Ætli samviskufrelsið lifi af baráttuna við réttrúnaðinn?

Það er ekki af ástæðulausu að það var mikil barátta fyrir almenning að fá samviskufrelsi sem er í rauninni grundvöllur tjáningarfrelsisins, trúfrelsis og lýðræðis. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa oft ekki verið samþykkt því að sumar skoðanir fái að heyrast. Meirihluti almennings hefur sömuleiðis ekki verið til í að leifa einhverjum minnihluta til að gera og segja samkvæmt þeirra samvisku.  Svo nú í dag forvitnilegt að sjá hvort að samviskufrelsi presta verði fórnarlamb rétttrúnaðarins þar sem allir verða að finnast samkynhneigð í lagi; allar hugmyndir um umburðarlindi eru komnar á hvolf því fólk vill engan veginn umbera að sumir hafa aðra skoðun en það.


mbl.is Spyr um samviskufrelsi presta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þessir prestar væru ekki starfsmenn ríkisins þá væri eiginlega ekkert vandamál. Þú sérð að það er enginn að pæla í því að ætla að "neyða" aðventista að gifta samkynhneigða. Málið er að ríkiskirkjuprestar vilja vera starfsmenn ríkisins (af því að þeir græða meira á því), og við höfum þær reglur á Íslandi að opinberir starfsmenn hafa ákveðnar skyldur, t.d. mega þeir ekki mismuna fólki vegna ýmissa þætta. Þess vegna má sýslumaðurinn t.d. ekki neita að gefa fólki vegabréf vegna húðlitar.

Þannig að ef ríkiskirkjuprestar vilja hafa "frelsi" til að mismuna fólki eftir kynhneigð, þá er lausnin afskaplega einföld: hætta að vera ríkisstarfsmenn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.7.2015 kl. 01:11

2 Smámynd: Mofi

Góður punktur Hjalti, þeir eru ekki alveg í stöðu til að neita að gera það sem þeirra atvinnuveitandi biður þá um að gera.

Mofi, 4.7.2015 kl. 08:33

3 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Trúfrelsi er í raun að trúa því að hundur sem þú átt kemur með þér til ValHallar! 

Að flokka fólk er rangt! Það hefur ekkert með trú að gera! Að flokka fólk er bara bullandi fordómar og sjálfselska sem endar í víti hugans.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 5.7.2015 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband