Er kenningin um þrenninguna biblíuleg?

Trinity-3Ein af kenningunum sem flestar kristnar kirkjur aðhyllast er kenningin um þrenninguna. Þessi kenning segir að Guð er í rauninni þrjár persónur sem tilheyra einni veru, þ.e.a.s. Guð. Þessar persónur hafa tekið að sér mismunandi hlutverk, faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Það þýðir að þegar við lesum í Biblíunni að Jesú sé sonur Guðs þá samkvæmt þessari kenningu þá er Hann ekki raunverulega sonur Guðs heldur er það hlutverkið sem Hann er að leika.

Flestar kirkjur fjalla lítið um þessa kenningu því að meðal kirkju meðlimurinn á vanalega erfitt með að skilja þessa kenningu. Þegar múslimar reyna að sannfæra unga kristna einstaklinga þá er þrenningin þeirra aðal skotmark því að fæstir af þessum kristnu einstaklingum geta varið þrenninguna.

Aðvent kirkjan er hérna eins og flestar aðrar kristnar kirkjur, þ.e.a.s. hún aðhyllist þrenninguna en hún gerði það ekki upprunalega. Frá 1872 til 1931 þá var þrenningin ekki í opinberu trúarsetningum Aðvent kirkjunnar.  Hér má finna trúarsetninguna frá 1872: http://www.adventistonline.com/forum/topics/the-1872-seventhday-adventist 

Trú kirkjunnar var orðuð svona:

I. That there is one God, a personal, spiritual being, the creator of all things, omnipotent, omniscient, and eternal, infinite in wisdom, holiness, justice, goodness, truth, and mercy; unchangeable, and everywhere present by his representative, the Holy Spirit. Ps. 139:7.

II. That there is one Lord Jesus Christ, the Son of the Eternal Father, the one by whom God created all things, and by whom they do consist; that he took on him the nature of the seed of Abraham for the redemption of our fallen race; that he dwelt among men full of grace and truth, lived our example, died our sacrifice, was raised for our justification, ascended on high to be our only mediator in the sanctuary in Heaven, where, with his own blood he makes atonement for our sins; which atonement so far from being made on the cross, which was but the offering of the sacrifice, is the very last portion of his work as priest according to the example of the Levitical priesthood, which foreshadowed and prefigured the ministry of our Lord in Heaven. See Lev. 16; Heb. 8:4, 5; 9:6

Fyrir mitt leiti er þetta töluvert einfaldara og skiljanlegra og í miklu meira samræmi við það sem ég les í Biblíunni. 

Við aðventistar finnum okkur núna í frekar óþægilegri stöðu, við trúum að frumherjar kirkjunnar voru leiddir af Guði úr viðjum hefða yfir í margra biblíulega sannleika eins og hvíldardaginn, ástand hinna dauðu og fleira. Sérstaklega trúum við því að Ellen White var leidd af Guði sem spámaður sem fékk ótal sýnir og skrifaði margar bækur sem vörpuðu ljósi á margt sem við finnum í Biblíunni.  Ef við höldum í þrenninguna þá verðum við að segja að þessir frumherjar og öll kirkjan og Ellen White höfðu rangt fyrir sér varðandi grundvallar kenninguna um hver Guð er.

James_and_Ellen_WhiteEitt áhugavert dæmi um hvað einn af þessum frumherjum, James White (eiginmaður Ellen White) skrifaði um þrenninguna:

“The “mystery of iniquity” began to work in the church in Paul's day. It finally crowded out the simplicity of the gospel, and corrupted the doctrine of Christ, and the church went into the wilderness. Martin Luther, and other reformers, arose in the strength of God, and with the Word and Spirit, made mighty strides in the Reformation. The greatest fault we can find in the Reformation is, the Reformers stopped reforming. Had they gone on, and onward, till they had left the last vestige of Papacy behind, such as natural immortality, sprinkling, the trinity, and Sunday-keeping, the church would now be free from her unscriptural errors.” — (James White, Review and Herald, February 7, 1856, p. 148)

Ég læt þetta duga í bili en ætla mér að fjalla um þetta efni frá nokkrum fleiri hliðum næstu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband