Ekki alveg samkvæmt spám loftslagshlýnunar

Einu sinni gerði Al Gore tilraun til að hræða mannkynið með sínum spáum um hversu ógurlegar breytingar væru framundan vegna áhrif manna á umhverfið, allt átti að hlýna gífurlega. Hann talaði til dæmis um hvernig Norður póllinn yrði án ís í kringum 2014 en augljóslega þá hefur það ekki gerst. Hið fyndna er að það urðu litlar sem engar hitabreytingar eftir að myndin hans Al Gore "An Inconvenient Truth" kom út. Þá var breytt um taktík og talað um loftslagsbreytingar frekar en hlýnun.  Þegar kenningin getur spáð fyrir auknum hita eða auknum kulda þá er augljóslega lítið gagn í slíkri kenningu og ekki mikið sem gefur til kynna hvort hún sé sönn.  Al Gore var með fleiri spár eins og að fjallið Kilimanjaro yrði snjólaust í kringum 2014 en það hefur ekki ræst.  Hann sagði að hitabylgjur eins og sú sem drap 35.000 manns í Evrópu yrðu fleiri og enn skæðari, það hefur ekki ræst. 

Það væri frábært ef að mannkynið gæti hætt þessu tilgangslausa rifrildi og sameinast um það sem allir geta verið sammála um, loftmengun í borgum er óásættanleg og við verðum að leysa það vandamál. Einnig er rusl mengun mannsins, aðallega plastið sem við hendum er að skaða lífríki jarðar og við þurfum að leysa það. 

Hérna eru nokkur góð myndbönd um hvað er þessu rifrildi um loftslagshlýnun.


mbl.is Skjaldbökurnar stjarfar í kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Við verðum endilega að kaupa meiri olíu til þess að aumingja prinsarnir þurfi ekki að fara að borga skattayell: Hand­tóku ell­efu prinsa 

Hörður Þormar, 7.1.2018 kl. 13:59

2 Smámynd: Mofi

Við þurfum endilega að fjölga rafmagnsbílum hérna á Íslandi, aðalega í Reykjavík til minnka loftmengunina. Ef að þessir prinsar eru að mótmæla óréttlæti þá fá þeir prik fyrir það og vonandi stuðning af vesturlöndunum.

Mofi, 7.1.2018 kl. 14:45

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að Íslendingar gerðu eitthvað í þeirri mengun sem þeir geta gert eitthvað gagn í og hætti að dæla kúk, hlandi og öðru sóðalegu skólpi í hafið og hætti einhverju skattarugli sem á að hjálpa loftslagsmengun og allir heilbrigðir menn og konur vita að gengur ekki upp.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2018 kl. 18:27

4 Smámynd: Mofi

Já, ég hefði meira álit á að gera eitthvað í svona mengun sem er sjáanlega af hinu slæma en þessi endalausa hlýnun sem er miklu erfiðara að sanna og erfiðara að leysa. Tökum t.d. megnið af mannkyninu er langt frá þeim staðli sem við hérna á vesturlöndum lítum á sem sjálfssagðan hlut. Ef að þetta fólk á komast út úr sárri fátækt þá þarf orku til þess. Það er kannski hinn leynda ástæða bakvið þennan endalausa áróður um hlýnun jarðar, það er fólk sem vill ekki sjá að miljarðar manna sem býr við sára fátækt nái að klóra sig út úr því.

Mofi, 7.1.2018 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband