16.10.2007 | 15:01
Guðfinna, er það fólk sem trúir á Guð og að Hann hafi komið að sköpunarverkinu vandamál sem þarf að glíma við?
Þegar Guðfinna Bjarnadóttir var beðin um að útskýra afstöðu sína varðandi ályktun Evrópuráðsins þá sagði hún nokkuð sem mér fannst mjög merkilegt. Hún sagði að sköpunarhyggja væri vandamál sem þyrfti að taka á ef það væri yfirhöfuð til staðar. Spurning hvort að Guðfinna gerir sér grein fyrir því að sköpunarhyggja eins og Evrópuráðið skilgreininr hana er trú á Guð og að Guð hafi eitthvað komi nálægt sköpunarverkinu. Þannig að samkvæmt Guðfinnu þá eru þeir sem trúa á Guð og trúa að Guð hafi skapað lífið og að Guð hafi gefið mannkyninu þann hæfileika að geta dregið ályktanir, fundið til kærleika og verið meðvitundina sjálfa, eru vandamál sem þyrfti að taka á. Ef þannig fólk er yfirhöfuð til í einhverjum mæli.
Mikið vona ég að fyrrverandi skólastjóri minn finni Guð og hætti að finnst fólk sem trúir á Guð vera vandamál sem þjóðfélagið þurfi að leysa.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú ert með tvö viðhorf í samfélaginu og eitt af þeim á að vera flokkað sem vísindi ( sannleikur ) og annað sem trú ( ekki vísindi og sannleikur heldur þá lygi ) þá er það ansi gróft. Kannski rétt hjá þér en slæmt engu að síður. Ímyndaðu þér hvað þér finndist um það ef að meiri hlutinn í Háskólanum tryði að Guð hefði skapað náttúruna og kenndi það sem óvéfenglegann sannleika. Þín trú síðan að náttúrulegir ferlar hefðu gert þetta væri jaðarskoðun og það mætti kenna hana í goðafræðum eða einhverju álíka. Ef þú vildir að þín skoðun að náttúrulegir ferlar hefðu gert þetta væri kennd sem vísindi þá værir þú vandamál sem þjóðfélagið þyrfti að leysa...
Afhverju eiginlega eru nemendur ekki bara fræddir um þau ólíku viðhorf sem fólk hefur, styrkleika og veikleika þróunar og sköpunar og síðan halda þessir nemendur áfram sannleiksleit vísindanna?
Mofi, 18.10.2007 kl. 12:11
Þetta mál í heild sinni er náttúrulega bara klikkað! Trú og vísindi eru ekki einhverjir tveir pólar sem eru að berjast um yfirráð. Eins og mofi hefur bent á þá hafa margir af þekktustu vísindamönnum heims trúað á Guð og mikið af læknum, mannfræðingum og fornleifafræðingum eru kristnir, en þetta er bara eitthvað fer framhjá „vísindalega sinnuðu fólki.“
Ég sagði þetta einhverntímann áður og það var að vísindin telja sig ekki búa yfir endanlegum sannleik, þau hafa ekki lausn við lífsgátunni eða dauðanum, hafa ekki svör við lögmálum heimsins, heldur sækjast þau eftir litlum sannleikskornum í allsherjar tilgangsleysi (kannski eins og að telja sandkorn á stórri strönd meðan vindhraðinn er 40 m/s).
Svo að ég vitni nú í hálf úrelta náttúrufræðibók (Jarðargæði, 2003) sem ég er núna að læra úr: „Sagt hefur verið að vísindin séu eina tækið sem við höfum til að öðlast staðgóða þekkingu á okkur sjálfum og umhverfi okkar. Ef vísindunum verður á í einhverju, þá leiðréttir það enginn nema vísindin sjálf. Þá hefur því verið haldið fram að vísindi geta aldrei vitað með fullri vissu hvort og hvenær þau séu komin á leiðarenda og hafi þar með höndlað hinn „endanlega“ sannleik. Í ljósi þessa er vísindaleg „sönnun“ í ströngum skilningi ekki til. Vísindin fjalla aðeins um það sem best er vitað á einhverjum tíma og því er ávallt viðsjárvert að nota orð eins og „satt“ og „rétt“ um kenningar vísindanna nema þá í merkingunni „það sem best er vitað.“
Smá quote eftir Robert Jastrow: "Theologians generally are delighted with the proof that the universe had a beginning, but astronomers are curiously upset. It turns out that the scientist behaves the way the rest of us do when our beliefs are in conflict with the evidence."
Jastrow went on to say, "For the scientist who has lived by his faith in the power of reason, the story ends like a bad dream. He has scaled the mountains of ignorance; he is about to conquer the highest peak; as he pulls himself over the final rock, he is greeted by a band of theologians who have been sitting there for centuries." (Robert Jastrow, God and the Astronomers, 1978, p. 16.)
Dr. Robert Jastrow is an American Astronomer, physicist and cosmologist.
Friðrik Páll Friðriksson, 18.10.2007 kl. 18:03
Mig langar að spyrja er Guðfræði vísindi? Nei, Guðfræði er ekki vísindi, en hinsvegar eru það vísindi að skilja sköpunina að skilja umhverfið í kringum mann og þar kemur þetta saman. Isaac Newton var til dæmis einn þeirra sem stundaði vísindi í þeim tilgangi sem ég nefni.
Þetta að reyna skilja vísindi frá trú er fáránleg hugmynd, því að í raun skilur vísindi sig í tvo hópa, þeir sem trúa á Guð eða annað æðra vald og þeir sem trúa ekki á Guð eða æðra vald og fylgja þróun.
Málið er að kristin trú þræðir sig ekki bara inn í Guðfræði, heldur einnig sögu, tungumál, heimspeki, vísindi, samfélagið og svo má lengi telja, þetta er lífstíll sem tekur á heimsmynd ekki bútum af sálu manna (en í raun viðurkenna vísindi ekki sálina). Það er þess vegna sem ekki er hægt að setja trúnna í eitt horn og vísindi í annað.
Friðrik Páll Friðriksson, 19.10.2007 kl. 01:06
Nei, ekki beint (eins og kannski má lesa úr orðum mínum í fyrri athugasemdum). Einnig finnst mér að þróunarkenningin eigi ekki að vera kennd sem vísindakenning því að hún eins og sköpunarsagan fer inná svo margt. Til dæmis þá gleymist í skólanum sem og í umræðum að ræða heimspekilega og sálfræðilega þáttinn sem óneitanlega fylgir báðum kenningunum! Því þykir mér eins og verið sé að kenna báðar kenningarnar undir „fölsku flaggi“ og hafa vísindin tekið að sér þróunarkenninguna án þess að gera beint grein fyrir henni í heild sinni.
Málið er að við erum ekki bara að tala um einhverjar kenningar, heldur lífið sjálft! Hvert er upphaf jarðar/veraldar, hver er tilgangur jarðarinnar, hvernig kviknaði líf úr engu, hver er tilgangur lífsins, skiptir eitthvað máli yfir höfuð og hvort við séum í raun bundin einhverjum siðferðislögmálum. Þetta eru grundvallar spurningar sem þarf að svara sem hafa að gera með tilveru okkar, mína og þína tilveru!
Friðrik Páll Friðriksson, 19.10.2007 kl. 04:35
Þannig að þú ert sammála því að það má kenna um veikleika darwinisma, frábært. Þannig að það má benda á að steingervingarnir sýna ekki hvernig dýr smá saman breyttust í öll þau dýr sem eru til í dag? Að þegar dýrin birtast fyrst þá birtast þau fullmótuð án nokkurar þróunarsögu, algjörlega í andstöðu við það sem darwinistar bjuggust við? Má kenna að það er varla til eitt dæmi um stökkbreytingu sem býr til nýjar upplýsingar eða að það eru ekki einu sinni til skáldsögur hvernig flest flókin kerfi og tæki í náttúrunni urðu til? Mér líst vel á þig. Gott að við getum loksins verið sammála.
Myndir þú telja vera rangt að kenna nemendum að það er hópur sem trúir að upplýsingar og flókin tæki eru best útskýrð með því að vitsmunir komu að hönnun þessara hluta? Ástæðan er að öll okkar reynsla segir okkur að flókin tæki þurfa hönnuð og að við höfum ekki séð neinar alvöru sannanir fyrir sköpunarmætti náttúrulegra ferla?
Mofi, 19.10.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.