mótaðar af áralöngum áróðri og bókin loks skrifuð fyrir hann.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:38

10 Smámynd: Mofi

Björn, það sem er áhugavert er að hann afneitar guðleysi og tekur upp trú á Guð vegna staðreynda frá vísindum, alveg eins og Einstein og fleiri. Það er alveg rétt að þetta er ekki Guð Biblíunnar en þetta sýnir aðeins að rökin frá hönnun eru sannfærandi fyrir þá sem eru opnir fyrir rökum og staðreyndum.

Mofi, 5.11.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband