Veit Guð framtíðina?

Í mörg þúsund ár hafa menn glímt við hvernig Guð getur verið góður en heimurinn vondur. Ég hef áður skrifað um þetta eins og t.d. hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

En það er samt óleyst eitt vandamál við þetta sem er að þegar Guð var að setja saman alheiminn, búa til jörðina og mennina þá t.d. vissi Hann af þeim þúsundum börnum sem verða fyrir misnotkun, pyntuð og drepin og Hann valdi samt að setja heiminn af stað vitandi að þetta myndi gerast.  Fyrir mig og marga aðra þá er þetta mjög stórt vandamál, hvernig hægt er að samræma kærleiksríkan Guð og að Hann vísvitandi lagði þessar þjáningar á saklaus börn.

Ein möguleg lausn á þessu er það sem er kallað "Open theism". Það viðhorf er það að Guð veit ekki framtíðina. Guð er alvitur en aðeins að því leiti um það sem hægt er að vita og framtíðin er ekki til heldur verður til eftir því sem tíminn líður og mjög margt af því sem gerist á þessari jörð mótast af frjálsum ákvörðunum okkar mannana.

Út frá þessum sjónarhóli þá skapaði Guð góðan heim, án illsku en það var möguleiki að einhverjar af þeim frjálsum verum sem Guð skapaði myndi nota þann vilja til að gera öðrum illt en það var ekki víst og hvað þá hve mikil illskan yrði. Það útskýrir af hverju Guð sagði t.d. þetta:

Jeremía 7
30 
Júdamenn hafa gjört það, sem illt er í mínum augum _ segir Drottinn _, þeir hafa reist upp viðurstyggðir sínar í húsi því, sem kennt er við nafn mitt, og saurgað það 
31 og byggt Tófet-fórnarhæðir í Hinnomssonar-dal til þess að brenna sonu sína og dætur í eldi, sem ég hefi ekki boðið og mér hefir ekki í hug komið!

Hérna fyrir neðan er þessi hugmynd kynnt, forvitinn að heyra hvað fólki finnst.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Lík Buckley fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Nei.Hann er ekki til! Svo hann eða það sem menn ímynda sér að sé til veit ekki um framtíðina vegna þess að hann er ekki til.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 21.4.2015 kl. 21:21

2 Smámynd: Mofi

Sorgleg trú sem þú hefur Gunnlaugur, ég myndi aðeins trúa þessu ef ég kæmist ekki hjá því vegna yfirþyrmandi sönnunargagna. Er þetta eitthvað sem þú vilt að sé satt eða er niðurstaða mikilla rannsókna hjá þér?

Mofi, 21.4.2015 kl. 23:29

3 Smámynd: tramploine

Það er til ofboðslega mikið af rugli sem er stimplað sem rannsóknir.

Persónulega hef ég aldrei orðið var við neitt yfirnáttúrulegt og mér finnst fráleitt að trúa sögum sem standa í skruddum skrifaðar af mönnum sem höfðu miklu minni þekkingu og vitneskju en almenn er í dag.

Annaðhvort eru skynfæri okkar og heimur sem við hrærumst í of takmörkuð til að skynja yfirnáttúrulegu kraftana eða þá að við erum bara pínulítil peð í risastóru kosmosi þar sem eðlisfræðilögmál ráða ríkjum. Það er ofar okkar þekkingu hvernig allt þetta virkar en okkur hefur orðið eitthvað áleiðis með vísindum. Á meðan svo er er algjörlega tilgangslaust að hafa einhverja trú, enda eru þær venjulega byggðar á óskhyggju frekar en raunveruleika. Við stöndum ein í alheiminum, lifum um stund og hverfum svo í tómið.

Og ef það er eitthvað yfirnáttúrulegt til, þá er það ofar okkar skilning og að trúa í blindni er heimska. "Guð" væri atvinnurasshaus ef hann ætlaðist til að fólk tryði í blindni á eitthvað sem það hefur aldrei séð og refsa því á efsta degi. Og ef svo ólíklega vildi til að það væri þannig, þá vildi ég frekar setjast hjá kölska með rökþenkjandi fólki heldur en að sitja og jarma með veikgeðja hjörðinni.

tramploine, 4.5.2015 kl. 06:01

4 Smámynd: Mofi

Hvaða þekkingu höfum við í dag sem lætur þig efast um það sem stendur t.d. þá í Biblíunni?  Ef spurning er um hvort það er eitthvað meira en aðeins hið efnislega þá eru ótal sögur í dag þar sem fólk upplifir eitthvað yfirnáttúrulegt. Þú hefur síðan trú á vísindum er það ekki?  Kannski að þá hafa einhverja trú á því sem þeir sem lögðu grunninn að nútíma vísindum?   Hvernig færðu síðan út að trú á Guð er blind?  Hérna eru ótal dæmi um ástæður til að trúa á Guð, sjá: Þeir sem eru án afsökunar   Hvar eru gögnin og rökin fyrir þinni guðleysis heimsmynd?

Mofi, 4.5.2015 kl. 09:13

5 Smámynd: tramploine

Mín persónulega reynsla og þeirra sem ég þekki og ber virðingu fyrir? Það er fráleit afstaða að trúa einhverju áður en það er sýnt fram á það, hlutlausa afstaðan er að hafa litla skoðun á þessu.

tramploine, 4.5.2015 kl. 16:29

6 Smámynd: Mofi

Af hverju ekki að trúa einfaldlega því sem passar best við gögnin?

Mofi, 4.5.2015 kl. 17:10

7 Smámynd: tramploine

Empíriskur bías sem að hver túlkar á sinn veg? Er ekki betra að halda þessu hlutlausu ef maður hefur engan skilning á því?

tramploine, 5.5.2015 kl. 02:42

8 Smámynd: Mofi

Þetta talar mjög sterklega til mín og ég sé ekki betur en fyrir þá sem þetta talar ekki sterklega til, það gerir það vegna þess að það passar ekki við þeirra langanir. Ég á minnsta kosti í miklum erfiðleikum með að fá guðleysingja til að lista upp gögnin og rökin fyrir þeirra heimsmynd, eina sem virðist styðja þeirra heimsmynd er gífurlegur efi en mér finnst það algjör sóun á efa að beita honum ekki smá á heimsmynd sem er mjög dapurleg, þ.e.a.s. heimi án Guðs.

Mofi, 5.5.2015 kl. 08:18

9 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég vona að guð sé ekki til, því hann er geðveikur.

http://www.vubblepop.com/stephen-frys-stunning-drop-the-mic-moment-when-asked-what-hed-say-if-he-meets-god-when-he-dies/

Jón Ragnarsson, 7.5.2015 kl. 10:36

10 Smámynd: Mofi

Nokkur atriði sem ég er ekki sammála Stephen Fry. Í fyrsta lagi talar hann um hluti sem eru ekki okkur að kenna en mér finnst hann mjög fljótur að gefa sér það að þetta er ekki okkur að kenna. Það er ekki eins og mannkynið hefur farið eftir lögmáli Guðs eða farið vel með jörðina svo það kæmi mér ekki á óvart ef að atriði sem við látum sem svo að séu engum að kenna eða hvað þá Guði að kenna, séu í rauninni vegna t.d. loftmengunnar, lélegs fæðis, óþarfs stress sem samfélagið býr til og svo margt fleira óholt sem við höfum búið til handa okkur sjálfum.  Í öðru lagi, þá segir hann að hann myndi ekki vilja fara til himna samkvæmt skilyrðum Guðs en skilyrði Guðs er að viðkomandi hegði sér vel. Að viðkomandi þyki vænt um aðra manneskjur og skaði þær ekki. Hann er kannski að vísa til þess að Guð fái að stjórna en missir alveg af því að vandamálið hér á jörðinni er að Guð er ekki við stjórnvöldin.  Í þriðja lagi þá segir hann að við þurfum að eyða ævinni á hnjánum að þakka Guði, ég hef engin þannig áform og ekki eytt minni ævi þannig svo þetta kemur mér mjög undarlega fyrir sjónir.  

Jón, hvað með það sem færslan fjallar um?  Að Guð veit ekki framtíðina því að frjálsar verur búa hana til jafn óðum. Að Guð hreinlega vissi ekki hvernig mannkynið myndi misnota sinn frjálsa vilja. Síðan þá þarf Guð að halda aftur af sér því að það sem er í gangi er deila milli góðs og ills og ef að Guð myndi alltaf grípa inn í til að koma í veg fyrir illsku þá myndi enginn nokkur tíman sjá illskuna fyrir það sem hún er.

Mofi, 7.5.2015 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband