Að allir vinna jafn lengi er stórfurðulegt

Að við skulum hafa vinnuviku sem er upp á sirka 40 tíma er stórfurðulegt fyrirbæri. Það er algjörlega órökrétt að fólk sem vinna ólík störf vinni samt jafn lengi. T.d. það eru ótal rannsóknir sem sýna fram á að fólk sem vinnur við störf sem þurfa að hugsa mikið, leysa vandamál og svo framvegis að það vinnur betur ef það vinnur styttra. Það er mis mikið hægt að leggja á manneskju sem vinnur andlega vinnu og manneskju sem vinnur líkamlega vinnu. Einnig þá er nokkuð augljós að sum líkamleg vinna þarf meiri hvíld en önnur. Það er eins og aðeins þegar þetta er spurning um líf og dauða að þá er hægt að breyta þessum heilögu 40 tímum eins og tilfellum flugmanna. 

Lausnin er samt ekki fólgin í því að eitthvað yfirvald ákveði að stytta vinnuvikuna; þetta á auðvitað að vera frjálst val fyrirtækja.

Það er margt sem ég tel að myndi gerast ef að fólk ynni t.d. aðeins fjóra daga í viku sem myndi auka framleiðni þegar á liði.  Fólk hefði meiri tíma til að endurmenna sig, fara á námskeið, taka námskeið á netinu, lesa bækur í sínu fagi og svo framvegis.  Símenntun hefur síðan aldrei verið mikilvægari en í dag og það mun aðeins aukast.

Hvernig má það vera að um 95% af mannkyninu var að vinna við landbúnað, að afla fæðu en í dag er það í kringum 5% en samt eru allir að vinna á miljón!  Það einfaldlega getur ekki verið þörf á öllu þessi striti.

Ágætis grein um styttri vinnu viku, sjá: Does A 4-Day Workweek Yield More Productivity?


mbl.is Vill stytta vinnuviku Reykvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband