Ungir múslímar mynda friðarhring um bænahús gyðinga

Á Vísir er frétt um að hópur ungra múslíma vill sýna að þeir vilja gyðingum vel svo á morgun ætla þeir að mynda friðarhring um eitt af þeirra bænahúsum: Ungir múslímar mynda friðarhring um bænahús gyðinga í Ósló   

Ég get ekki neitað því að mér þykir mjög vænt um svona og er á því að þarna er það fólk sem við þurfum að sýna sérstakavirðingu og vinsemd við.  Óvinurinn er ekki múslímar heldur hræðileg hugmyndafræði sem fylgir svo oft Íslam. Ég get ekki heldur neitað því að mér finnst eins og þessir ungu múslímar hafa ekki alveg kynnt sér innihald Kóransins eða ævi Múhameðs en svona fréttir gefa mér von.


mbl.is Hundruð við jarðarför árásarmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Friður er eini farsæli sigurvegari réttlætisins, þegar allt er gert upp.

Trúfélagamúgæsingur er blásinn út af heimsveldisfjölmiðlun siðblinda falda valdsins Alþjóða-einokunarbankarænandi.

Svo lengi sem ólík trúarfélagasamtök ganga ekki á réttlæti og frið annarra, þá eiga öll þau félagasamtök sinn félagarétt. Öfgar eiga ekkert skylt við friðsamlega trúarfélagshópa.

Félagaréttur frjálsrar trúarbragðaútfærslu er alls ekki stjórnsýsluréttur. Sama hvaða nafni sá trúfrelsis-félagaréttur nefnist.

Stríðsæsingaheimsveldisstýrðir fjölmiðlar verða að finna sér einhverjar aðrar söguskýringar á stríðsvopnaþjálfuðum fylkingum, heldur en að kenna öfgalausum trúfélagasamtökum heimsins um hertökuþjálfaðar stríðsöfgahreyfingar.

Heimsbyggðarfólkið sér vonandi flest í gegnum áróðurslygar ráðandi fjölmiðla vestrænna NATO-ríkjanna hertakandi, pyntandi og drepandi.

Morðingi er morðingi, og ofbeldisfólk er ofbeldisfólk. Flóknara er þetta ekki.

Þetta múgæsingsofbeldi er heilbrigðisvandamál banka/fyrirtækjavaldhafa og ráðandi risafjölmiðlaumfjöllunar heimsins, og hefur ekkert með öfgalausa trúarútfærslu friðsamra að gera.

Múslimaöfgatrúaðir sem kúga varnarlausar konur og börn eru hvorki betri né verri en öfgakristnitrúaðir sem kúga varnarlausar konur og börn.

Dæmin eru óteljandi mörg um hvorutveggja í veröldinni.

Fjölmiðlarisarnir eru ófriðarboðandi afl, og verri en ekkert, ef þeir fréttafjölmiðla ekki satt og rétt um hvað raunverulega gerist á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2015 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband