5.10.2007 | 19:47
Enn annað nútímalegt dýr finnst í neðstu kambríum setlögunum
Af og til þá finnast nýjar dýrategundir í kambríum setlögunum sem eru mjög lík sömu dýrum og við höfum í dag. Hópurinn sem þessi dýrategund tilheyrir heitir Crustacean og inniheldur dýr eins og rækjur og humra. Steingervingurinn var mjög vel varðveittur og jafnvel mjúku líkamspartarnir voru vel varðveittir. Athyglisvert var að svipuð dýr í dag eru blind en þessi dýr voru sjáandi. Miklu frekar sönnun fyrir hrörnun en þróun.
Eins og vanalega þá birtist þetta dýr þarna fullmótað án nokkurar þróunarsögu, líklegast eins og Dawkins sagði eitt sinn, "sköpunarsinnum til mikillar gleði". Það hlýtur að vera skrítið að vera þróunarsinni og lifa í heimi þar sem staðreyndirnar passa voðalega sjaldan við það sem maður trúir að hafi gerst í fortíðinni.
Grein um þessa uppgvötun er hérna: http://creationsafaris.com/crev200710.htm#20071004a
Maður þarf að skrá sig til að geta lesið upprunalegu greinin í Nature en hana er að finna hérna: http://www.nature.com/nature/journal/v449/n7162/full/nature06138.html
Þeir sem hafa aðgang að greininni í Nature, þá væri gaman að segja meira frá greininni og kannski mynd af viðkomandi steingervingi.
Svo það komi fram þá er þetta ekki mynd af dýrinu sjálfu sem fannst, aðeins dæmi um þau dýr sem tilheyra þessum hóp dýra.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Náttúran kemur með sömu lausnir á sömu vandamálum aftur og aftur. Augað hefur verið fundið upp óteljandi sinnum, í fiskum, spendýrum, köngulóm, flugum o.s.frv.
Oft verða mismunandi lausnir sláandi líkar, samanber vængi leðurblaka og vængi fugla, þótt þær eigi litlar sameiginlegar stoðir.
Það er ekkert skrýtið þótt gömul lífsform finnist sem líkjast um margt nýjum lífverum ef vistkerfið sem þau þrifust í var sambærilegt.
Kári Harðarson, 5.10.2007 kl. 20:07
Hvað áttu við með því að dýrið hafi verið fullmótað?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 20:14
Hjalti: Hvað áttu við með því að dýrið hafi verið fullmótað?
Ef dýrið væri hálfpartinn eins og það er í dag þá hefði maður líklegast sagt "hálfmótað" eða eitthvað sem gæfi til kynna að þarna var það ekki jafn þróað og það er í dag. En það er sama sem eins og þá velur maður þessi orð.
Hafþór: Er ekki augljóst að ef dýrin hafa ekkert með augu í dag að gera þá er betra að vera án þeirra?
Jú en það væri samt hrörnun.
Hafþór: Það væri heldur dæmi um að þróunarkenningin væri kjaftæði ef dýr sem hefði ekkert með augu að gera, myndi ekki smátt og smátt tapa sjóninni.Spurning en það hefði aldrei þróað jafn flókið kerfi og augað er nema það væri þörf á því. Hvort þörfin hafi síðan farið er eitthvað sem ég efast um. Síðan höfum við dæmi þar sem dýra tegund hefur misst sjónina en það var hægt að láta augun vaxa aftur því að upplýsingarnar til að búa þau voru til staðar en það var búið að slökkva á þeim.
Mofi, 5.10.2007 kl. 23:17
Kári, finnst þér virkilega ekkert skrítið við að jafn flókið kerfi og augað er skuli hafa "þróast" aftur og aftur? Hvernig er hægt að "þróa" auga í litlum skrefum? Þú þarft eitthvað sem móttekur upplýsingar um ljós og þú verður að muna að fyrir dýrið þá er útilokað að vita hvaða upplýsingar þetta eru og jafnvel ef þú hefðir þær þá geta tilviljanir aldrei vitað hvað þær þýða. Ef þú síðan býrð til tæki sem kann að nema ljós þá er gagnslaust nema þú býrð til tæki sem getur flutt þessar upplýsingar. Ef þú hefur tæki sem getur flutt upplýsingarnar þá er það ennþá gagnslaus nema þú hafir stöðvar í heilanum til að taka á móti þeim og vinna úr þeim eitthvað sem er skiljanlegt.
Til að gefa þér smá innsýn í hve flókið ferli það er sem aðeins greinir ljós og ekkert annað þá vísa ég í smá útdrátt úr Darwins Black box sem fjallar um hvað er að gerast í "einföldum" ljósnæmum svæðum.
Mofi, 5.10.2007 kl. 23:31
Hérna er grein með mynd af dýrinu.
"[E]ins og það er í dag"? Ég er nokkuð viss um að þetta dýr sé ekki lengur til. Ég skil enn ekki hvað þú átt við með orðinu "fullmótað".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2007 kl. 06:57
Takk fyrir myndina Hjalti.
Hjalti: "[E]ins og það er í dag"? Ég er nokkuð viss um að þetta dýr sé ekki lengur til. Ég skil enn ekki hvað þú átt við með orðinu "fullmótað".
Lýtur mjög kunnuglega út fyrir mér en veit ekki fyrir víst að akkurat svona dýr sé til í dag. Varðandi fullmótað, hvað heldurðu að Darwin hafi átt við þegar hann notaði það hérna?
Charles Darwin: The history of most fossil species includes two features inconsistent with gradualism: 1. Statis. Most species exhibit no directional change during their tenure on earth. They appear in the fossil record looking much the same as when they disappear… 2. Sudden Appearance. In any local area, a species does not arise gradually by the steady transformation of its ancestors; it appears all at once and 'fully formed'.
Líklegast aðal ástæðan fyrir því að við eigum erfitt með að fullkomlega útskýra "fullmótað" er afþví að við höfum ekki beint mörg dæmi af þannig dýrum ef einhver.
Hafþór: Varðandi augað þá þarf ekkert endilega heila til að taka á móti upplýsingum, frumstætt auga getur vel verið ein ljósnæm fruma sem tengd er við einfalt taugakerfi án heila.
Það breytir því ekk að þessi ljósnæma fruma þarf að hafa einhvers konar kerfi eins og Behe lýsti og það sem tekur á móti þeim skilaboðum sem hún lætur frá sér þarf eitthvað kerfi til að skilja hvað þessi boð þýða.
Mofi, 8.10.2007 kl. 13:17
Það sem fær boðin að eitthvað breyttist þarf að láta þau þýða eitthvað. Viðbrögðin eða örvunin eru aðeins vegna þess að skilaboðin hafi einhverja þýðingu eða að eitthvað bregst við er vegna þess að það eru vélar eða tæki sem eru þannig að þau bregðast við breytingunni. Lýsingin sem Behe gefur af þessum prótein vélum sem tilheyra "einföldu" ljósnæmu frumu ætti að gefa þér sma vísbendingu um hvers konar flækjustig er um að ræða þegar kemur að þessum vélum sem greina ljós.
Mofi, 8.10.2007 kl. 16:30
Viðbrögðin eru vegna einhvers og lýsingin sem Behe gefur ætti að gefa þér smá innsýn í hvers konar kerfi þarf til þess að bregðast við ljós eindum. Síðan þessi viðbrögð þurfa að vera túlkuð til þess að viðbragðið sé þannig að lífveran fái eitthvað út úr því.
Kveðja
Mofi, 8.10.2007 kl. 17:54
Þetta sem Behe lýsir er hvernig efnin sjálf virka, hvernig prótein vélarnar virka svo þetta gildir fyrir eina ljósnæma frumu eða dýr með margar ljósnæmar frumur.
Mofi, 8.10.2007 kl. 18:15
"mjög kunnuglega". Þetta dýr er ekki til í dag.
Miðað við fyrri reynslu mína af þér, þá efast ég um að þetta sé skrifað af Darwin.
En ég veit ekki hvað þetta þýðir, þú hlýtur að geta útskýrt hvað þú átt við með orðunum sem þú notar.
Behe er að lýsa því hvernig þetta virkar í mannfólkinu, þannig að það er afar vafasamt að ætla að alhæfa út frá því um einfaldari skynfæri.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 19:05
Hjalti: "mjög kunnuglega". Þetta dýr er ekki til í dag
Dýr af þessari tegund eru til í dag og þetta dýr er líkt þeim. Gaman að vita hvort að akkurat þessi tegund er til en það skiptir svo sem ekki svo miklu máli.
Hjalti: Miðað við fyrri reynslu mína af þér, þá efast ég um að þetta sé skrifað af Darwin.Þetta var núna bara sárt og ósanngjarnt. Að vísu rétt hjá þér... Þetta var víst Steven Gould sem sagði þetta og hérna er tilvísunin: S.J. Gould, "Evolution's Erratic Pace", Natural History, vol. 86, May 1977
Hjalti: En ég veit ekki hvað þetta þýðir, þú hlýtur að geta útskýrt hvað þú átt við með orðunum sem þú notar.
Einhvers konar millistig. Ég hef ekki séð þannig og aðeins þeir sem aðhyllast þróun eyða miklum tíma í að ímynda sér þannig dýr svo betra að spyrja vini þína hjá Vantrú.
Hjalti: Behe er að lýsa því hvernig þetta virkar í mannfólkinu, þannig að það er afar vafasamt að ætla að alhæfa út frá því um einfaldari skynfæri
Hann er að lýsa efnafræðinni þegar ljós lendir á próteini sem kann að meðhöndla það. Veit ekki hvort að við vitum hvernig frelið er hjá dýrum sem hafa aðeins ljósnæma "bletti".
Mofi, 10.10.2007 kl. 16:49
Hafrþór: Og er þetta ferli sem Behe er að lýsa dæmigert fyrir td. einfrumung sem er með ljósnæmar frumur?
Veit ekki. Spurning hve mikið er búið að rannsaka þetta sama ferli í hinum ýmsu dýrum. Það er aðeins á síðustu áratugunum sem við öðluðumst þessa þekkingu.
Mofi, 10.10.2007 kl. 16:51
Ég set spurningamerki við það að einstaklingur sem trúir því að jörðin sé 6000 ára gömul vitni í tímabeltið kambríum sem átti sér stað fyrir um 550 - 490 milljón árum.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:42
Að það eru til setlög sem menn hafa gefið nafnið kambríum er ekki hið sama og að það sé virkilega svona gamalt. Ég skil ekki afhverju einhverjir trúar svona án nokkurs efa þegar menn eins og þeir sjálfir halda því fram að þeir viti aldurinn á einhverjum steinum. Skiptir það einhverju máli að það hafa fundist demantar og steingervingar á svipuðum slóðum sem mældust innann við 100.000 ára gamlir?
Mofi, 15.10.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.