Ofsókna saga Kaþólsku kirkjunnar

Vegna ýmissa umræðna hérna um Kaþólsku kirkjuna þá langar mig að benda á síðu sem fjallar um þær ofsóknir sem hún stóð fyrir í gegnum aldirnar.  Kaþólikkar eiga í miklum vandræðum að sópa þessu undir teppið með því að segja að innan kirkjunnar voru af og til vondir menn því að þeirra eigin trú segir að páfinn sé óskeikull talsmaður Jesú á þessari jörð svo ef páfar til forna gerðu þessa hluti þá er eitthvað mikið að.

Þetta er aðeins það sem ég tel mig vita að sé rétt og fátt væri þægilegra en að fá að vita að þetta er allt ósatt.  Það er alls ekki að ég telji að fólk sem tilheyrir Kaþólsku kirkjunni eins og Jón Valur og Magnús Ingi sé slæmt fólk; ég tel að stofnunin sjálf hafi slæma sögu og hafi slæmar kenningar og að gott kristið fólk ætti ekki að tilheyra þessari stofnun.

Síðuna er að finna hérna: http://www.teachinghearts.org/dre04historynotes.html#papalpersecutions


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi, það er út í hött að telja krossferðirnar hafa haft þann tilgang að ofsækja og drepa múslíma. Það er heldur ekki hægt að telja stríðsátök, þar sem menn féllu á báða bóga, með í slíkri samantekt um þá sem kaþólska kirkjan á að hafa drepið. Tölurnar í þessari grein, sem beinist mjög gegn kaþólsku kirkjunni, hygg ég fáar standast og alls ekki þessa undarlega grófu heildartölu. Ræði þetta betur seinna á þessari slóð og vísa á traustari heimildir.

Jón Valur Jensson, 31.8.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Mofi

Bara gaman að fara í gegnum þetta og athuga eins vel og við getum.  Sammála þér að það er ekki hægt að flokka krossferðirnar sem ofsóknir gegn múslimum.  Samt ekkert óeðlilegt að yfirferð yfir þær og hvaða afleiðingar þær höfðu.  Síðan er alltaf spurning hvað eru traustar heimildir, ansi oft eru það heimildir sem eru sammála því sem maður ávallt hélt.

Mofi, 31.8.2007 kl. 18:47

3 identicon

Var það ekki heilagur Ágústínus af Hippó sem þróaði hugmyndina um heilagt stríð? Og Urban II páfi sem bætti um betur, að þeir sem berjist í heilögu stríði (og já, þeir sem drepi múslima) fái syndaaflausn?

Svo minnir mig að Saladin hafi tekið upp hanskann og endurskilgreint Jihad úr merkingunni sem það hefur í hugum flestra múslíma, þ.e. innri barátta trúarinnar, í hina, eitthvað sambærilegt hinu kristna heilaga stríði, svo hann gæti mætt krossförum á svipuðum hugmyndagrunni.

Saga múslíma er miklu skárri sögu kristinna manna, ef við ættum að fara að meta þessi tvö trúarbrögð út frá framkomu fylgismanna þeirra við hvorn annan og nágrannann.

Brynjólfur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 00:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Brynjólfur spyr, en ætti frekar að vitna í heimildir (með gæsalöppum utan um orðrétta ummæli eða frásögn). -- Merkileg þykir mér vanvirða Brynjófs við kristna menningarsögu í lokasetningu hans. Sem rökstutt mótvægi við staðhæfingum hans vil ég leyfa mér að vísa í greinina Múslimar og vísindin (Mbl. 19. ágúst), þar sem Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur skrifar um afstöðu múslima til vísindaframfara (sbr. einnig umræðu um hana HÉR; einnig á ég eftir að skrifa um hana pistil).

Jón Valur Jensson, 1.9.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svona umræðuháttur er þér ekki til neinnar fremdar, Gunnar Friðrik. Þú getur betur en þetta, vænti ég.

Jón Valur Jensson, 1.9.2007 kl. 02:46

6 Smámynd: Mofi

Það er alveg sér umræða gáfnafar Bush og hvort að Íraks stríðið hafi verið gáfulegt. Það er síðan bara heimskuleg, óþolandi fáfræði um bókstaf Biblíunnar að vera alltaf að kenna henni um ofbeldi og stríð.

Mofi, 1.9.2007 kl. 10:47

7 Smámynd: Mofi

Gunnar, þetta kom á óvart og takk fyrir það.  Bara svo það komi fram þá hef ég ekkert á móti því að fólk kenni Biblíunni um eitthvað en það verður að rökstyðja hvað í Biblíunnu gerði það að verkum að einhver gerði viðkomandi voðaverk.

Það sem kristnir eiga að gera er að gagnrýna Bush og benda á hvað Kristur hefði fundist um stríð knúið áfram af græðgi í olíu.  Það er engin spurning í mínum huga að það eru hættulegir ofstækismen meðal kristinna manna en að mínu mati er Biblían besta vopnið á þá, kannski myndu þeir hafna Biblíunni, kannski sjá að sér.

Takk fyrir gott innlegg.

Erlingur, hvað áttu við með því að Kaþólska kirkjan er 4 ríkið en ekki?

Mofi, 2.9.2007 kl. 12:53

8 Smámynd: Mofi

Fróðlegt Erlingur, þetta tilheyrir því miður ekki greininni en skemmtileg umræða sem verður gaman að kíkja á.

Mofi, 3.9.2007 kl. 09:41

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hefði gaman af því að lesa hvað Jón Valur hefur um rannsóknarréttinn að segja. Þetta var stofnun á vegum Páfagarðs og sennilega eitt ógeðslegasta fyrirbæri sem til hefur verið.

Villi Asgeirsson, 4.9.2007 kl. 14:47

10 Smámynd: Mofi

Endatímar, já það hljómar eins og eitthvað sem Aðventkirkjan hefði verið með :)

Mofi, 4.9.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband