Hvað með að kenna Þróunartrúna í skólum?

Ég hef ekkert á móti því að staðreyndir séu kenndar í skólum. Ég hef ekkert á móti því að nemendur séu fræddir um Þróunarkenninguna. Það sem ég er á móti er að kenna að hún sé sönn sem fer þvert á trú margra trúarbragða heimsins. Fyrir mitt leiti hafa stjórnvöld ekkert erindi með að vera að kenna að trú einhverra foreldra sé röng, þau eiga bara að láta slíkt í friði.

Það er alveg magnað hve margir líta á sem svo að halda að Þróunarkenningin sé rétt er ekki trú; eins og viðkomandi viti að þetta sé hinn heilagi sannleikur sem enginn vafi sé um.  Að tilviljanir og náttúruval bjuggu til allar lífverur heimsins ásamt okkur er trú sem í mínum augum er augljóslega röng og jafnvel blindir ættu að sjá að hún er eins hæpin og eitthvað getur orðið.

Það er að mínu mati að minnsta kosti miklu grófari brot á barni að því sé kennt að Þróunarkenningin sé sannleikur en að kíkja í heimsókn í kirkju og fræðast aðeins um þá trú sem mótaði íslenskt samfélag.

 


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er mikill minnihluti á Íslandi sem lítur á þróunarkenninguna sem "trú". Langflestir líta á kenninguna sem býsna örugga og staðfesta vísindakenningu, sem er auk þess eina VÍSINDAkenning sem skýrir uppruna lífs á jörðu. 

Við kennum börnunum um flekakenninguna. Það breytir engu þó einhverjir líti á hana sem "trú". Hún er einfaldlega býsna vel staðreynd.

Skeggi Skaftason, 10.12.2014 kl. 17:47

2 Smámynd: Mofi

Og þeir hafa augljóslega rangt fyrir sér.

Mofi, 10.12.2014 kl. 18:09

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eigum við þá ekki líka að sleppa því að segja börnunum það vera staðreynd að Jörðin er kúla en ekki flöt þar sem það stagast á við sumar trúarkenningar?

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2014 kl. 18:25

4 Smámynd: Mofi

Sigurður, smá munur, eitt er mælanleg staðreynd á meðan hitt er ómælanlegar getgátur sem passa ekki við það sem við getum mælt. Þú veist síðan mæta vel að það eru engar trúarkenningar sem kenna að jörðin er flöt.  Það er að vísu eitt samfélag sem aðhyllist að jörðin sé flöt og viðkomandi aðhyllist þróunartrúna, sjá: http://creation.com/flat-earth-leader-is-an-evolutionist

Er eitthvað voðalegt að bara fræða hvaða kenningar eru til og hvað styður þær og láta vera að kenna ákveðin kenning sé staðreynd?

Mofi, 10.12.2014 kl. 20:06

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þróunnarkenningin er staðreynd að því leiti að allt líf þróast eitthvað smávegis; t.d. ef að bestu hestarnir eru alltaf paraðir saman; þá á sér væntanlega stað jákvæð þróun.

En það var ekki þannig að maðurinn sem tegund hafi þróast fyrir röð tilviljanna og náttúruúrvals upp úr drullupolli fyrir algjöra tilviljun.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1505431/

Jón Þórhallsson, 11.12.2014 kl. 14:20

6 Smámynd: Mofi

Já, það er enginn ágreiningur um að lífverur breytast með tímanum og stökkbreytingar og náttúruval eru þar að verki.  En eins og þú bendir á, þá er það ekki hið sama og að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval bjó mannkynið til. Það er engan veginn einhver staðreynd sem á að kenna sem sannleika í skólum landsins.

Mofi, 11.12.2014 kl. 15:38

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Kenningin um náttúruval sem driftkraft þróunar hafa staðið af sér alla gagrnýni og allar rannsóknir benda í þá átt að það sé staðreyndin. Það eru hins vegar engar rannsóknir sem benda til einhverrar stýrðrar þróunar af hendi æðri máttarvalda enda heldur engar rannsóknir sem standast aðferðafræði vísinda sem benda til þess að einhver æðri máttarvöld séu yfir höfuð til.

Þróunarkenningin er því sú besta þekking sem mannkynið hefur á tilurð lífvera og því eðlilegt að kenna hana í líffræðitímum. Vilj menn hins vegar kynna kenninguna um stýrða þróun þá á hún heia í trúarfræðslutímum enda er sú kenning trúarenning en ekki svísindakenning. Að kenna þá kenningu sem vísindakenningu er því blekking sem á ekki heima í skólakerfi 21 aldar.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2014 kl. 18:12

8 Smámynd: Mofi

Sigurður
Mofi. Kenningin um náttúruval sem driftkraft þróunar hafa staðið af sér alla gagrnýni og allar rannsóknir benda í þá átt að það sé staðreyndin

Náttúruval er eitthvað sem sköpunarsinninn Edward Blyth kom fyrst með langt á undan Darwin og já, þetta er alvöru afl í náttúrunni. 

Að tilviljanakenndar stökkbreytingar geti búið til nýjar upplýsingar um hvernig á að búa til flóknustu vélar sem við vitum um, eins og mótorar sem eru margfalt fullkomnari en það sem við höfum búið til, það er trú sem er eins hæpin og eitthvað getur orðið hæpið.

Sigurður
Það eru hins vegar engar rannsóknir sem benda til einhverrar stýrðrar þróunar af hendi æðri máttarvalda enda heldur engar rannsóknir sem standast aðferðafræði vísinda sem benda til þess að einhver æðri máttarvöld séu yfir höfuð til.

Nóg af þeim á meðan engar rannsóknir sem styðja sköpunar snilli gáfu tilviljanakenndra stökkbreytinga.

Sigurður
Þróunarkenningin er því sú besta þekking sem mannkynið hefur á tilurð lífvera og því eðlilegt að kenna hana í líffræðitímum. Vilj menn hins vegar kynna kenninguna um stýrða þróun þá á hún heia í trúarfræðslutímum enda er sú kenning trúarenning en ekki svísindakenning

Þér finnst það, mér finnst hún í besta falli heimskuleg.  Málið er að báðar þessar hugmyndir eru trúarlegar í eðli sínu, að því leiti að enginn veit fyrir víst.  Fræðsla snýst um að fræða en ekki heilaþvo en með því að setja fram að það er aðeins eitt mögulegt svar við stærstu spurningu mannkyns er heilaþvottur og ég er á móti heilaþvætti en styða fræðslu.  

Þú styður heilaþvott, ég styð fræðslu, einfalt.

Mofi, 11.12.2014 kl. 18:35

9 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Moffi sannfærðu mig um að Guð sé til.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 11.12.2014 kl. 23:46

10 Smámynd: Mofi

Gunnlaugur, prófaðu að bera saman þessi tvö sjónarmið saman, hið kristna og síðan guðleysis afstöðuna.  Hvort þessara sjónarmiða hafa fleiri sönnunargögn og vitnisburði til stuðnings við sig?

Mofi, 12.12.2014 kl. 08:42

11 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það er hvorki verið að kenna trú né staðreyndir. Þetta eru vísindi. Það er a.m.k. hugmyndin. Ef einhverjir kennarar kenna þetta sem trú eða vísindi er viðkomandi á villigötum.

Ragnar Þórisson, 12.12.2014 kl. 11:05

12 Smámynd: Mofi

Ragnar, endilega útskýrðu.

Mofi, 12.12.2014 kl. 11:19

13 Smámynd: Ragnar Þórisson

Þetta er bara skilgreiningin á vísindum.

Ragnar Þórisson, 12.12.2014 kl. 11:23

14 Smámynd: Mofi

Ég skal viðurkenna það að það var sniðugt hjá guðleysingjum að skilgreina vísindi þannig að þeirra afstaða er sjálfkrafa rétt og það kemur gögnum og rökum ekkert við.  Ég aftur á móti lít á vísindi sem aðferðafræði til að vita meira um heiminn sem við lifum í og ef að besta útskýringin er að eitthvað var hannað þá er það einfaldlega það sem rétt er og lítið meira um það að segja.

Mofi, 12.12.2014 kl. 13:06

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Það er engin að skilgreina vísindi þannig að þau séru sjáfkrafa rétt. Það er aðeins verið að segja að þau gögn sem lyggja fyrir bendi í þá átt og því sé líklegast að þær fullyrðingar sem byggja á þeim séu rétt. Það á við um þróunarkenninguna enda benda öll gögn til þess að hún sé rétt og það hefur auðveldlega verið hægt að hrekja allar fullyrðingar um að hún fái ekki staðist með gögnum sem byggj á vísindalegum rannsóknum. Það eru hins vegar engin slík gjötn sem benda í á átt að Guð sé til eða að þróun lífvera sé á einvern hátt stýrt af æðri máttarvöldum.

Þróunin á sér bæði stað eð þróun í smáum skrefum og stökkbretingum. Þetta er ekki tilviljanakennt því það eru alltaf þeir einstaklingar sem fá gen sem gera þá færari að lifa af og eignst afkvæmi við þær aðstæður sem eru uppi á þeim tíma sem leða þróunina. Það er varla til sá líffræðingur sem er ekki blindaður af trúarboðskap sem efast um þróunarkenninguna.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2014 kl. 21:22

16 Smámynd: Mofi

Sigurður
Mofi. Það er engin að skilgreina vísindi þannig að þau séru sjáfkrafa rétt.

Ha?  Hvað ertu að tala um?  Ég er að segja að sumir hafa skilgreint vísindi á þann hátt að þeirra gæludýra kenning sé sjálfkrafa rétt sama í hvaða átt gögnin benda og það er það sem hefur gerst þegar kemur að Þróunarkenningunni.

Sigurður
Það er aðeins verið að segja að þau gögn sem lyggja fyrir bendi í þá átt og því sé líklegast að þær fullyrðingar sem byggja á þeim séu rétt. Það á við um þróunarkenninguna enda benda öll gögn til þess að hún sé rétt og það hefur auðveldlega verið hægt að hrekja allar fullyrðingar um að hún fái ekki staðist með gögnum sem byggj á vísindalegum rannsóknum.

Þetta er bara fyndið, gögn sem benda til þess að Þróunarkenningin sé rétt  :)

Kannski þú trúir þessu virkilega, erfitt að segja.   

Sýndu mér gögn sem benda til þess að tilviljanakenndar stökkbreytingar geti búið til ný gögn um hvernig á að búa til flóknar vélar eins og þessa hérna: https://www.youtube.com/watch?v=W3KxU63gcF4

Sigurður
Þróunin á sér bæði stað eð þróun í smáum skrefum og stökkbretingum. Þetta er ekki tilviljanakennt því það eru alltaf þeir einstaklingar sem fá gen sem gera þá færari að lifa af og eignst afkvæmi við þær aðstæður sem eru uppi á þeim tíma sem leða þróunina.

Gerir þú þér grein fyrir því að þessi gen geta aldrei orðið til nema með tilviljun?

Það er rétt að ef að gen eru góð og gera einstaklingin hæfari þá hafa líkurnar aukist að viðkomandi lifi af og genin renna til komandi kynslóða en að þau urðu til getur aldrei verið neitt annað en tilviljun.

Mofi, 12.12.2014 kl. 23:17

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Það er rétt að það er tilviljanakennt hvernig breytingar á gegnum verða milli kynslóða en það er lífsbaráttan sem ræður því hvar þairra þróást áfram til komandi kynslóða. Þróunin er því ekki eins tilviljanakennd og einstaka genabreytingar. Þetta á sér í fæstum tilfelum stað í stökkbreytingum heldur í hægfara þróun. 

Það að þróunin stýrist af því þeir einstaklingar sem hafa verið svo heppnir að fá gen sem auka líkur á að þeir geti lifað til að eignast afkvæmi er meiginatriði þróunarkenningarinnar og sú kenning hefur aldrei verið hrakin þrátt fyrir að margir hafi lagt mikið á sig tið að reyna að hrekja hana. Hún er því samkvæmt bestu þekkingu mannkyns og er í samræmi við niðurstöðu vísindarannsókna. Kenningin um stýrða þrjóun byggir hins vegar ekki á neinum vísindarannsóknum og er því hrein trúarkenning sem á ekkert skylt við vísindi. Það eru ekki til nein rök sem ekki hafa verið hrakin fyrir þeirri kenningu.

Sigurður M Grétarsson, 13.12.2014 kl. 13:06

18 Smámynd: Mofi

Sigurður, það er gaman alltaf gaman að sjá þróunarsinna útskýra sína trú eins og það væri rökstuðningur við sína trú. Það er heldur enginn ágreiningur um að stökkbreytingar eiga sér stað og að náttúruval getur haft þau áhrif að slæmar stökkbreytingar eru grysjaðar út. Besta útskýringin á flóknum upplýsingum um hvernig á að búa til flóknar vélar er að þær voru hannaðar, það er afl sem við vitum að getur hannað á meðan það er engin vísindaleg gögn sem styðja að tilviljanakenndar stökkbreytingar geti eitthvað slíkt, það er staðreynd sem er fásinna að neita.

Hefur þú séð tilviljanakenndar stökkbreytingar hanna bara einfalda vél?  Veistu um eina einustu vísindaransókn þar sem menn sáu þetta ferli búa til eitthvað nálægt þeim undrum sem við finnum í náttúrunni?

Mofi, 13.12.2014 kl. 13:54

19 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Samanburður á Trú í þeirri merkingu að trúa á Guð eða Vísindi þá fynn ég engin rök sem styðja tilvist Guðs en það sem Vísindi segja er rökrétt þau leitast við að komast að hinnu rétta og reyna að sanna það, þannig að ég "Trúi" á Vísindin en ekki hinar sögusagnirnar um Guð. og að vera með trúboð í skólum er fyrir minn part rangt, trúboð er eins og limur þú mátt vera stoltur af honum og trúa á hann en alls ekki veifa honum framan í börn eða annað fólk, fólk verður að fynna sinn innri frið á sína vegu ekki það sem aðrir halda að sé rétt. Og Þróunarkenningin er ekki trú hún er kenning um uppruna og tilvist lífs á jörðinni eins og Véla samsettningar eða viðgerðarbók.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 13.12.2014 kl. 15:03

20 Smámynd: Mofi

Gunnlaugur, þú greinilega prófaðir ekki að bera saman þessi tvö sjónarmið og hvaða gögn styðja þau. 

Mofi, 13.12.2014 kl. 15:36

21 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Það er ekkert sem sannar Guð. Guðleysi er að vera laus við Guð og lifa hamingjusamur.

Moffi þín trú er það sterk að það skiptir engu máli hvaða rök koma um að Guð er ekki til og hversu augljós sem þau eru fyrir mig, eru þau myrkur fyrir þig og þú segir bara þetta er ekki satt og bendir á vélar og tölfur til samanburðar um sköpun. Þið þessi trúuðu eruð dáltið eigingjörn á að segja að Paradís sé bara fyrir ykkur, með því lít ég á það að þið eruð búin að taka eit eða fleiri skref til Heljar. Himinn og Helvíti er þar sem þú vilt hafa það í hausnum á þér. Ef það er til staður sem heitir Himnaríki þá er ég þar núna ekki þegar ég er dauður.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 13.12.2014 kl. 18:28

22 Smámynd: Mofi

Það er heldur ekkert sem sannar guðleysi, heldur ekkert sem sannar þróunarkenninguna,sannanir tilheyra stærðfræði. Við höfum gögn og hægt er að rökræða hvaða afstaða passar best við gögnin, það er auðvitað ekkert sem passar við að tilviljanir geta búið flóknar vélar, hvorki rök né gögn. 

 

Sannaðu að það eru til rök og gögn fyrir guðleysi, ég er nokkuð sannfærður að slíkt er ekki til, mörg ár að rökræða við guðleysingja sannfærði mig um það. Þegar kemur að himnaríki þá trúi ég því sem biblían kennir, ég hef lítið Val í þeim efnum 

Mofi, 14.12.2014 kl. 15:34

23 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það eru ekki til nein rök eða gögn fyrir guðleysi. Það segir sig sjálft að það er óþarfi. Eiga þeir sem finnst ekki gaman að fótbolta að koma með rök og gögn fyrir því?

Þú varst annars að segja hér fyrir ofan að guðleysingjar hafi skilgreint vísindin.

Ragnar Þórisson, 14.12.2014 kl. 23:23

24 Smámynd: Mofi

Ragnar, guðleysi er ákveðin sýn á heiminn, tilraun til að útskýra allt sem við sjáum á ákveðinn hátt.  Jú jú, það eru til heimskingjar sem bara líta á sitt guðleysi sem það að þeir trúa ekki á Guð en... best að eyða ekki miklum tíma í heimskingja.

Ég benti á að sumir hafa reynt að skilgreina vísindin sem guðleysi, að tilgangur vísinda snúist ekki um að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur heldur útskýra allt án Guðs. 

Mofi, 14.12.2014 kl. 23:31

25 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það er ekki guðleysi að trúa ekki á Guð. Það væri Guðleysi en ekki guðleysi. Það eru fullt af íþróttagreinum sem ég hef ekki áhuga á. Enn fleiri sem ég hef ekki einu sinni heyrt um. Þarf ég að færa rök og leggja fram gögn fyrir því? Er þetta ekki nóg?

Annars snúast vísindin ekki um að útskýra allt án Guðs. Það ert bara þú sem túlkar það þannig. Ef vísindin snúast um að útskýra allt án Guðs þá hljóta þau þ.a.l. að snúast um að útskýra allt án Óðins, Shiva, Ra o.s.frv. Vísindin pæla bara ekkert í því. Þetta er bara þín túlkun.

Ragnar Þórisson, 15.12.2014 kl. 10:56

26 Smámynd: Mofi

Ragnar, það er nóg fyrir heimskingja en ég vil helst ekki eða tíma í að rökræða við heimskingja.

Ég er alveg sammála að vísindin snúast ekki um að útskýra allt án Guðs en það eru menn sem vilja meina það, ef þú þekkir ekki þessa hugmyndafræði þá get ég alveg frætt þig um hana.

Mofi, 15.12.2014 kl. 11:45

27 Smámynd: Ragnar Þórisson

Ertu að kalla mig heimskingja?

Ragnar Þórisson, 15.12.2014 kl. 12:43

28 Smámynd: Mofi

Í mínum augum þá eru guðleysingjar sem hugsa ekki lengra en aðeins "guð er ekki til" heimskingjar.  Ef þeir eru sáttir við þannig skilning á heiminum þá hef ég ekkert álit á þeim.

Mofi, 15.12.2014 kl. 14:32

29 Smámynd: Ragnar Þórisson

Þú þekkir mig ekki neitt en ert tilbúinn að fullyrða svona. Þetta hérna segir eiginlega mun meira um sjálfan þig en mig.

Ragnar Þórisson, 16.12.2014 kl. 08:50

30 Smámynd: Mofi

Þegar ég sagði þetta þá var það ekki fullyrðing um þig heldur um ákveðinn hóp sem neitar að hugsa og þeir sem neita að hugsa hljóta að vera heimskingjar. Ef það ert þú votta ég þér samúð mína en góðu fréttirnar eru þær að þú getur valið að vera öðru vísi.

Mofi, 16.12.2014 kl. 10:00

31 Smámynd: Ragnar Þórisson

Í mínum huga er ekkert yfirnáttúrulegt til. Það hagast bara af því að ég hef aldrei fundið þörf hjá mér til að trúa. Þar af leiðandi hef ég heldur aldrei þurft að færa rök fyrir þessu eða leggja fram einhver gögn vegna þessa. Það gengur bara ekkert upp vegna þess að í mínum huga er enginn ágreiningur. Ég veit alveg að ég get haft rangt fyrir mér en þangað til ég fæ einhverja vísbendingu um annað þá tek ég enga afstöðu.

Ragnar Þórisson, 16.12.2014 kl. 12:37

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur/Skeggi.

Þú átt að vita doltorsmenntaður maðurinn að engar sönnur hafa verið færðar á þróunartilgátuna í á annað hundrað ár sem hún hefur verið uppi. Þó hafa þúsundir, ef ekki tugþúsundir, vísindamanna um þessi ár hamast eins og rjúpan við staurinn að sanna þessa tilgátu Darwins með tilraunum. Það hefur þeim aldrei tekist, hvað þá með akademískt viðurkenndum aðferðum, að sanna.

Hitt er annað að önnur vísindagrein, steingervingafræði, afsannar í raun þróunarkenninguna og rennir um leið stoðum undir sögu Biblíunnar um Nóaflóðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 14:15

33 Smámynd: Mofi

Allir sem telja eitthvað varðandi stóru spurningar lífssins þurfa að trúa af því að enginn veit svörin við þessum spurningum. Þegar ég t.d. velti fyrir mér guðleysis afstöðunni þá finnst mér hún virkilega ótrúverðug; ég bara gæti ekki trúað þessu því það passar að mínu mati engan veginn við raunveruleikan.

Að hafa afstöðu til stærstu spurninga lífssins en engin gögn og rök til að styðja þá afstöðu, það er eitthvað sem ég væri engan veginn sáttur við.  

Ég hvet þig að minnsta kosti til að velta þessu fyrir þér. Ég myndi ekki kalla einhvern heimskingja sem einfaldlega hefur ekki hugsað út í ákveðnar spurningar, það eru ótal málefni sem ég hef ekki hugsað út í svo...

Mofi, 16.12.2014 kl. 18:17

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það sést hér hvað þróunartilgátuna skortir tilfinnanlega svo hún sé akademískt marktæk sem og meðal meðalgreindra manna að lágmarki.

 

http://predikarinn.blog.is/album/Adalsafn/image/253636/

 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.12.2014 kl. 00:33

35 Smámynd: Ragnar Þórisson

Hvers vegna blandarðu "stærstu spurningar lífsins" inn í þetta? Ég var bara að segjast vera trúlaus. Trúin er kannski stærsta spurning lífsins fyrir þér en fyrir mér er þetta ekki stórt mál. Í raun ekki neitt mál sbr. orðið trúlaus.

Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 09:36

36 Smámynd: Mofi

Hvernig getur þú ekki blandað stærstu spurningum lífsins inn í þetta?

Mofi, 17.12.2014 kl. 13:00

37 Smámynd: Ragnar Þórisson

Vegna þess að trúmál eru ekki stór spurning fyrir mér. Ég er trúlaus.

Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband