12.9.2020 | 14:52
Ræða Steinþórs um Þrenninguna
Nýlega þá hélt Steinþór Þórðarson ræðu í Boðunarkirkjunni um Þrenninguna. Víða um heim þá hafa aðventistar upptvötað að Aðvent kirkjan í dag, trúir öðru um Guð en frum Aðvent kirkjan þegar Ellen White var á lífi. Þeir enn fremur skoða hvað þau trúðu og hafa komist að þeirri niðurstöðu að það er rökréttari og Biblíulegri skilningur en Þrenningar trú Aðvent kirkjunnar í dag. Það er aðal ástæðan fyrir því að Steinþór er að glíma við þetta efni núna. Það er sorglegt að sjá að hann hefur ekki kynnt sér hvað frum Aðvent kirkjan trúði og er ekki að glíma við það í ræðunni. Í ræðunni er hann aðallega að fara yfir þau vers sem þeir sem trúa á Þrenninguna nota til að sannfæra aðra og síðan að berjast við strámenn, einhver trúar atriði sem enginn sem ég veit um, trúir.
Það sem Steinþór hefði átt að vera að glíma við er trú frum Aðvent kirkjunnar sem er eftirfarandi. Það er einn Guð, persónuleg andleg vera, skapari alls, alvitur og almáttugur. Síðan að Guð á son sem gerðist maður og frelsari mannkyns. Heilagur andi er andi Guðs og andi Jesú. Þú getur lesið trúaryfirlýsingu frum Aðvent kirkjunnar hérna: Fundamental Principles
Ég ætla að fara yfir ræðuna og reyna að svara henni eftir bestu getu. Fyrir þá sem vilja hlusta á ræðuna þá er hana að finna hér: https://www.facebook.com/watch/live/?v=751057862399586&ref=watch_permalink
Jesaja 9:6
Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Þegar kemur að Þrenningunni, þá réttilega er gerður skýr munur milli persóna guðdómsins, þ.e.a.s. að þá á ekki að rugla saman persónu föðurins við persónu sonarins. Þannig að hvergi í Biblíunni, er Jesús kallaður eilífðar faðirinn því þá er verið að rugla Honum saman við persónu föðurins. Vandamálið hérna er að versið í Jesaja er ekki nógu vel þýtt, orðið sem þarna um ræðir er "öld", þannig að versið er að segja að Jesús er faðir hinnar komandi aldar eða tíma. Eins og margir aðrir synir, þá verðir sumir þeirra einnig feður og það á við um Jesús, án þess að Hann verður að persónu, síns eigin föðurs.
Steinþór bendir á Hebreabréfið þar sem sonurinn eða Jesús er kallaður Guð.
Hebreabréfið 1
2 En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört.
3 Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.
8 En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.
Hérna er það atriði sem flestir eiga erfitt með en það er að vegna þess að Jesús er sonur Guðs, þá Hans eðli og efni, hið sama og Guðs. Sem sonur Guðs og prins himinsins, þá ber Jesús marga titla sem eiga við bæði Guð faðir og son Hans. Svo já, þarna er Jesús kallaður Guð en það er mikilvægt að skoða samhengið.
- Jesús er sagður verið erfingi (vers 2). Steinþór glímdi aldrei við þetta í ræðunni en Guð erfir ekki neitt, Hann er skapari alls en Jesús er erfingi og marg oft í Biblíunni er talað um hvað Guð hefur gefið Jesú.
- Jesús er sagður verið dýrð Guðs og ímynd Guðs. Allir synir eru í mynd þeirra feðra og hið sama gildir um Jesú, Guð er hið upprunalega og Jesús ímynd Guðs. Kólossusbréfið orðrar þetta svona: "15 Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Kól 1:5. Það væri fáránlegt að segja að einhver er ímynd síns sjálfs.
- Eftir að Guð kallar son Sinn Guð þá segir Hann eftirfarandi: "9 Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.". Hérna er Jesús sagðir hafa Guð, sem er hið sama og Jesús sagði í Jóh 20:17, að Hann væri að fara til Síns Guðs.
- Ástæðan fyrir því að við eigum að tilbiðja Jesús er hérna einnig gefin og hún er sú að Guð hefur svo fyrirskipað, sjá vers 6.
Hérna sjáum við að það er skýr greinarmunur á milli Guðs faðir og síðan Jesú. Þetta segir mér að vegna þess að Jesús er sonur Guðs þá hefur Hann sama eðli og Guð en það er munur á milli, dýrð og máttur Jesús er tilkominn vegna þess að Guð gaf Honum mátt og dýrð.
Jóhannesarguðspjall 1
1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
Ég hef þegar glímt við þetta, að það er hægt að kalla son Guðs, guð en ber að skilja í samhengi við annað sem er sagt um Jesú. Aftur skiptir samhengið máli því aðeins seinna í Jóhannesari 1 kafla sjáum við eitthvað sem varpar ljósi á hvað er þarna i gangi en þar stendur, "18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.". Jóhannes skrifar að enginn hefur séð Guð nema sonurinn og sonurinn hefur birt Guð. Þetta kann að virka mótsagnakennt eða flókið en fyrir mig er lausnin einfaldlega sú að það er hægt að kalla Jesú Guð í þeim skilningi að Hann sonur Guðs en ekki Guð sjálfur því þá væri Jesús, sinn eigin sonur.
Bréf Páls til Kólossumann 2
9 Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega.
Næst bendir Steinþór á vers í Kólossusbréfi þar sem talað er um að í Jesú býr öll fylling guðdómsins. Enginn ágreiningur þar en aftur þá þarf að taka samhengið til að fá sem skýrustu mynd af þessu. Rétt áður en Páll skrifar þetta þá hafði hann skrifað þetta: "19 Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa". Ástæðan fyrir því að í Jesú býr öll fylling guðdómsins er vegna þess að Guð vildi það.
Steinþór bendir á Jesaja 44 og segir að þarna er Jesús að tala.
Jesaja 44:6
Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég. 7 Hver er sem ég _ hann segi frá því og sanni mér það _ frá því er ég hóf hina örgömluþjóð? Látum þá kunngjöra hið ókomna og það sem verða mun! 8 Skelfist eigi og látið eigi hugfallast. Hefi ég ekki þegar fyrir löngu sagt þér það og boðað það? Þér eruð vottar mínir: Er nokkur Guð til nema ég? Nei, ekkert annað hellubjarg er til, ég veit af engu öðru.
Ég sé ekki í textanum neitt sem sýnir að þarna sé Jesús að tala. Slíkt myndi að minnsta kosti koma gyðingum, mjög í opna skjöldu. Það eina sem angrar mig hérna er Guð segir að það er enginn annar Guð til nema Hann. Ef að Þrenningin væri sönn þá byggist ég við því að lesa eitthvað um að Guð væri við, nokkrar persónur en ekkert slíkt er að finna, hvorki í Gamla né Nýja Testamentinu. Við getum séð glitta í Jesú, í Gamla Testamentinu og margir rabbínar hafa í gegnum aldirnar bent á að það er eins og það eru tveir sem bera nafnið Jehóva, að stundum talar Engill Drottins og Hann sé Guð. Mín besta tilraun hingað til, til að skilja þetta er að það er aðeins einn Guð, eins og Jesús sagði beint út við Föður sinn "þú ert hinn eini sanni Guð". Það er sömuleiðis aðeins einn, sem er bókstaflega sonur Guðs, kemur af Guði sjálfum og það er Jesús. Páll orðaði þetta svona: "Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús" - 1 Tím 2:5. Ef að hjón eru að skilja og þau vilja þriðja aðila til að vera þeirra meðalgangari, þá getur hvorki eiginkonan, né eiginmaðurinn verið þessi meðalgangari. Hið sama gildir um þessa setningu Páls, eina leiðin til að þessi setning Páls sé vitræn er að Guð er vera og Jesús er önnur vera sem er þessi meðalgangari.
Steinþór - þeir geta alveg eins orðið hólpnir þó þeir hafa ekki allan sannleikann, nema við þurfum að hafa Jesús Krist. Það er sáralítið sagt um Föðurinn í Biblíunni.
Nokkur atrðii hérna, Jesús sagði að eilíft væri eftirfarandi: Jón 17:3 "En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.". Hérna segir Jesús beint út að eilíft líf felst í því að þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem Hann sendi, þ.e.a.s. Jesús Krist. Svo þótt ég sé sammála um að margir verða hólpnir sem hafa ekki allann sannleikann því að eilíft líf er ekki að svara helling af spurningum rétt en þetta efni, hver Guð er, samkvæmt Jesú þá er það mjög mikilvægt og Hann segir að það snúist um að þekkja Guð og þekkja Jesú.
Gamla Testamentið fjallar mjög mikið um Guð og ég get ekki séð hvernig nokkur gæti haldið því fram að það sé ekki pottþétt verið að tala um Föðurinn. Ég sé glitta í Jesú, víða í Gamla Testamentinu, aðallega sem engil Drottins sem stundum tekur upp nafnið "Jehóva" og annað gott dæmi er í Daníelsbók þar sem við sjáum mannson eða Jesú, koma fram fyrir Guð og þiggja af Guði ríkidæmi. Nýja Testamentinu aftur á móti fjallar aðallega um Jesú en jafnvel þá, þá segir Jesús að Hans tilgangur er að sýna heiminum Faðirinn. Þannig að þessi undarlega fullyrðing að Biblían fjallar lítið um Faðirinn stendst engan veginn.
Steinþór: Heilagur Andi hefur það hlutverk að kenna, leiðrétta,hjálpa... og Heilagur Andi er sagður vera Guð.
Sumir segja að Heilagur Andi sé ekki persóna af því að hann er andi.
Ég veit ekki um neinn sem trúir því að Heilagur andi sé ekki persóna, svo hérna er Steinþór að glíma við strámann. Rétta spurningin er "hvaða persóna er Heilagur andi". Mig langar að vitna í gamla grein þar sem aðventisti er að útskýra Heilagan anda, áður en trú kirkjunnar breyttist.
"The Holy Spirit IS THE MIGHTY ENERGY OF THE GODHEAD, THE LIFE AND POWER OF GOD FLOWING OUT FROM HIM to all parts of the universe, and thus making living connection between His throne and all creation. As is expressed by another: The Holy Spirit is the breath of spiritual life in the soul. The impartation of the Spirit is the impartation of the life of Christ. [Desire of Ages, page 805] IT THUS MAKES CHRIST EVERYWHERE PRESENT. To use a crude illustration, just as a telephone carries the voice of a man, and so makes that voice present miles away, so the Holy Spirit carries with it all the potency of Christ in making Him everywhere present with all His power..."
Questions and Answers Vol. I
Mín tilraun til að þýða þetta:
Heilagur Andi er hin máttuga orka guðdómsins, líf og kraftur Guðs sem flæðir frá Honum til allra parta alheimsins, og býr þannig til lifandi tengingu milli Hans hásætis og alls sköpunar. Eins og er tjáð af öðrum: "Heilagur Andi er andardráttur hins andlega lífs í sálinni. Það er miðlun Andans sem er miðlun lífs Krists" [Þrá aldanna, bls 805]. Það gerir þannig Krist alls staðar nálægan. Til að nota grófa líkingu, alveg eins og sími ber rödd manns, og gerir það þannig að rödd sé nálægð þó langt í burtu, þannig ber Heilagur Andi styrkleika Krists og gerir Hann þannig alls staðar nálægan með Hans krafti.
Heilagur Andi er semsagt persóna en persónan sem hann ber er persóna Föðurins og Sonarins. Við sjáum þetta til dæmis í Rómverjabréfinu, Róm 8:9 "En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans." Hérna sjáum við Heilagan Anda sem anda Guðs og anda Krists.
Steinþór, vitnar í 1. Mósebók: 1:26 "Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss"
Eins og svo margir að aðhyllast Þrenninguna þá vill Steinþór meina að af því að þarna er fleirtöluorð, að þá sé það eitthvað sem styður Þrenninguna. Vandamálið er að fleirtöluorð eiga líka við þegar um er að ræða tvo. Svona fjallar Ellen White um þetta vers:
The Father and the Son engaged in the mighty, wondrous work they had contemplated, of creating the world.
...
They had wrought together in the creation of the earth and every living thing upon it. And now God says to [25] his Son, "Let us make man in our image. - Ellen White, Spiritual Gifts vol. 1, pg 17
Mín þýðing:
Faðirinn og sonurinn voru í því volduga, stórkostlega verki sem þeir höfðu áformar, að skapa heiminn.
Þeir höfðu komin saman að sköpun jarðarinnar og sérhverri lifandi veru. Og nú sagði Guð við Son sinn, "við skulum gera mann í okkar mynd".
Þannig að það er hægt að skilja að Guð hafi sagt "við" á þann hátt að Guð var að tala við son sinn. Nýja Testamentið segir skýrt að Jesús kom að sköpun heimsins, að Guð skapaði í gegnum Jesú. Eftir að Guð segir þetta, þá skapar Hann Adam og Evu. Hann skapar tvö og er ekki áhugavert að Eva kemur af Adam, er tekin úr faðmi Adams. Alveg eins og við lásum hérna rétt áðan í Jóhannesarguðspjalli, að sonurinn er í faðmi föðurins.
Steinþór: Svo virðist sem ákveðin verkaskipting hafi átt sér stað milli aðila Guðdómsins í ljósi hjálpræðis Guðs, syndurum til bjargar frá eilífum dauða. Guð tók að sér hlutverk Föðurins. Jesús tók að sér hlutverk Sonarins. Heilagur Andi gerðist Kennarinn.
Hérna er Steinþór að segja að Guð er ekki alvöru faðir heldur er þetta hlutverk sem hann hefur tekið að sér. Ég segi að Biblían gefur ekkert slíkt til kynna, miklu frekar sé ég að orðin faðir og sonur eru notuð til að lýsa því raunverulega sambandi sem er milli Guðs og Jesú. Ég er forvitinn að vita hve margir aðventistar eða meðlimir Boðunarkirkjunnar séu sáttir við þá hugmynd að þarna séu tvær persónur, jafn gamlar og jafn valda miklar og faðir og sonur, eru aðeins hlutverk sem þessar persónur eru að leika. Hver er tilgangur Guðs að nota þessi orð ef raunveruleikinn er allt annar?
Steinþór: Önnur persóna guðdómsins tók mikla áhættu með þessu, því hann hefði getað fallið fyrir freistingum Satans.
Það er mjög erfitt að sjá hvernig það sé hægt að einn þriðji Guðs gæti í alvörunni dáið. Flestir sem aðhyllast Þrenninguna sjá að aðeins líkami Krists hafi dáið en ekki að ein persóna Guðs hafi dáið í alvörunni. Enda ef að eins og Steinþór segir, að Jesú hefði fallið, hefði þá Guð verið aðeins tvær persónur? Biblían segir að Guð getur ekki dáið, að Guð er ódauðlegur. Lausnin er einföld, Jesús er sonur Guðs og af því að Jesús er jafn Guði að þá gat Hann borgað gjald syndarinnar og raunverulega dáið. Gat raunverulega tekið áhættu og sett Sína tilvist í hættu. Einn af frumherjum Aðvent kirkjunnar skrifaði ýtarlega um hvernig Þrenningin skemmir réttlætingu Krists á krossinum, sjá: THE DOCTRINE OF A TRINITY IS SUBVERSIVE TO THE ATONEMENT BY J. H. WAGGONER
Steinþór, vitnar í Jóhannes 16:7 "En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar. 8 Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur"
Hérna er vandamál fyrir þá sem trúa á Þrenninguna sem er, þýðir þetta að þegar Jesús var á jörðinni, þá var Heilagur Andi, hvergi á jörðinni! Var Heilagur Andi, ekki með neinum manni á jörðinni, ekki fyrr en Jesús fór aftur til himins? Við þurfum ekki að lesa mikið í Nýja Testamentinu til að sjá að Heilagur Andi er að störfum þegar Jesús er á jörðinni svo þessi vers geta ekki þýtt það.
Lausnin er að Jesús er að tala um Sinn eigin anda, að á meðan Jesús lifði sem maður á jörðinni þá var Hans andi bundinn Hans líkama. En þegar Jesús fór til Föðurins, þá án þess að vera hlekkjaður við mannslíkama, gat Hann sent anda sinn til fylgjenda sinna. Þegar Jesús var á jörðinni þá var andi Guðs líka á jörðinni, persóna Jesú var þá í anda Guðs heldur var það aðeins Föðurinn. Þess vegna segir Jesús, eftir að hafa talað um hjálparann, að Hann sjálfur muni koma til lærisveinanna eins og stendur í Jón 14:18 "Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar." og aftur aðeins seinna "23 Jesús svaraði: "Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.". Sem sagt, Heilagur Andi gerir sér bústað meðal fólks Guðs og þannig er Guð og Jesú þeim nálægur.
Steinþór, vitnaði í Matteus 28:18 "Jesús gékk til þeirra og talaði við þá og sagði "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu"
Það gefur enginn Guði eitt eða neitt, Guð er uppspretta alls, en aftur og aftur segir Jesús að Guð hafi gefið Honum eitthvað og í þessu tilfelli er það allt vald.
Steinþór, vitnaði í Jóhannes 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf
Steinþór, getið þið ímyndað ykkur kærleika þessarar persónu guðdómsins, hann fórnaði syni sínum vegna okkar.
Það er mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steinþór hikar þarna, það er eins og hann er uppgvöta á meðan hann er að tala að það sem hann er að segja er alveg glórulaust. Steinþór þarf að lesa Þrenninguna inn í textann og út frá því þá er textinn að segja að því að svo elskaði ein af persónum guðdómsins heiminn, að hún gaf aðra persónu guðdómsins svo að hver sem trúir á þá persónu, mun ekki glatast. Eitt fallegasta vers Biblínnar, orðið að einhverjum skrípaleik. Steinþór segir að þessi persóna hafi gefið son sinn en það er eins og orðin eiga erfitt með að yfirgefa munninn því að hann var nýbúinn að útskýra að þetta eru aðeins hlutverk sem persónur guðdómsins eru að leika. Samkvæmt hans trú, þá er enginn að gefa neinn son heldur er ein persóna að senda aðra persónu til jarðarinnar.
Hversu miklu skiljanlega er það þegar maður heldur sig við orð Biblíunnar og einfaldlega les þarna að Guð elskaði heiminn að Hann gaf son sinn. Ellen White fjallar um þetta í einum af hennar bókum en hún skrifaði eftirfarandi:
In all the universe there was BUT ONE WHO COULD, in behalf of man, satisfy its claims. Since the divine law is as sacred as God Himself, ONLY ONE EQUAL WITH GOD could make atonement for its transgression. Ellen G. White, Patriarchs and Prophets, page 63
Mín þýðing: "Í öllum alheiminum, þá var aðeins einn sem gat, fyrir hönd mannsins, uppfyllt kröfurnar. Af því að lög guðs eru eins heilög og Guð sjálfur, þá gat aðeins sá sem er jafn Guði, friðþægt fyrir brot á þeim.
Ef að guð er samsettur úr þremur persónum, af hverju var þá aðeins ein af þeim sem gat borgað gjald syndarinnar? Ef við skoðum þetta út frá trú frum Aðvent kirkjunnar að þá eru aðeins tvær verur sem tilheyra guðdómnum, Guð og sonur Hans. Guð gat ekki dáið því að Guð er uppspretta alls, Hann getur ekki dáið. Jesús aftur á móti er sonur Guðs, eins og Jesús sagði sjálfur að þá fékk Hann sitt líf frá Guði. Af því að Jesús gat dáið og af því að Jesús er jafn Guði var Hann sá eini sem gat borgað gjald syndarinnar.
Ég ætla að láta þetta duga, það er meira sem hægt væri að fara yfir úr ræðu Steinþórs en þetta er þegar orðið frekar langt. Hlakka til að sjá næstu ræður Steinþórs þar sem hann glímir við þetta efni, ég mun vonandi hafa tíma til að svara þeim líka.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt 22.10.2020 kl. 23:34 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar og áhugaverðar pælingar hér. Því miður er töluvert um presta sem geta ekki alveg skilið Guðdóminn. En svona blogg eru vonandi eitthvað að hjálpa fólki að skilja trúnna, enda stutt í það að allur skilningur ÞARF að vera réttur. Takk fyrir þetta Halldór.
Loncexter, 11.10.2020 kl. 09:50
Ef Jesús var til þá var hann Gyðingur, hann var maður en ekki Guð, Guð er ekki persóna frekar en Arfinn í Kirkjugarðinum, hann er allt og hann er ekkert. Að telja manninn Jesú Guð er fjölgyðistrú og að dýrka Krossa og Maríu Mey styttur er skurðgoða dýrkun.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 16.10.2020 kl. 22:15
Takk fyrir það Loncexter, já, ég trúi að endurvakning er framundan og réttur skilningur á Guði er lykillinn að því.
Mofi, 20.10.2020 kl. 20:25
Nýja Testamentið er skýrt og fullyrðir að Jesús sé sonur Guðs. Ég trúi að Guð sé persóna enda get ekki séð hvernig eitthvað afl sem er ekki persóna, getur orsakað tilvist persónu, og í okkar tilfelli, miljarða einstaklinga.
Mofi, 20.10.2020 kl. 20:27
GUÐ:
GUÐ ER ANDI, Hann einn er GUÐ.
Guð er "ÉG ER".
Guð er Upphafið og Endirinn.
Guð er "Faðirinn", Guð er "Sonurinn" og Guð er "Andinn Heilagi", sami Guð, þarna í þremur hlutverkum.
Hann er Andinn Heilagi sem gat Jesú í líkama Maríu. Hann talaði og það varð (engin kynmök), og er því faðir líkama Jesú.
Jóh. 4:24: Guð, Skapari himins og jarðar, er Andi ( ekki sál ? ). Hann hefur öll skilningarvit, alla eiginleika og alla hæfileika og allt vald, er ÆÐSTA PERSÓNA ALLRAR TILVERU.
Guð er Andinn, sem bjó og býr, í líkama Jesú Krists og Hann er Andinn heilagi, sem kom til jarðar eftir að Jesús fór upp til himins. Guð getur verið hvar sem Hann vill, hvenær sem Hann vill og allsstaðar ef Hann vill.
Guð stjórnar.
Guð talar.
Guð elskar.
Guð gleðst.
Guð hlær.
Guð hirtir.
Guð refsar.
Guð vill: Op. 4:10
Guð áætlar.
Guð hugsar.
Guð skynjar.
Guð finnur til.
1 Móse 1:
Guð segir.
Guð sér.
Guð greindi.
Guð kallaði / gaf nafn.
Guð gjörði.
Guð staðsetti.
Guð skapaði.
Guð blessaði.
Guði sárnar.
Guð hatar.
1 Móse: 1:26-...skapaði manninn eftir "sinni mynd" til samfélags við sig. Og þar sem Guð er andi, liggur það ljóst fyrir, að það af manninum, sem Guð gerði í Sinni mynd, er andi, og í mínu tilviki er það persónan "þessi ég sem ég er". Guð var búinn að skapa alla menn fyrir fæðingu þeirra, þ.e.a.s. anda þeirra, persónuna "ég", þar sem hver og einn var tilbúinn að fara í þann líkama, sem Guð hafði fyrirbúið honum við fyrsta andardrátt viðkomandi einstaklings. Þegar svo menn kveðja þetta líf, verður aðskilnaður milli anda og líkama (hinn svokallaði svefn) hinn fyrri dauði. Hinn annar dauði, er hinn endanlegi aðskilnaður milli Guðs og þeirra manna, sem dáið hafa í syndum sínum, en sá aðskilnaður verður á "degi dómsins", þar sem Guð dæmir í málum allra manna eftir að hafa kallað alla líkami út úr gröfunum og sett hvern anda í sinn líkama og síðan birt hverjum og einum sinn dóm.
Allt tal um að sál sé eitthvað það þriðja í manninum, er skýrt lýst í sköpunarsögu mannsins, sem er, að þegar Guð tengdi saman líkama og anda (þennan ÉG), varð viðkomandi einstaklingur SÁL. Ekki þríeinn heldur EINN. Ein persóna.
Allir Andar eru persónur (þessi ÉG sem hver og einn er).
Fram að "Dómsdegi" verður Paradís "geymslustaður" fyrir þá sem dáið hafa í trú á Jesú og Helja "geymslustaður" fyrir þá sem dáið hafa í syndum sínum. Eftir Dómsdag fara þeir, sem dáið hafa í trú á Jesú, til þeirra vistarvera sem Hann hefur útbúið þeim, og þeir, sem dáið hafa í syndum sínum, til þeirra vistarvera sem Hann hefur útbúið þeim, þar sem þeir verða aðskildir frá Skapara sínum og Lífgjafa, um eilífð. Þessi "ég", sem skapaður er í Guðs mynd, er því eilífðarvera sem deyr aldrei. Hver og einn á kost á tveim stöðum til að vera á í eilífðinni og það er í dag sem valið er í boði.
Gunnar Ingvi Hrólfsson, 30.11.2020 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.