Lífið ekki mögulegt án nanó véla, flott myndbönd frá Harvard af hönnun í fruminni

Maður að nafni David Bolinsky er hér að kynna skuggalega flott myndband af starfseminni inn í frumunni.  Þetta er gert af fyrirtæki hans XVIVO til að kenna læknanemum í Harvard.  Myndböndin einbeita sér að því að sýna ekki bara það sem við vitum um frumuna heldur einnig að sýna fegurðina í sköpunarverkinu. 

Myndbandið er hérna: http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/147

Takið sérstaklega eftir því að Bolinsky segir að "ekkert líf væri mögulegt án þessara véla". Vonandi áttar hann sig á því hvaða þýðingu það hefur fyrir hugmyndir manna um uppruna lífs. Hann kallar einnig þessa hluti vélar og það er ekki samlíking því þetta eru vélar.  Það sem guðleysingjar og darwinistar ættu að íhuga að ef lífið er ekki mögulegt án þessara véla, hver er þá rökréttasta skýringin á uppruna þessa véla?  Tilviljun eða tilgangur?  Svari hver fyrir sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir, frábær barátta hjá þér, datt í hug að þú vildir fá þetta video hér líka í vopnabúrið:

 http://youtube.com/watch?v=yt9-R5OqjDE

Annars skil ég ekki hvernig það gengur saman að einhver dúddi forritar minimegamacro vélar, en svo fer kóðinn í fokk breytist og skiptir sér og jafnvel stofnar "fork" það er aðrar útgáfur út frá sömu rót sem síðan breytist sjálfstætt, og þá er spurning, þú sem forritari veist að rusl kóði er bara til að taka upp pláss og gera forritin óskilvirkari, hvers vegna eru menn þá með leyfar af rófu, ónothæfan botnlanga, tveim tönnum of mikið og tölum nú ekki um fæðingarveg sem er gerður fyrir dýr sem ganga á fjórum fótum.

Annars er þetta blogg hjá þér dásamlegt og ég dáist að þrjósku þinni og hvernig þú, líkt og margir aðrir sem eru uppfyllri af heilögum anda en ég skítugi Lúþeristinn verða að lifa eftir bókinni en ekki orðinu. 

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Gunnar,

Ég er ekki alveg viss hvort þú telur DNA innihalda mikið af rusl kóða, ef svo er þá langar mig að benda þér á blogg sem ég gerði í júní sem fjallar um að flestir vísindamenn eru búnir að hafna hugmyndinni að DNA innihaldi hellings rusl, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/242792/

Að við höfum bein sem kallað er rófubein það sannar ekki að við höfðum einhvern tíman rófu. Margir vísindamenn hafa fært rök fyrir því að án þessa beins þá gætum við ekki gengið upprétt.

Menn eru sömuleiðis hættir að flokka botnlangann sem afgangslíffæri. Er mikilvægt á fyrstu árunum sem hluti af ónæmiskerfinu en síðan minnkar nauðsyn hans.

Varðandi að við höfum tveim tönnum of mikið þá myndi það líklegast ekki vera vandamál ef við værum stærri. Biblían talar um að mannkynið hafi verið stærra og betra á alla kannta fyrir syndafallið.  Bloggarinn Enok hefur verið að fjalla um atriði tengd því, sjá: http://enoch.blog.is/blog/truin_a_jesu/entry/283699/

Biblían talar einnig um að konur myndu finna mikla þjáningu við barnsburð og mér finnst það mjög merkilega að mannkynið skuli vera eina dýrið ( veit ekki betur, endilega fræða mig ef þetta er rangt ) sem þarf að ganga í gegnum svona miklar þjáningar þegar kemur að eignast afkvæmi.  Mér finnst það styðja sögu Biblíunnar.

Takk annars fyrir hrósið, því miður þá tel ég mig ekki vera fylltum heilögum anda og stórt umhugsunarefni hvort maður ætti ekki að vera það.  Ég efast um að þú sért skítugri en ég en er alveg viss um að þú hefur sömu þörf á fyrirgefningu og ég.

Skildi því miður ekki síðustu athugasemd þinni, lifa eftir bókinni en ekki orðinu; væri gaman að fá útskýringu á því hvað þú meintar þarna.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 11.8.2007 kl. 20:21

3 identicon

Sæll,

Ég á við til dæmis eins og vísun þína í að biblían hafi sagt að konur ættu að þjást við barnsburð.

Þarna förum við að velta fyrir okkur, hvort kom á undan hænan eða eggið?

Er ástæðan fyrir því að konur þjást við barnsburð sú að það er vilji guðs, og biblían sé bara að túlka þann vilja.

Eða er hin hliðin sú rétta að konur þjáist við barnsburð vegna þess að fæðingavegur okkar er ekki þróaður út frá uppréttum gangi og biblían sé bara að útskýra hvers vegna það sé með þess tíma kenningum.

Ég lít á Biblíuna svipuðum augum og Hávamál, mörg góð heilræði en ekki heilagan óbreytanlegan sannleika sem er sannur ætíð alltaf, til dæmis trúi ég alveg á sköpunarsögu biblíunnar, en eingöngu sem einfaldaða sögu til að segja börnum hvernig líf verður til með einföldum hætti.

Svo má alveg velta fyrir sér erfðasjúkdómum eins og okkur er nú nærtækt íslenska arfgenga heilablæðingin, hvers vegna er sá sjúkdómur hvergi annarsstaðar til en hér á landi þar sem hann er eingöngu erfðafræðilegur, hvernig komst hann í kóðann?

Út frá Darwinisma er einfalt að útskýra það, þetta er óæskilegur eiginleiki sem hafði þó ekki áhrif á eiginleika lífverunnar til að fjölga sér og bera genið áfram, þar sem fólk náði að fjölga sér fyrir 30 ára aldur þá breytti þetta gen litlu um hæfileika einstaklingsins til fjölgunar. Í dag þá er þessi galli að deyja út, annars vegar vegna tregðu þeirra sem bera genið til að koma því áfram og svo vegna þess að fólk er alltaf að seinka fæðingum, og fæðingaraldur því að hækka. Þar sem flestir sem bera þetta gen ná ekki hærra en 30 ára aldri þá kemur Darwinismi inn og þetta gen er til þess fallið að minnka hæfileika til fjölgunar í nútíma samfélagi og mun því deyja út, líkt og það er að gera í þessum töluðu orðum.

Annars er boðskapur biblíunnar góður að mörgu leiti, og held að enginn verði illur að reyna tileinka sér góðan boðskap hennar, frekar en Hávamál, Kóraninn og önnur trúarrit, þar sem flest trúarbrögð byggja á kærleika og miskunn.

En með síðustu fullyrðinguna mína var ég semsagt eingöngu að meina að lesa orðið í blindni án túlkunar og staðfæringar út frá þeirri þekkingu og visku sem við höfum öðlast þökk sé sjálfstæðum vilja og rökfærslu.

En við ættum svo að komast að því hvor okkar hefur á réttu að standa eftir að við erum báðir komnir undir græna torfu, þangað til þá er bara heilbrigt að velta þessu fyrir sér og hafa gaman af.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Mofi

Þarna förum við að velta fyrir okkur, hvort kom á undan hænan eða eggið?

Er ástæðan fyrir því að konur þjást við barnsburð sú að það er vilji guðs, og biblían sé bara að túlka þann vilja.

Hænan kom fyrst því Guð skapaði dýrin fyrst :)

Að konur skulu þjást við barnsburð er ekki hluti af því sem Guð vill heldur afleiðing fallsins og viðbrögð Guðs við því. Okkur til blessunar, að minnsta kosti trúi ég því alveg eins og Guð bölvaði jörðinni en það átti að vera okkur blessun.

Eða er hin hliðin sú rétta að konur þjáist við barnsburð vegna þess að fæðingavegur okkar er ekki þróaður út frá uppréttum gangi og biblían sé bara að útskýra hvers vegna það sé með þess tíma kenningum.

Ekki rökrétt að mínu mati að þróast frá sársaukalausri fæðingu yfir í þjáningafulla fæðingu.

Ég lít á Biblíuna svipuðum augum og Hávamál, mörg góð heilræði en ekki heilagan óbreytanlegan sannleika sem er sannur ætíð alltaf, til dæmis trúi ég alveg á sköpunarsögu biblíunnar, en eingöngu sem einfaldaða sögu til að segja börnum hvernig líf verður til með einföldum hætti.

Ég skil alveg afhverju þú hugsar þannig og get lítið annað en reynt að útskýra afhverju ég tel að hún er að segja satt frá og er að tala um sögulega hluti.  Það skiptir ekki máli hver er að segja frá uppruna lífs, það verður alltaf að vera einfalt því að lífið er miklu flóknara en við mennirnir getum skilið. Jafnvel þeir færustu viðurkenna að við vitum bara brota brot af hvað er í gangi í frumunni.  Biblían segir að lífið var skapað, hannað af vitrænni veru og það tel ég vera rétt og í fullu samræmi við vísinda þekkingu okkur.

Svo má alveg velta fyrir sér erfðasjúkdómum eins og okkur er nú nærtækt íslenska arfgenga heilablæðingin, hvers vegna er sá sjúkdómur hvergi annarsstaðar til en hér á landi þar sem hann er eingöngu erfðafræðilegur, hvernig komst hann í kóðann?

Endilega kíktu á bók Behe's "The edge of evolution" þar sem hann fjallar ýtarlega um hver mörk darwiniskrar þróunnar er. Að t.d. eyðilegga kóðann með stökkbreytingum er eitthvað sem við myndum búast við að stökkbreytingar geti gert.  Sömuleiðis þol baktería við lyfjum og sitthvað fleira.

Út frá Darwinisma er einfalt að útskýra það

Og út frá vitrænni hönnun, engin darwinísk þróun þarna á ferðinni.

Annars er boðskapur biblíunnar góður að mörgu leiti, og held að enginn verði illur að reyna tileinka sér góðan boðskap hennar, frekar en Hávamál, Kóraninn og önnur trúarrit, þar sem flest trúarbrögð byggja á kærleika og miskunn.

Það er ekki að ástæðulausu að víkingar trúðu að menn yrðu að deyja í bardaga til að komast til Valhallar.  Sú trú hafði óneitanlega áhrif á hvernig fólk hegðaði sér alveg eins og sumt fólk í Afríku trúir því að hafa samræði við hreina mey mun lækna það af alnæmi.  Tel að það er nokkuð augljóst að Kóraninn inniheldur ekki góðann boðskap, bæði með því að fylgjast með fylgjendum hans og lesa hann sjálfann. Mæli með að þú kynnir þér eitthvað af því sem að bloggarinn Gísli hefur skrifað um Islam, sjá: http://hrydjuverk.blog.is/


En með síðustu fullyrðinguna mína var ég semsagt eingöngu að meina að lesa orðið í blindni án túlkunar og staðfæringar út frá þeirri þekkingu og visku sem við höfum öðlast þökk sé sjálfstæðum vilja og rökfærslu.

Ég vægast sagt les ekki í blindni og trúi ekki í blindni.  Auðvitað túlka ég það sem ég les, get ekki einu sinni séð hvernig hægt væri að komast hjá því.  Við komumst að þessu eftir dauðann en hægt að öðlast fullvissu áður en það gerist og sú leit áhugverð og skemmtileg..  Best að skoða sjálfann sig í boðorðunum tíu, spegli Guðs áður en maður stendur frammi fyrir Honum til að vera dæmdur.


 

Mofi, 11.8.2007 kl. 21:30

5 identicon

Jæja, við munum víst halda áfram að vera ósammála, en það er það dásamalega við nútíma samfélag að við megum vera það.

 Ég hnaut aðeins um fullyrðinguna um kóraninn og Islam, það vill svo skemmtilega til að ég dvel oft í Bosníu, sem er skemmtileg samsuða fjölmargra trúarbragða og menningarheima. Þar aðhyllist kringum 40% þjóðarinnar Islam ef ég man rétt og þetta er indælt fólk sem iðkar trú sína af mun meiri kærleik og virðingu fyrir guði sínum(og þar með guði mínum þannig séð) heldur en ég hef nokkurntíman gert. En í Bosníustríðunum voru margir verstu glæpirnir framdir af Serbum og Króötum, sem eru þó kristnir.

Það er illska of ofsi í Biblíunni líka, sérstaklega gamla testamentinu, hvernig guð kaffærir flestöllum sínum sköpunarverkum? Sem betur fer hefur hann mildast með árunum og sendi Jesú til bjargar.

En það sem ég vil sagt hafa, trúarbrögð fremja ekki illvirki, heldur fólk sem ber fyrir sig trúnna, eins og til dæmis blessuðu vítistólin sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki, ég vil ekki trúa því að guð hafi veitt þá blessun.

En umfram allt, trúum á sjálf okkur, og treystum guði fyrir að hafa gefið okkur frjálsan vilja, ég meina til hvers var okkur gefinn hann ef við megum ekki nota hann? 

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 22:20

6 Smámynd: Mofi

Jæja, við munum víst halda áfram að vera ósammála, en það er það dásamalega við nútíma samfélag að við megum vera það. 

Í kristnu samfélagi þá meigum við vera það.  Trúfrelsi og tjáninga frelsi kemur ekki bara með tímanum. Það var ekki mikið um tjáningafrelsi hjá darwiniskum guðleysingja stjórnvöldum hjá Hitler, Stalín og Pol Pott.

Ég hnaut aðeins um fullyrðinguna um kóraninn og Islam, það vill svo skemmtilega til að ég dvel oft í Bosníu, sem er skemmtileg samsuða fjölmargra trúarbragða og menningarheima.

Spurningin er aðeins hvaða áhrif trúin hefur og Islam og Kóraninn er löngu búið að sanna sig sem af hinu illa.  Finnst þér allt í lagi að þeir sem eru múslimar en hætta að trúa og vilja verða eitthvað annað, að það sé skylda laganna að drepa þá?

Það er illska of ofsi í Biblíunni líka, sérstaklega gamla testamentinu, hvernig guð kaffærir flestöllum sínum sköpunarverkum? Sem betur fer hefur hann mildast með árunum og sendi Jesú til bjargar.

Guð hefur ekki mildast neitt, Hann er hinn sami í dag og alltaf.  Þegar Guð dæmdi eða refsaði í GT þá var það réttmætt af Honum og til góðs. Ég að minnsta kosti trúi því.

En það sem ég vil sagt hafa, trúarbrögð fremja ekki illvirki, heldur fólk sem ber fyrir sig trúnna, eins og til dæmis blessuðu vítistólin sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki, ég vil ekki trúa því að guð hafi veitt þá blessun.

Trúarbrögðin leiðbeina fólki til hinna og þessa verka, góð trú til góðra verka og vond trú til vondra verka.  Ég efast um að margt í heimsstyrjöldinni síðari hafi verið gert með blessun Guðs.

En umfram allt, trúum á sjálf okkur, og treystum guði fyrir að hafa gefið okkur frjálsan vilja, ég meina til hvers var okkur gefinn hann ef við megum ekki nota hann? 

Alveg sammála :)     Frjáls vilji er kraftaverk í sjálfu sér og mikil forréttindi. Við megum sannarlega nota okkar vilja en ef við notum hann til illsku, notum hann til að brjóta boðorðin og samvisku okkur þá erum við sek frammi fyrir Guði og getum ekki öðlast eilíft líf.

Mofi, 11.8.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband