Hverjir eru raunverulega lýðskrumar?

Þegar málefnið eða markmiðin verða mikilvægari en sannleikurinn þá lendum við í vandamálum sem þeim sem við núna glímum við, enginn veit hverjum hann getur treyst. Stóru fjölmiðlar heimsins láta sem svo að þeir eru að berjast við fals fréttir þegar sannleikurinn er sá að þeir hafa núna síendurtekið blekkingarleiki til að koma sínum málefnum eða frambjóðendum á framfæri.  Hérna er stutt og skemmtileg samantekt af dæmum þar sem stóru fjölmiðlarnir brugðust skildu sinni og áhrifin eru sú að stór hluti almennings treystir ekki stóru fjölmiðlunum, þeim til ógnar og skelfingar.

CNN er náttúrulega verst þeirra allra og hérna er skemmtileg samantekt á þeirra framleiðslu á fals fréttum.


mbl.is Sannleikurinn á í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurt er hverjir séu raunverulega lýðskrumarar?

Ég vil bæta við spurninguna og spyrja: Eru það þeir sem segjast ætla að gera það sem fólkið vill að sé gert til þess eins að tryggja sér atkvæði þeirra en láta svo eins og þeir hafi gleymt því öllu þegar á reynir, eða eru það þeir sem segjast ætla að gera það sem fólkið vill að sé gert og gera svo einmitt það þegar á hólminn er komið?

Ef þeir síðarnefndu eru lýðskrumarar, þá eru það nefninlega einmitt þannig lýðskrumarar sem ég myndi vilja kjósa til valda.

Lýðskrum er nefninlega merkingarfræðilega röng íslenskun á erlenda hugtakinu orðinu "populism". Sé rétt skilgreining þess skoðuð til hlítar kemur í ljós að það hefur ekkert með skrum að gera heldur vilja lýðsins. Þeir sem eru skrumarar eru einfaldlega bara óheiðarlegir svikarar, en það hefur hins vegar nákvæmlega ekkert með popúlisma að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2017 kl. 16:35

2 Smámynd: Mofi

Við hreinlega þekkjum ekki annað en pólitíkusa sem búa til loforð til að höfða til sem flestra og svo svíkja allt saman þegar þeir eru komnir til valda. Segi ekki að við höfum engin dæmi um pólitíkus sem reynir að halda kosningaloforð en ég held að við getum öll verið sammála um að slíkt er sjaldgæft.  Alveg sammála þér að populism er ekki hið sama og lýðskrum. Ég að minnsta kosti setti ekki samasem merki milli populisma og lýðskrums. 

Mofi, 22.4.2017 kl. 22:10

3 identicon

Það eru ekki pólitíkusarnir, sem eru vandamálið ... heldur við sem kjósum þá. Við seljum frelsi okkar, fyrir öryggi ... trúum því að "vopn" séu hættuleg.  En það sem kaninn hefur sagt, er rétt ... nú keyra hryðjuverkamenn á vörubílum inn í almúgan, og drepa fleiri en þeir hefðu getað gert með sprengju.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.4.2017 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband