19.6.2015 | 15:17
Er ekkert merkilegra að gerast í vísindum en nýir tölvuleikir?
Þar sem ég hef lengi haft gaman af tölvugrafík þá hef ég alltaf haft áhuga á leikjum og þessi leikur virðist vera með einni bestu grafík sem ég hef séð í tölvuleik.
En hvað með það, er þetta fréttir af tækni og vísindum? Kannski já ef að leikurinn er að brjóta blað í sögu tölvuleikja en hvorki þessi frétt eða fréttin af nýjum leik frá CCP virðist falla undir það.
Kannski finnst mér aðalega að fréttir af tölvuleikjum eiga ekki heima í þessum málaflokki en það er nú ekki merkileg gagnrýni viðurkenni ég.
Það sem ég vil gagnrýna er að það skuli vera svona lítið af fréttum í þessum flokki frétta. Af fréttum sem mér finnst áhugaverðar þá komst hópur af vísindamönnum að því að í flestum sýnum af risaeðlubeinum sem eiga að vera meira en 60 miljón ára gömul var að finna lífrænarleifar, sjá: Fibres and cellular structures preserved in 75-millionyear-old dinosaur specimens Þetta hjálpar ekki þróunarsinnum þegar kemur að því að reyna að sannfæra fólk um að þessir steingervingar eru svona fáránlega gamlir. Þetta er eins og að ganga inn í herbergi og finna þar ískalda kók með gosi í og síðan kemur einhver og heldur því fram að kókið er frá miðöldum.
Dæmi af "convergant evolution" hrannast upp, sjá: More Examples of Convergent Evolution Claimed Þetta eru dæmi þar sem það er ekki hægt að útskýra eitthvað sem er sameiginlegt milli tegunda með sameiginlegum forfaðir svo tími og tilviljanir eiga að hafa búið til sömu flóknu vélarnar oftar en einu sinni. Ef bara trúgirni væri dyggð þá væru þróunarsinnar í góðum málum.
Einnig var forvitnileg grein í New Scientist um "Dark Matter" þar sem þeir spyrja hve lengi eigum við að halda áfram að leita að þessu efni sem engar sannanir eru fyrir að sé til, sjá: Chasing shadows: How long can we keep looking for dark matter?
Það er margt spennandi í heimi vísindanna og sorglegt að sjá svona lítinn metnað hjá mbl að sinna þessum flokki.
Spilum núna Stjörnustríð! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að það kæmu einhverjir mennskir gestir til jarðarinnar frá öðrum stjörnukerfum; hjá hverjum ættu þeir að banka upp á og segja hæ?
https://www.facebook.com/pages/Jón-Þórhallsson/775005592577470
Jón Þórhallsson, 19.6.2015 kl. 16:03
Ef þú skoðar nánar hvað þeir fundu, þá var það meira eins og að finna volga kók, goslausa, en geta bætt kolsýru í hana og kælt svo hún bragðist nánast eins og ný.
Það er ekki eins og þeir hafi fundið heilar sellur, alveg eins og þær voru þegar risaeðlan var lifandi, er það?
Tómas, 27.6.2015 kl. 23:14
Þeir fundu margt, prótein og leifar af DNA og teygjanlegar lífrænar leifar. Okkar mælingar á hve hratt þetta hrörnar segir okkur að þetta getur ekki verið meira en miljón ára gamalt en þróunarsinnar hérna hafna staðreyndum af því að þær passa ekki við trú þeirra.
Mofi, 1.7.2015 kl. 15:27
"Fibres and cellular structures" er ekki DNA, né prótein.
"amino-acid fragments typical of collagen fibrils" er ekki DNA, né prótein.
"structures consistent with putative erythrocyte remains that exhibit mass spectra similar to emu whole blood" er ekki DNA, né prótein.
"Using advanced material characterization approaches, we find that these putative biological structures can be well preserved over geological timescales" er aðferð til þess að reyna að endurskapa lífrænar byggingareiningar - heldur ekki DNA, né prótein.
Ég held þú sért að lesa talsvert meira í þennan fund en þú vilt láta vera.
Að finna gamla, goslausa, heita kók á eyðieyju, og þykjast hafa fundið ískalda, ferska kók er nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt.
Rétt - lífrænar leifar eiga að hrörna. En lífrænar leifar eru líka bara efnasambönd, og það er engin algild regla að samansafn af lífrænum sameindum eigi að brotna upp eftir X ár. Þetta eru mest megnis líkindi.
NB: Sjálfur er ég enginn sérfræðingur í lífefnafræði (og giska á að þú sért það heldur ekki (og líklega fáir, ef einhverjir sköpunarsinnar)). Sýndu mér hóp góðra vísindamanna sem er tilbúinn til að taka undir að þetta sé merki um guðræna sköpun, og ég skal taka eitthvað mark á þessu.
Tómas, 1.7.2015 kl. 23:36
Ég er að vísa í það sem hefur fundist en ekki akkúrat þessa rannsókn, sjá: http://www.icr.org/article/7160/
Þetta bendir aðeins til þess að þetta er ekki tugi miljóna ára gamalt, ekkert meira en það. Að trúa að þetta sé margra tugi miljóna ára er trú í andstöðu við staðreyndir en þróunarsinnar eru vanir slíku.
Mofi, 2.7.2015 kl. 00:01
Það er ekki í andstöðu við staðreyndir. Staðreyndin er sú að skv. ýmsum lögmálum eðlisfræðinnar og efnafræði ættu efnasambönd að hegða sér á þá leið að þau brotna niður eða ganga gefnum ákveðna efnaferla eftir því sem árin líða.
Hins vegar eru klárlega undartekningar á þeim grundvallar ferlum. Tökum sem dæmi geislavirkt atóm með hálf-líf upp á 10 ár. Það gæti vel "lifað" í 100 ár. Eða 100000 ár. Og varðandi lífsameindir, þá geta eflaust fjölmargir þættir haft gríðarleg áhrif á hrörnunarhraða efnasambanda.
Ert þú nógu menntaður lífefnafræðingur til þess að segja til um hvort lífsameindir geta haldið formi sínu gegnum milljón ár? Veistu um hóp slíkra fræðinga sem er á sama máli og þú? Skilur þú yfir höfuð efni skýrslunnar sem þú hlekkjaðir á? Ekki skil ég megin inntak hennar, og er ég þó búinn að ganga gegnum þokkalegt eðlisfræðinám.
Tómas, 2.7.2015 kl. 02:22
Eitthvað segir mér að ef þessi gögn pössuðu við það sem þú trúir þá værir þú ekki að tala svona. Í þessu dæmi þá einfaldlega sýna þær rannsóknir sem við höfum gert á hrörnunarhraða þessara efna að það er enginn séns að þau geti lifað mörg miljón ár, ein miljón ár er í rauninni þolmörk trúgirninnar. Það er ekkert flókið hérna, bara hver er hrörnunarhraðinn við margs konar kringumstæður og hvað gefur það til kynna.
Mofi, 2.7.2015 kl. 23:52
Æjh... sko - hér skrifa sérfræðingarnir (hvorki þú né ég er hluti af þeim hópi):
"we find that these putative biological structures can be well preserved over geological timescales".
Það þarf nú ekki að hafa fleiri orð um það. Þetta eru harðkjarna vísindamenn, og þeir hafa enga ástæðu til þess að sjá neitt athugavert við að brot úr amínósýrum lifi í svo langan tíma.
Alger óþarfi fyrir mig að reyna að réttlæta það eitthvað.
Af hverju lestu ekki greinina og skrifar þeim til baka hvers vegna þeir eru svona vitlausir að fatta þetta ekki?
Tómas, 3.7.2015 kl. 00:18
Amínósýrur já, en ekki lífrænarleifar, prótein og vefir sem eru teygjanlegir og hvað þá DNA, sjá: https://www.icr.org/article/7160/
Málið er að þú vilt ekki trúa þessu þrátt fyrir að þetta er augljóst út frá heilbrigðri skynsemi, svona hlutir lifa ekki af tugi miljóna ára, það er bara geðveiki að trúa því.
Mofi, 3.7.2015 kl. 13:50
Greinin sem þú hlekkjaðir upphaflega á talaði alls ekki um að DNA né prótein hafi varðveist. Þar var talað um brot úr amínósýrum og "structures" sem virðast líkjast blóðfrumum. Ég treysti mér nú ekki til þess að þýða abstract-ið beint, enda er ég ekki lífefnafræðingur.
Greinin á icr.org sem þú vísar til talar um 2 fræðigreinar og að í þeim sé rætt að DNA hafi varðveist. Í framhaldinu rakka þeir það svo niður þar sem DNA hrörni mun hraðar (rétt eins og þú ert að reyna að gera hér).
Málið er þó að þeir fundu ekki DNA, heldur bara "soft tissues" og "preservation of vessel proteins". (Btw: hvað eru prótein annað en keðjur af amínósýrum - sem þú varst rétt í þessu að viðurkenna að gætu verið svo langlífar með orðunum "Amínósýrur já,...").
Svo greinin á irc.org sem þú vísar til er nú bara einn stór strámaður.
En ég vil nú bara fara aftur að síðasta pointinu mínu: Ef það er svona mikil geðveiki að trúa því að lífrænar sameindir geti varðveist í tugi milljóni ára, ertu þá að segja að þessir vísindamenn sem eru að kafa í þessi mál séu geðveikir? Ertu að segja að þú þekkir lífræna efnafræði og eðlisfræði betur en þeir, og að þeir hafi bara einfaldlega skautað framhjá þeirri gríðarmerkilegu "staðreynd" að lífrænar leifar geti ekki varðveist svo lengi?
Getur ekki frekar verið, Mofi minn, að þeir hafi virkilega góðar ástæður til þess að ætla að þetta geti í raun og veru gerst, þ.e. að eðlisfræðin virkilega leyfi þessu að gerast?
Það væri nú betra ef icr.org myndi hætta að búa til bull, svo þú sem aðrir geti hætt að apa það eftir.
En ég er nú bara leikmaður á sviði vísinda. Prófa þú nú að lesa þessar 3 vísindagreinar (amk. abstractinn) og sjáðu hvort þú getir áfram beitt rökunum þínum á þær:
Tómas, 3.7.2015 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.