Eins manns lygi er annars manns sannleikur

Þegar Hitler var við völd þá stjórnaði hann öllum fjölmiðlum svo að skoðanir sem voru á móti hans pólitík og gyðinga áróðri voru kæfðar niður. Ef að Facebook hefði verið til á tímum nasista þá hefðu þeir örugglega gert allt sem þeir gætu til að sjá til þess að aðrar skoðanir væru kæfðar í fæðingu. Líklegast hefðu þeir fylgst með samfélagsmiðlum og svo læst fólk inni sem hefðu rangar skoðanir.

Minn punktur með þessu er að frelsið er það sem er yndislegt og nauðsynlegt því oftar en ekki, er það einmitt hinn sterkari, sá sem að vill kúga annað fólk, sá sem er líklegastur til að þagga niður í þeim sem andmæla kúguninni og haturs áróðrinum. Í síðustu kosningum í Bandaríkjunum þá sáum við alla fjölmiðla taka afstöðu á móti Trump, ásamt Hollywood eins og það lagði sig. Sem var kaldhæðnislegt því að Trump var vel liðinn í Hollywood og hafði komið fram í slatta af myndum. Núna er eins og þeir sem stjórna fjölmiðlum eru engan veginn sáttir við að það er til vettvangur þar sem einhverjir aðrir en þeir geta tjáð sig.

Næstu kosningar þá mun að öllum líkindum, alls konar pólitískar skoðanir heyrast á Facebook og Youtube þótt að aðal fréttaveiturnar munu ala á hatri á Trump. Mitt áhyggjuefni eru þar næstu kosningar, hvort að þá munu þessu öfl sem þegar stjórna fjölmiðlum í dag, ná að stjórna Facebook og Youtube og þá þótt að það verði tjáningarfrelsi, þá verður það lítils virði því það heyrir enginn í þeim sem eru með aðrar skoðanir en það sem búið er að ákveða fyrir fjöldann að sé rétt.


mbl.is „Facebook hefði leyft Hitler að kaupa auglýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband