10.10.2007 | 23:41
Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?
Öll trúarbrögð hafa ákveðna kenningu um hvað gerist þegar maður deyr. Hvort sem það eru gyðingar, hindúar, búddistar, kristnir eða guðleysingjar. Á meðal kristinna eru mismunandi skoðanir og mörgum finnst það skrítið það sem þeir vita ekki betur en allir kristnir hafi sömu Biblíuna. Það er alveg rétt að kristnir hafa sömu Biblíuna en vegna heiðinna áhrifa þá hafa villu kenningar komist inn í marga kristna söfnuði. Ég ætla að gera mitt besta að sýna hvað Biblían segir að gerist þegar maður deyr og hvað helvíti er samkvæmt Biblíunni.
Sálin
Þegar Guð skapar manninn þá er því lýst svona:
1 Mósebók 2:7Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.
Þannig að sálin er líkami plús lífsandi. Þannig að ef þessi sameining anda og líkama rofnar þá hættir sálin að vera til.
Margir telja að sálin sé eilíf, að hún sé til utan líkamans er það er ekki svo samkvæmt Biblíunni því aðeins Guð er ódauðlegur.
Tímótesarbréf 6:15 konungur konunganna og Drottinn drottnanna. 16 Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.
Hvað gerist þegar maður deyr?
Lang flestir hafa heyrt orðið "ashes to ashes, dust to dust" en þau eru notuð í Biblíunni til að lýsa því sem gerist þegar einstaklingur deyr. Hérna eru nokkur þannig vers:
1. Mósebók 3:19 Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!
Sálmarni 119:14 Því að hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold. 15 Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, 16 þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar.
Jobsbók 34:14 Ef hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, ef hann drægi til sín anda sinn og andardrátt, 15 þá mundi allt hold gefa upp andann og maðurinn aftur verða að dufti.
Ástand hinna dauðu
Job spurði þessara spurningar: Jobsbók 14:10 En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann _ hvar er hún þá? Við sjáum einstakling og vitum að hann er þarna en við dauðan þá skeður eitthvað undarlegt, einstaklingurinn er ekki lengur þarna. Aðeins tóm skel sem síðan verður að mold. Svo flestir sem sjá þetta vilja vita hvað varð um einstaklingin sem áður bjó í viðkomandi líkama.
Aftur og aftur þá lýsir Biblían ástandi hinna dauðu við svefn. Hérna eru nokkur vers sem gera akkurat það.
Sálmarnir 76:6 Hinir harðsvíruðu urðu öðrum að herfangi, þeir sofnuðu svefni sínum, og hendurnar brugðust öllum hetjunum.
Póstulasagan 7:59 Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: "Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn." 60 Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: "Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar." Þegar hann hafði þetta mælt, sofnaði hann. 8:1 Sál lét sér vel líka líflát hans
Jeremía 51:57 Ég gjöri drukkna höfðingja hennar og vitringa, jarla hennar og landstjóra og kappa hennar. Þeir skulu sofna eilífum svefni og eigi vakna framar _ segir konungurinn. Drottinn allsherjar er nafn hans.
1. Þessalónikubréf 4:13 Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. 14 Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.
Jóhannes 11:11 Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: "Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann." 12 Þá sögðu lærisveinar hans: "Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum." 13 En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn.
14 Þá sagði Jesús þeim berum orðum: "Lasarus er dáinn
Salómon lýsir þessu svona:
Predikarinn 9:5 Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. 6 Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.
Hvað með þá trú að þegar þú deyrð þá ferðu beint til himna?
Flestir hafa séð auglýsinguna þar sem ungmenni deyja í bílslysi og síðan fara "sálir" þeirra til himna nema þess sem var svo óheppinn að nota bílbelti.
Póstulasagan 2:29 Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags.
...
34 Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar
Helvíti í Gamla Testamentinu
Í öllum þeim skiptum sem orðið helvíti kemur fyrir í Gamla Testamentinu þá er verið að þýða orðið "sheol" sem þýðir gröfin. Eina ástæðan fyrir því að sumstaðar hafa þýðendurnir valið orðið "helvíti" til að þýða sheol er vegna þess að um vondann einstakling er að ræða. Síðan þegar góður einstaklingur fer einnig til "sheol" þá er það þýtt sem gröfin svo að góðir einstaklingar fara ekki til helvítis. Málið er samt einfalt, orðið "sheol" þýðir gröfin og góðir og vondir fara þangað. Svo í öllu Gamla Testamentinu þá ætti orðið helvíti í rauninni aldrei að koma fyrir.
Helvíti í Nýja Testamentinu
Í Nýja Testamentinu þá er staðan aðeins flóknari vegna þess að það er skrifað á grísku og þess vegna geta menn villst í að taka trúarlegar hugmyndir grikkja inn í þýðingu orðanna. Þau grísku orð sem notuð eru til að lýsa þeim stað sem vondir fara eru eftirfarandi: Gehenna, Hades, Tartarus. Við höfum samt enga ástæðu til að halda að hvað helvíti er í Gamla Testamentinu breytist þegar við komum í hið nýja.
Rómverjabréfið 2:4 Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðarlyndis og langlyndis? Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar? 5 Með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiðidegi, er réttlátur dómur Guðs verður opinber.
Biblían talar um dag reiðinnar, þegar þeir sem glatast munu verða fyrir reiði Guðs þannig að þegar einhver deyr þá fer hann ekki til einhvers staðs sem kallaður er helvíti. Enn frekar í Matteusar guðspjalli þá talar Kristur um að þetta gerist við enda veraldar.
Matteus 13:40 Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar.
41 Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, 42 og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Helvíti er eyðing hinna óréttlátu
Örlög þeirra sem glatast er að þeir hætta að vera til. Það er ekki eilífar kvalir heldur eilífur dauði.
Malakí 4:1 Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.
Sálmarnir 92:7 Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu
Jesaja 13:9 Sjá, dagur Drottins kemur, grimmilegur, með heift og brennandi reiði, til að gjöra jörðina að auðn og afmá syndarana af henni.
Hvað á þá Biblían við með þessum versum?
Það eru vers í Biblíunni sem margir telja að segi að Biblían kenni þjáningar að eilífu handa þeim sem glatast en ég tel augljóst að ef nánar er skoðað þá er það rangt. Skoðum nokkur af þeim versum sem notuð eru til að styðja eilífar þjáningar hinna vondu.
Matteusarguðspjall 25:41 Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.
Sumir telja að fyrst að eldurinn sem talað er um hérna er eilífur eldur þá hljóta þeir sem lenda í honum að kveljast að eilífu en svo er ekki. Ef við skoðum hvernig Biblían talar á öðrum stað um eilífann eld þá skýrist málið.
Júdasarbréf 7 Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.
Sódóma og Gómorra voru eyðilagðar með eilífum eld en þær eru ekki að brenna enn þann dag í dag. Taka einnig eftir því að þær voru settar fram sem dæmi um hvað mun gerast á dómsdegi og þessum borgum var tortýmt.
Dæmisagan um Lasarus er oft notuð til að styðja kenninguna um eilífar þjáningar, hérna er hún: Lúkasarguðspjall 16:19 Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. 20 En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. 21 Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. 22 En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn. 23 Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24 Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.` 25 Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.
Þegar kemur að dæmisögum þá eru þær sagðar til að kenna ákveðinn sannleika. Oftar en ekki eru þær fullar af myndlíkingum og táknmyndum til að útskýra eitthvað og mjög oft þá eru þær ekki að fjalla um alvöru fólk þótt það komi fyrir. Svo spurningin vaknar, á maður að taka þessa dæmisögu bókstaflega. Er það virkilega þannig að þegar vondur einstaklingur deyr að þá fer hann til heljar og síðan getur fólk sem er á himni talað við þá? Biblían segir að það er ekki hægt að tala við þá sem deyja svo eitthvað er hérna strax ekki í lagi við að taka þetta bókstaflega. Síðan fer gamli maðurinn í faðm Abrahams. Hvergi í allri Biblíunni er talað um að þeir sem deyja fari í faðm Abrahams svo mér finnst þegar hér er komið það augljóst að það er ekki hægt að taka þessa dæmisögu bókstaflega. Ekki að mínu mati hægt að réttlæta það að trúa því að þessi saga lýsi raunverulegum atburðum.
Opinberunarbókin 14:11 Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.
Hérna er gripið inn í spádóm sem fjallar um eitthvað sem mun gerast á þessari jörð en ekki um loka afdrif þeirra sem glatast. Taka síðan eftir því að hérna er aðeins verið að fjalla um þá sem taka við merki dýrsins en ekki alla vonda.
Matteusarguðspjall 25:45 Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.` 46 Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."
Ef refsingin er dauði eða tortýming eins og áður hefur komið fram þá er engin spurning um að sú refsing varir að eilífu en það þýðir ekki að einhverjar þjáningar vara að eilífu.
Það sem mun gerast
Eftir dómsdag þá verður enginn dauði til og engar þjáningar. Allt hið hræðilega sem var til á þessari jörð verður farið og Guð mun skapa allann heiminn upp á nýtt. Ef fólk væri enn að þjást að eilífu þá myndi aldrei sá tíma koma þar sem kvöl er ekki lengur til en Guð lofar því að sá tími mun koma þegar engin kvöl eða harmur mun vera til.
Opinberunarbókin 21:4 Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið." 5 Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."
Síður sem fjalla um þetta efni:
http://ecclesia.org/truth/hell.html - Fjallar um hvernig orðið "helvíti" birtist í mismunandi þýðingum og upprunalega textanum.
http://www.helltruth.com/QA/tabid/225/Default.aspx - Spurningar og svör varðandi þetta efni.
http://www.helltruth.com/Resources/FreeVideoLibrary/tabid/243/Default.aspx - Tvö video þar sem frábær ræðumaður sem útskýrir þetta efni mjög vel.
Vonandi útskýrir þetta fyrir einhverjum hvað Biblían segir um helvíti og sýnir að Guð er kærleiksríkur, jafnvel þegar kemur að þeim sem hafna Honum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lastu greinina? Afhverju heldur þú að þú veist þetta? Sagði einhver þér þetta eða er þetta bara það sem þú heldur eftir...einhverjar rannsóknir á efninu?
Mofi, 11.10.2007 kl. 08:21
Ööö .... sammála ! Og ekkert múður núna! tíhí!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 13:33
Gaman að heyra Guðsteinn :)
Mofi, 11.10.2007 kl. 14:14
Elmar, Biblían segir að þegar við deyjum þá hættum við að vera til... ertu ósammála því? Lastu yfirhöfuð greinina?
Mofi, 11.10.2007 kl. 16:45
Já, einmitt Elmar. Eilíft líf en það er einmitt andstæðan við dauða. Upprisan er það sem kristinn einstaklingur vonar að muni gerast en þangað til þá þegar einhver deyr þá hættir hann að vera til.
Mofi, 11.10.2007 kl. 20:25
Elmar, alveg sammála þér að það skiptir engu máli hvort hann er kristinn eða ekki, alveg jafn dauður fyrir því.
Mofi, 12.10.2007 kl. 00:45
Fín grein hjá þér Mofi! Heilagur sannleikur, þó svo að á pörtum megi styrkja stoðirnar með fleiri dæmum og útskýringum, en það er jú kannski best gert í samræðum og lesningu Biblíunnar.
Elmar, mig langar að beina nokkrum spurningum til þín. Hver er tilgangur þessa svokallað lífs? Hvaðan kemur það? Hvert fer það? Hvaða máli skiptir þetta sem er inná milli þess sem við köllum kviknun lífs og dauða? Ef það er ekkert meira eftir á, hvaða máli skiptir þá allt saman?
Friðrik Páll Friðriksson, 12.10.2007 kl. 01:23
Já Friðrik, ég get ekki neitað því að ég er ekki alveg sáttur við greinina. Mætti vera töluvert ýtarlegri með fleiri Biblíu textum og útskýringum. Kannski ég endurskrifi hana einhvern tíman seinna ef þetta efni kemur aftur upp í umræðunni.
Mofi, 12.10.2007 kl. 11:56
Sæll Elmar
Ég vill ekki vera leiðinlegur eða neitt, skil að þú þarft tíma, en ég bíð enn svara. Ég tel að þetta séu mjög mikilvægar spurningar sem við þurfum að spyrja okkur sjálf, svo gott væri ef þú gætir gefið mér þitt sjónarhorn á þessu öllu. :)
kv.
Friðrik
Friðrik Páll Friðriksson, 17.10.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.