9.9.2016 | 15:38
Hugmyndir Siðmenntar um dauðann
Nýlega rakst ég á myndband frá Siðmennt með titilinn "Hvernig ættum við að hugsa um dauðann?". Að sjálfsögðu vakta þetta forvitni mína og það hreinlega kom mér á óvart hve svakalega ósammála ég er því sem Siðmennt heldur þarna fram.
Ég ráðfærði mig við hverja einustu frumu í mínum líkama og þær voru allar sammála því að þau sem sömdu þetta myndband muni ekki hugsa svona á dánarbeðinu. Að borða góðan mat í dag er gaman og sú tilhugsun að við munum líklegast borða líka góðan mat á morgun gerir máltíðina í dag ekkert verri. Í rauninni þá myndum við líklegast ekkert njóta góðrar máltíðar í dag ef að við vissum að okkar síðasti dagur væri í dag.
Dauðinn er ekki eðlilegur heldur sorglegur. Flest ef ekki öll okkar þráum að lifa góðu lífi; aðeins þeir sem eru fastir í sorg eða þjáningu missa löngunina til að lifa en ég get ekki ímyndað mér að einhver missi löngunina til að lifa góðu lífi. Löngunin til að lifa er einfaldlega mennskt. Að Siðmennt skuli sjá tilgang í stuttri heimsókn á jörð þar sem allt hverfur er mér hulin ráðgáta, ráðgáta sem ég hef engan áhuga að leysa.
Eilífa lífið sem Biblían lýsir er eilíf líkamleg æska en ekki einhver anda tilvera. Líf án skorts, án níu til fimm kvaðar, án takmarkanna peninga eða tíma skorts, engir sjúkdómar og þjáningar eða illska. Hver sá sem hafnar því vegna þess að honum finnst sönnunargögnin ekki vera nógu góð ætti að spyrja sig hvort að sönnunargögnin fyrir heimsmynd Siðmenntar séu virkilega svo góð að það sé þess virði að missa af þessu tækifæri. Við njótum þess að vera til í dag eins og við munum lifa að eilífu, einmitt þess vegna er auðvelt að njóta dagsins í dag af því að við þurfum ekki að horfast í augu við endalokin, að minnsta kosti ekki alveg strax.
Eilíft líf er stórkostlegt loforð og mun án efa verða enn stórkostlegri raunveruleiki.
Fjórir látnir í lestarslysi á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Dauðinn er ekki eðlilegur heldur sorglegur." Tel þetta vera alrangt hjá þér Mófi. Dauðinn getur ekki verið eðlilegri. Og það að vera saddur lífdaga er eðlelegasti hluti í heimi. Það eru skiptar skoðanir hvort um framhaldslíf sé að ræða. Sjálfur tel ég að sjálfsvitundin eða sálin sé í raun orka og orka hverfur ekki þótt líkaminn deyji. Hún leitar sér tilvistar annarsstaðar.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.9.2016 kl. 07:22
Hvað er eilífa lífið sem að talað er um í biblíunni annað en endurholdgunnar-kenningin?
Það er þá ekki þar með sagt að fólk megi farga sér eða öðrum til að komast í betra líf í öðru lífi?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/month/2015/5/
Jón Þórhallsson, 10.9.2016 kl. 17:51
Mér finnst eins og einhver hafa mjög brenglaða sín á lífið ef að dauðinn er eðlilegur, heldur þú að þegar þú deyrð að þá verði það ekkert mál af því að þetta er hið eðlilegasta? Fyrir mig þá einmitt að óttast dauðan er 100% sönnun að hann sé ekki eðlilegur.
Mofi, 11.9.2016 kl. 09:15
Jón Þórhallsson, það er töluvert öðru vísi af því að lífið sem við vöknum til er heimur ólíkum þessum, þessi jörð en Guð mun vera búin að laga hana og eftir það mun enginn dauði né þjáning vera lengur til.
Mofi, 11.9.2016 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.