Það er til Guð! Fyrrverandi leiðandi guðleysingi skipti um skoðun og gaf út bók

Einn af frægari guðleysingjum Anthony Flew hefur gefið út bók þar sem að hann útskýrir afhverju hann trúir núna á Guð. Bókin heitir "There is a God - How the worlds most notorious atheist changed his mind". There Is a God: How the World's Most Notorious Atheist Changed His Mind

Það hlýtur að þurfa mikið til að draga til baka það sem þú hefur haldið fram opinberlega, skrifað bækur um það og verið leiðandi fyrir þetta viðhorf. Maður að nafni Anthony Flew var einn af frægari guðleysingjum okkar tíma og hafði verið það í hátt í 50 ár.  Hann skrifaði margar bækur um efnið og rökræddi við kristna opinberlega í sjónvarpi og útvarpi.  En vegna sannana út frá hönnun og fleiri rökum þá skipti hann um skoðun og í þessari bók útskýrir hann afhverju. Þegar kemur að hönnun þá eru það einkenni hönnunar í frumunni sem sannfærði Flew. Einnig uppgvötanir í "cosmology" eins og að ef hraði eða massi rafeindar væri bara aðeins öðru vísi þá væri enginn möguleiki á tilvist lífs.

Það er gott að það komi fram að Anthony Flew er ekki orðinn kristin, aðeins að hann er kominn á þá skoðun að þessi heimur hlýtur að hafa verið skapaður af Guði.

Þetta er bók sem allir sem hafa áhuga á þessu efni ættu að lesa.

Hérna er linkur á bókina hans á Amazon: http://www.amazon.com/There-God-Notorious-Atheist-Changed/dp/0061335290/ref=pd_bbs_1/104-5077042-0651918

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Alltaf jafn stórkostlegt þegar fólk finnur Guð

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Gaman að heyra þetta Halldór. Nú þarf bara að biðja þess að höfundur og fullkomnari trúarinnar og skaparinn sjálfur, Drottinn Jesú Kristur, opinberist Antony Flew. Þá verður þetta fullkominn vitnisburður um það, að í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Kveðja,

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 30.10.2007 kl. 23:45

3 identicon

Hann hefur fengið höfuðhögg eða heilaskaða

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Mofi

Alveg sammála Guðrún og Janus. Það er viðauki í bókinni hans eftir kristin rithöfund svo Flew er líklegast að skoða þá hlið málsins líka.

DoctorE, afhverju er það þannig að ad hominem rökvilla er það eina sem þú hefur fram að færa í þessu?  Stendur ekki á síðunni þinni "When all think alike, no one thinks very much"?  Samt eru þín viðbrögð við þeim sem eru ekki sammála þér "þú hefur bara fengið heilaskaða".

Mofi, 31.10.2007 kl. 10:56

5 identicon

Það er ekki rökvilla hjá mér að telja að maður sem hefur ekkert fyrir sér nema ímyndun hrapi að yfirnáttúrulegri niðurstöðu, maður sem guðgerir eitthvað sem hann skilur ekki er alls ekki marktækur,  aftur á móti er þetta ágætis peningaplokkshugmynd hjá honum, maðurinn sem trúði ekki en fór að trúa og skrifaði bók.. nokkuð víst að hann nær ágætis sölu hjá þeim trúuðu sem vantar hálmstrá til þess að grípa í

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:10

6 Smámynd: Mofi

Hans rök koma frá uppgvötunum í líffræðinni frá DNA og þeim stafrænu upplýsingum sem þar eru og síðan frá því hve alheimurinn er fínstilltur til að geta hýts líf. Hann segir og ég tek undir með honum, þetta er aðeins það sem staðreyndirnar benda mjög sterklega til og heiðarlegur einstaklingur verður að fylgja staðreyndunum hvort sem honum líkar það betur eða verr.

Mofi, 31.10.2007 kl. 11:49

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er svo undarlegt, en ég hafði aldrei heyrt um þennan mann fyrr en ég sá fréttir um að einhver frægur trúleysingi hefði tekið trú (ekki kristni eins og þú bendir réttilega á, Guðrún getur slakað á, hann fann ekki Gvuð með stóru G-i, heldur einhvern óræðan gvuð með litlu g-i)

Matthías Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 16:29

8 Smámynd: Mofi

Ætli Flew hefur ekki haft hljótt um sig síðustu árin enda orðinn ágætlega gamall. Svo líklegast ekki verið í sviðsljósinu í dágóðann tíma. Þú Matthías ættir endilega að lesa bókina hans og gagnrýna á Vantrú; hann ætti að vera að skrifa frá sjónarhóli sem þú skilur.

Mofi, 31.10.2007 kl. 16:34

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hilmar, ég verð að segja að það er afskaplega heimskulegt að halda að "einhver ósýnilegur kall gerði það" sé líklegt svar ef maður veit ekki hvernig eitthvað verður til.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2007 kl. 18:40

10 Smámynd: Mofi

Hjalti, þetta eru strámannsrök hjá þér að tala um ósýnilegann kall þegar kemur að því að svara afhverju heimurinn er eins og hann er.

Mofi, 31.10.2007 kl. 19:05

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Afsakið. Ekki "ósýnilegur kall". Ósýnileg persóna. Ótrúlegur munur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2007 kl. 19:28

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Eftir að hafa séð myndina Jesus Camp er ég ekki hissa á því að fólk sé trúlaust eða gangi af trúnni.

Hjalti Rúnar Mattías og Doktor E, hafi ég einhverntíma komið fram,  eins og kellingin í JC myndinni þá bið ég ykkur innilega afsökunarþvílíkur hryllingur þessi kerling og hennar söfnuður. 

En trú og bænalíf er eitthvað sem gefur svo mikið í sálartetrið og ég mun aldrei geta útskýrt þá algjöru fullvissu sem ég hef um tilvist Guðs og sáttargjörðina í Jesú , það er ekki í mannlegum mætti, það sem eyðileggur mitt kristniboð er ég sjálf, þ.e. ég þvælist fyrir þeim alltumljúkandi kærleika sem einkennir Guð

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2007 kl. 20:13

13 identicon

Ég skal nú ekki segja að þú hafir verið alveg jafn slæm og kerlingin í Jesus Camp Guðrún :)
Ekkert mál hjá mér Guðrún, live 'n learn.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:47

14 Smámynd: Mofi

Þegar það hefur eytt stórum hluta æfi sinnar í að færa rök fyrir því að Guð er ekki til og skrifa bækur um það til þá er þetta hrein nauðsyn.

Við sem trúum á Guð höfum nóg til að gleðjast yfir, staðreyndirnar sem styðja tilvist Guðs eru fyrir löngu orðnar svo margar að það er varla hægt að tala um trú lengur með svona mikið af staðreyndum á bakvið hana.

Mofi, 1.11.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803254

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband