Hvar eru mörk trúfrelsis? Byrjun ofsókna?

Hver er það sem á að ákveða hvaða trú er í lagi og hvaða trú er ekki í lagi?  Þarna eru þjóðverjar ekki bara á hálum ís heldur eru þeir dottnir ofan í. Það er akkurat svona sem ofsóknir byrja, það verður í lagi að mismuna ákveðnu fólki vegna einhverra ástæða; í þessu tilfelli eru það trúarlegar.  Trúfrelsi er kjarni vestræns samfélags og ef þeir geta gert þetta við Tom Cruise, ímyndið ykkur hvað þeir gætu gert við venjulegt fólk sem hefur hvorki pening né völd.  Að þetta skuli síðan gerast í Þýskalandi þar sem Lúther braut blað í sögu heimsins í áttina að því trúfrelsi sem við höfum í dag.

Sorglegt ástand og enn sorglegra hvað mörgum hérna finnst þetta vera í lagi, meira að segja fólk sem kallar sig kristið.


mbl.is Cruise aftur meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Málið er bara það að Vísindakirkjan er ekki viðurkennd þar sem trúfélag - og getur engum um það kennt nema sjálfri sér, því hún reyndi að hindra birtingu rita sinna á þeim forsendum að þar væri um viðskiptaleyndarmál að ræða.  Dómstóll úrskurðaði að einungis fyrirtæki gætu átt viðskiptaleyndarmál, þannig að lokaniðurstaðan varð sú að Vísindakirkjan væri ekki trúfélag.

Púkinn hefur annars skrifað nokkru sinnum (sjá þennan hlekk) um leyndarmál Vísindakirkjunnar, en hins vegar er það skoðun Púkans að þótt boðskapur Vísindakirkjunnar sé fáranlegur og siðferði þeirra vafasamt, þá eigi það sama við um allt, allt of mörg "hefðbundin" trúfélög.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Mofi

Hve langt er þá í að fólki sé mismunað á grundvelli þess að þeirra skoðanir, trúarlegar eða pólitískar, eru ekki í náðinni hjá viðkomandi stjórnvöldum? Hvernig myndi þér líða ef íslendingar myndu ákveða að allir þeir sem trúa ekki á Guð þyrftu að yfirgefa landið?

Takk fyrir linkinn á vísindakirkjuna, þarf að kynna mér hana betur.

Mofi, 5.7.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Þjóðverjar mega nú líklegast ráða hverjir koma þangað.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 5.7.2007 kl. 20:37

4 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Annars er ég á móti öllum skipulögðum trúarbrögðum, Þannig að að er kannski ekkert að marka að ég sammála þjóðverjum.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 5.7.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

uss hvað ég get fyllilega tekið undir þetta!

Ég var mjög svekktur með heimsálfubræður okkar Þjóðverja þegar ég sá þetta.

Mismunun er plkismnun þeir þurfa að læra það!

RSPCT

Tryggvi

Tryggvi Hjaltason, 5.7.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Mofi

Arnþót: Þjóðverjar mega nú líklegast ráða hverjir koma þangað

Alveg sammála. Þetta er samt svo vand með farið. Mér finnst alveg eðlilegt að þjóð vilji ekki fá fólk inn í landið sem hefur yfirlýstar skoðanir sem eru ekki í samræmi við landslög eins og t.d. heiðursmorð og fleira.  Það sem ég er að benda á hve hættulegur vegur þetta er. Augu manns opnast aldrei eins og þegar maður sjálfur lendir í svona.

Mofi, 6.7.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband