24.7.2007 | 16:04
Nýung í bátasmíði, höfrungabátar!
Fyrir nokkrum árum þá var ég á Spáni og sá þar höfrunga sýningu.
Þessi dýr voru alveg ótrúleg. Þetta var eins og horfa á galdramenn eða tölvugerða senu í bíómynd. Eftir að ég sá þessa sýningu þá hef ég haft
mikla aðdáun að þessum dýrum og er alls ekki einn um það.
Þessi dýr voru alveg ótrúleg. Þetta var eins og horfa á galdramenn eða tölvugerða senu í bíómynd. Eftir að ég sá þessa sýningu þá hef ég haft
mikla aðdáun að þessum dýrum og er alls ekki einn um það.
Hérna eru menn sem hafa rannsakað hvernig höfrungar synda og reynt
að herma eftir þeirri hönnun. Þegar maður skoðar myndirnar þá virkar þetta eins og algjör snilld og væri gaman að sjá svona tæki hérna á Íslandi.
að herma eftir þeirri hönnun. Þegar maður skoðar myndirnar þá virkar þetta eins og algjör snilld og væri gaman að sjá svona tæki hérna á Íslandi.
Meira um þetta hérna: http://www.innespace.com/ og síðan myndir: http://www.innespace.com/picture_gallery.html
Þótt þetta tæki sýnir mikla tæknigetu og hönnun þá kemst það ekki nálægt sjálfum dýrunum sem það er að herma eftir.
Hérna er síða http://www.dolphinkind.com/dolphin_facts.html sem fjallar um þessi ótrúlegu dýr eins og t.d. hvernig þau nota hljóð til að staðsetja hluti sem er mögnuð tækni sem Darwinísk þróun gæti aldrei búið til. Því meira sem maður skoðar náttúruna því augljósara er að það er magnaður hönnuður á bakvið hana.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 25.7.2007 kl. 00:28 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:32
Sæll Mofi
Ég hef aðeins fylgst með því sem þú hefur verið að setja fram varðandi þróun. Ég vil vísa þér í umræðu sem við höfum áður átt.
Tilvist og tilurð flókinna líffæra er ekkert vandamál fyrir þróunarkenninguna. Það er alveg sama hvað þú kemur með mörg dæmi um flókin fyrirbæri, það afsannar með engu móti þróunarkenninguna. Það að tilviljanir (stökkbreytingar) og náttúrulegt val (sem getur leitt til aðlögunar) og hending (genetic drift) geti skýrt tilvist flókinna fyrirbæra náttúrunnar.
Það sem þú þarft að gera er að nefna dæmi sem er þess eðlis að einfaldari gerð þess (t.d. fílsranans) hafi ekki geta nýst lífverunni. Ef við skoðum aðeins fílsranann, er þá líklegt að aðeins styttri rani hafi mögulega nýst forföður fílsins? Enn hefur ekki tekist að benda á dæmi sem útilokar að einfaldara form geti ekki hafa nýst lífverunni.
Bjartur Logi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 12:04
Mattías: Lastu aldrei bókina sem Vantrú gaf þér? Mér finnst það frekar lélegt, við hvað ertu hræddur?
Jú, en einu rökin voru þau að...þetta er samt hægt, maður þarf aðeins að ímynda sér. Ímyndaðu þér aðeins einfaldara kerfi, prófaðu síðan að ímynda þér enn einfaldara kerfi og...volla, ert orðinn heilaþveginn.
Mæli með því að þú kynnir þér "The edge of evolution" sem Michael Behe var að gefa út. Hann útskýrir vel afhverju við getum ekki búist við að Darwinísk þróun geti hannað flókin kerfi þótt hún geti útskýrt litlar breytingar á DNA kóðanum.
Bjartur: Tilvist og tilurð flókinna líffæra er ekkert vandamál fyrir þróunarkenninguna. Það er alveg sama hvað þú kemur með mörg dæmi um flókin fyrirbæri, það afsannar með engu móti þróunarkenninguna.
En kannski hugsar fólk sig um tvisvar og kemst að þeirri niðurstöðu að það er ekki rökrétt að álykta að tími og tilviljanir geti búið til mörg af þessum kraftaverkum. Ekki að það afsanni Darwiniska þróun, aðeins að fólk sjái sköpunarverkið og sannfærist um þörf á skapara.
Mofi, 30.7.2007 kl. 14:25
Það er rétt að það er ekki auðvelt að ímynda sér hvernig þetta getur hafa gerst, en þróunarkenningin er eina gangvirkið sem við þekkjum sem getur skýrt tilurð flókinna líffæra.
....lestu restina af því sem ég sagði.
Þarna er kominn lykill fyrir þig ef þú vilt afsanna þróunarkenninguna. (Leiðin er ófær reyndar, vegna þess að öll þekking sem við búum yfir styður þróunarkenninguna.)
Hin leiðin fyrir þig ef þú vilt halda guði inní myndinni (sem er í sjálfu sér óþarfi), þá getur þú ímyndað þér (því það er jú það sem trúarbrögð ganga útá) að guð hafi skapað "leir" sem sé stöðugt að mótast. Þróun getur því verið sköpun guðs og sköpun (og útdauði) stöðugt í gangi. Eða hvernig er hægt að skýra tilvist risaeðla osfrv. öðruvísi.
bestu kveðjurBjartur Logi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 15:01
Þögnin er sæt :)
Bjartur Logi (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:48
Bjartur: Þarna er kominn lykill fyrir þig ef þú vilt afsanna þróunarkenninguna. (Leiðin er ófær reyndar, vegna þess að öll þekking sem við búum yfir styður þróunarkenninguna.)
Hver er eiginlega lykillinn? Að finna líffræðilega byggingu sem getur ekki orðið til í mörgum smáum skrefum því að aðeins loka skrefið er eitthvað sem virkar?
Mér finnst það hreinlega ógnvekjandi þegar einhver segir að öll þekking sem við höfum styður þróun. Hvernig er hægt að segja þetta nema vera að ljúga? Hvað eiginlega styður að tilviljanir geti hannað fullkomnari upplýsingakerfi en við? Hvar eru rannsóknirnar sem styðja að tilviljanir geti búið til nanó mótara sem eru fullkomnari en nokkuð sem mannkynið hefur búið til? Ég einfaldlega skil ekki þróunarsinna, þeir virðast algjörlega hunsa allar staðreyndir og afhverju veit ég ekki...
Bjartur: Hin leiðin fyrir þig ef þú vilt halda guði inní myndinni (sem er í sjálfu sér óþarfi), þá getur þú ímyndað þér (því það er jú það sem trúarbrögð ganga útá) að guð hafi skapað "leir" sem sé stöðugt að mótast. Þróun getur því verið sköpun guðs og sköpun (og útdauði) stöðugt í gangi. Eða hvernig er hægt að skýra tilvist risaeðla osfrv. öðruvísi.
Þróun hefur engin markmið, hefur engann tilgang heldur er tilviljana kennt ferli svo sjálf hugmyndir útilokar Guð. Sumir reyna að troða einhverjum guði í þetta ferli en mér finnst það órökrétt.
Risaeðlur eru bara dýr eins og önnur dýr sem Guð skapaði, afhverju ætti að vera erfitt að útskýra tilvist þeirra ef einhver trúir á Guð?
Fyrirgefðu þögnina, reyni að taka eftir öllum athugasemdum sem koma inn en því miður fór þetta fram hjá mér.
Kær kveðja,
Mofi
Mofi, 6.8.2007 kl. 23:56
Rétt er það að þróun hafi engin markmið.....
Skil ég þig rétt að óráðlegt sé að blanda guði í sköpun?
Bjatur Logi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 00:16
Ef guð skapaði risaeðlurnar, og þær eru nú útdauðar (eða hvað?). Er þá staðan sú að fjölda lífvera hafi stöðugt fækkað frá sköpun?
Ef það er rétt hlýtur það að vera uppskriftin að endalokunum, því ekkert nýtt getur orðið til fyrir það gamala (sem hefur horfið, útduatt).
Eða hvernig eru horfurnar fyrir lífverur heimsins?
Hvað segir guð?
Bjartur Logi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 00:24
Bjatur: Skil ég þig rétt að óráðlegt sé að blanda guði í sköpun?
Best að hafa þetta á ensku, er í vandræðum að segja þetta á íslensku. "God can't guide an undirected process". Darwinísk þróun hefur engin markmið og er algjörlega tilviljanakennt og þess vegna er órökrétt að láta Guð leiðbeina því. Um leið og það gerist þá er þetta ekki lengur Darwinísk þróun.
Bjartur: Ef guð skapaði risaeðlurnar, og þær eru nú útdauðar (eða hvað?). Er þá staðan sú að fjölda lífvera hafi stöðugt fækkað frá sköpun?
Já, sumir segja að fjölbreytileiki lífvera er meiri í kambríum lögunum en hún er í dag. Það er alveg rökrétt að ef þú ert með heim sem er skapaður og síðan flóð sem eyðileggur hann að þá myndum við sitja uppi með færri tegundir en við höfum í dag. Síðan eru tegundir dýra að deyja út á hverju ári sem er í samræmi við það að við lifum í hrörnandi heimi.
Bjartur: Eða hvernig eru horfurnar fyrir lífverur heimsins?
Þær eru fínar með hjálp Guðs
Mofi, 7.8.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.