Ræða Steinþórs um Þrenninguna - II

BodunarkirkjanNýlega var Steinþór Þórðarson með ræðu um Þrenninguna í Boðunarkirkjunni þar sem áherslan var á hver Jesús Kristur er, út frá Þrenningunni. Ræðuna er að finna hérna: https://www.facebook.com/bodunarkirkjan

Steinþór virðist líta þannig á að afstaða frum Aðvent kirkjunnar er árás á hver Jesús er, er árás á Krist. Það var eitthvað sem frumkvöðlar Aðvent kirkjunnar glímdu líka við. James White, eiginmaður Ellen White, skrifaði eitt sinn grein þar sem hann fjallaði um atvik þar sem hann og Ellen White hittu trúboða sem aðhylltist Þrenninguna og hann var ekki sáttur við að þau hjónin höfnuðu Þrenningunni en James White útskýrir hvernig að hafna Þrenningunni er ekki hið sama og að gera lítið úr Jesú. Hérna er smá brot úr greininni sem James White skrifaði:

Þessi trúboði virtist vera mjög frjálslegur í tilfinningum sínum gagnvart öllum kristnum. En eftir að hafa leiðbeint okkur í þrenningunni og komist að því að við vorum ekki sammála honum þegar kom að þríeins Guðs, varð hann alvörugefinn og fordæmdi einingarhyggju, sem tekur frá Kristi guðdóm hans og skilur hann eftir sem aðeins mann. Hér, hvað varðar skoðanir okkar, var hann að berjast gegn strámanni. Við afneitum ekki guðdóm Krists. Við höfum unun af því að veita öllum þeim sterku orðatiltækjum Ritningarinnar sem upphefja son Guðs, fullan sóma .
James White - Review and Herald, June 6, 1871

Mistök Steinþórs eru að láta sinn góða ásetning leiða hann of langt. Að velja upphefja Jesú á kostnað þess hvernig Jesús sjálfur lýsir hver hann er og það er hátt gjald því að út frá Þrenningunni þá er Jesús ekki sonur Guðs heldur önnur persóna guðdómsins sem hefur tekið sér titilinn sonur. Biblían gefur ekkert slíkt til kynna.

Steinþór
Meðlimir eða persónur guðdómsins, Guð Faðir, Guð sonurinn og Guð heilagur andi og segja "við skulum gera manninn eftir eigin mynd"

Ellen White segir alveg skýrt að Guð og sonur Hans sköpuðu alheiminn. 

„Eftir að jörðin var búin til og skepnurnar á henni, framkvæmdu faðirinn og sonurinn markmið sín,. . . Og nú sagði GUÐ við SON sinn, ‘Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan os.‘ “(Andi spádómsins, 1. bindi, bls. 24, 25)

„Alvaldur alheimsins var ekki einn um góðgerðarverk hans. Hann hafði samverkamann - vinnufélaga sem gat metið tilgang hans og gat deilt gleði sinni með því að veita sköpuðum verum hamingju. ‘Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Sama var í upphafi með Guði. ‘Jóhannes 1: 1, 2. Kristur, orðið, eini Guðs, var einn með hinum eilífa föður - í sama eðli, karakter sínu og í tilgangi - eina veran sem fékk aðgang inn í öll ráð og fyrirætlanir Guðs. - Ellen White, Patriarchs and Prophets, p. 34

 

Hebrebréfið 1:1 Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. 2 En nú í lok þessara daga hefur hann til okkar talað í syni sínum sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gert.

Steinþór les úr Hebreabréfinu en það er eins og textinn sjálfur nái ekki alveg til hans. Hérna sjáum við að á dögum postulana, talaði Guð í gegnum son sinn. Ekki að ein af persónum Guðs talaði einu sinni í gegnum spámenn en síðan talaði ein af persónum Guðs. Það sem við sjáum er að Guð á son og þessi sonur var sendur með skilaboð frá Guði. Hérna er líka nefnt að sonurinn er erfingi sem er eðlilegt ef um er að ræða alvöru son því að Guð erfir ekki neitt, það gefur enginn Guði eitt eða neitt því að Hann er uppspretta og eigandi alls. 

Steinþór
Við megum til með að meðtaka það sem hann segir okkur, guðdómurinn sem oft er orðað í Biblían bara sem Guð og þá er átt við þrjár persónur. Hann segir það sjálfur á annan hátt en að nota orðið Þrenning.

Það ætti að vera Steinþóri umhugsunarvert að íhuga að Guð segir þetta aldrei. Ef Biblían er orð Guðs til okkar til að opinbera Guð okkur þá ætti það ekki að vera erfitt að segja að Guð er þjár persónur. Ellen White útskýrir Guð og son Hans svona:

„Ritningin gefur skýrt til kynna samband Guðs og Krists og þau sýna persónuleika og sérstöðu hvers og eins eins skýrt. {CCh 76.4}

Guð er faðir Krists; Kristur er sonur Guðs. Kristi hefur verið veitt upphafin staða. Honum hefur verið gerður jafn föðurnum. Öll ráð Guðs opnast fyrir syni hans. “ {CCh 76.5}

Ekkert um að Guð er margar persónur heldur að Guð er faðir Jesú. Takið einnig eftir að Kristi hefur verið veitt tignarstöðu en það gefur enginn Guði neina stöðu, Hann er efstur og enginn gaf Honum þá stöðu.

Steinþór
Þegar Aðvent söfnuðurinn varð til fyrir hundrað og sjötíu árum um það bil, þá komu margir inn í söfnuðinn frá margskonar öðrum söfnuðum og hver kenndi eitt eða annað varðandi guðdóminn.

Hérna vantar Steinþóri að kynna sér aðeins sögu Aðvent kirkjunnar. Kirkjan hafði mjög ákveðinn skilning á Guði og syni Hans. Þau höfðu einning mjög ákveðinn skilning á Heilögum Anda og þegar Kellogg fór að kenna að Heilagur Andi væri persóna eins og Guð og Kristur þá var það krísa í söfnuðinum því það var litið á það sem Kellogg kenndi sem beina árás á trú Aðvent safnaðarins. Út frá því sem Ellen White skrifaði þá voru ótal greinar sem fjölluðu um Guð og son Hans og hvernig deilan mikla byrjaði en hún snérist um að aðeins Jesús fékk fullann aðgang að öllum áformum Guðs og enginn önnur vera og þetta gerði Lúsifer öfundsjúkan. Hérna eru nokkur dæmi um þetta í ritum Ellen White:

Satan var eitt sinn heiðraður engill á himni, næst Kristi. Hans ásjóna var eins og aðrir englar, mild og skein af gleði. Hans enni var hátt og breitt og sýndi miklar gáfur. Hans form var fullkomið; hann bar sig með göfugleika og tign. En þegar Guð sagði við son sinn: „Við skulum gera manninn að okkar mynd“, þá öfundaði Satan Jesú. Hann vildi að leitað yrði til hans varðandi myndun mannsins og þar sem til hans var ekki leitað fylltist hann öfund, afbrýðisemi og hatri. Hann óskaði eftir að hljóta æðstu viðurkenningar á himni næst Guði. {Ellen White, Early Writings, 145.1}


„Slíkir undarlegir hlutir hafa verið að endurtaka verk Satans. Hann hóf stríð á himnum fyrir frama, vann með englunum þar til þeir voru blekktir og ályktaði að þeir myndu stríða gegn Guði. En [tryggu englarnir] myndu ekki gefa eftir því að KRISTUR ÆTTI AÐ VERÐA ÆÐSTUR NÆSTUR VIÐ GUÐ. Og það var stríð á himnum. “ {Ms90-1910.1}

Steinþór
Margir í dag gera sér ekki grein fyrir því að hugtakið um þrjár persónur guðdómsins koma beint frá frumsöfnuðunum.

Steinþór virðist ekki þekkja sögu Þrenningarinnar en hún varð ekki til fyrr en meira en þrjú hundruð árum eftir tíma póstulanna. Til dæmis Tertullian, sem var uppi tvö hundruð árum eftir tíma póstulanna, sá sem fyrst notaði orðið "Þrenning", trúði ekki að Guð væri þrjár almáttugar persónur. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu frumsafnaðarins og hvernig Þrenningin kom inn í kirkjuna þá er hérna fyrirlestur um þetta efni: https://www.youtube.com/watch?v=oHVR4cZXwO0&ab_channel=christianmonotheism

Það ætti að vera umhugsunarvert að það var ekki fyrr en meira sirka þrjú hundruð árum eftir að síðasta rit Biblíunnar var skrifað að kristnir byrjuðu að trúa að Guð væri þrjár persónur.

Steinþór
Hjálpræðisáform er kynnt, að Guðdómurinn sér að það er ekkert betra í öllu sköpunarverkinu á meðal okkar mannanna, sem nú voru fallnir í synd en að kenna þeim hvernig ein persóna guðdómsins, tekur að sér að vera faðir og önnur persóna guðdómsins tekur að sér að vera sonur.

Gaman að vita hvort að safnaðarmeðlimir Boðunarkirkjunnar eru sáttir við þá yfirlýsingu að Jesús er ekki sonur Guðs heldur er þetta hlutverk sem ein af persónum guðdómsins tók að sér. Ef þetta er aðeins hlutverk, er þá ekki blekkjandi að af einni persónu guðdómsins að segja "þetta er minn sonur" þegar viðkomandi persóna er ekki sonur heldur er hann aðeins í hlutverki. Má spyrja hver er tilgangur þessa leikrits?

Ellen White skrifaði töluvert um hvernig hjálpræðis áformið varð til.

„Áður en grunnur jarðarinnar var lagður höfðu faðirinn og sonurinn sameinast í sáttmála um að frelsa manninn ef Satan sigraðist á honum. Þeir höfðu tekið saman hendur sínar í einlægu loforði um að Kristur yrði sjálfskuldarábyrgð fyrir mannkynið. “ {E. G. White, Þrá aldanna, bls. 834}

„Hjálpræðisáætlunin sem faðirinn og sonurinn höfðu mótað mun ná frábærum árangri.“ {E. G. White, Signs of the Times, 17. júní 1903 afgr. 2}

„Fyrir fall mannsins hafði sonur Guðs sameinast föður sínum við að leggja hjálpræðisáætlunina.“ {E. G. White, Review og Herald, 13. september 1906 afgr. 4}

„Faðirinn og sonurinn hafa gert sáttmála til að frelsa heiminn fyrir Krist.“ {E. G. White, The Signs of the Times, 10. október 1892 afgr. 1}

„Í ráðgjöf saman ákváðu faðirinn og sonurinn að Satan ætti ekki að vera óhindraður til að beita grimmum mætti ​​sínum yfir manninum.“ {E. G. White, Selected Messages Vol.18, bls. 345}

Sannleikurinn er sá að hvorki Biblían, né Ellen White tala nokkurn tímann um að persónur guðdómsins tóku að sér hlutverk.

Hebreabréfið 1
8 En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns. 9 Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.

Steinþór les úr Hebreabréfinu til að styðja við Þrenninguna en mér finnst eins og hann er ekki að vanda sig við hvað textinn er þarna að segja. Textinn segir skýrlega að Guð hefur sett son Sinn í hásæti, hefur gert hann framar hans jafningjum vegna þess að sonurinn elskaði réttlæti. Versin segja enn fremur að sonurinn hefur Guð sem passar við það sem Jesús sagði þegar hann sagði: 

Jóhannesar guðspjall 20
17 Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki. Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“

Jesús er Guð í þeim skilningi að hann er eins og Guð, af sama og Guð sjálfur, með alla sömu eiginleika og Guð, alveg eins og synir manna eru mennskir, þannig er sonur Guðs, guðlegur. Ellen White orðaði þetta svona:

„Drottinn Jesús Kristur, eingetinn sonur föðurins, er sannarlega Guð í óendanleika en ekki í persónuleika.“ (Ellen White UL 367)

Þetta þýðir að þegar Biblían talar um Guð þá er hún að vísa til föðurins, að persónan "Guð" í Biblíunni vísar til föðurins. Þar sem Jesús er orðið, þá talar hann fyrir hönd Guðs, eins og Guð sjálfur væri að tala. Ellen White skrifaði mjög skýrt um að eftir syndafallið, þá talaði Guð ekki lengur beint til mannkynsins heldur varð Jesús milligöngu maður milli Guðs og manna.

„Í berum orðum kenndi frelsarinn heiminum að viðkvæmni, miskunnsemi og kærleikur sem hann sýndi manninum, voru eiginleikar Föðurins á himni. Hvaða kenning um náð sem hann bar fram, hvaða loforð um gleði, hvaða kærleiksverk, hvaða guðdómlega aðdráttarafl sem hann sýndi, átti sinn uppruna í hinum eilífa faðir. Í persónu Krists, sjáum við hinn eilífa Guð þar sem Hann tekur þátt í takmarkalausri miskunn við fallinn mann. Kristur klæddi guðdóm sinn með mannkyninu, svo að mannúð hans gæti snert mannkynið" {ST 20. ágúst 1894, afgr. 8}


„Brot þessara laga hafði valdið óttalegum aðskilnaði milli Guðs og manna. Adam var í sakleysi sínu veitt samfélag, beint, frjálst og hamingjusamt, með skapara sínum. Eftir brot hans þá myndi Guð aðeins eiga samskipti við manninn í gegnum Krist og englana (Ellen G. White, Signs of the Times, 30. janúar 1879, ‘The great controverses: The plan of salvation’) {SR 50.3}

“The transgression of that law had caused a fearful separation between God and man. To Adam in his innocence was granted communion, direct, free, and happy, with his Maker. After his transgression, GOD WOULD COMMUNICATE TO MAN THROUGH CHRIST AND ANGELS.” (Ellen G. White, Signs of the Times, 30th January 1879, ‘The great controversy: The plan of salvation’) {SR 50.3}

Steinþór Þórðarson
Við erum hvött af innblásnum orðum að vera ekki að grufla of mikið, of djúpt í leyndardóm Guðs

Hérna grunar mig að Steinþór er að vísa til viðvörunnar sem Ellen White gaf varðandi að reyna að skilja Heilagan Anda. Það var maður á hennar tíma sem hét Chapman og kirkjan neitaði að leyfa honum að starfa fyrir hönd kirkjunnar af því að hann trúði því að Heilagur Andi væri Gabríel. Ellen White skrifaði Chapman til baka og útskýrði fyrir honum að samkvæmt því ljósi sem Guð hafði gefið henni þá hafði hann rangt fyrir sér og hann gæti ekki unnið fyrir kirkjuna nema trúa því sama og kirkjan um hver Heilagur Andi er. Kirkjan á þessum tíma trúði að Heilagur Andi er andi Guðs og andi Krists. Miðað við þetta bréf Ellen White, þá fengi Steinþór ekki að vinna fyrir kirkjuna því hann trúir að Heilagur Andi er enn önnur persóna Guðs, þetta er sama trú og Kellogg hafði en Ellen White kallaði hans trú "alpha of heracy" eða byrjunina á villu trú sem myndi vaxa í eitthvað enn verra. Fyrir forvitna þá eru hérna bréfin tvö: https://www.asitreads.com/blog/2020/7/13/chapman-letter

Steinþór Þórðarson
Hver erum við, vesælir syndarar, þykjast vita eitthvað meira um guðdóminn en það sem er sagt hérna í Biblíunni.

Það ætti þá að angra Steinþór að það þurfti að búa til þó nokkur orð til að útskýra hver Guð er samkvæmt Þrenningunni sem eru hvergi að finna í Biblíunni. Af hverju þurfa þeir sem trúa á Þrenninguna að nota orð eins og Guð sonur, Guð heilagur andi, þríeinn, sam-eilífur og Þrenningin, þegar hvorki Biblían né Ellen White nota þessi orð. Ellen White notaði orðið þrenning aðeins einu sinni og það var til að lýsa þremur syndum eða freistingum heimsins, hún skrifaði: "But beware of that which the old writers called the world’s trinity—the lust of the flesh, the lust of the eyes and the pride of life. - Letters and Manuscripts — Volume 13 (1898)

Gyðingar trúðu ekki á þrí-einan guð á meðan það voru þjóðir í kringum þá sem trúðu á marga guði og þar á meðal þrjá í einum guð. Frum kristni söfnuðurinn trúði ekki á þennan þríeina guð og þegar Guð setur á stofn Aðvent kirkjuna, þá trúði hún ekki heldur á þríeinan guð. 

Bréf Páls til Kólossumann 1
15 Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. 16 Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. 17 Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum.

Steiþór vitnar í Kólossusarbréfið þar sem Jesús er sagður vera "ímynd hins ósýnilega Guðs". Guð er aldrei sagður vera ímynd neins en Jesús er oft sagður vera ímynd Guðs. Ellen White segir frá sýn sem ég tel varpa ljósi á þetta mál, hún skrifaði:

„Ég sá hásæti og á því sátu faðirinn og sonurinn. Ég horfði á svip Jesú og dáðist að yndislegu persónu hans. Persónu föðurins gat ég ekki séð, því ský af dýrðlegu ljósi huldi hann. Ég spurði Jesús hvort faðir hans hefði form eins og hann sjálfur; Hann sagði að hann hefði það, en ég gæti ekki séð það, því að hann sagði: „Ef þú skyldir einu sinni sjá dýrð persónu hans, myndir þú hætta að vera til.“ “(Bréf frá systur Harmon, dagstjörnu, 14. mars 1846 7. mgr.) (EW 54.2}

Þetta bergmálar annað vers sem Steinþór vísar í seinna en mig langar að vitan í það hérna því ég held að það hjálpi til að skilja þetta atriði, en það er vers í fyrra Tímóteusarbréfi, sjötta kafla.

Fyrra bréf Páls til Tímóteusar 6
16 Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Svo hver er það sem Páll segir að sé sá einni hefur ódauðleika? Guð sem býr í ljósi sem enginn maður getur séð. Menn sáu Krist og Ellen White lýsti sýn frá himni þar sem hún sá Krist en gat ekki séð Guð, hún sá aðeins ljós. Þannig að það er aðeins Faðirinn sem hefur ódauðleika enda sagði Jesú að Faðirinn hefði gefið honum líf (Jóhannesarguðspjall 5:26)

Hún skrifaði annað sem er áhugavert varðandi þetta:

„Reiði Guðs hékk enn yfir Adam, en fullnustu dauðadómsins var seinkað og reiði Guðs var seinkað, vegna þess að Kristur gekk til verks að verða lausnari mannsins. Kristur átti að taka reiði Guðs sem í réttlæti ætti að falla yfir manninn .... HIN HEILAGI og ÓENDANLEGI GUD, SEM BÝR Í LJÓSI ÓNÁLGANLEGA, gat ekki lengur talað beint við mannkynið. Engin bein samskipti myndu lengur eiga sér stað milli manns og skapara hans. - EGW - Confrontation bls.19.3

Bréf Páls til Efesusmanna 4
6 einn Guð og faðir allra,
...
13 þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs

Steinþór vitnar í bréf Páls til Efesusmanna, máli sínu til stuðnings þar sem Páll segir að við höfum einn Guð. Páll orðar sömu skoðun annars staðar en orðar það aðeins öðru vísi:

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 8
6 þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann.

Þegar Jesús kenndi gyðingum þá sagði hann að hans faðir væri Guðinn sem þeir tilbáðu og hérna er Páll að endurtaka það, kristnir hafa einn Guð og son Hans. Þrettánda vers talar um hvað hinir kristnu áttu að vera einhuga um en það er þekkingin á syni Guðs sem Steinþór segir ekki vera son Guðs heldur persóna sem hefur titilinn sonur Guðs.

Matteusarguðspjall 28
18 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,

Steinþór vitnar í Matteusarguðspjall en takið eftir hvað Jesús segir, hann segir að allt vald er honum gefið. Það gefur enginn Guði vald, en aftur á móti þá hefur Guð gefið syni sínum allt vald. 

Jóhannesarguðspjall 17. kafli
Þetta talaði Jesús, hóf sín augu til himins og sagði: Faðir! tíminn er kominn; gjör Son þinn dýrðlegan, svo að Sonurinn einnig gjöri þig dýrðlegan,2eins og þú hefir gefið honum vald yfir öllu holdi, svo hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú gafst honum.3En það er eilíft líf, að þeir þekki þig einan sannan Guð og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.

Steinþór vitnar í Jóhannesarguðspjall, 17. kafla en það er eins og hann eigi í vandræðum með að lesa það, kannski af því að versin sem hann er að lesa virðast kenna allt annað en hann er að reyna að sýna fram á. Fyrst sjáum við þarna að Guð gefur Jesú vald og einnig að lífið sem Jesú gefur, var gefið Jesú af Guði. Eins og Ellen White orðaði það að Guð er uppspretta alls og Hann gefur það í gegnum son sinn. Síðan staðhæfir Jesú að eilíft líf er að þekkja föðurinn, hinn eina sanna Guð og síðan við hliðina á Honum, þann sem Hann sendi, Jesú Krist. 

Í þeirri von að enginn misskilji mig þá vil gera nokkur atriði eins skýr og ég get gert þau. Biblían sannarlega kennir að Jesú skapaði alla hluti en hann gerði það sem samverkamaður Guðs. Fyrir okkur er það Jesús sem er uppspretta eilífs lífs en það er vegna þess að Guð gaf Jesú það. Jesú sannarlega er yfir öllum mönnum og jafn Guði en hann er það, vegna þess að Guð gaf honum þá stöðu. Þar sem Jesús er ímynd hins ósýnilega Guðs þá er ótal margar lýsingar á Jesú sem eru alveg eins og Guð en það er ekki öll myndin sem Biblían dregur af Jesú en við þurfum að taka allar lýsingarnar til að fá heildarmyndina af hver Jesú er, ef við viljum kynnast honum.

Það er svo margt sem Steinþór nefndi en ég vona að ég hef svarað því helsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband