Svör við spurningum Grétars Ómarssonar

Sá lista af spurningum sem Grétar nokkur Ómarsson lét inn hjá góðum mbl bloggara henni G. Helgu Ingadóttur. Þar sem spurningarnar snérust ekki beint að efni greinarinnar þá leyfi ég mér að svara spurningunum hérna.

Vil að það komi vel fram að þetta eru mín svör og G. Helga Ingadóttir er örugglega ekki sammála öllum mínum svörum.

Svo, hérna koma spurningarnar hans Grétars og eru þær í italics.

Hvenær voru Adam og Eva til?.

Getum aðeins gískað á það en Biblían gefur sterklega til kynna fyrir sirka sex þúsund árum.

Á hvaða tíma voru risaeðlurnar uppi?.

Sama tíma og við mennirnir.

Hvað greiðir þú mikið af tekjum þínum til söfnuðarins?.

Það er einkamál hvers og eins. Enginn í mínum söfnuði að minnsta kosti veit hvað ég borga til hans svo það er enginn sem getur gagnrýnt hvort það er of lítið eða mikið.

Hver er safnahirðirinn?.

Þessa daganna er það Eric Guðmundsson.

Hefur þú fengið fyrirgefningu synda þinna?.

Já.

Er Benny Hinn galdramaður?.

Nei, að mínu mati er Benni Hinn loddari af verstu gerð.

Hvað er sólin?

Best að leyfa einhverjum öðrum að svara því, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Sun

Fylgist guð með þér?

Guð Biblíunnar fylgist með mér og þér.

Hvenær kemur Jesú aftur?.

Enginn maður veit það, aðeins Guð sjálfur veit það.

Hver var Horus?. Var hann líkur Jesú?. Hver er munurinn á þeim?.

Nei, ekkert líkur Jesú. Getur lesið meira um Horus og samanburð við Jesú hérna: http://www.christian-thinktank.com/copycatwho2.html

Er kóraninn bara þvæla?. Eru múslimar rugludallar að trúa á Allah?.

Kóraninn inniheldur orð Múhammeðs eða þeir sem sögðu vera skrifa upp það sem Múhammeð sagði. Að stórum hluti er Kóraninn að segja frá sömu sögum og Biblían nema í þetta skiptið ekki þeir menn og spámenn sem virkilega upplifðu atburðina heldur aðeins Múhammeð að segja sína útgáfu af þessum atburðum.  Þeir t.d. trúa að Allah er Guð Biblíunnar, að Allah er Guð Abarahams, Ísaks og Jakobs. Þeir vilja aðeins meina að Biblíunni hafi verið breytt ( að vísu kom það töluvert eftir Múhammeð ) og að Kóraninn hafi verið sendur af Guði til að leiðrétta Biblíunna og á að vera síðustu skilaboð Guðs til mannkyns.  Ég einfaldlega trúi ekki að Múhammeð hafi verið spámaður frá Guði. Sá guð sem birtist í Kóraninum sem Allah er allt öðru vísi en Guð Biblíunnar og Múhammeð gerði ekkert til að staðfesta að Guð sendi hann.  Múslimar eru ekkert rugladallar fyrir að trúa Kóraninum og örugglega margar ástæður örugglega fyrir þeirra trú. 

Elskar guð mig?, af hverju ætlar hann þá að senda mig til helvítis ef ég aðhyllist ekki orð hans?. 

Já Guð elskar þig, engin spurning í mínum huga.  Spurningin er ekki afhverju hann myndi senda þig til helvítis heldur afhverju ætti Guð að gefa þér eilíft líf.  Ef þú hefur stolið, logið og hatað náunga þinn þá áttu ekki skilið eilíft líf.

Af hverju skapar guð fólk sem ekki trúir á hann?.

Góð spurning og ég veit ekki um eitthvað svar sem ég "veit" að sé rétt en hérna er grein sem fer inn á þetta efni og gefur kannski innsýn í þetta efni, sjá: http://docs.google.com/Doc?id=dfvstsdt_7dsvvnq

Er til eitthvað sem heitir frjáls vilji?, ef svo er, gætir þú útskýrt hvernig hann virkar eða vinnur?.  

Frjáls vilji er kraftaverk sem við upplifum á hverjum degi. Það að Guð gaf gefið dufti jarðarinnar þennan hluta af sjálfum Sér, frjálsann vilja er eitt af því stórkostlegasta sem ég veit um.  Þú t.d. velur hvort þú svarar þessum athugasemdum mínum eða yfirhöfuð lest þær. Þannig kemur frjáls vilji fram í þínu lífi...

Ef hann er tilbúinn að fyrirgefa morðingum svo lengi sem þeir aðhyllist og trúi á orð hans, af hverju ætti hann ekki að taka við fólki sem alla tíð hefur verið heiðarlegt og gott til himna?. 

Guð er tilbúinn að fyrirgefa öllum sem iðrast og snúa sér frá vondum vegum til góðra verka. Hann er tilbúinn að endurskapa þann anda sem í þeim.  Ef einhver hefur verið heiðarlegur og góður allt sitt líf, hafi ekki stolið eða logið eða girnst það sem aðrir eiga og elskað náungann eins og sjálfan sig þá efast ég ekki um að viðkomandi öðlist eilíft líf.

Hvað verður um börnin sem deyja undan sprengjum Ísraelsmanna, ef þau trúa ekki, sendir þinn guð þau til helvítis?.  Ef svo er, þá vill ég ekki fylgja þínum guði.

Engin leið að vita hvernig Guð dæmir en mín persónulega skoðun er að börn fari til himna enda ekki ábyrg fyrir þeim aðstæðum sem þau eru í. Þau eru saklaus af því að fremja illsku og þess vegna komast til himna.

Trúin er sterkasta vopnið sem hægt er að nota í stríði milli manna því ef menn vissu sannleikann væru fórnir manna í stríði fyrir land og þjóð ENGAR!.

Fer það ekki eitthvað eftir hver akkurat trúin er?  Segjum sem svo að einhverjir trúa að ef þeir drepi andstæðing sinn þá eignist þeir mátt hans, hvaða afleiðingu heldur þú að sú trú hafi?  En sú trú að við erum öll börn Guðs og að myrða aðra manneskju er brot á lögum Guðs og að morðingjar geti ekki erft ríki Guðs?

Kær kveðja,
Mofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

flott svarað hjá þér

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir þetta Halldór og Drottinn blessi þig!  Gaman að þú skildir líta við á síðunni minni! Hver skildi nú hafa stjórnað því!

G.Helga Ingadóttir, 24.10.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Mofi.

Takk fyrir góð svör, ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu,

Þú vilt meina að risaeðlurnar hafi verið uppi fyrir ca 6000 árum síðan, hefur þú einhverja hugmynd hvernig samband var milli mannsins og risaeðlunnar?.

Voru risaeðlur í fæðukeðju mannsins eða var maðurinn hluti af fæðukeðju risaeðlunnar?

Samkvæmt vísindamönnum áttu risaeðlurnar að hafa verið uppi fyrir ca 65 milljónum árum síðan en þú vilt meina að það séu 6000 ár, það skilur ansi langt á milli eða 64milljónir 994.000 ár

Þegar hermenn drepa andstæðinga sína í átökum fyrir land sitt og þjóð, kallast það morð?, hvað verður um þá?.

Þú segir að Benni Hinn sé loddari og þar verð ég að vera sammála þér, og vil bæta við að menn eins og hann, eru að vanvirða Biblíuna og koma óorði á guðs orð.

Ég hef lítið út á Biblíuna að setja, en þó hef ég helling út á marga predikara og útsendara sem vilja kalla sig guðs menn að setja,

þessir sömu menn eiga til að reyna að hagnast á guðs orði og hvetja meðal annars til átaka sem kosta mörg hundruð mannslíf.

http://www.youtube.com/watch?v=YcPfBQCT40M

horfðu á þetta og gefðu mér skoðun á predikaranum, er þetta rétta leiðin til að boða fagnaðarerindið?

Takk aftur fyrir góð svör.

Kær kveðja,

Grétar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Halldór og Drottinn blessi þig! Gaman að þú skildir líta við á síðunni minni! Hver skildi nú hafa stjórnað því!

Alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín

Mofi, 25.10.2007 kl. 00:10

5 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Vel svarað minn kæri bróðir í Kristi. Enda svara þeir svona sem sem leitast við að læra regluna, að fara ekki lengra en ritað er.

En nú á dögum er það ekki vinsælt að trúa innblásnu orði Guðs. Og þeir sem gera það eru kallaðir ofsabókstafstrúarmenn. En þeim hampað af fjöldanum sem listavel gera að engu Guðs orð. Dæmi, nýja Biblíu þýðingin.

Kær kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 25.10.2007 kl. 00:20

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir góð svör, ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu,

Ég hef alltaf gaman af vingjarnlegum umræðum um þessi mál.

Þú vilt meina að risaeðlurnar hafi verið uppi fyrir ca 6000 árum síðan, hefur þú einhverja hugmynd hvernig samband var milli mannsins og risaeðlunnar?.

Menn líklegast drápu þær sem þeir gátu.  Margar sögur eru til af mönnum að berjast við dreka og ég tel að eitthvað af þessum sögum eru byggðar á raunverulegum dýrum og atburðum.  Nýja myndin Beowolf sem byggð er á einu elsta handriti mannkyns segir einmitt frá þannig atburði.  Sumir telja að menn hafi getað notað risaeðlur til að byggja sum af þeim risa byggingum sem til eru.  Byggingar sem eru svo stórar að við í dag sjáum eigum í miklum erfiðleikum að búa þannig byggingar til eins og t.d. http://www.s8int.com/page3.html   Ég trúi engann veginn öllu sem á síðunni stendur enda rétt kíkti á hana. Langaði aðeins að benda á myndir af svona mögnuðum mannvirkjum. 

Ég veit ekki hvað er satt í þessu en margar af þessum hugmyndum eru athyglisverðar.  Það er eins og svo margir hafa fullyrt að þessi dýr dóu út fyrir 65 miljón árum að hver sá sem efast um að það sé satt er fábjáni en vanalega lítið um alvöru rök fyrir þessi fullyrðingu.  Skil þig vel ef þetta hljómar mjög fáránlega í þínum eyrum...

Voru risaeðlur í fæðukeðju mannsins eða var maðurinn hluti af fæðukeðju risaeðlunnar?

Miðað við hinar og þessar sögur þá var það mikil hetjudáð að drepa drepa/risaeðlu en líklegast mjög hættulegt þar sem þetta voru mögnuð dýr. Við höfum t.d. sögu af Alexander mikla þar sem herir hans tóku góðann sveig fram hjá stórum drekum og fleira, sjá t.d. http://www.genesispark.org/genpark/history/history.htm

Samkvæmt vísindamönnum áttu risaeðlurnar að hafa verið uppi fyrir ca 65 milljónum árum síðan en þú vilt meina að það séu 6000 ár, það skilur ansi langt á milli eða 64milljónir 994.000 ár

Ég myndi segja samkvæmt darwinistum sem hafa búið til sína eigin sögu um fortíða sem þeir hafa engar heimildir fyrir heldur aðeins að gíska miðað við það sem þeir sjá í dag.  Ég vil meina að aðal ástæðan fyrir þessum fullyrðingum er darwinisminn sjálfur og sú saga sem fylgir honum.  Ég tel að við höfum sagnfræðilegar heimildir sem tala um þessi dýr, þar á meðal Jobsbók í Biblíunni. Einnig höfum við höggmyndir af svona dýrum eins og hérna: http://www.answersingenesis.org/creation/v25/i4/bishop.asp

Einnig höfum við lífrænarleyfar af þessum dýrum sem við ættum alls ekki að hafa ef þær eru virkilega svona gamlar. Þegar allar staðreyndirnar eru teknar saman þá finnst mér sú afstaða að risaeðlur voru uppi fyrir 65 miljónum árum síðan er mjög veik.

Þegar hermenn drepa andstæðinga sína í átökum fyrir land sitt og þjóð, kallast það morð?, hvað verður um þá?.

Ég held að Guð dæmi þannig á réttláttann hátt. Að Guð viti hjartaleg þeirra sem lenda í svona aðstæðum og verða að velja milli þess að drepa eða vera drepinn.

Þú segir að Benni Hinn sé loddari og þar verð ég að vera sammála þér, og vil bæta við að menn eins og hann, eru að vanvirða Biblíuna og koma óorði á guðs orð.

Ég hef lítið út á Biblíuna að setja, en þó hef ég helling út á marga predikara og útsendara sem vilja kalla sig guðs menn að setja,

Mjög sammála þér... Heyrði fyrir nokkru síðan að Gandhi lagði kennslu Jesú að hans starfi og hvernig hann stóð að sinni baráttu við Breska heimsveldið. Ástæðan sem á að hafa verið fyrir því að hann varð ekki kristinn var vegna þeirra svo kölluðu "kristnu" manna sem hann þekkti.

http://www.youtube.com/watch?v=YcPfBQCT40M

horfðu á þetta og gefðu mér skoðun á predikaranum, er þetta rétta leiðin til að boða fagnaðarerindið?

Við lifum á mjög merkilegum tímum. Ég skil vel hræðsluna við Islam en er sömuleiðis hræddur um að Bandaríkin haldi áfram að ráðast á enn fleiri ríki Araba. Afleiðingarnar gætu orðið svakalegar eins og þriðja heimstyrjöldin en útilokað að vita.  Predikarinn þarna virðist aðalega vera að boða hræðslu og hatur og vera hvetja til stríðs.  Fagnaðarerindið er að við höfum gert vonda hluti og eigum ekki skilið eilíft líf en ef við biðjum Guð fyrirgefningar og snúum við blaðinu þá hefur Guð borgað gjaldið og við öðlast eilíft líf.  Þessi predikari virtist miklu frekar vera að hvetja til illsku, vægast sagt ekki í anda Krists.

Takk fyrir skemmtilega pælingar.  Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 25.10.2007 kl. 01:22

7 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að líta inn Janus.  Já, það er ekki þægileg staða í dag að taka, að verja Biblíuna frá byrjun til enda. Efast um að einhver geri það nema af löngun til að verja sannleikann og verja orð Guðs.  Það eina sem þannig einstaklingur uppsker í okkar nútíma þjóðfélagi eru óvinsældir. 

Mofi, 25.10.2007 kl. 01:27

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er ekki alveg á sömu skoðun og þú Halldór, ég vona að þú fyrirgefir að ég birti svörin við hans spurningum hjá þér, fyrst þú opnaðir fyrir þessa umræðu:

 Hvenær voru Adam og Eva til?.

Við sköpun.

Á hvaða tíma voru risaeðlurnar uppi?

Rétt áður en Adam og Eva - tíminn er afstæður hjá Guði.

Hvað greiðir þú mikið af tekjum þínum til söfnuðarins?

Ekkert.

Hver er safnahirðirinn?.

Karl Sigurbjörnsson.

Hefur þú fengið fyrirgefningu synda þinna?.

Já.

Er Benny Hinn galdramaður?

Ekki frekar en harry Potter.

Hvað er sólin?

Ööö ... eldhnöttur og það sem viðheldur lífi á þessari jörð.

Fylgist guð með þér?


Já.

Hvenær kemur Jesú aftur?

Þegar hans tími kemur. Guð einn veit það.

Hver var Horus? Var hann líkur Jesú?. Hver er munurinn á þeim?

Hin Egypski Horus var hluti af guðaflóru og ekki alvaldur. Auk þess var hann skurðgoð og gekk aldrei á þessari jörð.

Er kóraninn bara þvæla?. Eru múslimar rugludallar að trúa á Allah?

Kóraninn birtir mjög miskunnarlausann og grimman Guð, því á hann ekkert skylt með Guði kristinna manna.

Elskar guð mig?, af hverju ætlar hann þá að senda mig til helvítis ef ég aðhyllist ekki orð hans?


Því um það snýst trúin.

Af hverju skapar guð fólk sem ekki trúir á hann?

Því hann gaf þeim frjálsan vilja.

Er til eitthvað sem heitir frjáls vilji?, ef svo er, gætir þú útskýrt hvernig hann virkar eða vinnur?

Þarf ég það, en það var mín ákvörðun að svara þessum spurningum. Annars erþað frelsi til þess velja gott og illt.

Ef hann er tilbúinn að fyrirgefa morðingum svo lengi sem þeir aðhyllist og trúi á orð hans, af hverju ætti hann ekki að taka við fólki sem alla tíð hefur verið heiðarlegt og gott til himna?


Það er til undantekning, þeir sem hafa aldrei heyrt um Jesú og hafa lögmálið skrifað í hjarta sér - komast til himna.

Hvað verður um börnin sem deyja undan sprengjum Ísraelsmanna, ef þau trúa ekki, sendir þinn guð þau til helvítis?

Það er Guðs að vita og get ég ekki svarað. En ég stórefast samt um það, því það er ekki sjálfgefið að gyðingar séu trúaðir. Annars þegar um börn er að ræða, þá komast þau upp sökum sakleysis sinnar.

Ef svo er, þá vill ég ekki fylgja þínum guði.

Þú um það. Það heitir frjáls vilji.

Trúin er sterkasta vopnið sem hægt er að nota í stríði milli manna því ef menn vissu sannleikann væru fórnir manna í stríði fyrir land og þjóð ENGAR!.

En samt eru ótal stríð sem hafa verið háð í nafni mannlegs græðgis og hafa ekkert með trú að gera. En rétt er það trúin er sterkt vopn og einnig er hún fullkominn afsökun sem hefur verið margmisnotuð til þess að heyja stríð. Hæun hefur alltaf verið yfirhylming annara hagsmuna, sérstaklega peninga og valdagræðgis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 08:57

9 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Guðsteinn Haukur,

Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að svara spurningunum, það er mjög gaman að sjá svör ykkar þó ég sé ekki sammála ykkur að öllu leiti.

Ég vona að ég sé ekki erfiður en ég á örugglega eftir að koma oftar inn á bloggið hans Halldórs til að fræðast meira um trú ykkar og skoðanir tengdar trúnni.

Ég vil líka þakka Halldóri fyrir fyrir góð svör og ég met og virði heiðarleika og hreinskilni hans.  

Ein spurning að lokum,

Nú hef ég heyrt að sumir ykkar haldi því en fram að jörðin sé flöt, er það rétt?

Takk fyrir mig.

Kær kveðja, 

Grétar Ómarsson, 25.10.2007 kl. 19:55

10 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, takk fyrir innleggið. Ég er ekki það ósammála þér að ég vilji gagnrýna það neitt mikið.  

Takk fyrir að líta inn Grétar. Ég er vægast sagt vanur því að fólk er mér ekki sammála svo engar áhyggjur þar.  En gaman að þú getir verið það án þess að grípa til móðgana og hafa þetta allt á vingjarnlegum nótum.  Merkilegt hvað það er erfitt fyrir marga.

Ég veit að það er til "flat earth society" en efast um að einhver alvara er á bakvið það. Svo ég minnsta kosti aðhyllist ekki flata jörð enda kennir Biblían að jörðin sé kringlótt og svífur í tómum geimnum, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/sciencebible.html

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 25.10.2007 kl. 20:03

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAHAHAHAHA!

Nú hef ég heyrt að sumir ykkar haldi því en fram að jörðin sé flöt, er það rétt?

Grétar! Hvar heyrðir þú það?  hehehe ... ég held að enginn kristinn maður me einhverja sjálfsvirðingu trúi slíku kjaftæði. En ég tek undir þar sem Dóri bendir á "The Flat Earth Society". Mér er óskiljanlegt hvernig þú tengir það við nútíma kristindóminn ! hehehe ... 

En munurinn á mér og Halldóri í svörum okkar, er að ég trúi ekki jörðin sé bara 6 þúsund ára. Hún er mun eldri og leiðist mér öll reikningsdæmi varðandi trúnna, það á ekki að reikna Guð út. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2007 kl. 11:01

12 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sælir drengir,

Enn og aftur vil ég byrja á að þakka ykkur fyrir svör ykkar, ég leita að uppruna mínum eins og flestir aðrir, ég er opinn fyrir öllum kenningum svo lengi sem einhver skynsemi er á bak við þær, þó hef ég rekist á fullyrðingar á borð við síðustu spurningu mína til ykkar.

Það er ekki langt síðan að þessi spurning kom upp í spjallþætti í bandaríkjunum og ein fræg sjónvarpskona var ekki tilbúin að fullyrða neitt um hvort jörðin væri flöt. 

Vona að ég hafi ekki móðgað neinn, því ég get ekki betur séð en að ég hafi gert það nýlega hjá einni trúsystur ykkar.

Enn og aftur, takk fyrir góð svör, ég mun koma reglulega á þetta blogg í framtíðinni og kannski fylgja spurningar með.

Með virðingu og vinsemd.

Grétar Ómarsson, 26.10.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband