Svana söngurinn, læknirinn sem styður kúgun þeirra sem hann er ósammála

Fyrst að málefnaleg umræða er ekki eitthvað sem læknirinn Svanur er hlynntur þá bíð ég þeim sem vilja að halda áfram þeim umræðum sem fóru fram á síðunni hans.  Hérna er blogg færslan hans þar sem hlakkar í honum yfir því að Evrópuráðið vill aðeins kenna eina trúarskoðum um uppruna lífs og mannkyns og banna allar aðrar skoðanir á málinu.  Vægast sagt brenglun á vísindum að þagga niður í fólki og þegar mönnum finnst það vera að ráðast á vísindin með því að spyrja einfaldra spurninga þá er eitthvað mikið að.  Menn eru þá ekki lengur að stunda vísindi heldur heilaþvott til að vernda sína trúar sannfæringu.  Eina vísindalega og nútímalega afstaðan í þessu máli er að fræða fólk um mismunandi hugmyndir sem vísindamenn hafa, það sem styður og það sem styður ekki og leyfa síðan rökræðum, rannsóknum og hinu vísindalega ferli að halda áfram með næstu kynslóðum.

Hérna fyrir neðan eru nokkur af þeim kommentum sem mér finnst hafa verið ósvarað og sú umræða mætti halda áfram.  Þau komment sem eru ekki merkt eiganda eru mínar athugasemdir.

 

Jón Jónsson: Trú er oft fyrsta stig ofbeldis.  Trúarofstæki er stórhættulegt.  Fyrst trúa menn sköpunarsögunni, sem sannindum, og beita svo aðrar ofbeldi til að trúa því sama.  En hættan sem stafar af trúnni hverfur ekki við að banna ofstækið.  Þar verður að treysta á almennt góða menntun og víðsýni fólksins.

Skiptir þá máli hvort að einhver trúir að aðrir verða að trúa því sama og hann eða að trúir því að aðrir meigi trúa því sem þeir vilja?  Þeir sem síðan eru núna að kenna sína trú sem óvéfenglegann sannleika eru darwinistar. Sumt barnalegt fólk eins og Hillary Clinton heldur síðan að það er hægt að samræma þetta tvennt eins og ég benti á fyrir nokkru, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/331957/

Hvernig síðan ákveða menn hvaða skoðun í þjóðfélaginu er ofstæki sem ber að ráðast gegn með ofbeldi?

DoctorE: Ég vil ekki banna þetta og geri mér fulla grein fyrir því að það myndi bara gera illt verra en ég gef mér vonir um að lækning finnst, svona þegar einhverjir fá kjark til þess að segja þetta geðsjúkdóm/félagslegur vandi, sem þetta vissulega er í mjög mörgum tilfellum.

Eina sem ég er sammála þér hérna er að þessi ályktun Evrópuráðsins mun aðeins styrkja sköpunarsinna og þess vegna tek ég undir með Svani að mörgu leiti er þetta gott mál. Sýnir að þróunartrúin er að átta sig á því að fólk sem sér rökin á móti trúnni er að hafna henni og þá grípa safnaðarmeðlimir til örþrifa ráða. Bara gaman að horfa upp á dánarkippina í þessari trú dauðans.

Fríða: Heilaþvottur er stjórn tæki, þetta vita kirkjunnar menn. Í grunnskólum landsins er kristinfræði kennd að fermingu, það er heimspekikennslan sem börnum þessa lands er boðið uppá. Við veljum að viðhalda heimskunni í stað þess að örva frjóa hugsun barnanna, af þessu hef ég áhyggjur.

Hvernig getur það verið að frjóa hugsun með því að banna skoðanir fólks?   Afhverju dettur þér ekki í hug að það er kannski búið að heilaþvo okkar kynslóð?  Hve margar myndir hefur þú séð þar sem þróun er sett fram sem staðreynd og hve margar myndir hefurðu séð sem gagnrýna þróun?

Jón Jónsson: Trúin er auðvitað slæmt ástand, sama hvort hún er rakin til meðfædds skapgerðargalla eða síðari bilunar.  Menntaðir menn geta bilast engu síður en aðrir.

Þú virðist sem sagt trúa því að náttúrulegir ferlar geti búið til forritunarmál, upplýsingakerfi, miljarða virði af upplýsingum og flóknar vélar.  Hvað er það við þessa trú sem gerir hana að góðu ástandi en ekki slæmt ástand?

Evolution is not simply a matter of the evolution of humans and of populations. Denying it could have serious consequences for the development of our societies. Advances in medical research with the aim of effectively combating infectious diseases such as AIDS are impossible if every principle of evolution is denied. One cannot be fully aware of the risks involved in the significant decline in biodiversity and climate change if the mechanisms of evolution are not understood.

Hvað með þær villigötur sem þróunartrúin hefur leitt vísindin á?  Þeirra hugmyndir um að mannslíkaminn innihéldi 180 óþarfa líffæri?  Hvað með að DNA kóðinn væri mest megnis rusl sem hefur hægt á rannsóknum á líklegast mikilvægasta hluta DNA sem hefði getað skilað miklum framförum í okkar þekkingu á DNA kóðanum?  Trúin að tilviljanir geti búið til tölvur og að einfrömungar urðu að einstaklingum hefur ekkert með að finna lækningu við AIDS. Þessi trú mun aðeins hægja á því að finna lækningu af því að rangar forsendur leiða til rangrar niðurstöðu og leiða vísindamenn niður enn meiri ógöngur.

DoctorE: Veistu Mofi að það er frekar furðuleg rökhyggja að afneita hlut eins og þróunarkenningu sem hefur fullt af rannsóknum á bakvið sig sem styðja hana trekk í trekk

Þú skilur rökin varðandi að ef þú fyndir úr þá myndir þú álykta að einhver hefði hannað úrið ekki satt?  Ef þú skilur þau rök, skilur þú þá ekki mína afstöðu að ég sé þörf á að DNA sem er fullkomnasta upplýsingakerfi sem við vitum um, að það þurfi hönnuð? 

DoctorE: Það þarf engan Brainiac til þess að sjá ruglið í þessu dæmi, ekki veit ég hvernig þér gengur að forrita með þessari "lógík"

Ég sé aðeins að ég þarf að nota alla mína hæfileika, gáfur og þekkingu til að geta búið til forritunarkóða. Sé enga leið til að búa til forrit án þess að nota gáfur og þekkingu. Þeir sem aðhyllast þróun svo sem bjóða ekki upp á neina útskýringar hvernig forritunarkóði og forritunarmálið sjálft gat orðið til með aðeins náttúrulegum ferlum.

Þú þarft ekkert að vera sammála mér en það væri góð byrjun á að skilja hvorn annan ef þú skildir afhverju ég sé þörfina á hönnuði.  Ástæðan fyrir síðan að Guð vildi leyfa illskunni að vera til er vegna þess að hún verður að sýna sitt rétta eðli áður en Guð eyðir henni því að annars lýtur út fyrir að Guð sé vondur fyrir að eyða illskunni.   Það er alveg rétt að okkar frelsi hefur takmörk en finnst þér þú ekki vera frjáls í okkar þjóðfélagi þótt þú meigir ekki stela, ljúga eða myrða?

Þetta er síðan ekki spurning um að "við" skiljum eitthvað ekki til fullnustu heldur að þeir sem halda að náttúrulegir ferlar hafi búið þessa hluti til hafa ekki grænan grun um hvernig þeir gætu hafa gert það. Þeir sem aftur á móti halda að hönnuður hafi búið þessa hluti til þá gerði hann þetta á svipaðann hátt og við bjuggum til upplýsingakerfi eins og harðadiska í tölvum og hvernig við hönnuðum forritunarmál eins og C++ og Basic og þess háttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mjög góð grein hjá þér Mofi

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Guðrún

Mofi, 12.10.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband