Stephen fry um karakter Guðs

Á Facebook hefur fólk verið að deila viðtali við Stephen Fry þar sem hann útskýrir hvernig hann myndi svara Guði á dómsdegi.  Svarið er áhugavert em í grunninn er svarið einfaldlega að hann getur ekki samrýmt tilvist illsku og tilvist Guðs.

Langar að benda á viðtalið við Fry og síðan tvö önnur sem ég tel svara Stephen Fry.

 

 
 

mbl.is „Guð er vitfirringur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Mofi: án þess að gera lítið úr neinu þá hef ég þetta um Guð að segja,

Guð, Jahve (Jehóva) er upprunalega guð gyðinganna, refsigjarn og einfaldlega reiður guð ef marka má gamla testamentið, Sódóma og Gomórra er gott dæmi um það, sem og faraldrarnir 7 (ef mig minnir rétt að þeir hafi verið svo margir)  Ekki hefur sá guð þurrkað neitt út í aldanna rás.

Guð, Jahve, er guð kristinna og kaþólskra manna og kvenna, sem og réttrúnaðarkikjunnar sem fylgir gamla tímatalinu... þann guð og þann spámann samþykkja gyðingar ekki.
Fyrirgefandi faðir Jesú krists, sem fórnaði syni sínum til að fyrirgefa syndir mannanna... núllstilla mannkynið og gefa því tækifæri á að bæta ráð sitt til hins betra, ekki hefur það tekist.

Guð, Jahve (öðru heiti í arabísku tungmáli Allah (sem þýðir Guð)) er guð múslima... bæði sjíta og súnníta múslima... Sami guð og finnst í kristni og gyðingatrúnni... þann guða og spámann samþykkja hvorki gyðingar né kristni...
Hef nú ekki lesið kóraninn svo vel að ég geti lýst guði múslima svo vel, en hins vegar veit ég að múslimar samþykkja Jesú sem spámann, en ekki sem son Guðs...

Þetta er einn óákveðnasti guð sem ég hef séð! Hann á svo og svo marga trúarhópa sem berjast innbyrgðis og hafna öllu sem hinn hefur að segja og það gera þessir "þrír" guðir líka! Þó kristið fólk hafni "Allah" og Múhameð.. þá geta þeir ekki hafnað gyðingdómnum þar sem það er sami guðinn og gyðingdómurinn kom á undan!

En aftur, ég er ALLS ekki að reyna að gera lítið úr þinni trú eða neins manns trú, svona sé ég þetta og Stephen Fry má bara alveg standa fastur á sinni trú um Guð, hver sem hún er... og ég er bara eiginlega sammála honum, þó þú þurfir ekki að vera það.

ViceRoy, 2.2.2015 kl. 21:05

2 Smámynd: Mofi

ViceRoy, ef þú vilt kynna þér minni sýn á Jahve, Guð Gamla Testamentisins þá mæli ég með þessum tveimur bókum: Patriarchs and Prophets og Prophets and Kings.

Ef þú færir í gegnum þær þá værir þú fróðari um Gamla Testamentið en lang flestir útskrifaðir guðfræðingar. Ég sé Guð mjög þolinmóðan en síðan kemur að því að Hann stöðvar vondt fólk eftir að það hafi verði varað við aftur og aftur.

Þegar Guð fórnaði syni sínum þá var það með samþykki hans. Jesús berðist ekki á móti enda hefði hann getað farið aðra leið hvenær sem var.

Ekki síðan rugla saman ruglingi manna og Guðs. Guð er alveg samkvæmur sjálfum sér í Biblíunni þótt að mennirnir sem lesa hana er dáldið ringlaðir. Í lang flestum tilfellum þá einfaldlega velja þeir sínar hefðir og siði frekar en að fara eftir Biblíunni. Ég skrifaði eitt sinn um það, sjá: Af hverju svona margar kirkjur

Ég skil vel þína afstöðu en ég held að að mörgu leiti er hún byggð á röngum upplýsingum.

Mofi, 2.2.2015 kl. 21:50

3 Smámynd: ViceRoy

Aftur Mofi minn :) ekkert illa meina eða neitt, þetta er mín sýn á Guði, og þín sýn er önnur og þín sýn er alveg jafn réttlætanleg og mín. En aftur, við þurfum ekki að trúa á hið sama.

Var ekki að reyna að gera lítið úr neinu... Hef lesið bæði gamla og nýja testamentið og var trúaður maður þar til ég sá annað. En sem betur fer þó, þá er ég ekki réttdræpur fyrir slíkt í kristnu landi :) hehe

ViceRoy, 2.2.2015 kl. 22:47

4 Smámynd: Mofi

Ekkert illa tekið :)

Ef þú hefur lesið GT þá ættir þú pottþétt að lesa þessar tvær bækur sem ég benti á, engin spurning í mínum huga að þú munt sjá það í allt öðru ljósi. Minn punktur er að kannski myndi þín sýn breytast við að skoða þetta frá aðeins öðru sjónarhorni. Þessar tvær bækur eru eins og GT í söguformi með útskýringum. 

Mofi, 2.2.2015 kl. 23:31

5 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ef Guð og Djöfullinn eru til þá eru þeir eitt og sama fyrirbærið, Guð er Djöfullinn þegar fólk vill og Djöfullinn er Guð þegar fólk vill.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 12.2.2015 kl. 21:15

6 Smámynd: Mofi

Sé ekki alveg lógíkina í þessu hjá þér :)

Miklu frekar sé ég blöndu af góðu og illu í heiminum, dáldið eins og orrustuvöllur tveggja afla.

Mofi, 12.2.2015 kl. 21:43

7 Smámynd: Óli Jón

Var það frjáls vilji manna sem skapaði augnaorminn Loa loa filiarisis?

Óli Jón, 16.2.2015 kl. 01:01

8 Smámynd: Mofi

Ég sé þrjá möguleika til að útskýra hluti eins og þetta:

    • Í náttúrunni voru hættulegar lífverur en ef við færum eftir ráðleggingum Guðs þá myndum við sleppa við þær.

    • Ekkert slæmt í náttúrunni upphaflega og hreinlega allt sem er slæmt er tilkomið vegna einhvers sem menn gerðu.

    • Guð skapaði náttúruna þannig að það voru lífverur sem voru slæmar og engin leið að komast hjá þeim.

    Ég hallast frekar að valkostum 1 og 2 þó að þrjú er alveg mögulegur í mínum augum.

    Mofi, 16.2.2015 kl. 08:34

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Mofa blogg

    Höfundur

    Mofi
    Mofi

    Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

    Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

    Bloggvinir

    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Nýjustu myndir

    • trinity witch craft
    • Bodunarkirkjan
    • Trinity_Symbol
    • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
    • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (15.1.): 1
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 7
    • Frá upphafi: 803252

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 7
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband