Skiptir Biblían þjóðkirkjuna einhverju máli?

Ég hef alltaf átt virkilega erfitt með að skilja kristna sem síðan fara ekki eftir Biblíunni. Ekki misskilja, ég skil mæta vel þá sem lesa siðferðis boðskap Biblíunnar eins og elska óvini ykkar, ekki horfa á konu í girndarhug og vilja fylgja boðskapnum en það reynist hægara sagt en gert. Nei, ég er að tala um hluti sem við getum leikandi gert eða trúaratriði sem Biblían fjallar um en kristnir síðan velja að trúa öðru vísi. Hver getur fylgt einhverjum og kallað hann meistara ef hann síðan telur að meistari sinn er eftir á, er ekki að fylgjast með tíðarandanum, er afturhaldsseggur og þröngsýnn?

Fyrir flesta þá er að velja að vera kristinn og lifa kristnu lífi ekki eitthvað sem manni dettur til hugar því að það er ekkert heillandi við það, eina góða ástæðan sem kemur til greina er að það sem Biblían kennir sé satt og þess vegna velur maður líf sem maður trúir að sé Guði þóknanlegt. Hinn kristni velur ákveðið líf vegna þess að hann hefur valið samfélag við Jesú og hver sem gengur með Jesú á erfitt með að hegða sér öðru vísi en Kristur boðaði. Það er óhugsandi að velja að halda fram hjá og sjá fyrir sér Krist ganga með manni og taka þátt í einhverju sem Kristur fordæmdi.

Fyrir suma þá er hið kristna líf einfaldlega það sem þeim þóknast; það þýðir feitur launaseðill um hver mánaðarmót og auðvelt og jafnvel skemmtileg vinna. Það er svo sannarlega það sem ég hugsa þegar ég las þessa frétt.


mbl.is Framlög til trúmála hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband