Er trú á Guð hættuleg mannréttindum? Já segir Evrópuráðið!

Þar sem að maður hefur takmarkað pláss í sjálfum titlinum og vill láta hann hljóma áhugaverðann þá þarf ég að útskýra hvað ég á við.  Evrópuráðið nýlega gaf út ályktun varðandi allar útgáfur á trú á sköpun, hvort sem um ræðir Biblíulega sköpun eða það að álykta að Guð hefði komið nálægt sköpuninni eins og upphaf lífs eða mannkynið sjálft.  Þessi ályktun sagði meðal annars þetta:

If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe

Svo samkvæmt Evrópuráðinu þá er sú trú að Guð kom nálægt sköpun heimsins, lífsins og mannkyns hættuleg mannréttindum.

Á öðrum stað þá voru þeir búnir að skilgreina t.d. vitrænahönnun sem sömu hættu. Hafa ber í huga að það eina sem vitræn hönnun ( ID ) segir er sums staðar í náttúrunni er hægt að greina hönnun. Veigamestu rökin varða uppruna lífs, að DNA og þær prótein vélar sem lesa DNA eru best útskýrð með vitrænni hönnun.

Creationism in any of its forms, such as “intelligent design”, is not based on facts, does not use any scientific reasoning and its contents are definitely inappropriate for science classes.

Evrópuráðið lítur á þá trú að Guð kom nálægt sköpunarverkinu og alla gagnrýni á darwinisma svona:

We are witnessing a growth of modes of thought which, the better to impose religious dogma, are attacking the very core of the knowledge that we have patiently built up on nature, evolution, our origins and our place in the universe
...
The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts

Svo öll trú á Guð og að mannkynið hafi einhvern sess í alheiminum er árás á sjálf vísindin.  Gaman að vita hvað þeir sem lögðu grunninn að nútíma vísindum hefðu um þetta að segja. Kristnir menn sem trúðu á sköpun eins og Roger Bacon sem lagði grunninn að því að tilraunir væru leiðin til að öðlast þekkingu; Leonardo da Vinci  með allar sínar uppfinningar og hugmyndir; Michael Faraday sem ásamt Isaac Newton eru meðal stærstu nafna í sögu vísindanna og svo margir fleiri.  Meira að segja Darwin trúði að skaparinn hefði kannski kveikt lífið og hann trúði að það væri til Guð sem hefði skapað alheiminn. 

Ofstopinn hjá Evrópuráðinu heldur síðan áfram með þessum orðum:

Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.

Þeir eru vægast sagt að hunsa þeirra kristnu sögu og alla þá kristnu vísindamenn sem lögðu grunninn að þeirra samfélagi.  Hvernig einhver getur látið það út úr sér að ef þú trúir á Guð þá ertu að hafna vísindum er alveg með ólíkindum. Svona menn eru engann veginn hæfir til að gegna opinberum störfum, hvort sem það er að sitja í virðulegum nefndum eða týna rusl.

The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.

Ótrúlegar fullyrðingar um að meðal þeirra sem aðhyllast sköpun þá eru einhverjir öfgamenn sem vilja afnema líðræði.  Hvernig er hægt að fullyrða svona án þess að koma með sannanir fyrir því? Ég er að vísu á því að einhverjir múslimar vilja það en það verður að gera greinarmun á milli kristinna og múslima, að gera það ekki er óverjandi.

Öfgarnar sem sjást í þessari ályktun Evrópuráðsins eru alveg með ólíkindum. Hvort að kúganir og ofbeldi verði beitt í framtíðinni til að framfylgja svona skoðunum er erfitt að segja en mér finnst allt benda til þess.

Kíkið á þessar tvær mjög fínu greinar um þessa ályktun Evrópuráðsins eftir Albert Mohler og Denyse O'Leary.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

já ég segi aftur velkomin í byrjunar reit "final solution" vert er að taka fram að flestir Gyðingar hafa unnið til Nóbels og annarra verðlauna í þágu vísinda.  En, þetta kemur svo sem ekkert á óvart Mofi þú veist nákvæmlega inn í hvaða skeið við göngum.  Þakka þér fyrir þess grein.

Linda, 19.10.2007 kl. 16:32

2 identicon

Trúarbrögð eru ógn við mannréttindi, þetta er alveg ljóst, þetta sýnir sig í gegnum alla mannkynssöguna, skoðið líka islam og skoðið hvað er að gerast í USA með kristni í dag... þetta er mjög mikil ógn, sú lang stærsta sem mannkynið á við að glíma í dag.
En ég ætlast ekki til þess að þú eða aðrir kristnir sjái þetta hlutlausum augum.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Linda

DrE hvaða ógn ert þú alltaf að tala um, þú malar og malar og kemur ekki með neitt bitstætt, ein og ein samsæriskenning enn ekki mikið annað að viti.  Verði þér að því. 

Linda, 19.10.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Friðrik Páll Friðriksson

DrE þú sérð þetta ekki með hlutlausum augum, þú hefur þá afstöðu að standa gegn kristni, nokkuð erfitt að vera hlutlaus yfir höfuð. Annars hvar færðu þínar hugmyndir um mannréttindi? Þau réttindi sem eitt land ákveður eru ekki þau sömu og annað velur. Hvað með t.d. þau lönd sem hafa ekki haft neina trúarlega afstöðu s.s. Sovétríkin, Kína, Bandaríkin o.fl? (Bandaríkin hafa trúfrelsi og þar með afstöðulaus hvað varðar trúarbrögð, nema þú sért kommúnisti.... hehe) Þessi lönd hafa ekki beint verið fyrirmyndar lönd þegar kemur að þessum svokölluðu "mannréttindum"! Hvað varð um "survival of the fittest"? 

Friðrik Páll Friðriksson, 19.10.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Mofi

Ég er sammála DoctorE að því leiti að ég tel að þegar kristni sameinast veraldlegu afli sem vill þvinga aðra þá er mikil hætta á ferðum. Það aftur á móti er ekki kristni að kenna og þeim sem vilja fylgja Biblíunni.  Þegar Hitler óð yfir allt og alla og hver sá sem mótmælti var í mikilli hættur þá voru það örfáir kristnir sem stóðu á móti því og sögðu að þessi haturs boðskapur væri í engu samræmi við boðskap Krists.

Mannkynssagan hefur sýnt okkur svo ekki verður um villst afleiðingar guðleysis stjórnvalda. Stjórnir Stalíns, Hitlers og Maó báru ábyrgð á fleiri morðum en öll stríð heimsins samanlagt.  Ef það er eitthvað sem er hættulegt þá eru það stjórnvöld sem aðhyllast guðleysi.

Mofi, 20.10.2007 kl. 09:46

6 identicon

Já Friðrik, ég er alveg sammála þér, afstöðulaus ríki eins og Frakkland og hin gömlu trúlausu Bandaríkin, ferð varla að halda því fram að ríki sem prentar á hvern eina helvítis seðila „in god we trust“ sé afstöðulaust í trúmálum, eina sem kemur í veg fyrir að bandaríkin taki upp kristna trú í stjórnlagarétt sinn er að stjórnarskrárgjafarnir njóta en nægjanlegrar virðingar og ekki má breyta upprunalegu stjórnarskránni.

 Frakkland er líka eitt afstöðulausasta land sem til er varðandi trúarbrögð, til dæmis eru þeir með einn frábæran vinkil, prestar og aðrir starfsmenn trúfélaga geta ekki gefið fólk saman að lögum, fyrst ferð þú til dómara og giftir þig, svo máttu fara til prests og díla við þinn guð eða guði um blessun. Ég vil fá þetta hingað.

En flestöll „svokölluð mannréttindi“ eru uppruninn í ríkjum sem ekki hafa byggt á kristnidómi nema með óbeinum hætti sökum evrópskrar menningar.

En Friðrik minn, ættir að sjá það að þessi rök þín eru alveg fokin út í veður og vind. vissulega er kristin siðfræði innprentuð í okkar samfélag, en að halda því fram að „afstöðulaus“ ríki séu ömurleg og traðki á mannréttindum er bara eitt það heimskasta sem ég hef heyrt. Frakkland og Bandaríkin hafa fært okkur nær öll þau mannréttindi sem vesturlandabúum finnst sjálfsagt að búa við, og voru flest gert með þá hugsjón að aðskilja bæri hið veraldlega og hið andlega.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Friðrik Páll Friðriksson

Gunnar, Bandaríkin taka ekki afstöðu gagnvart trúmálum samkvæmt stjórnarskrá, en þó að meira en helmingur Bandaríkjamanna sé "kristin" er ekki hægt að segja að stefna landsins einkennist af kristnum gildum, eins og er í dag. Já, þeir segja „In God we trust,“ en sömuleiðis gerðu hersveitir Hitlers, en á ýmsum klæðnaði s.s. beltum hnífum of fatnaði má lesa „Gott mit uns“ eða Guð með okkur. Voru þeir að endurspegla kristin gildi? Nei, alls ekki! Bandaríkin hafa ákveðna kápu sem fólk dæmir hana af, en þegar þú lest bókina endurspeglar innihaldið ekki það sem stendur utan á kápunni (ef þú lest t.d. spádóma Biblíunnar í Opinberun Jóhannesar er tiltekið lamb sem talar eins og dreki og það eru Bandaríkin, þ.e. lamb sem talar eins og dreki m.ö.o. úlfur í sauðagæru).

 Hvað varðar mannréttindi þá viðurkennir þú í raun að þau séu afstæð og er því fjarstæðukennt að kalla þau réttindi (það er ekkert í þróun sem heitir sjálfsagt þegar kemur að huglægum viðmiðum). Svo eru þessi ríki sem „halda uppi“ þessum svokölluðu „mannréttindum“ að traðka á þeim hægri-vinstri með lélegu stjórnarhaldi, illri meðferð fanga, ýmsum hernaði og að halda þeim ekki uppi þar sem þeirra er mest þörf (sjá heimsmálin)!

Málið er að ég trúi á sjálfsögð mannréttindi samkvæmt Biblíulegum skilningi (kristinni trú) og það eru þau gildi sem mörg lönd hafa byggt á svo öldum skiptir (en ég segi ekki að fullu), sem þú viðurkennir fúslega. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var byggð á þeim gildum sem menn héldu á þeim tíma þ.e. kristnum gildum um réttindi manneskjunnar. Spurning mín er frekar afhverju ertu að taka þessi gildi að þér þegar þau eru klárlega kristin?

Málið er að þegar þú tekur hið veraldlega frá hinu andlega, þá færðu andlega snautt samfélag! Segir sér í raun sjálft. Það er nú þegar orðið svo að fólk finnst það vera stefnulaust, vanti uppfyllingu í lífið, ákveðið tilgangsleysi. Það er stór ástæða fyrir því að mikið af fólki kemur til Krists á þessari öld, þessi tómleiki sem felst í kapítalisma er ekki að fullnægja huglægu/andlegu þörfum manneskjunnar. Þú getur átt allt gull jarðar en samt fundið fyrir tómleika! Málið er að gildi kristninnar eru að deyja í þessu andlega snauða samfélagi: gildi fjölskyldunnar [dauð], heillindi [dauð], mannréttindi [dauð], siðferði [dautt]! Allt hefur orðið afstætt og fólk er hrætt við að viðurkenna það, en sjálfur Charles Darwin hræddist þessi örlög sinnar eigin kenningar. Við erum að horfa á nýjan heim, „Brave new world“! Það hræðir mig einnig!

Friðrik Páll Friðriksson, 20.10.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Þetta gefur góða mynd af því hvernig heim, vísindamenn standa frammi fyrir. það er mjög athyglisverð umræða í gangi í Bandarísku háskólasamfélagi um það hvernig er búið að loka algjörlega á þær hugmyndir sem standast ekki þau gildi sem nú eru viðmið. Ástæðan fyrir þessu er að nær öll nútíma vísindi eru fjármögnuð af einkafyrirtækjum í kjölfar kapítalismans og þar af leiðandi er gífurlegt peningamagn sem stendur og fellur með gildandi viðmiðum. Það má skoða ýmislegt í tenglsum við þetta eins og rannsóknir á skaðsemi tóbaks til að byrja með og þaðan út í lyfjabransan sem er líklega spilltasti geirin tengdur vísindum.

Þeir vísindamenn sem hafa komið fram með rannsóknir og rök til stuðnings því sem tæklar núverandi viðmið eru oftar en ekki hunsaðir af vísindaakademíunni og fá ekki svokölluð Peer Reviews sem er það sem nútíma víndaheimurinn keyrir á til viðurkenningar.

Kemur mér ekkert rosalega á óvart þessar yfirlýsingar ef þú skoðar hvaðan Evrópuráðið er komið.

RSPCT

ég er ekki að segja að þú getir ekki fundið upp neitt nýtt, það virðist bara vera orðið mjög erfitt að storka gildandi viðmiðum, því þeim er tekið sem óbreytanlegum sannleika, se fagna krafti vísindanna til að breyta heiminum.

Vísindi eru góð, ég elska þau, talvan mín er að aðstoða mig við þessi skrif. ching

Tryggvi Hjaltason, 21.10.2007 kl. 20:48

9 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Dr. E
gróðrahyggja keyrði áfram þrælahald, mannréttindabrot og annað í nýlendum á meðan það voru Kristinir trúboðar sem hrintu af stað þeirri hreyfingu sem afnam þetta um allan heim. (abolitonism, út frá afnumi Breska heimsveldisins, sem keyrði svo áfram afnám þrælahalds í megninu af nýlendum Evrópuríkja)

Í nær öllum stríðum þar se trúarbrögð hafa verið notuð sem yfirbragð til að réttlæta átökin, þá hafa peningar og völd nær alltaf verið undirliggjandi ásæðan. Ég myndi mikið frekar segja að peningar væru mesta eyðileggjingarafl heimsins.
Af sömu ástæðum og það væri kjánlegt að ætla að afneita peningum vegna græðgi hjá nokkrum, er kjánalegt að afneita trú vegna græðgi hjá nokkrum.

Tryggvi Hjaltason, 21.10.2007 kl. 20:55

10 Smámynd: Mofi

Hafþór: Það er full ástæða til að hafa varann á.  Bókstafstrúarfólki er ekki treystandi að mínu mati.  Allavega ekki á meðan þeir rembast við að láta kenna sköpunarsögu biblíunnar sem vísindi.

Vandamálið sem við glímum við, sem bara fólk á þessari jörð. Er að við vitum ekki hvað gerðist í fortíðinni. Við vitum ekki uppruna lífs og hvernig við mannfólkið urðum til. Það eru aðeins til tilgátur um það og það er eðlileg vísindi eða þekkingarleit að kenna nemendum eina svona skoðum sem sannleika.  Ég vil fyrir mitt leiti að nemendur fái að læra um þetta viðfangsefni á þann hátt að þeir læri styrkleika darwinisma og veikleika. Að þeir fái líka að heyra aðrar skoðanir og hvaða rök aðrir hafa og velji síðan sjálfir hvað þeir telja trúlegast.  Það sem er í gangi núna er heilaþvottur og það ekki gott að byggja menntun framtíðar vísindamanna á heilaþvotti.

Tryggvi, takk fyrir gott innlegg; hjartanlega sammála þér. Biblían segir að ástin á peningum sé rót illskunnar. Menn ættu að hafa það í huga þegar kemur að illsku fortíðarinnar, hvort það var virkilega kristin trú sem olli illskunni eða græðgi spilltra manna.  Það væri þörf grein að taka saman sögu þrælahalds og hverjir það voru sem börðust harðast fyrir afnumum þess.

RSPCT 

Mofi, 22.10.2007 kl. 01:27

11 Smámynd: Mofi

Hafþór, eini munurinn á sögu darwinista og þeirra sem trúa Biblíunni er aldurinn. Þegar kemur að því hvað gerðist í fortíðinni á þá aldur sögunnar að segja til um hvort hún sé vísindaleg eða ekki? 

Ég bendi einfaldlega á það að staðreyndirnar benda til hönnunar en af einhverjum ástæðum þá er sú ályktun út frá staðreyndunum útilokuð af mörgum; veist þú afhverju?

Mofi, 23.10.2007 kl. 12:48

12 Smámynd: Vantrú

"Þegar Hitler óð yfir allt og alla og hver sá sem mótmælti var í mikilli hættur þá voru það örfáir kristnir sem stóðu á móti því og sögðu að þessi haturs boðskapur væri í engu samræmi við boðskap Krists."

Það voru samt miklu fleiri kristnir sem stóðu með Hitler heldur en á móti.  Þýska þjóðin studdi Hitler og þýska þjóðin var kristin.

Ekki einu sinni reyna að tengja þýskaland Nasismans við trúleysi. 

Vantrú, 23.10.2007 kl. 15:24

13 Smámynd: Mofi

Darwinisminn var búinn að heltaka þjóðina og það var lítið sem ekkert eftir af kristni þarna. Ég tengi ekki Nasismann við trúleysi, ég tengi hann við mestu trú allra tíma, darwinisma.

Mofi, 23.10.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband