Afhverju Biblían er einstök

Flest fólk hefur mismunandi skoðanir á þessari bók, Biblíunni. Sumir segja "ha, lestu virkilega Biblíuna?" með blöndu af hæðni og undrun.  Aðrir segja stoltir að þeir eiga eintak af henni og hún er þarna meðal annara klassísku bóka eins og Hómers Odyssey og Rómeó og Júlíu eftir Shakespear.  Sumir hæða Biblíuna og það hefur líklegast aldrei verið meira um það hérna á Íslandi en í dag. Að lesa hana og hvað þá trúa henni er að mati þessa fólks merki um fáfræði og einfeldni.

Að mínu mati er Biblían einstök bók, bók bókanna. Hún ætti ekki að vera við hliðina á öðrum merkum bókmenntaritum hún ætti að hafa eina hillu út af fyrir sig fyrir ofan allar aðrar bækur. Prófessor að nafni M. Moniero-Williams orðaði þetta skemmtilega eftir að hafa rannsakað Biblíuna og önnur austræn forn rit þá sagði hann: "Pile them, if you will on the left side of your study table; but place your own Holy Bible on the right side-all by itself, all alone-and with a wide gap between it and the so-called sacred books of the East which severs the one from the other utterly, hopelessly and forever... a veritable gulf which cannot be bridged over by any science of religious thought."

Biblían er einstök að því leiti að hún var skrifuð yfir mjög langt tímabil eða eitt þúsund og fimmhundruð ár.

Skrifuð af fleirum en 40 höfundum frá öllum stigum þjóðfélagsins eins og kongar, bændur, hermenn, heimspekingar, skáld, fjárhirðar og fiskimenn.  Smá dæmi um höfunda:

  • Móse, þjóðleiðtogi og lærður dómari frá Egyptalandi sem skrifaði sín rit í kringum 1500 f.kr.
  • Jósúa, herforingi sem skrifaði Jósúa bók um 1400 f.kr.
  • Davíð konungur, skáld og hermaður. Skrifaði sálmanna um 1000 f.kr.
  • Nehemía, þjón heiðins konungs. Skrifaði sitt rit um 440 f.kr.
  • Amos, fjárhirðir.  Skrifaði sitt rit um 750 f.kr.
  • Daníel, forsetisráðherra í Babelón í kringum 540 f.kr.
  • Lúkas, læknir og sagnfræðingur í kringum 60-70 e.kr.
  • Pétur, fiskimaður í kringum 60-70 e.kr.
  • Páll, gyðinga rabbí í kringum 50-70 e.kr.

Skrifuð á mismunandi stöðum, Móse skrifaði í eyðimörkinni. Jeremía í dýflisu, Daníel í konungshöll, Páll í fangelsi og Jóhannes í útlegð á eyjunni Patmos.

Skrifuð af sumum sem upplifðu mikla gleði, af öðrum sem upplifðu miklar sorgir og örvæntingu.  Þrátt fyrir að hafa svona marga ólíka höfunda þá skrifa þeir af ótrúlegu samræmi sín á milli um mörg mjög fjölbreytt og umdeild umræðuefni eins og fjölskylduna, heiður, líf eftir dauðann, menntun, stjórnvöld og Guð. 

Skrifuð á þremur tungumálum, hebresku, aramísku og grísku.

Biblían er einstök í sinni útbreiðslu.  Það er alltaf sérstakt þegar bók kemst á metsölulista. Mjög merkilegt ef hún selts í meira en miljón eintökum og mjög fáar seljast í fleiri en tíu miljón eintökum.  Með það í huga þá er alveg magnað að Biblían hefur selst í miljörðum eintaka!  Biblían er einfaldlega mest útbreiddasta bók í sögu mannkyns.

Biblían er einstök þegar kemur að þýðingu.  Flestar bækur eru ekki þýddar á önnur tungumál. Merkilega bækur eru kannski þýddar á þrjú fjögur tungumál.  Þegar kemur að Biblíunni þá er hún þýdd á fleiri tungumál en nokkur önnur bók í sögunni.  Wycliffe stofnunin hefur það að markmiði að þýða Biblíuna á önnur tungumál og hefur meira en 6000 manns að vinna að þessu verkefni.  Miðað við hvernig gengur þá ætti Biblían að vera þýdd á öll tungumál heimsins milli 2010 og 2020.

Biblían hefur náð að lifa af í mjög langann tíma, eitthvað sem mjög mörg forn handrit gerðu ekki. Við höfum aðeins heimildir um mörg fræg handrit en þau eru fyrir löngu glötuð en ekki Biblían. Þrátt fyrir miklar þrengingar og ofsóknir á hendur henni þá stendur hún upp úr sem risi á meðal forna bókmenntaverka.  Gyðingar höfðu sér stétt sem sá um að búa til afrit af hinum helgu ritum þar sem hver stafur var talin og ef mistök voru gerð þá var handritinu eytt. Enginn gerði nokkuð slíkt við önnur forn handrit, hvorki við handrit Hómers eða Aristótelesar.  John Lea í bók sinni "The greatest book in the world" bar saman Biblíuna við handrit Shakespears og sagði eftirfarandi:

In an article in the North American Review, a writer made some interesting comparisons between the writings of Shakespeare and the scriptures, showing how much greater care must have been bestowed upon the biblical manuscripts than upon any other writings, even when there was so much more opportunity of preserving the correct text by means of the printed copy than when all the copies had to be made by hand.  He said: 

"It seems strange that the text of Shakespeare, which has been in existence less than two hundred and eight [years], should be far more uncertain and corrupt than that of the New Testament, now over eighteen centuries old.

"During nearly fifteen of which it existed only as a manuscript...with perhaps a dozen or so exceptions, the text of every verse in the New Testament may be said to be so far settled by general consent of scholars, that any dispute as to its readings must relate rather to the interpretation of the words than any doubts as to the words themselves.

"But in every one of Shakespeare's thirty-seven plays there are probably a hundred readings still in dispute, a large portion of which materially affects the meaning of the passages in which they occur

Eitt af því sem gerir Biblíuna sérstaka er hvað hún er hreinskilin um þá sem hún fjallar um og jafnvel þá sem skrifa hana.  Hún er ekki að fela beiskleika manna eins og Abrahams, ættföðursins mikla eða syndir Davíðs, mesta konungs Ísraels.  Aftur og aftur þá koma spámenn og tala um hið illa sem Ísrael hafði framið. Merkilegt hvað gyðingar voru duglegir við að varðveita handrit sem láta þjóðina engann veginn lýta vel út.

Áhrif Biblíunnar á bókmenntasögu mannkyns eru gífurleg. Ef öll eintök af Biblíunni myndu hverfa í dag þá væri samt hægt að endurskrifa hana út frá tilvitnunum í hana frá öðrum bókum. Hið sama á við menningu, tónlist og byggingarlist, engin önnur bók hefur haft jafn mikil áhrif og Biblían.

Það er hægt að bæta svo mörgu öðru við þetta eins og spádómar í Biblíunni, mögnuð þekking á læknisfræði og vísindum og margt fleira sjá: http://www.answersingenesis.org/home/area/faq/bible.asp

Allir ættu að skoða þessa merku bók og íhuga vel hvort að sá boðskapur sem hún hefur fram að færa sé sannur.  Hún boðar bæði möguleika á eilífu lífi öllum til handa en einnig að það munu margir glatast og deyja.  Sömuleiðis er sorglegt að sjá hve margir kristnir eru til í að bæta við Biblíuna alls konar ritum sem eiga engann veginn heima í henni.

Vonandi verður þessi lestur einhverjum til blessunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hæ Halldór.  Já Biblían er undursamleg og gjöful í fræðslu, kennslu og uppbyggingu sálar og líkama.  Því meira sem maður les hana og íhugar sem í henni stendur því meira gefur hún af sér, þessi bók bókanna.  Vinur minn var að gefa mér The NIV Study Bible og mig hlakkar rosalega mikið til þess að grúska og læra. 

Þakka þér fyrir þetta innlegg.

GBÞ

Linda.

Linda, 12.8.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Mofi

Hæ Linda, takk fyrir það og alveg sammála þér.

Erlingur, ég fæddist í sjöunda dags aðvent kirkjuna svo ég fékk ekki beint tækifæri til að átta mig á hvíldardags boðorðinu, það bara fylgdi með alveg frá upphafi.  Takk fyrir að líta við :)

Mofi, 12.8.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég kvitta fyrir lesturinn. Megi sannleikurinn verða okkur öllum ljós á efsta degi!

Haukur Nikulásson, 14.8.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Halla Rut

Þvílíkur heilaþvottur....En þetta kemur víst allt í ljós eða ekki...Hvað ef ljósið slokknar bara.

Halla Rut , 16.8.2007 kl. 01:35

5 Smámynd: Mofi

Afhverju heilaþvottur?  Samkvæmt Biblíunni þá slökknar bara á ljósinu, okkar eina von er að sá sem bjó þetta allt til getur lagað það og kveikt ljósið aftur.

Mofi, 16.8.2007 kl. 11:07

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð grein hjá þér Halldór, og er hún til blessunar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 01:03

7 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Guðsteinn, gaman að heyra :)

Mofi, 18.8.2007 kl. 10:47

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Erlingur, ég fæddist í sjöunda dags aðvent kirkjuna
 Hefurðu eitthvað velt því fyrir þér hvað þetta er í raun kjánalegt?

Matthías Ásgeirsson, 25.8.2007 kl. 23:29

9 Smámynd: Mofi

Matthías, hvað áttu við?  Ég á aðeins við að mamma var aðventisti og þess vegna tók hún mig þangað svo þau viðhorf sem ríkja þar eru þau sem ég kynntist þegar ég ólst upp.  Ef þú ert að tala um skráninguna þá er alveg spurning hvort að það ætti ekki að vera með öðru sniði.

Mofi, 26.8.2007 kl. 13:24

10 Smámynd: Mofi

Arngrímur, aragrúi af fólki rannsakar heiminn í kringum sig og skiptir um skoðun.  Eitt dæmi er Alister McGrath sem var trúleysingi en varð kristinn og hefur verið að skrifa bækur þar sem hann svarar fullyrðingum Dawkins. Ég er alveg óhræddur við að rannsaka og skiptast á skoðunum við hvern sem er. Ég get ekki neitað því að ég vildi helst að hafa fæðst í annan söfnuð svo ég hreinlega gæti sagst hafa rannsakað og skipti um skoðun en því miður.

Mín trú síðan á hvað helvíti er og afhverju fólk fer þangað er töluvert öðru vísi en flestir hafa, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/274021/

Mofi, 30.8.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband