Erum við að sjá endalok tjáningarfrelsisins í Bandaríkjunum?

Það er sorglega fyndið að sjá árás á tjáningarfrelsið undir þeim formerkjum að það er réttur neytanda að ekki þurf að heyra eitthvað sem hann gæti verið ósammála. Fólk augljóslega hefur val um að lesa eða ekki lesa það sem er á Facebook. Kúgun kemur oft í undarlegustu myndum því að sá sem vill kúga annað fólk, vill oftast mála sig sem góða gæjann og í alvarlegri tilfellum, trúir hann því að hann sé góði gæjinn. 

Þetta fólk reynir að setja þetta þannig upp að Trump er eins og einræðisherra þegar raunveruleikinn er sá að það er verið að ráðast gegn hans tjáningarfrelsi og ef þessi valdablokk getur þaggað niður í forsetanum, þá á litli gaurinn enga von gagnvart slíkum völdum.

Mér finnst augljóst að í heiminum í dag, er stríð gegn tjáningarfrelsinu. Ef fólk segir eitthvað sem er ekki í samræmi við pólitíska rétthugsun á það á hættu að vera rekið úr vinnu eða skóla. Margir sem hafa notað Youtube sem starfsvettvang og gengið vel hafa verið gerðir útlægir þaðan vegna skoðanna sinna og nú er Facebook byrjað að ritskoða og það er ekki tilviljun að það er að gerast rétt fyrir kosningar. Í mínum augum hefur almenningur aðeins eina leið til að komast að því hvað er raunverulega að gerast í gegnum venjulegt fólk á samfélagsmiðlum því að einhver valdaöfl hreinlega ráða öllum þessum venjulegu fréttaveitum.

Við lifum á forvitnilegum tímum og fyrir mitt leiti er margt ógnvænlegt á sjóndeildarhringnum.


mbl.is Ekki nóg gert til að vernda notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í dag sá ég frétt um að einhver starfsmaður Boeing hefði misst vinnuna vegna þess að fyrir 33 árum sagði opinberlega að hann teldi óheppilegt að konur væru orrustuflugmenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2020 kl. 20:21

2 Smámynd: Mofi

Já, ég heyrði af því. Þetta er búið að vera að gerast út um allt en við heyrum aðeins brot af því. Ég hafði gaman af því að hlusta á þessa tvo tala um þetta en þeir fjalla um mörg svona dæmi: https://www.youtube.com/watch?v=bwenjYXdMzk

Mofi, 10.7.2020 kl. 21:55

3 Smámynd: Óli Jón

En Trump er illgjarnasti og markvissasti raðlygari sögunnar sem ekki aðeins lýgur um ómerkilega hluti eins og að honum hafi verið boðið í síðasta þátt Ópru eða að hann sé snjallasti maður sem uppi hefur verið, heldur lýgur hann t.d. um vöxt og viðgang kórónaveirunnar sem er grafalvarlegt heilbrigðis- og samfélagsvandamál. Ef einhvern tíma ætti að þagga niður í einhverjum, þá er það Trump því þetta er einn hættulegasti maður sem samtíminn hefur alið af sér. Málið er hins vegar að Trump hefur, því miður, ekki verið ritskoðaður að því marki að niðurgangnum úr honum er ekki eytt heldur hafa í örfá skipti verið settar leiðréttingar þegar hann fer með hættulegar lygar og þvætting. Höfum í huga að slíkt þyrfti að gera við flest það sem hann lætur frá sér fara, en er því miður ekki gert. Vandamálið er nefnilega að það er stór hópur vesalings einfeldninga sem tekur mark á því sem hann ælir út úr sér og í því liggur hættan. Þetta fólk er fórnarlömb mesta og illgjarnasta lygara mannkynssögunnar þar sem hann hefur náð að klórþvo innan úr þeim alla skynsemi og sjálfstæða hugsun. Eftirfarandi myndskeið sýnir hina gangandi vitgrönnu, youtube.com/watch?v=NzDhm808oU4, sem munu þurfa að gjalda fyrir vitsmunalegan viðrekstur Trump í samfélagi manna í marga áratugi.

Óli Jón, 25.10.2020 kl. 10:06

4 Smámynd: Mofi

Leitt að heyra Óli að það er búið að heilaþvo þig. Ég veit ekki um neina lækningu við því svo maður verður bara að bíða og vona. Skonda við myndanbandið sem þú deildir er að það minnir mig á viðtöl við Biden. Að vísu virkar það grimmt, en það er náttúrulega grimmt að tefla fram Biden sem greinilega glímir við alvarlega elliglöp. Prófaðu frekar að fara yfir hvað Trump hefur raunverulega gert en ekki það sem fjölmiðlar segja þér að hann hafi sagt, kannski það gæti hjálpað þér.  Hérna er ágæt yfirfer yfir hvað Trump gerði síðustu fjögur ár: https://www.youtube.com/watch?v=FcQRWgxCYdE&ab_channel=BenShapiro

Mofi, 2.11.2020 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband