Er þetta heiðarlegur fréttaflutningur?

Alltaf þegar menn segja sögur þá skiptir máli hvað er valið að segja frá og hvað er valið að sleppa. Einnig skiptir máli hvernig er sagt frá en tóninn og orða valið getur einnig gefið til kynna eitthvað sem er ekki satt. Fyrir mitt leiti er þessi grein gott dæmi um þessi tvö atriði.

Hið góða sem Trump gerði

Í fyrsta lagi, þegar fjallað er um starf einhvers, er þá heiðarlegt að sleppa því sem viðkomandi hefur áorkað?  Ég held að flestir séu sammála því að ef að farið væri yfir hvað þeir gerðu á árinu og alveg skautað fram hjá því góða að það gæfi kolranga mynd af þeirra starfi.  Svo gerði Trump eitthvað jákvætt á sínu fyrsta ári sem forseti?  Skoðun nokkur atriði:

Hérna er fín samantekt á hið góða og því slæma sem Trump gerði á árinu, sjá: YEAR ONE: The Complete Good Trump/Bad Trump List

Fyrir þá sem eru á móti fóstureyðingum þá voru þeir mjög ánægðir með að Trump dró úr fjármögnun þeim ógeðfeldu samtökum "Planned parenthood". Fyrir þá sem kaupa ekki að menn séu að valda hlýnun jarðar þá voru þeir mjög ánægðir með að Trump dró Bandaríkin úr Parísar sáttmálanum; margir hafa líka bent á að þetta samkomulag hefði hvort sem er ekki áórkað neinu sem kæmi að gagni. 

Jerúsalem viður­kennd sem höfuðborg Ísra­el

Síðustu þrír forsetar lofuðu að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels en Trump loksins uppfyllti það loforð. Ef fólk hatar ekki Ísrael þá var þetta ósköp eðlileget því að Ísrael er í huga þeirra sem búa í Ísrael höfuðborgin, hvað sem utan að komandi aðilum finnst um það. 

Rann­sókn á af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um

Mbl fjallaði mikið um rannsóknina um hvort Trump hafði unnið með Rússum á móti Hillary en benti ekki á að það hefur ekkert komið úr þessum rannsóknum; ekki nema nokkrar fals fréttir eins og að Mike Flynn ætlaði að vitna á móti Trump. Stóru fjölmiðlarnir voru duglegir að segja frá þeirri frétt, ásamt því hreinlega að fagna eins og gerðist á þættinum "The View", sjá: Joy Behar Forced To Apologize About Spreading Fake Trump News

Hérna er mjög góð samantekt á þessari rannsókn, margt sem hinn venjulegi íslendingur hefur aldrei heyrt, sjá: Ben Shapiro Breaks Down Russia Probe

Fals fréttir

Það er kaldhæðnislegt að heyra sumar fréttastofur tala um að Trump er alltaf að ljúga. Hérna eru þó nokkur dæmi um vísvitandi óheiðarleika hjá stóru fréttamiðlunum.

Trump kann ekki að gefa fiskum: What Trump koi fish controversy? Watch what really happened

Trump dónalegur við lítinn strák: JK Rowling falsely accuses Donald Trump of not shaking hand of disabled child

Trump bannar ríkisstofnunum að nota ákveðin orð, algjört bull, sjá: There Are NO BANNED WORDS at the CDC

Stuttur listi af fals fréttum um Trump, sjá: DEBUNKED: Top 5 Trump/Russia Fake-News Stories! | Louder With Crowder 

Smá samantekt á nokkrum af grófari fals fréttum á CNN, sjá: CNN FAKE NEWS COMPILATION pt 1

 

Það er af svo mörgu af taka og mér finnst eins og ég er gleyma svo miklu en þetta verður að duga í bili.  Vonandi fer almenningur að vera meira á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og ekki gefa þeim leyfi til að ljúga heldur refsa þeim þegar þeir velja að vera óheiðarlegir. Aðeins þannig er hægt að taka burt þann lyga vef sem mér finnst við lifa núna í.

 


mbl.is Viðburðaríkt fyrsta ár Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, að segja að það sé Trump að þakka að ISIS hafi verið sigrað er ótrúlega rangt. Nú veit ég ekki hvort þú hafir fylgst rosalega vel með stríðinu þarna í Sýrlandi og Írak, en hérna geturðu skoðað kort sem sýnir yfirráðin á þeim tíma þegar Trump sór forsetaeiðinn: http://isis.liveuamap.com/en/time/20.01.2017#

Það sem þú sérð þarna er að:

1. Bardaginn um Mosul (https://en.wikipedia.org/wiki/Battle_of_Mosul_(2016%E2%80%9317)) hefur staðið yfir í einhvern tíma, þar sem að Írakar hafa þegar tekið yfir austurhluta borgarinnar. Í þessum þætti sem þú vísaðir á var það víst Trump að þakka að Mosul var endurheimt!

2. Áras SDF á höfuðborg ISIS, Rakka, er þegar byrjuð,  (https://en.wikipedia.org/wiki/Raqqa_campaign_(2016%E2%80%932017)). Þeir eru komnir alla leið að Taqba þarna.

3. ES eru þegar búnir að hertaka norðurhluta Aleppo og eru að berjast við ISIS í al-Bab (https://en.wikipedia.org/wiki/Battle_of_al-Bab).

4. Tígrarnir eru þegar byrjaðir árás sína á ISIS á sama svæði og sú árás endaði alla leið í Deir ez-Zor.

Það var s.s. alveg ljóst að ISIS voru að tapa og það er fáránlegt að segja að þetta sé Trump að þakka. Þú eða ég hefðum getað verið forsetar Bandaríkjanna og gert ekki neitt og það sama hefði gerst. Ég veit ekkert um hin atriðin, en það er rangt að eigna Trump þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.1.2018 kl. 11:58

2 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég er í rauninni alveg sammála þér að það er of sterkt til orða tekið að eigna Trump þetta einum; eða hreinlega að þetta hefði ekki gerst nema fyrir Trump. En, ég veit ekki betur en Trump setti þetta í forgang og stór hluti af árangrinum gerðist á síðasta ári, sjá: http://www.foxnews.com/politics/2017/12/26/isis-has-lost-98-percent-its-territory-mostly-since-trump-took-office-officials-say.html

Mofi, 1.1.2018 kl. 12:43

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, mikið af þessu gerðist á síðasta ári. Og þetta hefði að öllum líkindum gerst hvort sem Trump gerði eitthvað eða ekki.

Eftir stutta leit sé ég að þetta sem fólk talar oftast um, að Trump hafi veitt lofthernum meira rými til að ráða sjálfir á hverja er ráðist virðist hafa gerst í Apríl (https://www.nytimes.com/2017/04/05/us/politics/rules-of-engagement-military-force-mattis.html)

Héna er kort frá þeim tíma á sömu síðu (http://isis.liveuamap.com/en/time/05.04.2017):

1. Vesturhluti Mosul er umkringdur og helmingur af v-hlutanum er þegar hertekinn.

2. Sýrlenski stjórnarherinn (SAA) hefur hertekið Palmyra.

3. Í Aleppo hefur ES sigrað ISIS í kringum al-Bab og tígrarnir eru komnir að Efrates-ánni.

5. SDF eru komnir yfir Efrates-ánna hjá Taqba og eru að umkringja hana. Þeir eru líka búnir að hertaka norðurhluta árbakkann fyrir austan Rakka, og í raun búnir að umkringja Rakka.

Það er augljóst að þarna er ISIS þegar að tapa stríðinu algerlega. Það að Rakka og Mosul hafi endanlega verið hertekin á árinu og að allt það sem fylgdi því er bara ekki hægt að eigna Trump að neinu sérstöku leyti. Það var algerlega augljóst í hvað stefndi. 

Ég hef séð þessu líkt við það að eigna Truman sigur Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni, en hann varð forseti á síðasta ári þess stríðs.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.1.2018 kl. 13:57

4 Smámynd: Mofi

Smá þökk fyrir árangurinn?  

Mofi, 1.1.2018 kl. 14:44

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðséð að ef Barack Millhouse Benitto Hussein Obama væri í hvíta húsinu þá væru ISIS ennþá stórt og jafnvel stærra vandamál en þeir eru í dag.

Þökk sé Trompinu að ISIS eru að verða að engu, en ef fólk heldur að mussarnir séu hættir, þá er það algjör misskilningur.

Með innilegri nýárs kveðju frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.1.2018 kl. 21:47

6 Smámynd: Mofi

Ég held að það sé mikið til í því Jóhann. ISIS varð til og stækkaði og tók yfir stór landsvæði þegar Obama var forseti svo það er engan veginn öruggt að það væri búið að sigra þá ef að einhver annar en Trump hefði tekið við.

Mofi, 1.1.2018 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband