Tilviljun að sólmyrkvinn er aðeins sjáanlegur á jörðinni?


solar-eclipseVegna þess að hlutföllin milli fjarlægðar sólar og tungls og stærðar þeirra þá er þetta fyrirbæri sólmyrkvi mögulegt.

Fyrir þá sem hafa gaman af stærðfræði:

http://creationwiki.org/Solar_eclipse
The sun's distance for Earth (149,597,870 km) is approximately 400 times the distance between the Earth and the Moon (about 370,000 km), although the Moon's elliptical orbit causes the distance between the Earth and the Moon to change slightly during the month; likewise, the sun's circumference (4,379,000 km) is approximately 400 times the circumference of the Moon (10,921 km).

149,597,870 km / 370,000 km = ~404.31
4,379,000 km / 10,921 km = ~400.97

 

Þetta hlutfall er mjög ólíklegt og ef við byggjum á einhverri annari plánetu í sólkerfinu þá gætum við ekki séð sólmyrkva.  Þá hjá mér vaknar spurningin, er það tilviljun að akkúrat staðurinn sem hægt er að sjá sólmyrkva er sami staðurinn og eru líverur sem geta fylgst með honum?  Fyrir trúgjarna þá er hægt að útskýra flest allt sem tilviljun en fyrir mig þá sé ég eitthvað meira á bakvið þetta undur.


mbl.is Hátíð í tilefni sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Svarið við spurningunni að mínu mati er: Já. Það er tilviljun.

Hvað kemur það annars einhverjum skapara við hvort við sjáum sólmyrkva eða ekki? Ef tunglið væri mun stærra, þá væri líka sólmyrkvi hér. Hann væri stærri og algengari.

Og hvað með að þetta hlutfall sé næstum því 1:1? Þetta eru ekki einusinni sömu tölurnar. Og þær sveiflast til og frá eftir fjarlægð jarðar frá sólu - sem er breytileg - og einnig fjarlægð jarðar frá tungli, sem er að aukast. Með því að taka ýmist há- eða lágmarkstölur fyrir þessar fjarlægðir og stærðir geturðu farið frá c.a. 382 og upp í 411, til dæmis..

Það er nákvæmlega ekkert merkilegt við að þetta séu svipaðar tölur að mínu mati. Skemmtilegt, og heppilegt, en það nær ekki lengra en það sýnist mér. Veitir okkur tækifæri til að rannsaka sólina betur jú, en hvað kemur það t.d. Kristni við..?

En ég sé enga ástæðu fyrir því að þetta styðji sköpunarsögur, hvað þá tilvist Yaweh.

Þú mátt kalla mig trúgjarnan ef þú vilt - en ég held því sé einmitt öfugt farið ;)

Tómas, 28.3.2015 kl. 17:36

2 Smámynd: Mofi

Sólmyrkvi eins og er hér á jörðinni er þannig að tunglið hylur sólina en ekki of mikið þannig að við sjáum geisla sólarinnar og getum rannsakað þá. Ef að tungið væri stærra þá gætum við ekki rannsakað sólina á þann hátt. Ef það væri minna þá gætum við það heldur ekki.  Mér finnst það merkilega tilviljun að staðurinn sem hægt er að rannsaka þetta fyrirbrygði er akkúrat á þeirri einu plánetu með verur sem geta rannsakað þetta.

Ég er forvitinn að vita hvort að þessi ofurtrú á tilviljanir er eitthvað sem þú beitir aðeins á trúarlegar spurningar eða hvort þú lifir samkvæmt henni. Ef að þú værir hluti af póker klúbbi sem spilar saman einu sinni í viku. Hið undarlega er að síðustu tvö ár þá hefur sami aðilinn alltaf unnið alla peningana og alltaf með Royal Flush. Mundir þú gruna að hann væri að svindla eða þetta væri aðeins tilviljun?

Mofi, 29.3.2015 kl. 12:35

3 Smámynd: Tómas

Aftur: Not impressed.

Í fyrsta lagi er hlutfallið ekkert brjálæðislega nálægt 1:1, og á bara eftir að versna í framtíðinni.

Í öðru lagi eru sólmyrkvar algengir á öðrum plánetum í þessu sólkerfi (cf. https://en.wikipedia.org/wiki/Eclipse#Some_other_planets_and_Pluto).

Og þetta er aðeins í okkar sólkerfi. Vísindamenn gruna það séu kringum 10.000.000.000 til 100.000.000.000 sólkerfi í okkar vetrarbraut einni saman. Þá geturðu mögulega margfaldað þá tölu með 100.000.000.000 (áætlaður fjöldi vetrarbrauta í sýnilegum alheimi) til að fá áætlaðan fjölda sólkerfa í heild.

Ertu að segja mér að í ~1000.000.000.000.000.000.000 sólkerfum, þá er jörðin í einhverri sérstöðu með þetta hlutfall nálægt 1:1?

Auðvitað er Jörðin með þá sérstöðu að hafa líf líka. En það er allt önnur spurning.

Ef líf verður til á einhverri plánetu (hvort sem guð bjó það til eða ekki), þá sýnist mér það bara alls ekkert svo ólíklegt að sú pláneta hafi tungl sem veiti ansi góðan sólmyrkva. Kannski er 1 pláneta af 100 með þennan "merkilega" eiginleika. Só what? það eru þá 1% líkur, sem er ekki svo ólíklegt að gerist. Sannarlega ekkert á við pókersamlíkinguna sem þú lagðir til.

Málið er að við höfum bara alls ekkert of mikil gögn sem styðja þína tilgátu - að jörðin hafi þessa brjáluðu sérstöðu. Við höfum heldur ekkert sérstaklega sterk gögn sem styðja hið andstæða - að þetta hlutfall 1:1 sé nokkuð algengt.. En það sem við vitum um sólkerfið okkar er að sólmyrkvar eru sæmilega algengir, þótt hlutföllin séu ekkert endilega mjög nálægt 1:1.

Tómas, 29.3.2015 kl. 15:01

4 Smámynd: Mofi

Ég held að þeir sólmyrkvar sem þeir eru að tala um á wikipedia eru ekki eins og hérna á jörðinni þar sem hlutfallið er akkúrat ekki of mikið eða of lítið. Það er auðvitað ekki ólíklegt að hin og þessi tungl skyggi alveg á sólina en punkturinn er að fá rétta hlutfallið.  Þú kannst örugglega við þessa mynd hérna: https://www.youtube.com/watch?v=QmIc42oRjm8  en frá mínútur 30 er fjallað um þetta og þeir minnsta kosti halda því fram að besti staðurinn til að sjá sólmyrkva er hérna á jörðinni.

Þetta er síðan aðeins eitt dæmi um eitthvað ólíklegt, við höfum ótal svona dæmi.  Þú svaraðir ekki spurningunni um hvort að þú myndir álykta að póker spilarinn væri að svindla eða hvort þetta væri aðeins tilviljun.

Mofi, 29.3.2015 kl. 15:48

5 Smámynd: Tómas

Ég tek alveg undir að besti staðurinn til að sjá sólmyrkva er hérna á jörðinni...en það gildi bara um sólina okkar, hér í þessu stjörnukerfi.

Eins og ég sagði áður, þá eru önnur 1000.000.000.000.000.000.000 sólkerfi sem þeir vita ekkert um, og geta ekkert fullyrt að Jörðin sé eitthvað spes staður.

Til að svara spurningunni: Já, ég myndi álykta að pókerspilarinn væri að svindla, en það er líka vegna þess að líkurnar eru sannarlega móti því að hann vinni royal flush hundruðum skipta í röð.

En mér finnst það einmitt alls ekki sambærilegt við dæmið um sólmyrkva. Því það virðist vera sem sólmyrvkar séu alveg gríðarlega algengir í sólkerfum, og það getur því vel verið að fjöldinn allur - say, 1% af sólkerfum hafi sólmyrkva sem er nálægt þessum hlutföllum 1:1.

Það eru ekki nema 10.000.000.000.000.000.000 sólkerfi. Svo ef þú værir guð, eða þú "værir" abiogenesis og myndir "velja" að handahófi plánetu til að setja okkur á, þá er alls ekkert svo ólíklegt að þú myndir lenda á plánetu með 1:1 sólmyrkva. Skilurðu hvað ég meina?

Og þú getur ekki notað aðrar tilgátur um að guð sé til, til að reyna að bæta líkurnar á að þessi tilgáta sé rétt og styðja þannig að guð sé til.

Þ.e. ef atriði A, B, C og D benda til þess að guð sé til, og þú leggur til að atriði X bendi til þess að guð sé til. Þá geturðu ekki sagt að atriði A, B, C og D styðji að X sé satt. Því þá geturðu eins sagt að X styðji að A sé satt, að B styðji að A og C sé satt etc etc etc...Það fer í endalausa hringi. Það er eflaust til nafn á þessa rökvillu, en ég man það ekki núna.

Bottom line: Mér finnst þessi tilgáta sem þú leggur til vera afskaplega veik. Gögnin finnst mér benda sterklega til þess að þetta sé einfaldlega tilviljun, og ekkert sérstaklega ólíkleg tilviljun.

Tómas, 29.3.2015 kl. 20:55

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sólin og tunglið nánast  jafnstór að sjá á himninum.Furðuleg tilviljun og skemmtileg.Guðleg forsjón að sjálfsögðu.

Hörður Halldórsson, 29.3.2015 kl. 21:47

7 Smámynd: Tómas

Jörðin og loftsteinar í skemmtilegum dansi með stöku lífshættulegum árekstri gegnum árþúsundin (ármilljónin frekar). Furðuleg tilviljun og skemmtileg. Guðleg forsjón að sjálfsögðu.

Þú afsakar vonandi Hörður þetta létta grín :) Stóðst ekki mátið.

Tómas, 30.3.2015 kl. 00:29

8 Smámynd: Mofi

Aðeins út frá sólmyrkva þá væri það sannarlega ekki réttlætanleg ályktun að eitthvað væri á bakvið hvernig jörðin er. En, þetta er aðeins eitt ólíklegt atriði af mjög mörgum, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/designss.html 

Líkurnar á öllu þessu slá pókerspilarinn út eins og ekkert sé. 

Mofi, 30.3.2015 kl. 12:34

9 Smámynd: Tómas

Jáh, pókerspilarinn er ómerkilegur ef þú tekur til alveg helling af tilviljunum, en þetta með að sólmyrkvahlutfall sé kringum 5% frá 1:1 er möulega jafn ólíklegt og að fá yahtzee í einu kasti (einn á móti 1296, eða ~0.8%). Kannski talsvert líklegra. Kannski talsvert ólíklegra.. Það hefur í raun enginn nákvæm gögn um það, þar sem okkar sólkerfi er í raun mestallt gagnasettið.

Svo jú - þetta gæti verið guðleg forsjón - en mér þykir líklegra að um tilviljun sé að ræða. Það er líka svo auðvelt að réttlæta hlutina eftirá.

Af hverju t.d. gaf guð okkur ekki betri augu, svo við getum séð í myrkri? Af hverju setti guð okkur í þær aðstæður að lofsteinn geti auðveldlega eytt lífi á jörðinni (sem virðist nánast hafa gerst amk. 1 sinni í fyrndinni - tjah.. fer eftir því hvort viðkomandi trúir almennt á að jörðin sé eldri en 10.000 ára gömul).

Það er hellingur af hlutum sem guð gæti hafa gert betur - en að velja t.d. sólmyrkva sem guðlega forsjón finnst mér vera veik rök.

Það er basically þetta sem angrar mig við þá tilgátu sem þú virðist leggja fram í upphaflega pistlinum. En ég skil vel að þér finnist þetta benda til sköpunar.

Tómas, 1.4.2015 kl. 03:33

10 Smámynd: Mofi

Bara að skoða tilviljanirnar í kringum jörðina og það er svipað ólíklegt og póker spilarinn sem fær Royal flush aftur og aftur. Hve margar tilviljanir eru til þarna úti er ómögulegt að vita svo bara spurning um hvort þetta talar til manns eða ekki.

Guð gaf okkur heila til að leysa vandamál eins og að sjá í myrkri :)    

Af hverju að setja okkur í þær aðstæður að loftsteinn gæti þurrkað okkur út... kannski passar Guð upp á þetta, Hann er með ákveðin plön og loftsteinn sem þurrkað allt líf út er ekki hluti af þeim. Að vísu þá hljómar Daníel 2 dáldið á þá leið að loftsteinn þurrki allt út, spurning.  Við höfum í setlögunum ummerki um loftsteina en augljóslega þá er nóg af lífi hérna á jörðinni svo...

Hvað finnst þér Guð hafa getað gert betur?  Mér finnst dæmin sem ég hef rekist á í gegnum tíðina vera vanalega byggð á misskilningi.

Mofi, 1.4.2015 kl. 09:49

11 Smámynd: Tómas

En þetta er einmitt mergur málsins!

Hvað sem ég segi - eða hver sem er segir - þá getur þú alltaf fundið leið til að útskýra það. Vísindamenn hafa mjög sterkar kenningar um loftsteina sem grandað hafa nánast öllu lífi í fortíðinni - það er engin ástæða til að halda að slíkt gerist ekki aftur í framtíðinni - jafnvel gæti einhvern daginn allt líf (fyrir utan vírusa og bakteríur kannski) horfið í slíkum viðburði.

Þangað til getur þú sagt "kannski passar guð upp á þetta". Ef það gerist, og við tveir lifum af, þá getur þú sagt "hann er með ákveðin plön".

Það eru bara rök sem ég get með engu móti fallist á.

Svo miðað við það, þá get ég ekki ímyndað mér neitt sem ég gæti skrifað til þín sem þú myndir í raun taka sem gilt dæmi um "lélega hönnun" guðs.

Tómas, 1.4.2015 kl. 15:48

12 Smámynd: Mofi

Við hverju er hægt að búast út frá hvað ef spurningu?  Ég myndi einmitt frekar segja að ég hef miklu þrengri stakk til að útskýra hluti út frá Biblíunni en þróunarsinnar sem...það bara skiptir engu máli hve mikið af atriðum sem þeir bjuggust við að væru svona eða hinsveginn, það hvarlar aldrei að þeim að kannski aðal kenningin er gölluð.

Þetta voru síðan ekki rök, þegar um er að ræða vangaveltur þá auðvitað er aðeins um vangaveltur að ræða.

Mofi, 1.4.2015 kl. 16:58

13 Smámynd: Tómas

Það er stór loftsteinn lendi á jörðinni í framtíðinni er tæplega "hvað ef" spurning. Frekar "hvenær" spurning.

Hvað þá með tortímingu jarðar þegar sólin springur út og gleypir jörðina í eldhafi, og deyr svo þannig að rústir jarðar frjósa. Það er pottþétt ekki "hvað ef" spurning.

En ókei.. vangaveltur voru þetta.. ég tel þær rangar, og útlista það að ofan. En við erum ósammála, sem fyrr ;)

Tómas, 1.4.2015 kl. 17:13

14 Smámynd: Mofi

Já, ennþá ósammála. Og eins og svo oft áður, ég kem með gögn og rök og þú kemur með "þetta er ekki nóg til að sannfæra mig". Eitthvað segir mér að ekkert dugi til að sannfæra þig af því að þú vilt trúa því að póker spilarinn er heiðarlegur sama hvað tautar eða raular.

Mofi, 2.4.2015 kl. 07:50

15 Smámynd: tramploine

Mjög algeng rökvilla þeirra sem ekki skilja líkindafræði að taka saman alla ólíklegu atburðina og segja "Hverjar eru eiginlega líkurnar á þessu? Þetta getur ekki verið tilviljun.". Safn þeirra atburða sem segjum snýr að mannkyni og afstöðu jarðar í alheiminum hafði líkur 0 í upphafi eins og allir aðrir atburðir, þeir eru óendanlega margir. Hlutatburðir í þessu atburðarúmi og staðsetning í tíma gefur öðrum atburðum auðvitað jákvæðar líkur, t.d. að það sé rigning á morgun. En hversu einskorðaðir erum við, við okkar heim og tilvist? Ég held því fram að það sé óendanlega margir atburðir sem gerðust ekki og ef þeir hefðu gerst hefðu sömu "spekingarnir" spurt sömu spurningar og dregið þá einhverja fráleita ályktun vegna skilnigsleysis síns á alheiminum. Ekki það að ég skilji alheiminn allan, en það er samt gott að skilja líkindi til að standa skrefi framar og álykta ekki um of.

tramploine, 3.4.2015 kl. 09:21

16 Smámynd: Mofi

tramploine, með þessu viðhorfi þá geta líkur aldrei sagt þér neitt. Ef að þú ynnir hjá SETI og fengir skilaboð sem listuðu upp hundrað prímtölur þá myndir þú samt afskrifa það sem aðeins tilviljun. Þú gætir fundið jeppa á Plútó og bara ályktað að tilviljanir orsökuðu jeppann. Ég sé miklu frekar fráleitt að draga ekki ályktanir út frá rannsóknum og tölfræði

Mofi, 3.4.2015 kl. 14:35

17 Smámynd: tramploine

Afstaða tungls og sólar er kannski aðeins almennari atburður heldur en það að það finnist manngerður hlutur á hnetti sem hefur aldrei verið landnuminn. Auðvitað notast maður við tölfræði en það þarf nægjanlegt magn af gögnum o.s.frv. Hvað er líka svona merkilegt við prímtölur? 

tramploine, 3.4.2015 kl. 18:25

18 Smámynd: Mofi

Alveg sammála að sólmyrkvi er ekki það ólíklegur atburður að maður getur verið ágætlega sáttur við tilviljun sem svar. Prímtölur voru notaðar í myndinni Contact þar sem hópur vísindamanna var að leita að ummerkjum um geimverur og þeir funndu röð af prímtölum og þeir ályktuðu að þetta hlyti að vera skilaboð frá vitrænni veru.

Mofi, 3.4.2015 kl. 19:16

19 Smámynd: tramploine

Það er spurning en gæti verið röð tilviljana og confirmation bias. Annars skil ég ekki hvernig fólk nennir að tala um Guð lengur, Friedrich Nietsche drap hann á 19. öld.

tramploine, 3.4.2015 kl. 20:36

20 Smámynd: Mofi

Þannig að ef að NASA fengi skilaboð frá fjarlægu sólkerfi sem væri röð af prímtölum eins og "2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, 23, 29, 31, 37, 41, 43, 47, 53, 59, 61, 67, 71, 73, 79, 83, 89, 97, 101" þá myndir þú álykta að um aðeins tilviljun væri að ræða?

Hvernig fór Nietsche að því að drepa Guð?

Mofi, 3.4.2015 kl. 20:45

21 Smámynd: tramploine

Nietsche drap Guð með mic-num, það vita allir. Guð er búinn að vera dauður heillengi. Ég veit ekki með þessar prímtölur og hvort þær komu allar upp eða hvernig þannig ég get með engu móti rætt þetta enda þekki ég ekki þessa rannsókn. En þess ber þó að geta að mengi prímtalna undir 100 er nokkuð þétt, m.ö.o. hefur talsvert margar tölur. Ennfremur, ef ég sé 20 útúr einhverju, ætla ég að túlka það sem 7+13 sem dæmi sem eru tvær prímtölur? Það er ekkert spennandi við prímtölur í efniheiminum í sjálfu sér en fólk sem fæst við Number Theory hefur mikið dálæti á prímtölum og það eru til mörg dæmi um hvernig fjöldi þeirra vex o.s.frv. Prímtölur koma auðvitað við í abstract algebru einnig og eru mikilvægar fyrir dulkóðun.

tramploine, 5.4.2015 kl. 09:53

22 Smámynd: Mofi

tramploine, frá mínum bæjardyrum séð hefur þú valið og það val er alveg burtséð frá alvöru rannsókn eða íhugun en það getur líka verið hluti af valinu. Njóttu vel.

Mofi, 5.4.2015 kl. 11:13

23 Smámynd: tramploine

Ég veit ekki hvort ég valdi neitt. Ég þekki ekki þessar rannsóknir og þar af leiðandi veit ég ekki í hvaða hátt þeir sáu allar þessar prímtölur. Það að Guð sé dauður eru auðvitað heimspekilegar vangaveltur.

tramploine, 5.4.2015 kl. 21:05

24 Smámynd: Mofi

Þetta var spurning, hvað ef að SETI finndi svona skilaboð. 

Mofi, 7.4.2015 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband