Besti morgunverðurinn til að grennast

Ég hef verið að prófa að borða aðeins tvær máltíðir á dag eins og Ellen White, spámaður Aðvent kirkjunnar mælti með fyrir hundrað árum síðan. Því miður þá þyrfti ég að hlusta á einhvern líkamsræktar sérfræðing sem útskýrði af hverju það væri best að sleppa morgunmat til að ég prófaði þetta sjálfur. 

Fyrir mig var þetta auðvelt því að ég er sjaldnast í skapi að borða á morgnanna, er ekki svo svangur, er vanalega að flíta mér í vinnuna svo að sleppa morgunmatnum var mjög auðvelt. Aðal atriðið samt er ekki að sleppa morgunmat heldur að borða tvær máltíðir og ekki borða á milli mála.  Ef þú blandar þessu saman við að sleppa sykri þá ertu að gera mjög góða hluti.  Mín rútína núna er að sleppa morgunmat og svo fá mér smoothie í hádegismat. Ef einhver veit um gott íslenskt orð yfir smoothie þá væri gaman að fá að heyra það.  Þessi "hræringur" inniheldur vanalega blöndu af gulrótum, appelsínum, eplum, valhnetum, kíví og kókosmjólk. Stundum bæti ég við mangó og slíkum ávöxtum við.  

Sumir hafa áhyggjur af sykrinum sem ávextir innihalda, ég er ekki einn af þeim. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að búa til blöndu sem er ekki góð á bragðið og þá hætti ég að nenna að fá mér svona hollt í hádegismat.

Ég er ekki góður að útskýra hvað er að gerast í líkamanum þegar maður fastar en fyrir neðan er myndband sem útskýrir hvað er að gerast fyrir þá sem hafa áhuga.

 


mbl.is Sjö atriði sem þú ættir að forðast á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband