31.10.2007 | 16:21
Hvað er að vera kristin?
Þegar einhver segist vera kristin þá hefur það mismunandi þýðingu fyrir hvern og einn. Í huga sumra þá þýðir það einfaldlega að viðkomandi reynir að vera góð persóna og trúir að Guð sé til, ekki mikið meira en það. En að tengja sig við Jesú Krist með því að kalla sig kristin er að mínu mati að segjast trúa að Jesús er Guð og þá trúa þeirri opinberun sem við höfum á Jesú í Biblíunni. Skoðum hvað Biblían segir um þetta efni:
Rómverjabréfið 10:9. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
Þegar kemur að Lúthersku þjóðkirkjunni þá hefur hún ákveðna trúarjátningu sem hljóðar svona:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma
lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga, almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins og eilíft líf.
Amen.
Mér finnst persónulega að þeir sem trúa þessu ekki ættu að sýna heiðarleika og segja sig úr þjóðkirkjunni. Verst að mig grunar að það eru jafnvel prestar sem predika á hverjum sunnudegi í þjóðkirkjunni sem trúa þessu ekki; ég get ekki séð það annað en hræsni og þjófnað, þjófnað því að þú ert beðinn um að sinna ákveðnu starfi en viðkomandi vinnur á móti því. Í þessu máli þá styð ég baráttu Vantrúar að aðskilja ríki og kirkju.
Þeir sem líta á mig sem dæmandi besserwissera og eru mér ósammála þá er viðkomandi að segja að ég hafi rangt fyrir mér, sem sagt að viðkomandi viti betur en ég. Sem hlýtur að gera viðkomandi að besserwisser sem að mínu mati allir menn með skoðanir eru. Auðvitað telur maður sig vita betur en þeir sem maður er ósammála, annars myndi maður skipta um skoðun og halda áfram að halda að maður viti betur en þeir sem maður er ósammála.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég held að Sunna myndi seint flokkast undir það að vera "sannkristin". Á einum stað var ég að rökræða við hana og hún sagðist ekki trúa því að Jesús væri heimsendaspámaður, en samt viðurkenndi hún að í guðspjöllunum væri Jesús
heimsendaspámaður.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2007 kl. 18:43
Gerir hún það Hjalti? Aldrei þessu vant er ég sammála þér. Vildi bara minna á "Pray Pride" gönguna 10. nóv ! Eða réttara sagt bænagönguna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2007 kl. 15:31
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 16:03
Ég er ekki sammála þér Mofi, ég held að Íslendingum þyki vænt um jóðkirkjuna. Hún er mikilvæg í helgihaldi á stórum stundum í lífi fólks og eins ef vá ber að höndum. Þannig skiptir þjóðkirkjan gríðarlega miklu máli og þetta hlutverk rækir hún mjög vel. Þannig held ég að þorri þjóðarinnar sé mjög sáttur við þjóðkirkjuna meðan hún skiptir sér ekki af trúmálum.
Sigurður Þórðarson, 1.11.2007 kl. 23:44
Ég tek undir orð Sigurðar Þórðarsonar.
Það er líka sjálfsagt að minna Kristin Hauk á að þær kirkjur sem ríkið á eru teljandi á örfáum fingrum. Kirkjur landsins eru svo til allar í eigu viðkomandi sókna/safnaða (sem Þjóðkirkjan samanstendur af), örfáar eru í einkaeigu. Ennfremur á ríkið ekki kirkjujarðirnar heldur kirkjan sjálf.
Gunnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:54
Hvaða ríkisbatterí ertu að tala um Kristinn?
Oft er hugtakið ríkiskirkja notað um Þjóðkirkjuna en það hugtak er afar villandi og lýsir engan vegin stöðu Þjóðkirkjunnar. Kirkjan er í öllum atriðum sjálfstæð stofnun og kom sú staðreynd vel fram í nýlegri tillögu Björns Bjarnasonar um að kirkjumálaráðuneytið verði lagt niður, enda hafi það ekki lengur nein verkefni sem heita má er snerta Þjóðkirkjuna. Hér áður fyrr mátti e.t.v. nota hugtakið ríkiskirkja, þegar kirkjan var svo að segja skúffa í kirkjumálaráðuneytinu og öllum hennar málefnum (nema þeim er lúta að kristinni kenningu) var stýrt þaðan og í gegnum lög sem alþingi setti; þ.e. þegar kirkjunni sem stofnun var í raun stýrt af ríkisvaldinu. Þetta á ekki við í dag. Í dag stýrir kirkjan öllum sínum málum sjálf og setur sér sjálf lög og reglur.
Hugtakið ríkiskirkja er t.d. oft notað í tengslum við þá röngu staðhæfingu að ríkið "borgi" prestum laun, sem ekki er rétt. Árið 1907 var samningur gerður á milli ríkis og kirkju um að ríkið tæki til sín jarðir í eigu kirkjunnar á móti því að greiða laun tiltekins fjölda presta. Hér er um að ræða þær jarðir sem höfðu um aldir staðið straum af starfi kirkjunnar og verið lífsviðurværi prestanna á hverjum tíma. Þessi samningur var endurnýjaður árið 1997. Þeir fjármunir sem koma frá ríkinu og eru notaðir til að greiða laun presta eru sumsé arðgreiðslur af þeim eignum kirkjunnar sem ríkið hefur leyst til sín. Um er hér að ræða gagnkvæman samning tveggja aðila þar sem eignaréttur var fyllilega virtur. Allt tal um misrétti og mannréttindabrot er fráleitt þegar horft er á hlutina í réttu samhengi, þ.e. eftir að kirkjan hefur eftirlátið ríkinu þvílík verðmæti og raun ber vitni.
Sífellt er talað um alla milljarðana sem renna til Þjóðkirkjunnar frá ríkinu á kostnað annarra trúfélaga. En tæpur helmingur fjármuna kirkjunnar eru t.d. sóknargjöldin ein (og svo má draga enn frá þá fjármuni sem standa straum af launum presta). Þeir fjármunir verða skiljanlegir í ljósi þess að um 85% landsmanna tilheyra Þjóðkirkjunni og greiða sóknargjöld til hennar (en það er að sjálfsögðu engin nauðung að vera í kirkjunni). Þeir fjármunir koma því ekki frá ríkinu heldur meðlimum Þjóðkirkjunnar. Sömu lög og reglur gilda um sóknargjöld allra trúfélaga sem í öllum tilvikum er sama upphæð á hvern meðlim trúfélagsins.
Allt tal um ríkiskirkju er oftar en ekki tengt ranghugmyndum manna um fjármuni kirkjunnar og hugmyndum um stórkostlegan ójöfnuð og mannréttindabrot hvað þá snertir. Slíkt tal er yfirleitt ekki annað en atvinnurógur sem oft grundvallast á vanþekkingu og ofstækisfullu guðleysi. Hins vegar verður að skoða allt í réttu ljósi, fordómalaust og halda staðreyndum til haga, m.a. þeim er lúta að þjónustu og skyldum Þjóðkirkjunnar um allt land við alla landsmenn óháð trúfélagaskráningu. Í því samhengi bendi ég á afar greinargóða og upplýsandi grein á vef kirkjunnar sem heitir "Sérstaða og skyldur Þjóðkirkjunnar" og fjallar um þessi mál. Greinina má finna á eftirfarandi slóð: http://tru.is/pistlar/2005/12/serstada-og-skyldur
Með kveðju.
Gunnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.