Eru Páskar biblíuleg hátíð?

Svo mikið af fólki er mjög einlægt í því sem það gerir en mjög oft er það sem það gerir uppspunni manna en á engan grundvöll í Biblíunni. Í þessu tilfelli er það lang flestum augljóst að það að krossfesta sig er ekkert annað en móðgun við Jesú því það gefur í skyn að það sem Jesús gerði var ekki nóg heldur þarft þú að bæta þínum þjáningum við.

En hvað Páska almennt?  Það sem kristnir almennt vita ekki er að Páskar voru fundnir upp í staðinn fyrir "Passover" hátíð Biblíunnar. Hátíðin sem Jesú hélt og var sem spádómur um krossfestinguna og upprisu og það allt rættist í lífi og dauða Jesú. Í síðustu kvöldmáltíðinni þá bað Jesú lærisveina sína um að gera þetta í minningu Hans. Það sem Jesú var að biðja lærisveinana um var að halda hátíð Biblíunnar eins og Hann gerði og gera það í Hans minningu. Og frum kirkjan hélt hátíð Biblíunnar í þrjú hundruð ár, alveg þangað til að Kaþólska kirkjan ásamt rómverskum keisara bönnuðu hátíðir Biblíunnar og bjuggu til sínar eigin. Við lesum um kvöldmáltíðina í Lúkasarguðspjalli

Lúkasrguðspjall 22
15 Og hann sagði við þá: "Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður, áður en ég líð.
16 Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar, fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki."
17 Þá tók hann kaleik, gjörði þakkir og sagði: "Takið þetta og skiptið með yður.
18 Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur."
19 Og hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: "Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu."
20 Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: "Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.

Það er líka forvitnilegt að Jesús talar um að hátíðin mun ekki fullkomnast fyrr en á himnum. 

Páskar aftur á móti var sett á fót í kringum 300 e.kr. og "passover" hátíð Biblíunnar bönnuð. Fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta, sjá: The True Origin of Easter 

Enn frekar er hérna myndband þar sem er fjallað um páskana og sögu þeirra, þeir sem vilja fara beint í sögu páskanna þá byrjar hún í mínútu 15.

 

 


mbl.is Krossfestir í minningu Jesú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband