Talar Guð stundum í gegnum veraldlega tónlistamenn?

Ég heyrði forvitnilega ræðu í gær þar sem að ræðumaðurinn gældi við þá hugmynd að Guð talar stundum til heimsins í gegnum veraldlega tónlistamenn. Lagið sem ræðumanninum fannst vera Guð að tala til sín og allra er lagið "Make you feel my love" eftir Bob Dylan en Adele flytur það á nýju plötunni sinni 25. Fyrir neðan er textinn í laginu og ég held að ég sé bara sammála ræðumanninum.

 

"Make You Feel My Love"

When the rain is blowing in your face,
And the whole world is on your case,
I could offer you a warm embrace
To make you feel my love.

When the evening shadows and the stars appear,
And there is no one there to dry your tears,
I could hold you for a million years
To make you feel my love.

I know you haven't made your mind up yet,
But I will never do you wrong.
I've known it from the moment that we met,
No doubt in my mind where you belong.

I'd go hungry; I'd go black and blue,
And I'd go crawling down the avenue.
No, there's nothing that I wouldn't do
To make you feel my love.

The storms are raging on the rolling sea
And on the highway of regret.
The winds of change are blowing wild and free,
You ain't seen nothing like me yet.

I could make you happy, make your dreams come true.
Nothing that I wouldn't do.
Go to the ends of the Earth for you,
To make you feel my love
To make you feel my love


mbl.is Enn eitt metið hjá Adele
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mitt álit er að Guð talar og gerir ekki neitt.

Nema að Guð sé svo vondur að honum finst allt í lagi að börn farist í náttúruhamförum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 18:58

2 Smámynd: Mofi

Ég fjallaði eitt sinn um þá spurningu: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Mofi, 29.11.2015 kl. 20:04

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef fólk trúir á Guð og allt gerist með hans vilja, þá þarf ekki að ræða þetta meir.

Ég er þá að tala um alla Guðina kritina, mússa, gyðinga, hindúa og svo framvegis.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:17

4 Smámynd: Mofi

Hlutir geta verið samkvæmt manns vilja á einn veginn en ekki á annan veginn; Guð vill að við höfum frjálsan vilja og veljum það sem gott er en sú ákvörðun þýðir líka að margir gera nýta þetta frelsi til þess að skaða aðra. 

Mofi, 29.11.2015 kl. 20:23

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að það séu fáir sem velja mannskæða fellibili, jarðskjálfta, eldgos óveður, hvrifilvindi og svo mætti lengi telja.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:28

6 Smámynd: Mofi

Já, náttúran getur verið hættuleg en hve mikið af þannig dauðsföllum er hægt að koma í veg fyrir? Ímyndaðu þér ef að allt mannkynið myndi velja í dag að hætta að vera eigingjarnt og latt og setja hagsmuni annara fram yfir þeira eigin? Sömuleiðis allir tilbúnir að hætta einhverju sem þeim finnst gott eins og að reykja eða drekkja vegna þeirra slæmu áhrifa sem þetta hefur. Allir færu í að það bara að gera heiminn betri. Ég held að það væri frekar lítið eftir sem hægt er að segja að við getum ekki komið í veg fyrir og jafnvel í þeim tilfellum hve mikið af því er vegna þess sem við gerðum í fortíðinni og við erum að gjalda þess.

Mofi, 29.11.2015 kl. 20:38

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að mannkynið komi aldrei til með að geta stjórnað náttúruhamförum, en þeir sem trúa að Guð stjórni öllu, ættu kanski að spyrja af hverju er góði Guðinn minn að drepa saklaus börn og notar við það illræðisverk, náttúrulegar hamfarir?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:45

8 Smámynd: Mofi

Ekki stjórna en að gera varúðarráðstafanir. Ég sé síðan þetta líf og þennan heim sem aðeins örstutt tímabil til að útkljá deiluna milli góðs og ills þar sem við fáum að velja hvort að Guð og lífið sem Hann hefur upp á að bjóða er það sem við viljum.

Mofi, 29.11.2015 kl. 20:48

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla nú ekki að fara inn á líf eftir þetta líf og það getur hver haft sína trú á því.

Hitt er annað mál að trúarbrögð hafa haldið aga í þessum heimi og tilveru okkar í honum til þessa og hefur þess vegna þjónað tilgangi. En tilgangur trúarbragða er að breytast og það má hver sem er hafa sína skoðun á hvort sú breyting er til hins góða eða verra.

En eins og þú kanski lest ámilli línanna hjá mér þá er ég ekki trúaður maður og ég held að það sem ég lærði um trúarbrögð í skólagöngu á Íslandi hafi ekkert haft nein skaðleg áhrif á mig frekar en að byrja að vinna í frystihúsi 8 ára gamall.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 21:04

10 Smámynd: Mofi

Ég held að það þarf að taka inn heildarmyndina ef að maður á að dæma hvort Guð sé góður eða vondur og þar spilar næsta líf mjög stórt hlutverk. Ef að þú vilt haga þínum trúmálum eins og þú vilt þá hlýtur þú að vera sammála mér að þessi breyting sé til hins góða. Fræðsla sjaldan hefur slæm áhrif, hef meiri áhyggjur af fáfræði, minni og annara. Ég sé þetta líf sem tíma ákvörðunar svo í mínum augum mjög mikilvægt að gefa fólki sem réttasta mynd af þessu öllu saman ef ske kynni að það gæti hjálpað því til að öðlast eilíft líf; aðeins ef mér líkar mjög illa við einhvern þá hef ég lítinn áhuga á að rökræða þessi mál við viðkomandi.

Mofi, 29.11.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband