Hvíldardagurinn

Vegna umræðna um hvíldardaginn hjá http://vonin.blog.is/blog/vonin/#entry-270657 þá langaði mig að fjalla stuttlega um hvíldardaginn og benda á nokkurs vers sem fjalla um hann.  Fyrst þá langar mig að segja að fátt finnst mér jafn meiriháttar og þegar einhver velur að hlíða Guði þótt það kann að valda óþægindum, þótt að fólk í kringum mann skilji mann ekki og jafnvel hæðast að manni. Ég hef mikla virðingu fyrir þeim sem velja að hlíða því sem þeir trúa að sé Guðs vilji sama hvaða raunir það kann að kosta.

Þegar Guð skapaði heiminn þá skapaði Hann einnig hvíldardaginn, sérstakann dag sem Guð gerði heilagann.  Fyrsta hvíldardaginn þá notaði Guð hann til að njóta sköpunarverksins og njóta samvistar við manninn sem Hann hafði skapað.  Alveg eins og þá, þá á hvíldardagurinn að vera ánægjulegur dagur sem við eigum með Guði.

Guð lofar okkur blessunum ef við höldum daginn heilagann en að yfirgefa okkur ef við gerum það ekki.  Í annari Mósebók þá kemur hvíldardagurinn fram í boðorðunum tíu:

Önnur bók Móse 20:8 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 
9 Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, 
10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, 
11 því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Nokkur önnur vers sem varpa ljósi á hvíldardaginn. 

Nehemíabók 10:31 Enn fremur, að þegar hinir heiðnu íbúar landsins kæmu með torgvörur og alls konar korn á hvíldardegi til sölu, þá skyldum vér eigi kaupa það af þeim á hvíldardegi eða öðrum helgum degi. Og að vér skyldum láta landið hvílast sjöunda árið og gefa upp öll veðlán.

Þetta finnst mér alveg magnað. Að sjöunda hvert ár þá hurfu allar skuldir; Guð var aftur og aftur að kenna fólkinu um fyrirgefninguna og fögnuðinn sem felst í Jesú Kristi.

Nehemíabók 13:17 Þá taldi ég á tignarmenn Júda og sagði við þá: "Hvílík óhæfa er það, sem þér hafið í frammi, að vanhelga hvíldardaginn! 
18 Hafa eigi feður yðar breytt svo og Guð vor þess vegna látið alla þessa ógæfu yfir oss dynja og yfir þessa borg? En þér aukið enn meir á reiði hans við Ísrael með því að vanhelga hvíldardaginn."

Jesaja 56:1 Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega. 2 Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbarn, sem heldur fast við það, sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt.
4 Því að svo segir Drottinn: Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn, 
5 þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur. Eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða. 
6 Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans _ alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála

Jesaja 58:13 Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,
14 þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.

Hvíldardagurinn á að vera "feginsdagur", dagur hvíldar og ánægju; til að njóta þess að vera til og samveru við fjöldskyldu sína og Guð sjálfann.

Esekíel 20:12 Ég gaf þeim og hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá

Esekíel 22:26  Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra.  

Ef það er eitthvað sem er erfitt að finna í dag þá er það eitthvað sem er heilagt. Það virðist ekkert vera heilagt í okkar samfélagi, fólk virðist ekki einu sinni geta gefið jólunum einhvern heilagleika. Ef við myndum taka einn dag frá fyrir Guð, Hans orð og það sem er Honum ánægjulegt þá trúi ég því að það muni vera manni ómæld blessun. 

Jesaja 66:22 Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. 
23 Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn.

Jafnvel á hinni nýju jörð þá munum við ennþá halda hvíldardaginn enda skapaður til blessunar handa öllum.

Matteusarguðspjall 12:8 Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins." 
10 Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: "Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?" Þeir hugðust kæra hann. 
11 Hann svarar þeim: "Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? 
12 Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi."

Þegar Jesú gékk um þessa jörð þá var Ísraels þjóðin búin að afskræma hvíldardaginn. Hann var ekki lengur feginsdagur heldur byrði og bölvun þar sem ekkert mátti. Jesú leiðrétti þetta og sýndi að þessi dagur er handa okkur, til að vera okkur blessun og ekkert meira viðeigandi en að gera góðverk á þessum degi. 

Hebreabréfið 4:1 Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr. 
2 Fagnaðarerindið var oss boðað eigi síður en þeim. En orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi vegna þess, að þeir tóku ekki við því í trú. 
3 En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: "Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims. 
4 Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: "Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín." 
5 Og aftur á þessum stað: "Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." 
6 Enn stendur því til boða, að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir, sem fagnaðarerindið var fyrr boðað, gengu ekki inn sakir óhlýðni. 
7 Því ákveður Guð aftur dag einn, er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: "Í dag." Eins og fyrr hefur sagt verið: "Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar." 
8 Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar, þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag. 
9 Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 
10 Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. 
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Tek undir með Páli, ekki herða hjörtu okkar heldur göngum frekar inn til hvíldar Guðs; ekki að óhlíðnast og falla.

Postulasagan 16:13 Hvíldardaginn gengum vér út fyrir hliðið að á einni, en þar hugðum vér vera bænastað. Settumst vér niður og töluðum við konurnar, sem voru þar saman komnar. 

Postulasagan 16:42 Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta hvíldardag. 
43 Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs. 
44 Næsta hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.

Sumir vilja meina að lærisveinarnir hafi allt í einu hætt að halda hvíldardaginn, að hann hefði verið nelgdur á krossinn. Afhverju ætti það sem var skapað áður en synd kom í heiminn og öllum til blessunar vera neglt á krossinn?  Fjórða boðorðið mótaði samfélag gyðinga og ef einhver ætlaði að afmá þetta boðorð þá hefði það verið mjög skýrt tekið fram en það var ekki gert. Aftur á móti sjáum við að lærisveinarnir héldu hvíldardaginn og í þessum versum fyrir ofan þá sjáum við menn sem voru ekki gyðingar að biðja um fræðslu en þeir verða að bíða þar til næsta hvíldardags; þeim er ekki boðið að heyra meira daginn eftir þ.e.a.s. á sunnudegi.  Ef lærisveinarnir hefðu skipt helgihaldi frá sjöundadeginum yfir á hinn fyrsta þá hefðu þessum mönnum án efa verið boðið að hitta þá næsta sunnudag.

Til að fræðast meira þá vil ég benda á þessa linka hérna:
http://www.sabbathtruth.com/
http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history1.asp 
listi yfir heimildir um Hvíldardags helgihald.

http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp 
Grein sem fjallar um hvernig tungumál heimsins sýna að fornar þjóðir kölluðu sjöundadaginn "Hvíldardag".

http://www.sabbathtruth.com/sabbath_quotes.asp - Hvað aðrir söfnuðir segja um þetta efni.

http://www.sabbathtruth.com/history/History_of_the_Sabbath.pdf 
Saga Hvíldardagsins rakin í löngu máli. Þetta er fyrir þá sem vilja virkilega vita allt um þetta efni.

Vonandi var þessi lestur einhverjum til blessunar.

Mofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Takk fyrir

Tryggvi Hjaltason, 26.7.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir stuðninginn, Guð hefur þann eiginleika að leiða mann í rétta átt.  Minn draumur er nú að hreyfing fari um okkar kristna samfélag og að fólk fari að íhuga það með fullri alvöru að Laugardagurinn verði tekin upp sem hinn  raunverulegi hvíldardagur eins og ritningin kveður á um.

Kveðja,

Linda.

Linda, 26.7.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Mofi

Mín er ánægjan. Ég er sammála, ég vona að það myndist hreyfing þar sem kristnir setja Boðorðin tíu sem þau lög sem við eigum að lifa eftir og þá inn í því verði Hvíldardagurinn, hinn sjöundi dagur einnig í heiðri hafður.

Mofi, 27.7.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband