20.6.2015 | 19:44
Trúir helmingur íslendinga á álfa og huldufólk?
Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum, aðallega þegar kemur að útlengingum þá fá þeir oftast að heyra að stór hluti af íslendingum trúi á tilvist álfa og huldufólks. Ég hef ekki enn hitt íslending sem trúir á tilvist álfa þó ég sé ekki betur en Ragnhildur í Álfagarðinum trúi á tilvist þeirra. Það er forvitnileg grein á vísindavefnum um álfatrú en hún heldur því fram að mjög fáir íslendingar trúi á tilvist álfa sem er akkúrat mín upplifun. Hérna er greinin, sjá: Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?
Gaman að vita hvort að einhverjir þróunarsinnar trúa á tilvist álfa en ég sé ekki betur en mín reynsla segir mér að þeir eiga í miklum erfiðleikum hugtökin orsök og afleiðingu svo hver veit.
Ísland mest töfrandi land í heimi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og kemur fram á Vísindavefnum inniheldur Ísland einfaldlega mjög mikið af efasemdafólki og prósentan yfir fólk sem er ekki visst hvort það trúi á álfa er tekið sem fólk sem trúir á þá. Klassískt dæmi um fréttafólk sem nennir ekki að rannsaka neitt, tekur bara rangar heimildir frá öðrum fréttaveitum.
Gott dæmi um þetta var þegar að fréttamiðil var með greinina 'redbull gefur ekki vængi' eða eitthvað í þá áttina og fjallaði um málsókn á hendur redbull að það sé ekki betri orkudrykkur og redbull tapaði. Aftur á móti þá fóru fréttaveitur um allan heim að segja að einhver hafi unnið mál við redbull vegna þess að redbull gefur ekki vængi, allt vegna þess að einhver fréttamaður las ekki titilinn og allir öpuðu eftir.
Helgi Einarsson, 21.6.2015 kl. 10:15
Ég held að engin trúi á Álfa og Huldufólk, en þessi "trú" er ágæt sem náttúruvernd eins og hjá Indíánum sem trúa á vætti jarðarinnar sem þarf að umgangast með virðingu. Þaðan sem ég kem Dalvík þá eru stór björg sem má ekki hrófla við vegna Álfa svo fyrir mér er þetta bara góð "trú".
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 21.6.2015 kl. 16:17
Það er eins og stærsta hlutverk fréttamanna í dag er að búa til krassandi fyrirsögn sem lætur fólk vilja lesa greinina. Hvort eitthvað sé rétt eða hreinlega að málfarið sé í lagi virðist skipta litlu máli.
Þar sem að fólk trúir ekkert á tilvist álfa þá virðist fólk einfaldlega bera einhverja virðingu fyrir náttúrunni. Sú virðist á sér ekki viðreisnar von þegar miklir peningar eru í spilinu.
Mofi, 21.6.2015 kl. 16:37
Álfar eru í mínum bókum líklegri til þess að vera til en hin klassískasta útgáfa af Yaweh.
Sjálfur er ég líklega það sem þú myndir kalla "þróunarsinna", og nei, það er ekkert sem ég kannast við sem styður þá tilgátu að álfar séu til.
Ég sé þetta alveg öfugt við þig. Þú trúir á allskonar ósýnilegar verur - svo hví ekki eins álfa? ;)
Tómas, 27.6.2015 kl. 23:03
...og ég á ekkert erfitt með hugtök á borð við "orsök" og "afleiðing", og efast um að "þróunarsinnar" geri það yfirleitt frekar en annað fólk. Amk. þykjast "þróunarsinnar" oftast ekki eiga erfitt með að segjast ekki vita hver orsök ýmissa hluta sé, á meðan trúaðir þykjast oft vita betur en allir aðrir.
Tómas, 28.6.2015 kl. 15:55
Tómas, góður punktur :) en ég trúi ekki á álfa af því að mig vantar gögn til að styðja tilvist þeirra og Biblían segir ekkert til um tilveru þeirra svo þar af leiðandi trúi ég ekki að þeir eru til.
Tómas
...og ég á ekkert erfitt með hugtök á borð við "orsök" og "afleiðing", og efast um að "þróunarsinnar" geri það yfirleitt frekar en annað fólk. Amk. þykjast "þróunarsinnar" oftast ekki eiga erfitt með að segjast ekki vita hver orsök ýmissa hluta sé, á meðan trúaðir þykjast oft vita betur en allir aðrir.
Þegar ég tala um þessa hluti þá tala ég um mína trú og kem síðan með rök og gögn sem styðja þá trú en á ekkert erfitt með að viðurkenna að þetta er mín trú en ekki 100% þekking. Þú sérð ekki slíkt hjá þróunarsinnum, þeir fullyrða ótrúlega mikið út frá ótrúlega litlu og vilja ekki kalla það trú heldur láta sem svo að þeirra svör við stærstu spurningum lífsins eru þekking en ekki trú.
Mofi, 1.7.2015 kl. 15:24
Þú ættir vel að vita að "fullyrðingar" innan vísinda eru í raun og veru ekki til.
Talið er að þróunarkenningin sé besta mögulega útskýringin á fjölbreytileika lífs, og fyrir henni liggja nánast óteljandi sönnunargögn. Jafnvel þótt einhver segist vera alveg 100% viss, þá er sá hinn sami líklega ekki að meina 100%, heldur 99.999% viss ;) Amk. ef sá hinn sami þekkir til heimspekilegrar þekkingarfræði og grundvallar vísindanna. Þá er lítið um trú að mínu mati þar sem að baki hverrar tilgátu liggur sægur sönnunargagna. En við höfum nú rætt þetta í þaula, og þú ert einfaldlega ekki sannfærður um það.
Ég hnaut nú einfaldlega um þá ásökun um að "þróunarsinnar" (s.s. fólk eins og ég, sem tel þróunarkenninguna vera sanna) skildu ekki þessi grundvallarhugtök. Það er bara ekki rétt. Vildi einfaldlega árétta þetta skot þitt á fólk eins og mig (og flesta vísindamenn í heimi) sem var ómaklegt.
Tómas, 1.7.2015 kl. 23:29
Það er fráleitt að hafa einhverja trú um eyðimerkurguðinn Yaweh og styðja það með einhverjum sögusögnum frá fólki sem hafði miklu einfaldari sýn á heiminn og takmarkaðri þekkingu en við, og styðja það með gögnum einhverri sköpunarsinna sem hafa hag af því að láta aðra trúa og búa til, oft fráleit, gögn til að styrkja sitt sjónarmið. Þetta er litað af því sem kallað er confirmation bias, það er að hafa skoðun og snúa gögnum og þekkingu þannig að það styðji það sjónarhorn sem maður vill sjá en hunsar öll gögn sem sína fram á hið andstæða. Trú á Yaweh og sannleiksgildi þróunarkenningarinnar hafa lítið samþætt vægi, það að annað sé rangt þýðir alls ekki að hitt sé rétt.
Eyðimerkeurguðinn Yaweh er bara einn af fjölmörgum guðum sem samfélög hafa trúað á til að halda siðferði og reglu á nýtilkomnum samfélögum. Aðrir guðir eins og Ganesh, Rah, Mammón, Seifur og Óðinn eru af svipuðum meiði. Það eru engin merki um að sögusagnir um nokkurn þessara guða hafi verið á rökum reistar og ef svo er þá er skynvídd okkar ekki til þess fallin að greina tilvist þeirra.
tramploine, 2.7.2015 kl. 02:56
Ég er ekki sannfærður af því að gögnin passa ekki við kenninguna þrátt fyrir ...fullyrðingar, um ótal sönnunargögn þá einfaldlega er voðalega lítið þegar á hólminn er komið.
Mofi, 2.7.2015 kl. 23:49
trmploine, ég kem hérna með gögn sem styðja mína afstöðu, ef þú getur gert hið sama fyrir þína afstöðu þá væri gaman að sjá það.
Mofi, 2.7.2015 kl. 23:50
Þú getur kallað þúsundir rannsókna á sönnunargögnum á fjölmörgum sviðum sem styðja tilgátuna "voðalega lítið", en við þurfum ekkert að ræða það.
Eins og fyrr segir vildi ég bara árétta þessa ...fullyrðingu þína um að langflestir vísindamenn skilji ekki hugtökin "orsök" og "afleiðing".
Tómas, 3.7.2015 kl. 00:06
Ég sagði þróunarsinnar en það er ekki hið sama og vísindamenn. Gott dæmi um skilningsleysi með orsök og afleiðingu þegar kemur að þróunarsinna.
Mofi, 3.7.2015 kl. 13:51
Nú verður þú að skýra fyrir mér hvað þú átt við með orðinu "þróunarsinni".
Því ég hef hingað til talið þig eiga við um "fólk sem telur þróunarkenninguna best passa við raunveruleikann".
(Sem langflestir vísindamenn gera, án vafa).
En þú ert kannski að meina eitthvað annað?
Tómas, 3.7.2015 kl. 14:40
Ég er að meina það en það eru ekki allir þróunarsinnar vísindamenn og ekki allir vísindamenn þróunarsinnar.
Mofi, 3.7.2015 kl. 15:02
Ég sagði aldrei "vísindamenn" eða "allir vísindamenn", heldur "langflestir vísindamenn".
Tómas, 3.7.2015 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.