Atvinna þar sem lífslíkurnar eru 34 ár

Hver væri til í að vinna við eitthvað sem orsaki það að þínar lífslíkur væru aðeins 34 ár?  Það eru ekki heldur einu afleiðingar vændis. Heldur einhver að fjölskyldulíf konu sem vinnur í vændi eða vann í því að það skaðist ekki?  Heimildin fyrir þessari tölfræði: Mortality in a Long-term Open Cohort of Prostitute Women 

Þegar ískalt hjarta græðginnar er að mæla virði fólks þá er ekki von á að virði fólks sé mælt í peningum og engu skeitt um velferð þess.


mbl.is Vændi „atvinnutækifæri“ fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, nú hef ég ekki mjög fastmótaðar skoðanir á þessu máli (hef ekki nennt að setja mig inn í það almennilega), en mér sýnist þessi tölfræði sem þú vísar á ekki endilega styðja bann við vændi. Þarna um að ræða lífslíkur og aðstæður vændiskvenna á svæði þar sem að vændi er bannað og þarna kemur fram að munurinn er aðallega dauðsföll vegna ofbeldis (og svo fíkniefnanotkunar). Ein af rökunum sem eru notuð til að réttlæta lögleiðingu er þau að það myndi draga úr ofbeldinu í kringum vændi (af því að vændi þyrfti ekki að vera í undirheimunum). 

Spurningin er sú hvort það myndi bæta aðstæður þess fólks sem leiðist út í vændi með því að lögleiða það. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.8.2015 kl. 18:56

2 Smámynd: Mofi

Já Hjalti, það er góð spurning. Maður má ekki láta sínar góðu áætlanir leggja líf annara í rúst. Þða væri mjög forvitnilegt að vita lífslíkur vændiskvenna milli landa þar sem vændi er löglegt og þar sem það er ólöglegt. Hérna er grein sem heldur því fram að í Hollandi að þá verða vændiskonur fyrir reglulegu ofbeldi: http://www.project-syndicate.org/commentary/does-legalizing-prostitution-work 

En ég er eins og þú, ég hef ekki sett mig nógu almennilega í það til að vera 100% viss um hver besta lausnin er; ég er samt 100% viss um að viðhorfið sem Hannes Hólmsteinn setur fram að þetta sé bara eðlileg atvinna eða tækifæri fyrir konur er 100% eins rangt og eitthvað getur verið rangt.

Mofi, 13.8.2015 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband