Eru kristnir undir lögmálinu?

are-2Byou-2Bunder-2Bgrace-2Bnot-2BlawÞegar kristnir eru almennt að tala um siðferði þá vitna þeir oft í boðorðin tíu. Þeir láta sem svo og örugglega meina það, að boðorðin segja hvað synd er og sem fylgjendur Jesú þá vilja þeir ekki syndga. En allt þetta breytist þegar eitt af boðorðunum kemur upp. Þá allt í einu eru kristnir ekki undir boðorðunum heldur eru þeir frjálsir, hvað sem það þýðir. Og aðal frelsið sem virðist eiga um, er til þess að brjóta boðorðin. Sumir fara þá leið að hafna öllum boðorðunum og segjast aðeins fylgja kærleikanum, hvað sem það er; á meðan aðrir velja að fara þá órökréttu leið að fara eftir boðorðunum níu.

Þsð er virkilega áhugavert að rökræða þessa hluti við kristna því maður fær innsýn inn í hve órökrétt fólk verður þegar það byrjar að verja augljóslega ranga skoðun. Eitt skemmtilegt dæmi sem ég fékk hljómaði svona "If I am led by the Spirit, I have no need of a Speed Limit Sign".  Mögnuð þessi ofur trú á að það er einhver andi sem leiðir viðkomandi og vill svo til að sá andi leiðir hann til að brjóta boðorð Guðs. Samt sjaldnast "ekki myrða", "ekki stela" boðorðin heldur hvíldardagsboðorðið.

Hve margir kristnir hafa réttlætt framhjáhald með einhverri svona bull afsökun? Þeir virkilega elska konuna eða manninn sem þau héldu framhjá með svo þetta var ekki rangt þar sem kærleikurinn leiddi þau í að gera þetta. 

grace-is-like


mbl.is Upplýsingar um 32 milljónir notenda framhjáhaldssíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefan

Sæll Mófi. 

Ertu undir náð eða lögmáli? Þú talar eins og þú sért undir lögmáli. Hvaða lögmáli ertu undir? Vissiru að Guð samkvæmt biblíunni starfar út frá sáttmálum, við höfum tvo sáttmála. Gamli sáttmálinn sem Hebrear voru undir. Þar dæmist fólk eftir verkum sínum og treysti á lambið einu sinni ári til að hylja sindirnar. 

Jesús kom og uppfyllti þennan sáttmála og þá meina ég að hann tók á sig alla þá bölvun sem við mennirnir höfðum til unnið. Drottinn Jesús var hin fullkomna fórn, eilífð, í eitt skpti fyrir öll eru afbrotin fyrirgefin. Það stendur skrifað að sá sem er fyrirgefið mikið getur elskað mikið. Hversu mikið er Guð búinn að fyrirgefa þér Mófi? 

Kristnir eru ekki undir boðorðunum, við erum ekki gyðingar. Viltu að ég komi með biblíuvers fyrir því sem ég er að segja. 

Þú ert réttlættur fyrir trú ekki fyrir verk. Það eru verk Drottins Jesú sem hafa frelsað okkur, hví ertu að fókusa svona mikið á eigin ver? Gera þin verk þig heilagan? Veistu ekki að út frá réttri trú færðu rétt verk. Þurfti Jóseúa boðorðin 10 þegar hann hljóp frá konu eiganda síns þegar hún reindi að tæla hann? Þurfti Abraham boðorðin 10 til réttlætast eða var það trú? 

Heill og sæll Mófi og meigi náð Guðs styrkja hjartað þitt :)

Stefan, 19.8.2015 kl. 14:10

2 Smámynd: Mofi

Sæll Stefán

Þú vonandi vilt ekki stela, myrða eða ljúga er það nokkuð?

Mofi, 19.8.2015 kl. 14:14

3 Smámynd: Stefan

Nei, en ég er upptekinn af réttlætinu mínu, að ég og allir þeir sem trúa geta fengið fyrirheitið sem er Heilagur Andi. Eins og þú veist þá vitnar Heilagur Andi alltaf í Jesús Hann bendir alltaf á réttlætið. Eins og Jesús segir sjálfur. Heilagur Andi kemur til að sýna heiminum hvað er synd, réttlæti og dómur. Syndin er að þið trúið ekki á Jesús, réttlætið er að Jesús situr nú við hægri hönd Guðs Föður og dómurinn er að höfðingi þessa heims er dáinn. 

Heilagur Andi er ekki bjalla sem fer í gang þegar þú brýtur af þér, það er lögmálið vinur minn. Lögmálið alveg eins og þú ert að reina að segja sakfellir en Jesús réttlætir. Eiga börn Guðs ekki að vera upptekin af réttlætinu sem þau eiga í Jesú Kristi?

Þannig Kristur keypti okkur ekki undan bölvun lögmálsins? Biblían kallar þetta lögmál syndar og dauða. 

Stefan, 19.8.2015 kl. 16:43

4 Smámynd: Mofi

Þannig að þú ert ekki að reyna að frelsast með verkum þegar þú velur að syndga ekki?

Mofi, 19.8.2015 kl. 16:50

5 Smámynd: Stefan

Geturu ekki svarað spurningum né lesið hvað eg skífa, eg tilheyri ekki lögmáli syndarinnar og dauða eins og þu ;( truiru ekki a verk Krists, hvaða Jesú trúir a?

Stefan, 19.8.2015 kl. 17:57

6 Smámynd: Mofi

Ég las og er t.d. alveg sammála að lögmálið sakfellir en Jesús réttlætir. Lögmálið sakfellir vegna þess að það segir hvað synd er.  Hvað með mína spurningu "þú ert ekki að reyna að frelsast með verkum þegar þú velur að syndga ekki?"

Mofi, 19.8.2015 kl. 18:00

7 Smámynd: Stefan

Að trúa á Jesús er að velja að syndga ekki. Þú ert syndari þangað til þú tekur á móti Jesú KRISTI í líf þitt. Hann hreinsar okkur og reisir okkur upp frá andlegum dauða. Hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til. Það stendur að börn Guðs geta ekki syndgað, hvað merkir synd?  Þú ert ný sköpun, geta verk þín eyðilagt verk Jesús? Ef þú brýtur af þér Mófi eins og að horfa á stelpu með girndar hug, þarftu að biðja Guð um að fyrirgefa þér eða Dó Drottinn Jesús í eitt skipti fyrir allar þínar syndir og þú veist að Hann er búinn að deyja fyrir þessa synd og meira en það. Það er búið að refsa honum fyrir þínar syndir. :) 

Syndin er að Trúa ekki :)

Hann er ekki þessi refsandi Guð Hann elskar okkur og gaf Son sinn svo við gætum fengið eilíft líf og samfélag við Hann. Hann gefur okkur frið, lækningu, velgegni, hann gefur okkur líka allt sem leiðir til lífs og guðrækni, í Honum eigum vér fyrirgefningu syndanna og fyrirheitið sem er Heilagur Andi. Hann á að vera kennari okkar.

Stefan, 20.8.2015 kl. 11:01

8 Smámynd: Mofi

Já, hvað merkir synd?  Er ekki ýtrekað frekar oft í Nýja Testamentinu sú beiðni að fylgjendur Krists syndgi ekki?  Tökum t.d. Pétur, mörgum árum eftir krossinn þá þurfti Páll að andmæla honum harkalega vegna þess hvernig Pétur var að hegða sér gagnvart nýjum trúsyskynum. Þetta var Pétur sem gékk með Jesú og fékk Heilagan Anda svo ég sé ekki betur en jafnvel þeir bestu okkar geta villst af leið.  Hefur þú aðeins beðið Krist einu sinni um fyrirgefningu síðan þú varðst kristinn?

Hvernig skilur þú Hebreabréfið 10:

24 Let us think of ways to motivate one another to acts of love and good works. 25 And let us not neglect our meeting together, as some people do, but encourage one another, especially now that the day of his return is drawing near. 26 Dear friends, if we deliberately continue sinning after we have received knowledge of the truth, there is no longer any sacrifice that will cover these sins. 27 There is only the terrible expectation of God’s judgment and the raging fire that will consume his enemies. 28 For anyone who refused to obey the law of Moses was put to death without mercy on the testimony of two or three witnesses. 29 Just think how much worse the punishment will be for those who have trampled on the Son of God, and have treated the blood of the covenant, which made us holy, as if it were common and unholy, and have insulted and disdained the Holy Spirit who brings God’s mercy to us.

Mofi, 20.8.2015 kl. 11:24

9 Smámynd: Stefan

Ég skil bréfið ekki eins og þú.

Fyrst vill ég segja að Hebrebréfið er skrifað til Hebrea. Til gyðinga sem höfðu tekið trú eða voru búnnir að smakka á trúnni voru að fara aftur í lögmálið útaf ofsóknum. Syndin aftur er sú að þeir voru að fótum troða Son Guðs og mátu blóðs hans einskins sem Sáttmálinn er Grundvallaður á. Þú átt ekki að vera meðvitaður um synd samkvæmt Hebrebréfinu 10 kafla. Þú getur bara fótum troðið Guðs Son með því að vanvirða verk Hans og náð Hans. 

Verk Hans gerði þig Heilgan ekki lögmálið. Þetta stendur líka í 10 kafla.

T.d. hvernig á Guð að mæta þér ef þú ert alltaf meðvitaður um synd en ekki nýja sáttmálan sem hann starfar í gegnum í dag? Lestu allan 10 kafla, ekki bara endan á honum. Þá meikar hann meira sens fyrir þér. 

Það er mikilvægt að vita til hverra bréfið er skrifað og afhverju. 

í 19 versi er talað um að Guð muni aldrei framar minnast synda okkar og lögmálsbrota, afhverju eigum við að muna eithvað sem Guð er búinn að refsa syni sínum fyrir. Afhverju ert þú að refsa þér fyrir syndir sem Kristur dó fyrir og Guð er búinn að refsa og fyrirgefa fyrir uþb 2000 árum.


Með því að vera stöðugt upptekinn af syndinni ertu ekki stöðugt upptekinn af Jesús. Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Geta verk þín hjálpað til við að gera þig algjörlega hreinan og lýtalausan frammi fyrir Guði?

versin sem þú postaðir eru að tala um og til gyðinga sem eru að fara aftur í lögmálið. Þannig vanvirðiru Heilagan Anda. Guð er Góður og hann vill elska alla menn, það eina sem við þurfum að gera til að auðlast ást hans er að biðja um hana.

Ást Guðs knýr okkur til góðra verka meðan lögmálið heldur okkur niðri í fyrirdæmingu.

Stefan, 20.8.2015 kl. 12:25

10 Smámynd: Mofi

Er það þannig að þegar þú lest Nýja Testamentið að þá er bara sumt af því sem er beint til þín?  En þín túlkun að þarna er verið að tala um gyðinga sem höfðu tekið trú en voru að fara aftur í lögmálið er eitthvað sem ég get engan veginn séð því að það er tekið sérstaklega fram að þeir höfðu fengið þekkingu á sannleikanum og hve alvarlegt það er að velja þá að syndga.  Hérna kemur við aftur að hvað er synd en það er tekið fram nokkrum sinnum mjög skýrt í Nýja Testamentinu:

Rómverjabréfið 3:20
En fyrir lögmál kemur þekking syndar.

1 Jóhannesarbréf 3
4 Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot.

Það er stórkostlegt já að Guð muni aldrei framar minnast synda okkar en þýðir það að við höfum frelsi til að brjóta lögmálið? Með því að vera meðvitaður um hvað er synd þá geri ég mér grein fyrir þörf á fyrirgefingu og hjálpar Guðs til að vera betri einstaklingur. Án lögmáls er engin synd og engin synd þýðir engin þörf á frelsari.

Stefan
Ást Guðs knýr okkur til góðra verka meðan lögmálið heldur okkur niðri í fyrirdæmingu.

Heldur þú að Guð gerði mistök þegar Hann gaf Ísrael lögmálið?  Heldur þú að Guð hafi ekki gefið þeim það í kærleika?  Heldur þú að lögmál Guðs endurspegli ekki hver Guð er og hvað Hann telur vera rétt og rangt?  Þú veist að lögmálið segir:

3. Mósebók 19
þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig 

Mofi, 20.8.2015 kl. 12:46

11 Smámynd: Stefan

Þeir þekktu sannleikan en eignuðust hann ekki, þeir smökkuðu sannleikan en drukku hann ekki. (skoða strong við að skilja betur upprunalegu orðin) Það eru flestir guðfræðingar sammála um að Hebreabréfið er skrifað til gyðinga. Alveg eins og Jesús er undir lögmálinu þegar hann talar í guðspjöllunum. Við fyrirgefum af því að Guð fyrirgaf okkur fyrst en í gamla sáttmálanum segir að við verðum að fyrirgefa svo Guð geti fyrirgefið okkur. Þessir 2 sáttmálar eru eins og svart og hvítt. Jesús gaf dæmisögu um fræ korn sem lentu í misjafnri jörð.

Jesús var spurður, ef þú vilt, læknaðu mig? Jesús svaraði ég vil og læknaði hann. Í dag vill Guð mæta okkur, Hann vill hreinsa þig af allri synd og öllum veikindum.  Í gamla sáttmálanum var allt byggt á þínum verkum til Guðs en í Nýja sáttmálanum er allt byggt á verkum Drottins Jesús Krist.

Rómverjabréf 1-3 
Merkilegt að þú velur þennan kafla, þarna er aftur verið að fá gyðinginn til að dæma sjálfan sig. Hvað gerist svo þegar þú ert sekur, þú tekur trú á Jesús KRIST. Lögmálið er ekki slæmt eini gallinn við lögmálið vöru mennirnir. Þess má líka geta að þegar Guð gefur lögmálið (2mós 19) er það vegna þess að fólkið hrokaðist upp og sagði að allt sem Guð segir getum við gert, þá neyðist Guð til að gefa lögmálið.. Fyrir lögmálið hafði engin í herbúðum Hebrea dáið eða orðið veikur, sama dag og lögmálið er gefið deyja 3000 manns minnir mig. Sama dag og Heilagur Andi kemur frelsast 3000 manns minnir mig. kafli 4 gengur úta réttlætir fyrir trú ekki verk, svo er farið dýpra í Adam og hinn Meiri Adam og svo þegar þú ert kominn með skilning þá fattaru rómverja bréf 8:1-2. 

Áður en hann gaf lögmálið gaf hann okkur sáttmála sem hann gerði við Abraham. Þú skalt bera saman sáttmála Guðs við Abraham og sáttmálan sem hann gerði við Móse. Það var alltaf ætlað sem skugga mynd sem myndi hverfa þegar allt kæmi framm. Jesús sagði það mun ekki einn stafkókur falla úr gildi uns allt er komið framm. Síðan fullkomnaði hann Allt á krossinum og afmáði lögmálið og gaf okkur trú. 

Fær Jesús þig til að stela og ljúga og kanski drepa? 

Ef þú bara vissir hversu mikið þú ert fyrirgefinn, þá myndir þú hugsa þig tvisvar um áður en þú gerir einhverja vitleysu. Ég veit að konan mín elskar mig, sú vitneskja hvetur mig til að elska hana meira ást hennar hvetur mig ekki til að fara og halda framhjá. Sama með Ást Krists á okkur, hún lætur okkur elska Hann meira og líkjast honum meira. 

Ertu ekki að fatta að þegar þú tekur við Jesús Kristi ertu hreinn. Þú færð nýjar langanir, þú færð jafnvel að tengjast huga Hans og hugsunum og langar allt í einu að lofa Guð, tala til hans, hann gefur manni ást svo að við getum mætt öllum á veigi okkar með ást hans. Jú það er allveg rétt hjá þér að án lögmáls er engin synd, þú segir satt. Jesús frelsaði þig frá þessu lögmáli sem hann ætlaði aldrei heiðingjum. Í dag getur þú nálgast *Guð með hreinu hjarta án nokkrar sektarkenndar. Lögmálið sýnir okkur að við erum ekki heilög en Jesús gerir okkur heilög með sýnum verkum. Þannig þegur þú ferð fram fyrir Guð í bæn, þá sér hann þig hreinan og lýtalausan, syndlausan og fallegan. Hvernig sérð þú þig, eins og Guð sér þig. Trú þín á að ganga útá að sjá Krist og réttlæti Hans og eins og Kristur er í þessum heimi þannig er ég í Honum. Ert þú syndugur í Jesú?

Þarf Guð á þinni hjálp til að gera þig hreinan eða var verk Jesús á krossinum ekki fullkomnað? 

Ég er ekki að hvetja fólk að brjóta af sér, ég er að hvetja fólk að horfa á Jesús og bjóða honum inní líf sitt. Hans ok er létt og alls ekki þungbært.

Stefan, 20.8.2015 kl. 14:13

12 Smámynd: Stefan

Því að lögmálið leiddi mig til dauða svo að nú er ég ekki lengur undir valdi þess heldur lifi Guði. Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál þá hefur Kristur dáið til einskis

Stefan, 20.8.2015 kl. 15:09

13 Smámynd: Mofi

Trúir þú því að gyðingar frelsuðust á annan hátt en kristnir í dag?  Ef svo, í hverju felst munurinn?

Mofi, 20.8.2015 kl. 23:16

14 Smámynd: Stefan

Nei þeir fá líka réttlæti fyrir trú á Jesús Krist. Það eru allir sekir og skortir Guðs náð eins og róm 3 segir. Þótt lögmálið sannar sekt gefur það ekki fyrirheitið né líf eins og hebreabréfið er mjög klárt á. Finnst þér vera munur á hvernig gyðingur eða heiðingi taka við eilífðinnni? 

Ef Allt sem Guð gerir er eilíft og eilífðin er fædd innra með þér fyrir Anda Guðs, getur þú skemmt eilíft verk Guðs með þínum gjörðum? Ef Guð gerir þig að barni sínu, ertu þú fær um að hætta að vera barn hans með lélegum verkum? 

Friður sé með yður vinur. 

Stefan, 20.8.2015 kl. 23:53

15 Smámynd: Mofi

Nei, ég er sammála þér að gyðingar frelsuðust á sama hátt og kristnir í, fyrir trú og fyrir það sem Jesús gerði fyrir allt mannkynið á krossinum. 

Ég sé í Biblíunni og sérstaklega dæmisögum Jesú mjög sterkar viðvaranir til þeirra sem telja sig vera trúaða á Guð. Þar eru lýsingar á þeim sem frelsast og þeim sem ekki frelsast en þar sér maður að margir sem telja sig börn Guðs eru það hreinlega ekki. Eitt þannig dæmi er í Matteusi 7

Mattesus 7
22 Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?`
23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`

Orðið sem þarna er þýtt "illgjörðarmenn" er orðið "anomia". Nomia er þýtt lögmál í Nýja Testamentinu og ef maður skoðar hvernig orðið er notað þá er það orðið yfir lögmál Móse. "anomia" er þá eins og "theist" og "atheist", sem sagt "án lögmáls".  Þetta er síðan í fullkomnu samræmi við það sem Nýja Testamentið segir vera skilgreiningin á synd, eða lögmálbrot. Ég tel að allir hafa ávalt val í lífinu að fylgja Kristi eða fara aðra leið og að margir annað hvort villist af leið. Jesú varaði við að jafnvel sumir hinna útvöldu myndu blekkjast svo ég sé ekki betur en fólk getur frelsast en síðan vilst af leið og glatast. Ekki af því að verk Guðs voru ekki nógu góð heldur að verk Guðs byggja á frjálsum vilja barna Hans og ef þau velja óhlíðni við Guð þá getur Hann ekki átt samleið með þeim því að Guð og synd eiga enga samleið.

Mofi, 21.8.2015 kl. 08:05

16 Smámynd: Mofi

Ef að fólk Ísraels frelsaðist fyrir náð Jesú og það var að reyna að halda lögmálið ( sem t.d. segir að elska náungan eins og sjálfan sig ) er þá ekki rökrétt að hið sama gildi um okkur? Að alveg eing og gyðingar frelsuðust ekki fyrir verk sín en Guð ætlaðist til þess að þeir hlýddu sér að við eigum líka að lifa í samræmi við lögmál Guðs þó að okkar verk réttlæta okkur ekki?

Mofi, 21.8.2015 kl. 09:44

17 Smámynd: Stefan

Sæll Mófi. Settu þig í spor upprunalega lesanda. Þeir voru allir undir lögmáli og voru að hlusta á frægustu ræðu allra tíma, fjallræðuna. Þarna var Jesús að díla við fólk sem hélt og trúði því að það gæti réttlæst með lögmáli eða með verkum. 

Þarna var Guð kominn í holdi og færði lögmálið sem Hann skrifaði í sinn upprunalega standard. Nú máttu ekki hugsa rangt og þá ertu sekur. Það eru allir sekir og skortir Guðs náð. 

Boðorðin eru svo heilög að engin getur haldið þau. Þau munu alltaf dæma okkur. Sama hversu góður og laginn þú ert að halda þau, þá klikkum við alltaf. Það sem verra er að við notum boðorðin sem vopn til að dæma okkur. Lögmálið er broddur syndarinnar er skrifað í ritninguna. Meira segja fólk sem trúir ekki dæmir sig og sannar þar með að Lögmálið sé satt, rétt og heilagt. Þú vilt færa fólk frá náð Guðs inní lögmálið, ertu viss um að ég sé á villu leið?

Þegar Jesús var negldur á krossinn var lögmálið neglt á krossinn með honum, ásamt okkar syndum, veikindum og lögmálsbrotum. Hann tók á sig refsinguna og stóðst hana og hann kallaði það er fullkomnað og gaf upp andann. 

Í dag sama hver þú ert eða í hvaða stöðu þú ert, þá máttu vita að Jesús dó fyrir þá sem eru synduga og óréttláta. Hann vill gefa hverjum sem ákallar hann eilíft líf og allir þeir sem játa nafn hans og taka trú hafa eilíft líf.
Á hann svo að taka eilífa lífið frá okkur að því að við hættum að lofa hann í smá tíma? Er Guð ekki trúfastur nema við séum trúföst? Nei Hann er trúfastur jafnvel þótt allir klikka þá klikkar hann ekki. Hann hættir ekki að elska þig þótt þú hættir að elska sjálfan þig og Hann. 

Eina leiðin til þess að hryggja heilagan anda svo ekki sé bætt fyrir er að ef við förum aftur að fórna dýrum fyrir syndir okkar.

Páll reyndi ekki að halda lögmálið, hann mat allt hans fyrra líf sem sorp. Hann vildi akkúrat ekki leggja lögmálið á heiðingjana. Þess vegna skammaði hann Pétur.

Veistu hvað gerist þegar þú trúir á Jesús. Við hættum að vera meðvituð um synd og meðvituð um réttlæti. Fær réttlæti og friður Guðs þig til að vilja stela og ljúga?

Hvernig stendur á því að Lot bróðir Abrahams var réttlátur? Hans verk voru ekki til að hrópa húrra fyrir? 

Stefan, 22.8.2015 kl. 13:18

18 Smámynd: Mofi

Stefan
Boðorðin eru svo heilög að engin getur haldið þau. Þau munu alltaf dæma okkur. 

Þannig að Guð var að biðja sitt fólk um að gera eitthvað sem það gat aldrei gert? Virkar það sanngjarnt í þínum augum?

Stefan
Þú vilt færa fólk frá náð Guðs inní lögmálið, ertu viss um að ég sé á villu leið?

Nei, alls ekki. Málið er að lögmálið er heilagt og gott, því það skilgreinir hvað er synd. Þegar einhver skilur að hann er sekur frammi fyrir Guði þá getur hann skilið af hverju hann þarf einhvern til að borga gjaldið fyrir hans glæpi eða syndir.  Við sjáum lyndiseinkun Guðs í lögmálinu því í því birtist Hans vilji og Hans vilji er auðvitað kærleiksríkur.

Stefan
Þegar Jesús var negldur á krossinn var lögmálið neglt á krossinn með honum, ásamt okkar syndum, veikindum og lögmálsbrotum. 

Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, það var neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?

Stefan
Páll reyndi ekki að halda lögmálið, hann mat allt hans fyrra líf sem sorp. Hann vildi akkúrat ekki leggja lögmálið á heiðingjana. Þess vegna skammaði hann Pétur.

Páll sagði að lögmálið skilgreindi hvað synd er og sagði sínum lesendum að syndga ekki svo ég skil ekki hvernig þú getur fengið þetta út.  Hvaða vers ertu að hugsa um þar sem Páll er að skamma Pétur fyrir að vilja að heiðingjar héldu lögmálið?

Stefan
Veistu hvað gerist þegar þú trúir á Jesús. Við hættum að vera meðvituð um synd og meðvituð um réttlæti. Fær réttlæti og friður Guðs þig til að vilja stela og ljúga?
Hvernig stendur á því að Lot bróðir Abrahams var réttlátur? Hans verk voru ekki til að hrópa húrra fyrir? 

Hérna talar þú eins og að stela og ljúga sé rangt, eins og að þau boðorð séu í gildi.  Heldur þú að kristnir sem síðan falla í freistni og stela eða jafnvel myrða hafi enga meðvitund um synd?  

Mofi, 22.8.2015 kl. 15:39

19 Smámynd: Stefan

Sæll Mófi.

"Þannig að Guð var að biðja sitt fólk um að gera eitthvað sem það gat aldrei gert? Virkar það sanngjarnt í þínum augum?"

Er lögmálið sanngjarnt, var ekki maðurinn veiki punkturinn í lögmálinu. Það er heldur ekki sanngjarnt að fæðast inní lögmál syndarinnar og dauða samt fæðumst við öll inní það lögmál. Það er heldur ekki sanngjarnt að Jesús sá eini sem syndlaus var, var refsað fyrir allar syndir sem mennirnir drýgðu svo allir sem trúa á Hann eignist eilíft líf.
Hann varð synd fyrir okkur og við fengum Hans réttlæti. Þetta er sáttmálinn, hann fær okkar líf og við fáum Hans líf. Lestu hebreabréfið í heild því það finnur galla á lögmálinu.

 "Hvaða vers ertu að hugsa um þar sem Páll er að skamma Pétur fyrir að vilja að heiðingjar héldu lögmálið?"

 But when I saw that they walked not uprightly according to the truth of the gospel, I said unto Peter before them all, If thou, being a Jew, livest after the manner of Gentiles, and not as do the Jews, why compellest thou the Gentiles to live as do the Jews?
We who are Jews by nature, and not sinners of the Gentiles,

 Knowing that a man is not justified by the works of the law, but by the faith of Jesus Christ, even we have believed in Jesus Christ, that we might be justified by the faith of Christ, and not by the works of the law: for by the works of the law shall no flesh be justified.I am crucified with Christ: nevertheless I live; yet not I, but Christ liveth in me: and the life which I now live in the flesh I live by the faith of the Son of God, who loved me, and gave himself for me. I do not frustrate the grace of God: for if righteousness come by the law, then Christ is dead in vain.

Þarna er Páll að skamma eða áminna Pétur fyrir að fara aftur í lögmálið. Þarna segir hann líka að hann sé Dáinn lögmálinu hvað svo sem það kann að þíða fyrir þig.


"Hérna talar þú eins og að stela og ljúga sé rangt, eins og að þau boðorð séu í gildi.  Heldur þú að kristnir sem síðan falla í freistni og stela eða jafnvel myrða hafi enga meðvitund um synd?"

Þú veist að þegar Kristur kom inní mitt líf hætti ég sama dag að blóta og margir slæmir vanar í mínu lífi sem hafa horfið eftir að ég eignaðist Jesús í hjartá mínu. 'Eg gat ekki lifað 30 mínútur án þess að dæma sjálfan mig fyrir hitt og þetta en Jesús tók alla þessa sjálfdæmingu í burtu frá mér. Ég er hættur að hugsa um klám og í dag hugsa ég um Jesús og allt sem hann hefur fyrir mig og fjölskyldu mína gert. 

"Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, það var neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?"

Ertu ekki að fatta að þeir sem eru dánir lögmálinu dæmast ekki af lögmálinu heldur erum við þegar dæmd í Jesús Kristi. Í dag eru allir hreinir og helgaðir sem trúa á Jesús Krist algjörlega óháð þeirra eigin verkum. Þetta byggist allt á verkum Jesús Krists.

Syndin er broddur dauðans, en lögmálið afl syndarinnar :)

Stefan, 23.8.2015 kl. 14:27

20 Smámynd: Stefan

Afhverju var fórn fyrir lögmálið ef einhver gat haldið það?

Stefan, 23.8.2015 kl. 14:36

21 Smámynd: Mofi

Blessaður Stefan

Stefan
Er lögmálið sanngjarnt, var ekki maðurinn veiki punkturinn í lögmálinu.

Er lögmálið heilagt, réttlátt og gott (Rómverjabréfið  7:12)  Hvað er ekki sanngjarnt við lögmálið? Ekki sanngjarnt að biðja fólk um að ekki stela, ljúga eða myrða?

Stefan
Hann varð synd fyrir okkur og við fengum Hans réttlæti. Þetta er sáttmálinn, hann fær okkar líf og við fáum Hans líf. Lestu hebreabréfið í heild því það finnur galla á lögmálinu.

Hvaða galla finnur Hebreabréfið að lögmálinu?  Gerði Guð mistök þegar Hann bjó það til?  

Stefan
Þarna er Páll að skamma eða áminna Pétur fyrir að fara aftur í lögmálið. Þarna segir hann líka að hann sé Dáinn lögmálinu hvað svo sem það kann að þíða fyrir þig

Mér finnst þú vera lesa eittvað í orð Páls sem er ekki þar, tökum t.d. þetta:

13 Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er. Þannig skyldi syndin verða yfir sig syndug fyrir boðorðið.

Galatabréf 2
13 Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er. Þannig skyldi syndin verða yfir sig syndug fyrir boðorðið. 14 Vér vitum, að lögmálið er andlegt, en ég er holdlegur, seldur undir syndina

Taktu eftir að Páll segir að lögmálið er gott en vandamálið er syndin. Vandamálið er syndin og krossinn leysir synda vandann en ekki lögmálið þannig að það er ekki núna er leyfilegt að myrða, ljúga og stela af því að það var það sem Guð gerði mistök í að banna þessa hluti.  Eins og svo oft áður í ritum Páls þá er hann að benda á réttlætingu fyrir verk sem er vandamálið, vandamálið er ekki að kristnir eru ekki að myrða og stela.

Stefan
Þú veist að þegar Kristur kom inní mitt líf hætti ég sama dag að blóta og margir slæmir vanar í mínu lífi sem hafa horfið eftir að ég eignaðist Jesús í hjartá mínu. 'Eg gat ekki lifað 30 mínútur án þess að dæma sjálfan mig fyrir hitt og þetta en Jesús tók alla þessa sjálfdæmingu í burtu frá mér. Ég er hættur að hugsa um klám og í dag hugsa ég um Jesús og allt sem hann hefur fyrir mig og fjölskyldu mína gert. 

Það er meiriháttar og það er einmitt þannig sem kraftur Guðs á að hafa áhrif á okkur. En spurningin var heldur þú að kristnir sem syndga hafi ekki meðvitund um synd?  Ef að þú byrjaðir núna að horfa aftur á klám, finndir þú þá enga sektarkend?

Stefan
Ertu ekki að fatta að þeir sem eru dánir lögmálinu dæmast ekki af lögmálinu heldur erum við þegar dæmd í Jesús Kristi. Í dag eru allir hreinir og helgaðir sem trúa á Jesús Krist algjörlega óháð þeirra eigin verkum. Þetta byggist allt á verkum Jesús Krists.

Alveg sammála en það samt svarar ekki spurningunni ""Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, það var neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?"

Stefan
Afhverju var fórn fyrir lögmálið ef einhver gat haldið það?

Hver er eða var tilgangur Guðs með að búa til lögmál sem enginn gat haldið?  Fórnin var fyrir syndina og ef að þú getur réttlætt að syndga þá er vandamálið ekki syndin heldur lögmálið og þá sökin hjá Guði í að búa til ómögulegt lögmál en ekki syndaranum sem stal, laug eða myrti.

Mofi, 23.8.2015 kl. 23:17

22 Smámynd: Stefan

Er lögmálið heilagt, réttlátt og gott (Rómverjabréfið  7:12)  Hvað er ekki sanngjarnt við lögmálið? Ekki sanngjarnt að biðja fólk um að ekki stela, ljúga eða myrða?

Hann segir í rómverjabréfi 8:3 Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. Róm 7:6 En nú erum við leyst undan lögmálinu og dáin frá því sem áður hélt okkur í fjötrum og getum þjónað með nýju lífi andans en ekki með fygld við fórnan lagabókstaf. 

Taktu eftir að hann byrjar þennan kafla á að segja að hann talar til þeirra sem þekkja lögmálið og fer að tala um hvernig við erum leyst undan því. Mér finnst undarlegt hvernig þér dettur í hug að halda lögmálinu á lofti. Það skiptir ekki máli hvað okkur finnst það sem skiptir máli er hvað Guð segir. Hann hefur sagt að það sé rétt að maðurinn réttlætis við trú á Jesús Krist og fyrir trú á Jesús Krist fáum við líka Heilagan Anda sem er fyrirheitið sem lofað var. Það er þessi Andi sem gerir okkur ný, nýtt hjarta, nýjar langanir og nýtt líf. Þetta líf er ekki eins og okkar gamla líf sem varð að lúta lögmálinu hvort sem það vildi það eða ekki. 

Galatabréf 2
13 Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er. Þannig skyldi syndin verða yfir sig syndug fyrir boðorðið. 14 Vér vitum, að lögmálið er andlegt, en ég er holdlegur, seldur undir syndina

Þetta er Rómverjabréf 7 ekki galatabréf. Þarna ef þú lest versin á undan og eftir ættiru að sjá að Hann er að tala um að lögmálið gat ekki réttlætt okkur og þess vegna kom Jesús. 

En spurningin var heldur þú að kristnir sem syndga hafi ekki meðvitund um synd?  Ef að þú byrjaðir núna að horfa aftur á klám, finndir þú þá enga sektarkend?

Já ég myndi finna til. Myndi ég dæma sjálfan mig? nei ég myndi sjá Krist Krossfestan og þannig fæ ég einnig kraft frá honum til að rísa upp. Ég þarf ekki boðorðið til að vita að ég geri eithvað rétt eða rangt. Við erum öll merkt af skilningstrénu milli góðs og ills. En Við eigum nú tækifæri á að borða af tré lífsins. Þetta snýst ekki um rétt eða rangt heldur trú á Jesús krist.

Hver er eða var tilgangur Guðs með að búa til lögmál sem enginn gat haldið?

Tilgangur Guðs við að gefa lögmálið var að sýna að engin gat heldið það. Annars afhverju ætti Guð að gefa okkur lög sem gyðingarnir gátu ekki haldið í yfir 1300 ár? Afhverju þarf fórn fyrir syndir? Var Jesús ekki nægilega góð fórn fyrir þig? Syndin er broddur dauðans, en lögmálið afl syndarinnar :) 

Þegar syndin er aflaus er hún áhrifalaus og við getum ráðið við hana í Kristi Jesús.

U

Stefan, 25.8.2015 kl. 12:22

23 Smámynd: Mofi

Stefan
Hann segir í rómverjabréfi 8:3 Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. Róm 7:6 En nú erum við leyst undan lögmálinu og dáin frá því sem áður hélt okkur í fjötrum og getum þjónað með nýju lífi andans en ekki með fygld við fórnan lagabókstaf

Lögmálinu var ógerlegt að borga fyrir syndir mannkyns enda segir Páll að tilgangur þess var að opinbera synd. Taktu eftir því að Páll spyr "Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er.  Rómverjabréfið 7:13.  Þarna sérðu að syndin var til burt séð frá lögmálinu, að myrða er synd og lögmálið segir aðeins að það sé synd. Boðorðið "þú skat ekki myrða" var ekki að halda okkur í fjötrum heldur hvaða brot sem við höfðum gert var að halda okkur í fjötrum því að laun syndarinnar er dauði.

Reyndu aftur að svara þessum spurningum því ég held að um leið og þú gerir það þá sérðu að það er eitthvað ekki í lagi með þessa hugmynd að við getum hent lögmálinu.


Hvað er ekki sanngjarnt við lögmálið? Er ekki sanngjarnt að biðja fólk um að stela ekki, ljúga ekki eða myrða ekki?

Stefan
Þetta er Rómverjabréf 7 ekki galatabréf. Þarna ef þú lest versin á undan og eftir ættiru að sjá að Hann er að tala um að lögmálið gat ekki réttlætt okkur og þess vegna kom Jesús. 

Afsakaðu mistökin.  Það er alveg rétt að lögmálið gat ekki og mun aldrei geta réttlætt, það getur aðeins upplýst okkur um hvað synd er.

Stefan
Já ég myndi finna til. Myndi ég dæma sjálfan mig? nei ég myndi sjá Krist Krossfestan og þannig fæ ég einnig kraft frá honum til að rísa upp.

Enda var það punkturinn, kristnir finna til sektarkenndar þegar þeir syndga og réttilega svo. Kristnir væru frekar hræðilegur hópur fólks sem fengi ekki sektarkend þegar það brýtur af sér.  Ég vona einnig að þú myndir nálgast Krist í iðrun og sorg vegna þess sem þú gerðir og út frá því leita til Hans til að fá kraft til að gera  þetta ekki aftur.

Stefan
Ég þarf ekki boðorðið til að vita að ég geri eithvað rétt eða rangt.

Páll segir að lögmálið eða boðorðin segja okkur hvað er synd, þú segir að þú þurfir ekki á því að halda; ég held að ég verð að fylgja Páli í þessu máli frekar en þér.

Stefan
Þetta snýst ekki um rétt eða rangt heldur trú á Jesús krist.

Sérðu ekki í Biblíunni mikið lagt upp úr að syndga ekki?  Trú á Jesú er lykillinn að fyrirgefningu en að syndga ekki gegn Guði er einnig mjög mikilvægt.

Stefan
Tilgangur Guðs við að gefa lögmálið var að sýna að engin gat heldið það. 

Er þá ekki Guð frekar mikið öðru vísi en allir aðrir löggjafar sem við vitum um?  Þeir sem semja umferðareglur gera ekki reglurnar þannig að enginn geti haldið þær.  Hvað finndist þér ef að löggjafinn byggi til lög sem þú gætir ekki haldið og síðan ætlaði að refsa þér fyrir að brjóta lög sem þú áttir aldrei möguleika að halda?

Stefan
Afhverju þarf fórn fyrir syndir? 

Ef einhver hefur brotið lögmálið þá samkvæmt lögum Guðs þá skal sú sáls sem brýtur lögmálið deyja. Fórnin er til þess að fullnægja þessum kröfum lögmálsins svo að syndarinn þarf ekki að deyja, gjaldið fyrir syndir hans hefur verið borgað.

Stefan
Var Jesús ekki nægilega góð fórn fyrir þig?

Jú, svo sannarlega.  En fórn Jesú virkaði ekki þannig að núna væri ekki lengur rétt eða rangt. Að núna væri lögmálið sem biður okkur um að myrða ekki, stela ekki, ljúga ekki úrelt. Þá væri það eins og að Guð hefði gert ósanngjarnt lögmál og síðan Guð að borga fyrir Hans eigin mistök í að búa til kolómögulegt lögmál. Þá væri hreilega syndin og hið illa í þessum heimi Guði að kenna og þá aðalega vegna þess að Hann gaf okkur lögmál sem segir okkur hvað er rangt og hvað er rétt.  Ég vona að þú skiljir að minnsta kosti hvaðan ég er að koma í öllu þessu.

Spurningar sem þú gleymdir að svara:

Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, var það neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?

Hvaða galla finnur Hebreabréfið að lögmálinu?  Gerði Guð mistök þegar Hann bjó það til?

 

Mofi, 25.8.2015 kl. 23:30

24 Smámynd: Stefan

"Lögmálinu var ógerlegt að borga fyrir syndir mannkyns enda segir Páll að tilgangur þess var að opinbera synd. Taktu eftir því að Páll spyr "Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er.  Rómverjabréfið 7:13.  Þarna sérðu að syndin var til burt séð frá lögmálinu, að myrða er synd og lögmálið segir aðeins að það sé synd. Boðorðið "þú skat ekki myrða" var ekki að halda okkur í fjötrum heldur hvaða brot sem við höfðum gert var að halda okkur í fjötrum því að laun syndarinnar er dauði.

Reyndu aftur að svara þessum spurningum því ég held að um leið og þú gerir það þá sérðu að það er eitthvað ekki í lagi með þessa hugmynd að við getum hent lögmálinu."

Við erum sammála um að lögmálið opinberar synd. Nú veistu þú ert syndugur og þarft á Jesús. Viltu halda áfram að vera í sáttmálanum sem minnir þig á synd? Viltu ekki miklu frekar vera í sáttmála sem minnir þig á réttlæti Jesús. Þetta er auðruvísi prestregla en sú í gamla sáttmálanum. Við getum ekki tekið boðorðin og haldið þeim á lofti. Þau sýna Guð sem dæmandi Guð, Þú skalt ekki myrða, þú skalt ekki stela, þarna er verið að byggja á verkum mannsins. En nýji sáttmálinn segir að við erum hrein og lýtalaus og réttlát frammi fyrir Föður okkar á himni. Hann er búinn að gera allt fyrir okkur í dag. Í Kristi göngum við í óslitinni sigurför. Ef þú ert búinn að taka á móti Jesús Kristi lifðu þá í honum, rótfastur í honum, og staðfastur í trúnni. 

Þú ert að biðja mig að svara þínum spurningum, ég er búin að svara þeim öllum og með ritningarversum.  Enda getur þú ekki sannað útfrá ritningum að nýji sáttmálinn inniheldur það að maðurinn sem Jesús frelsar þurfi á lögmáli gamla sáttmálans til að viðhalda réttlæti sínu. Ef þú vilt lögmálið þá verðuru að taka allt lögmálið, þú getur ekki bara valið það sem þér hentar og verið allveg geggjað góður að halda hvíldardaginn helgan en svo ertu alltaf að dæma sjálfan þig og lifa í ótta eða bregðast rangt við erfiðum kringumstæðum. Þá ertu dæmdur sekur og samviska þín vitnar um það. Viltu að samviska þín sé að dæma þig allan daginn. Þá ertu ekki með hreina og lýtalausa samvisku, þú þarft á Jesús að halda ekki lögmálinu. 

"Enda var það punkturinn, kristnir finna til sektarkenndar þegar þeir syndga og réttilega svo. Kristnir væru frekar hræðilegur hópur fólks sem fengi ekki sektarkend þegar það brýtur af sér.  Ég vona einnig að þú myndir nálgast Krist í iðrun og sorg vegna þess sem þú gerðir og út frá því leita til Hans til að fá kraft til að gera  þetta ekki aftur."

 Jafnvel þótt þú sért trúlaus og brýtur af þér mun samviska þín dæma þig og sanna lögmál Guðs. Við erum dæmd sek, klárlega. En Nú í Jesús eigum við nýja sáttmála sem er ekki þessi gamli, vegna þess að hann var vanmegna gagnvart manninum.  Þú ert að blanda 2 sáttmálum saman og það er ekki leyfilegt. Ef Guð man ekki eftir syndunum þínum helduru að hann vilji að þú fylgir lögmáli sem stöðugt minnir þig á að þú ert ekki nó of góður. 

Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum.7Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.
8Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. 9Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins 10og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.
11Í honum eruð þið umskorin þeirri umskurn sem ekki er með höndum gerð. 12Með umskurn Krists voruð þið afklædd hinum synduga líkama, greftruð með Kristi í skírninni og uppvakin til lífs með honum fyrir trúna á mátt Guðs sem vakti hann frá dauðum. 
13Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. 14Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur.

svara meira seinna, :)

Stefan, 26.8.2015 kl. 10:52

25 Smámynd: Mofi

Stefan
Við erum sammála um að lögmálið opinberar synd. Nú veistu þú ert syndugur og þarft á Jesús. Viltu halda áfram að vera í sáttmálanum sem minnir þig á synd? Viltu ekki miklu frekar vera í sáttmála sem minnir þig á réttlæti Jesús. 

Ég skil ekki, mannstu ekki að það er rangt að myrða eftir að þú meðtókst fyrirgefningu Krists?

Sáttmálinn sem ég er í, er að ég hef syndgað og þarf á miskun og fyrirgefningu Guðs fyrir mínar syndir og það hefur engin áhrif á að það er ennþá rangt að stela, ljúga eða myrða.

Stefan
Þetta er auðruvísi prestregla en sú í gamla sáttmálanum. Við getum ekki tekið boðorðin og haldið þeim á lofti. Þau sýna Guð sem dæmandi Guð, Þú skalt ekki myrða, þú skalt ekki stela, þarna er verið að byggja á verkum mannsins. En nýji sáttmálinn segir að við erum hrein og lýtalaus og réttlát frammi fyrir Föður okkar á himni. 

Nú ertu kominn í að Ísrael hafi verið í öðrum sáttmála sem var þannig að fólk fyrir krossinn frelsaðist eftir þeirra verkum. Er það þín afstaða?

Stefan
Þú ert að biðja mig að svara þínum spurningum, ég er búin að svara þeim öllum og með ritningarversum.  Enda getur þú ekki sannað útfrá ritningum að nýji sáttmálinn inniheldur það að maðurinn sem Jesús frelsar þurfi á lögmáli gamla sáttmálans til að viðhalda réttlæti sínu

Nei, þú getur engan veginn sagt að þú hafir svarað þeim.

En varðandi nýja sáttmálann.  Biblían lýsir honum svona:

Jeremía 31:31
Sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _ að ég mun gjöra nýjan sáttmála við Ísraels hús og Júda hús,32 ekki eins og þann sáttmála, er ég gjörði við feður þeirra, þá er ég tók í hönd þeirra til þess að leiða þá út af Egyptalandi, sáttmálann sem þeir hafa rofið, þótt ég væri herra þeirra segir Drottinn. 33 En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta _ segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.

Við sjáum síðan tekið fram að lögmálið segir hvað synd er og það er gert nokkrum sinnum.

1 Jóhannesarbréf 3:4
Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot.

Stefan
Þá ertu dæmdur sekur og samviska þín vitnar um það. Viltu að samviska þín sé að dæma þig allan daginn. Þá ertu ekki með hreina og lýtalausa samvisku, þú þarft á Jesús að halda ekki lögmálinu. 

Já, ég vil að mín samviska segi mér þegar ég geri eitthvað rangt og þá leita til Guðs og biðja um fyrirgefningu í nafni Jesú og biðja um Hans styrk til að gera betur næst.

Stefan
Ef Guð man ekki eftir syndunum þínum helduru að hann vilji að þú fylgir lögmáli sem stöðugt minnir þig á að þú ert ekki nó of góður. 

Auðvitað, að ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga. Frá upphafi hefur boðskapur spámannanna alltaf verið hinn sami, haldið boðorð Guðs, hættið að syndga. Ætti Jesú að fara að boða eitthvað annað en þann einfalda og mjög svo sanngjarna boðskap?

Ekki síðan gleyma:

    • Hvað finndist þér ef að löggjafinn byggi til lög sem þú gætir ekki haldið og síðan ætlaði að refsa þér fyrir að brjóta lög sem þú áttir aldrei möguleika að halda?

    • Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, var það neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?

    • Hvaða galla finnur Hebreabréfið að lögmálinu?  Gerði Guð mistök þegar Hann bjó það til?

    • Hvað er ekki sanngjarnt við lögmálið? Er ekki sanngjarnt að biðja fólk um að stela ekki, ljúga ekki eða myrða ekki?

    Mofi, 26.8.2015 kl. 11:36

    26 Smámynd: Stefan

      • Hvað finndist þér ef að löggjafinn byggi til lög sem þú gætir ekki haldið og síðan ætlaði að refsa þér fyrir að brjóta lög sem þú áttir aldrei möguleika að halda?

      Páll segir það sjálfur, við vorum veiki hlekkurinn í lögmálinu. 

      "Auðvitað, að ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga. Frá upphafi hefur boðskapur spámannanna alltaf verið hinn sami, haldið boðorð Guðs, hættið að syndga. Ætti Jesú að fara að boða eitthvað annað en þann einfalda og mjög svo sanngjarna boðskap?"

      Þessa frelsun könnuðu spámennirnir og rannsökuðu vandlega þegar þeir töluðu um þá náð sem ykkur mundi hlotnast. 11Þeir rannsökuðu til hvers eða hvílíks tíma andi Krists, sem í þeim bjó, benti þá er hann vitnaði fyrir fram um píslir Krists og dýrðina þar á eftir. 12En þeim var opinberað að eigi væri það fyrir sjálfa þá heldur fyrir ykkur að þeir þjónuðu að þessu sem ykkur er nú kunngjört af þeim sem boðuðu ykkur fagnaðarerindið í heilögum anda sem er sendur frá himni. Inn í þetta fýsir jafnvel englana að skyggnast.

      Þeir voru spámenn afþví að Guð leyfði þeim að sjá Jesús krist. Þetta snýst allt um hann en ekki lögmálið. 

        • "Ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, var það neglt á krossinn í þeim skilningi að það er ekki lengur rangt að myrða, stela og ljúga?"

        Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
        16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur.

        Við erum ekki lengur undir lögmáli, veruleikinn er Kristur hann fullkomnaði lögmálið fyrir okkur svo við gætum trúað á hann í staðinn fyrir að fylgja bókstafnum. Hann verkar allt til góðs fyrir þann sem trúir. :) 

          • "Hvaða galla finnur Hebreabréfið að lögmálinu?  Gerði Guð mistök þegar Hann bjó það til?"

          17Um hann er vitnað: „Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks.“ 18Hið fyrra boðorð er þar með ógilt af því að það var vanmáttugt og gagnslaust. 19Lögmálið gerði ekkert fullkomið. En nú höfum við öðlast betri von sem leiðir okkur nær Guði. 

           6En nú hefur Jesús fengið þeim mun ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari betri sáttmála sem byggist á traustari fyrirheitum. 
          7Hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur hefði ekki verið þörf fyrir annan. 8En nú ávítar Guð þá og segir: 
          Sjá, dagar koma, segir Drottinn, 
          þegar ég geri nýjan sáttmála við hús Ísraels og Júda. 
          9Hann verður ekki eins og sáttmálinn sem ég gerði við feður þeirra 
          á þeim degi þegar ég tók í hönd þeirra og leiddi þá út úr Egyptalandi

          12Því að ég mun taka vægt á misgjörðum þeirra 
          og mun ekki framar minnast synda þeirra. 

          13Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það sem er að úreldast og fyrnast er að því komið að verða að engu.

          Ég er veit það eru fleiri staðir en þessir sem tala um betri sáttmála í hebreabréfinu. 

            • "Hvað er ekki sanngjarnt við lögmálið? Er ekki sanngjarnt að biðja fólk um að stela ekki, ljúga ekki eða myrða ekki?"

            Það að mennirnir gátu ekki haldið það, lögmálið getur bara dæmt okkur en Kristur vill réttlæta okkur. Lestu versin sem ég sendi núna í þessum póst.

            Sá sem er ekki undir lögmáli getur ekki framið lögmálsbrot. Lestu 1 joh betur því þú verður að útskýra hvernig þeir sem eru börn Guðs geta ekki syndgað. Allt sem ekki er af trú er synd, ertu sammála því?

            Jeremía náði þessu, hann sá tvo sáttmála þú sérð einn og hálfan. Veistu ekki að þegar þú ert að dæma sjálfan þig fyrir synd þína þá ertu að refsa Jesús í annað skipti fyrir þessa synd. Þessvegna eigum við að horfa á Jesús en ekki lögmálið. 

            Guð gerði tvo sáttmála annan með eiði við sjálfan sig. sem er betri en þann sem hann gerði við Móse. Guð gerði sáttmála við sjálfan sig fyrir okkur svo við myndum ekki klúðra hlutunum eins og þeir í móse sáttmálanum gerðu.

            Stefan, 26.8.2015 kl. 12:37

            27 Smámynd: Stefan

            " Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. 
            Mat 5:18  Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram". 

            Svar: Kristur kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla það. Það er fullkomnað hrópaði Kristur á Krossinum. Hvað er fullkomnað? Lögmálið, Hann fullkomnaði það, Hann uppfyllti hverja þá kröfu sem lögmálið bað um. Það var ekki fyrr en allt var fullkomnað að lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom fyrir Jesús Krist. Við megum ekki gleyma að lesa seinustu setninguna, "uns allt er komið fram". Ef þú trúir á Krist, ekki gera lítið úr verki Hans með því að reina að réttlæta sjálfan þig með eigin bænum og verkum.

            Stefan, 26.8.2015 kl. 13:15

            28 Smámynd: Mofi

            Stefan
            Páll segir það sjálfur, við vorum veiki hlekkurinn í lögmálinu.

            Það er ekki svar við spurningunni.

            Stefan
            Þeir voru spámenn afþví að Guð leyfði þeim að sjá Jesús krist. Þetta snýst allt um hann en ekki lögmálið. 

            Lögmál og náð eru eins og tvær hliðar á sama peningi.  Án lögmáls er engin þörf á náð. Án náðar er aðeins sekt og dauði andspænis lögmáli sem segir hvað synd er og hver refsingin við því að brjóta lögmálið.

            Hefur þú einhverja sérstaka andúð á lögum eins og umferðalögum eða hvaða lögum sem alþingi setur eða eru það aðeins lög Guðs sem þú hefur eitthvað á móti?

            Stefan
            Við erum ekki lengur undir lögmáli, veruleikinn er Kristur hann fullkomnaði lögmálið fyrir okkur svo við gætum trúað á hann í staðinn fyrir að fylgja bókstafnum. Hann verkar allt til góðs fyrir þann sem trúir. :) 

            Þegar Páll er að útskýra hvað það er að vera undir náð þá gerir hann það mjög skýrt að það þýði ekki að núna sé í lagi að syndga.

            Rómverjabréfið 6
            14 Synd skal ekki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli, heldur undir náð.
            15 Hvað þá? Eigum vér að syndga, af því að vér erum ekki undir lögmáli, heldur undir náð? Fjarri fer því.
            16 Vitið þér ekki, að ef þér bjóðið öðrum sjálfa yður fyrir þjóna og hlýðið honum, þá eruð þér þjónar þess, sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis?

            Sérðu hvernig að ef við syndgum þá erum við þjónar syndarinnar. Aðeins með því að hlýða Guði erum við þjónar Hans. Páll er þarna mjög skýr "eigum við að syndga af því að við erum ekki undir lögmáli, alls ekki".  Ertu ósammála þessum skilningi á þessum orðum Páls?

            Stefan
            Ég er veit það eru fleiri staðir en þessir sem tala um betri sáttmála í hebreabréfinu.

            Sérðu hvernig breytingin er að í staðinn fyrir dauðlega synduga menn að þjóna í musteri að núna höfum við æðsta prest sem er ódauðlegur og í staðinn fyrir að bera fram blóð dýra þá ber Hann fram sitt eigið blóð. Það er hvergi í Biblíunni neitt um að nýi sáttmálinn hafi aðra skilgreiningu á hvað er synd; þvert á móti segja fleiri en einn höfundur Nýja Testamentisins að lögmálið er það sem skilgreinir synd, það gerði það fyrir krossinn og það gerir það eftir krossinn.

            Stefan
            Sá sem er ekki undir lögmáli getur ekki framið lögmálsbrot. Lestu 1 joh betur því þú verður að útskýra hvernig þeir sem eru börn Guðs geta ekki syndgað. Allt sem ekki er af trú er synd, ertu sammála því?

            Ertu að segja að þú getir ekki syndgað jafnvel ef þú myrðir mann?   Ég skil 1 Jóhannesarbréf þannig að börn Guðs syndga ekki þannig að ef þú sérð einhvern sem heldur því fram að hann sé barn Guðs eða kristinn en heldur áfram að stela, ljúga eða drýgja hór þá veistu að hans samband við Krist er ekki í lagi og á dómsdegi þá segir Jesús þetta við hann "vík burt frá mér, þið sem fremjið lögmálsbrot". Matteus 7

            Stefan
            Jeremía náði þessu, hann sá tvo sáttmála þú sérð einn og hálfan. Veistu ekki að þegar þú ert að dæma sjálfan þig fyrir synd þína þá ertu að refsa Jesús í annað skipti fyrir þessa synd. Þessvegna eigum við að horfa á Jesús en ekki lögmálið. 

            Jeremía segir beint út að nýji sáttmálinn er að Guð skrifar sín lög í hjarta fólks svo minn punktur er einfaldlega að greinilega þá snýst nýi sáttmálinn að einhverju leiti um lög Guðs.

            Mofi, 26.8.2015 kl. 13:19

            29 Smámynd: Mofi

            Stefan
            Svar: Kristur kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla það. Það er fullkomnað hrópaði Kristur á Krossinum. Hvað er fullkomnað? Lögmálið, Hann fullkomnaði það, Hann uppfyllti hverja þá kröfu sem lögmálið bað um. Það var ekki fyrr en allt var fullkomnað að lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom fyrir Jesús Krist. Við megum ekki gleyma að lesa seinustu setninguna, "uns allt er komið fram". Ef þú trúir á Krist, ekki gera lítið úr verki Hans með því að reina að réttlæta sjálfan þig með eigin bænum og verkum.

            Nokkur atriði hérna sem þú þarft að taka tillit til.

              • Eftir að Jesús segir að Hann kom ekki til að afnema heldur uppfylla þá varar Hann við því að einhver kenni öðrum um að brjóta einhver þessara minnstu boðorða svo augljóslega þá þýddi ekki í augum Krist að uppfylla væri hið sama og núna má brjóta boðorð Guðs.

              • Það sem var fullkomnað á krossinum var fórnin en allt hefur ekki komið fram. Dómurinn og endurkoman hafa ekkert gerst svo dæmi sé tekið.

              • Lögmálið segir "elska skaltu náungan eins og sjálfan þig", Jesús uppfyllti það en þýðir það að við þurfum ekki að elska náungan eins og okkur sjálf?

              Stefan
              Ef þú trúir á Krist, ekki gera lítið úr verki Hans með því að reina að réttlæta sjálfan þig með eigin bænum og verkum.

              Getur þú ekki haldið fram hjá eiginkonu þinni án þess að vera að reyna að réttlæta sjálfan þig með verkum?

              Mofi, 26.8.2015 kl. 13:24

              30 Smámynd: Stefan

              Jesús seigir annað,. Dómurinn er liðinn allavega fyrir okkur sem trúum. Þú ert að neita krafti Guðs sem leiðir hvern mann fullkominn frammi fyrir Guði föður. 

              Nú ertu að tala við einstakling sem lifir í nýja sáttmálanum vegna þess að þar starfar Guð Faðir okkar í krafti sannleikans. Ef eiginkona þín deyr eins og Páll talar um þá ertu frjáls til að giftast aftur. Þetta er það sem ég er að tala um, lestu rómverjabréf 7 

              "Þið vitið, systkin - ég tala hér við menn sem þekkja lögmálið - að lögmálið ræður ekki yfir manni lengur en hann lifir. 2Þannig er gift kona bundin manni sínum að lögum meðan hann lifir. En deyi maðurinn er hún leyst undan því lögmáli sem bindur hana honum. 3Hún er því talin hórkona ef hún verður annars manns að manni sínum lifandi. En deyi maður hennar er hún laus undan því lögmáli og telst ekki hórkona þótt hún verði annars manns."

              Er Hann ekki búinn að leysa okkur undan þessu lögmáli?

              "4Eins er um ykkur, bræður mínir og systur. Þið hafið dáið með Kristi og um leið fengið lausn undan lögmálinu og hafið gefist öðrum, honum sem var upp vakinn frá dauðum svo að við mættum bera Guði ávöxt."

              Í lögmálinu geturu ekki gefið Guði ávöxt. 

              Jesús talaði undir lögmáli, það var ekki uppfyllt. Hann sagði líka að Heilagar Andi myndi leiða okkur í allan sannleik eftir að Hann væri farinn. 

              Jesús segir líka hvað er synd, réttlæti og trú og þú ert ekki sammála honum heldur. 

              Lögmálið sakfellir en Jesús réttlætir hvað með 2 cor þriðja kalfa, þar sem er verið að bera saman lögmál og náð eða Jesús og móse?

              Það er kraftur Guðs sem fær mig til að gera vel, eftir að ég eignaðist ljós krists í líf mitt hefur syndin horfið. Réttlætið hans er meira og betra en verk mín. Þökk sé Guði að í dag dæmust við útfrá verkum Jesús og Hann fullkomnaði lögmálið fyrir okkur. 

              Helduru að ef konan mín myndi segja mér að hún elskar mig að þau orð myndu vekja í mér viðbrögð sem fengu mig til að halda frammhjá henni,, nei Ást Guðs sem fullkomnast til okkar Í Drottni vorum Jesús Kristi fær okkur til breyta betur en lögmálið gæti nokkurntíman gert. 

              Biblían segir að þótt þú syndgir þá tilreiknast ekki afbrotin.

              Hann segir meria segja að  38Minn réttláti mun lifa fyrir trúna  en skjóti hann sér undan þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum. 39En við skjótum okkur ekki undan og glötumst heldur trúum við og frelsumst. 

              Við trúum og frelsumst afhverju viltu bæta við verk Guðs? 

              Verk Guðs er Jesús Kristur. Hann gaf okkur allt nýtt með honum. 

              Þegar þú ert að segja að ást Guðs á okkur sem opinberast í trúnni á Jesús Krist fái okkur til að fremja glæpi þú ertu augljóslega ekki að upplifa hans ást.  

              Hlýðni til réttlætis er ekki verið að tala um lögmálið heldur trúnna á Jesús, það er boðið sem hann boðar okkur að trúa Á Jesús krist. 

              Hans boð er að trúa á Verk Hans sem er Jesus Kristur.

              Börnin mín, látið engan villa yður. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og Kristur er réttlátur.8Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.9Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.10Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til.11Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan.
              Allt sem ekki er af trú er synd. snýst ekki um rétt eða rangt lengur, við erum undir nýjum sáttmála sem er óhaður gamla sáttmálanum.

              Stefan, 26.8.2015 kl. 15:22

              31 Smámynd: Stefan

              Það átti víst að vera synd réttlæti og dómur en ekki trú.

              Stefan, 26.8.2015 kl. 15:25

              32 Smámynd: Stefan

              Við erum að deila á hvort lögmálið sé fyrir þann sem trúir á Jesús Krist ekki hvort lögmálið sanni synd. Við vitum að lögmálið sannar synd og er heilagt.

                Það var bara aldei ætlað okkur sem trúum. Úta það ganga versin sem ég sendi þér. það var aldrei gefið til þess að við græddum á því, þvert á móti til þess að sanna að við erum sek og skortir Guðs náð. Núna stendur náð Guðs til boða hverjum þeim sem trúir og þá tilreiknast ekki synd vegna þess að Jesús er nýr sáttmáli sem er ekki byggður á verkum okkar heldur á verkum Hans. 

              Stefan, 26.8.2015 kl. 15:51

              33 Smámynd: Mofi

              Stefan
              Jesús seigir annað,. Dómurinn er liðinn allavega fyrir okkur sem trúum. Þú ert að neita krafti Guðs sem leiðir hvern mann fullkominn frammi fyrir Guði föður. 

              Hvar segir Jesús það?  Er búið að dæma Satan? Er búið að dæma þá sem lifðu og dóu öldum eftir krossinn?  Hvernig neita ég krafti Guðs þegar ég segi að kristnir eiga ekki að stela, ljúga eða drýgja hór?

              Stefan
              Nú ertu að tala við einstakling sem lifir í nýja sáttmálanum vegna þess að þar starfar Guð Faðir okkar í krafti sannleikans. Ef eiginkona þín deyr eins og Páll talar um þá ertu frjáls til að giftast aftur. Þetta er það sem ég er að tala um, lestu rómverjabréf 7 

              Vandamálið er að Nýi sáttmálinn er lög Guðs skrifuð á hjarta einstaklingsins og sá sáttmáli er gerður við Ísrael. 

              Rómverjabréfið  7
              "Þið vitið, systkin - ég tala hér við menn sem þekkja lögmálið - að lögmálið ræður ekki yfir manni lengur en hann lifir. 2Þannig er gift kona bundin manni sínum að lögum meðan hann lifir. En deyi maðurinn er hún leyst undan því lögmáli sem bindur hana honum. 3Hún er því talin hórkona ef hún verður annars manns að manni sínum lifandi. En deyi maður hennar er hún laus undan því lögmáli og telst ekki hórkona þótt hún verði annars manns."

              Já það er margt forvitnilegt í Rómverjabréfinu kafla 7 eins og:

              7 Hvað eigum vér þá að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. En satt er það: Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið. Ég hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki lögmálið sagt: "Þú skalt ekki girnast."
              ...
              12 Þannig er þá lögmálið heilagt og boðorðið heilagt, réttlátt og gott. 13 Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því! Nei, það var syndin. Til þess að hún birtist sem synd, olli hún mér dauða með því, sem gott er. Þannig skyldi syndin verða yfir sig syndug fyrir boðorðið. 14 Vér vitum, að lögmálið er andlegt, en ég er holdlegur, seldur undir syndina

              Málið er að við erum ekki lengur undir fordæmingu lögmálsins fyrir að hafa brotið það en ekki frelsi til að myrða, ljúga, drýgja hór eða hvaða önnur synd sem lögmálið segir okkur frá.

              Stefan
              Jesús segir líka hvað er synd, réttlæti og trú og þú ert ekki sammála honum heldur. 

              Jesús er ósammála því að ljúga, stela eða myrða sé synd?

              Stefan
              Lögmálið sakfellir en Jesús réttlætir hvað með 2 cor þriðja kalfa, þar sem er verið að bera saman lögmál og náð eða Jesús og móse?

              Af því að lögmálið segir hvað er synd á meðan Jesús borgar gjaldið fyrir að hafa brotið lögmálið.

              Stefan
              Það er kraftur Guðs sem fær mig til að gera vel, eftir að ég eignaðist ljós krists í líf mitt hefur syndin horfið. Réttlætið hans er meira og betra en verk mín. Þökk sé Guði að í dag dæmust við útfrá verkum Jesús og Hann fullkomnaði lögmálið fyrir okkur. 

              Það er hárrétt hjá þér.  

              Stefan
              Helduru að ef konan mín myndi segja mér að hún elskar mig að þau orð myndu vekja í mér viðbrögð sem fengu mig til að halda frammhjá henni,, nei Ást Guðs sem fullkomnast til okkar Í Drottni vorum Jesús Kristi fær okkur til breyta betur en lögmálið gæti nokkurntíman gert. 

              Það er ekki svar við spurningunni sem ég spurði. Reyndu aftur "Getur þú ekki haldið fram hjá eiginkonu þinni án þess að vera að reyna að réttlæta sjálfan þig með verkum?"

              Stefan
              Við trúum og frelsumst afhverju viltu bæta við verk Guðs? 

              Ég vil það ekki, ég vil aðeins hlýða Guði, ekki ljúga, ekki stela og ekki drýgja hór.

              Stefan
              Þegar þú ert að segja að ást Guðs á okkur sem opinberast í trúnni á Jesús Krist fái okkur til að fremja glæpi þú ertu augljóslega ekki að upplifa hans ást.

              Finnst þér virkilega heiðarlegt að fullyrða að ég hafi sagt þetta?  Samkvæmt Biblíunni þá er glæpur að brjóta boðorð Guðs.

              Stefan
              Hans boð er að trúa á Verk Hans sem er Jesus Kristur.

              Hver heldur þú að hafi búið til boðorðin?

              Stefan
              Börnin mín, látið engan villa yður. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og Kristur er réttlátur.8Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi.

              Hvað er synd samkvæmt Nýja Testamentinu?

              Mofi, 26.8.2015 kl. 16:13

              34 Smámynd: Mofi

              Stefan
              Það var bara aldei ætlað okkur sem trúum. Úta það ganga versin sem ég sendi þér. það var aldrei gefið til þess að við græddum á því, þvert á móti til þess að sanna að við erum sek og skortir Guðs náð. Núna stendur náð Guðs til boða hverjum þeim sem trúir og þá tilreiknast ekki synd vegna þess að Jesús er nýr sáttmáli sem er ekki byggður á verkum okkar heldur á verkum Hans. 

              Ef að þú veist að lögmálið segir hvað er synd og Biblían ítrekað biður okkur um að syndga ekki, hvað er þá vandamáið?

              Hérna fullyrðir þú að gamli sáttmálinn var byggður á verkum og þá ertu að segja að Ísrael var réttlætt af þeirra verkum, ertu viss um að það sé það sem Biblían kennir?

              Mofi, 26.8.2015 kl. 16:15

              35 Smámynd: Stefan

              We know that the law is good if one uses it properly. We also know that the law is made not for the righteous but for lawbreakers and rebels, the ungodly and sinful, the unholy and irreligious, for those who kill their fathers or mothers, for murderers, 10 for the sexually immoral, for those practicing homosexuality, for slave traders and liars and perjurers—and for whatever else is contrary to the sound doctrine 11 that conforms to the gospel concerning the glory of the blessed God, which he entrusted to me.

              Lögmálið samkvæmt ritningu er ekki ætlað réttlátum, ert þu réttlátur?

              allt er synd sem ekki er af trú samkvæmt Biblíunni.

              Stefan, 27.8.2015 kl. 22:40

              36 Smámynd: Mofi

              Þar sem að eitt aðal efni Páls var að leiðrétta þann misskilning sem sumir höfðu sem var réttlæting fyrir verk þá grunar mig að Páll er að tala um það þarna, að það sé þessi ranga notkun á lögmálinu. Hvað heldur þú að Páll hefði sagt við einhvern sem segist vera fylgjandi Krists en síðan fremur eitthvað af því sem hann telur þarna upp?  Ég er réttlátur í Kristi, fyrir Hans miskun hef ég fengið fyrirgefningu en ég get fallið frá með því að syndga því að Guð á enga samleið með synd.

              Það er rétt að Biblían segir að það sem er ekki af trú sé synd en það er ekki mótsögn við að synd er lögmálsbrot. Þessar fullyrðingar um hvað er synd eru báðar sannar. Jesú talar um að fólk muni ofsækja Hans fylgjendur og það mun trúa að það er að gera verk Guðs svo þótt einhver trúi þá getur hann verði blekktur.

              Mofi, 28.8.2015 kl. 08:19

              37 Smámynd: Stefan

              Það er gott að þig grunar hvað Páll var að tala um...

              Nýja testamentið er samt mjög skýrt hvað varðar lögmálið og það er ekki fyrir réttláta. Það er kraftur Guðs sem fær okkur til að breyta vel og rétt ekki lögmálið. Rétt verk er ávöxtur af réttri trú. 

              Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni. Ef þér haldið boðorð mín verðið þér stöðug í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans. Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn. Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.

              Jesús hélt boðorð Guðs fullkomnlega svo nú getum við haldið boðorð Drottins Jesús sem er að elska hvert annað eins og Hann elskaði okkur. 

              Það sem þú ert að segja er að við réttlætumst af trú og svo viðhöldum við eilífa lífinu og réttlætinu  með að gera það sem Boðorðin skipa fyrir þannig að við glötumst ekki. 

              Þetta kennir nýja testamentið ekki. 

              Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. 12Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki á son Guðs á ekki lífið. 13Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf.

              Ef einhver er ekki viss, þá getið þið verið viss núna að hver sá sem trúir á Jesús son Guðs á eilíft líf og eilíft líf þýðir eilíft líf.

              Það stendur ekki að við eigum að notast við lögmálið eftir að hafa tekið á móti Jesús inní líf okkar. Það er nó fyrir Guð að við trúum á son hans, afhverju er það ekki nó fyrir þig?

              Er Jesús, Mikael erki engill, ég las að þú/kirkjan þin trúir því, er það rétt? Eða er það gömul kenning hjá kirkjunni þinni? 

              "Það er rétt að Biblían segir að það sem er ekki af trú sé synd en það er ekki mótsögn við að synd er lögmálsbrot."  NEI ekki ef synd er að trúa ekki.  En það er eflaust í mótsögn við þína trú þar sem hún byggist á lögmáli. 

              Jesús sagði að syndin er að trúa ekki á hann. Þegar þú trúir ertu ekki lengur syndari í Guðs augum, þú ert það kanski í þínum augum en Guð sér betur en þú. Hann sér son sinn Jesús þegar hann horfir á mig og þannig dæmist ég. Hvernig er Jesús í dag? Eins og Hann er þannig erum við í þessum heimi í honum :)



              Stefan, 29.8.2015 kl. 14:32

              38 Smámynd: Mofi

              Stefan
              Nýja testamentið er samt mjög skýrt hvað varðar lögmálið og það er ekki fyrir réttláta. Það er kraftur Guðs sem fær okkur til að breyta vel og rétt ekki lögmálið. Rétt verk er ávöxtur af réttri trú. 

              Mikið rétt að kraftur Guðs sem fær okkur til að breyta vel og segir lögmálið ekki hvað er synd og hvað er ekki synd? Mun þessi breyting þá ekki gera okkur meira í samræmi við lögmál Guðs að stela ekki, ljúga ekki og svo framvegis?  Breytir Jesú okkur þannig að hjarta okkar er meira í samræmi við lögmálið eða minna?

              Stefan
              Jesús hélt boðorð Guðs fullkomnlega svo nú getum við haldið boðorð Drottins Jesús sem er að elska hvert annað eins og Hann elskaði okkur. 

              Versið sem þú vitnar þarna í þá segir Jesús að við eigum að halda boðorð Hans á sama hátt og Hann hélt boðorð Föðursins; hljómar það ekki eins og við eigum að hafa Jesú að fyrirmynd?  Eitthvað sem er sagt beint út annars staðar:

              1 Pétursbréf 2:21
              Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

              Svo, er Jesús okkar fyrirmynd eða ekki? Hvað segir þú?

              Stefan
              Það sem þú ert að segja er að við réttlætumst af trú og svo viðhöldum við eilífa lífinu og réttlætinu  með að gera það sem Boðorðin skipa fyrir þannig að við glötumst ekki. 

              Nei, ég er að segja það sama og þú, nýtt hjarta og góð trú hefur í för með sér breytta hegðun sem einkennist af kærleika og kærleikur Guðs birtist best í Hans lögmáli þar sem Hann lagði út muninn á réttu og röngu.  Sá sem er að reyna að réttlætast fyrir verk er að segja að Hann þarf ekki á fyrirgefningu Guðs á að halda því að hann er saklaus, hann hefur ekki syndgað. Ég er sannarlega ekki einhver sem hefur aldrei syndgað, ég veit sko vel að ég þarf mikla fyrirgefningu.  

              Stefan
              Það stendur ekki að við eigum að notast við lögmálið eftir að hafa tekið á móti Jesús inní líf okkar. Það er nó fyrir Guð að við trúum á son hans, afhverju er það ekki nó fyrir þig?

              Af því að ég vil læra meira og meira um Guð og Hans vilja svo ef ég er að biðja Anda Guðs að búa innra með mér en er síðan að syndga þá er ég ekki lengur góður bústaður fyrir anda Guðs.

              Stefan
              Er Jesús, Mikael erki engill, ég las að þú/kirkjan þin trúir því, er það rétt? Eða er það gömul kenning hjá kirkjunni þinni? 

              Ég gerði einu sinni grein um það, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/506466/

              Stefan
              "Það er rétt að Biblían segir að það sem er ekki af trú sé synd en það er ekki mótsögn við að synd er lögmálsbrot."  NEI ekki ef synd er að trúa ekki.  En það er eflaust í mótsögn við þína trú þar sem hún byggist á lögmáli. 

              Ég sagði að þetta væri ekki í mötsögn, það er hægt að hafa fleiri en eina skilgreiningu á hlutum. Lögmálið er einfaldlega skilgreining á synd og ég trú því að aðeins í trú getur maður haldið lögmálið. Aðeins hlýðni í trú og kærleika til Guðs er einhvers virði; vélræn hlýðni við bókstaf lögmálsins er lítils virði.

              Mofi, 29.8.2015 kl. 15:14

              39 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

              Hvaða lögmáli? Þú veist það innst inni að Guð er ekki til. 

              Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.8.2015 kl. 02:10

              Bæta við athugasemd

              Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

              Um bloggið

              Mofa blogg

              Höfundur

              Mofi
              Mofi

              Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

              Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

              Bloggvinir

              Nóv. 2024
              S M Þ M F F L
                        1 2
              3 4 5 6 7 8 9
              10 11 12 13 14 15 16
              17 18 19 20 21 22 23
              24 25 26 27 28 29 30

              Nýjustu myndir

              • trinity witch craft
              • Bodunarkirkjan
              • Trinity_Symbol
              • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
              • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (14.11.): 0
              • Sl. sólarhring: 1
              • Sl. viku: 2
              • Frá upphafi: 0

              Annað

              • Innlit í dag: 0
              • Innlit sl. viku: 2
              • Gestir í dag: 0
              • IP-tölur í dag: 0

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband