Vandamál góða fólksins er að það er vitlaust

Ég veit að þetta fólk meinar vel en það virðist vera óþægilega fáfrótt. Það virðist einnig hafa dágóðan skammt af mikilmennsku brjálæði og sannfært um að það sé margfalt betra en annað fólk. Í þessu tilfelli þá er um að ræða að gera trú meira en miljarðs fólk glæpsamlega. Ef einhver vill gera sig að fífli þá er það svo sem í góðu lagi en í þessu tilfelli er góða fólkið að láta heilu þjóðirnar út fyrir að vera hóp af fáfróðum vitleysingum. 

Oftar en ekki finnst þessu góða fólki í lagi að afhausa börn og henda þeim í ruslið af því að það er enn staðsett í legi móðurinnar en finnst umskurn alveg hræðileg. Þetta fólk er einfaldlega kolgeggjað.  Tökum t.d. að það kom Silju Dögg á óvart að rabbínar sæu eitthvað að þessu frumvarpi, sjá: Bjóst ekki við viðbrögðum frá rabbín­um  Já, það kom henni á óvart að fólk í útlöndum lætu sig varða trúarofsóknir á Íslandi.  Ég hef ekkert voðalega gaman af því þegar Ísland ratar í heimsfréttirnar fyrir að hafa vitleysinga á alþingi, sjá: ICELAND ANGERS JEWISH AND MUSLIM LEADERS OVER PROPOSAL TO BAN INFANT MALE CIRCUMCISION

Í þessu þá kemur líka í ljós ákveðið vandamál sem Ísland glímir við sem er vanþekking á öðrum menningarheimum. Það segist vilja fjölmenningu en síðan vill gera aðra menningu glæpsamlega. 

Það virkilega vonda við þetta allt saman er þessi löngun góða fólksins til að stjórna öðrum. Að geta ekki virt að aðrir hafa aðra skoðun og vilja ekki hlíða vitleysunni sem veltur upp úr þessu fólki.

Megi Guð forða okkur frá góða fólkinu, hver veit hvað því dettur í hug næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband