Kristnir byrjaðir að hafna helvíti

This+it+s+from+constantine+by+_df019962ac1cb4772aa7907f21a94913Mjög áhugaverð grein á www.time.com fjallar um hvernig sífelt fleiri kristnir eru byrjaðir að hafna hugmyndinni um helvíti, sjá: http://time.com/3207274/5-reasons-christians-are-rejecting-the-notion-of-hell/

Hérna eru ástæðurnar fimm en greinin fer ýtarlega yfir þær allar.

1. Something in our spirit tells us that torturing people is morally wrong.

2. The concept of eternal, conscious torment runs contrary to the whole testimony in scripture.

3. The final judge of each individual is Jesus, and torturing people seems contradictory to his character.

4. Jesus would become a hypocrite, demanding that we nonviolently love our enemies while he does the complete opposite.

5. We simply can’t get past the idea that we are more gracious and merciful than Jesus himself.

Ég bara vona að hinn kristni heimur er að vakna upp af þessu brjálæði sem hugmyndin um helvíti er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er oft að spá í hvort fólkið trúi þessu í alvörunni, til dæmis prestar sem fara með þetta í kirkjunni og prédika yfir börnum og öðru fólki, og ræða svo um sannleikann og fyrirgefninguna eins og ekkert sé. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2014 kl. 09:43

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hér er ágætisgrein um þetta efni.

http://www.theguardian.com/news/2014/nov/26/-sp-my-life-in-hell

Wilhelm Emilsson, 27.11.2014 kl. 09:50

3 Smámynd: Mofi

Ásthildur, ég held að mjög margir forðist að hugsa út í þetta, enn aðrir sem reyna að túlka þetta á þann hátt að þetta er líf án Guðs og það sé hræðilegt en ekki að um sé að ræða alvöru pyntingar. Held að seinni hópurinn hafi ekki alveg hugsað þetta til enda enda fjöl margir sem fremja sjálfsmorð vegna andlegra þjáninga en þá er eins og Guð neiti þeim um þann frið sem það þráir.

En kannski er þetta farið að syngja sitt síðasta, vonandi.

Mofi, 27.11.2014 kl. 12:56

4 Smámynd: Mofi

Takk fyrir greinina, þetta virðist vera útbreiddara en ég gerði mér fyrir sem er mér mikið ánægju efni.

Mofi, 27.11.2014 kl. 13:06

5 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sæll Mofi og þið. Trúlausir menn samþykkja ekki helvítisvist, þeim finnst hún ósennileg og vont í sjálfu sér að tala um helvíti sem kvalarstað. Hinsvegar eru trúaðir menn yfirleitt nokkuð klárir á þessu atriði enda talaði Kristur um það sjálfur. 

Guðmundur Pálsson, 27.11.2014 kl. 14:09

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Mofi. Sjöunda dags aðventistar trúa ekki á helvíti, er það ekki rétt skilið hjá mér?

Það er svolítið magnað að kristnir menn geti ekki einu sinni verið sammála um grundavallaratriði eins og hvort helvíti er, eða er ekki, til.

Wilhelm Emilsson, 28.11.2014 kl. 05:00

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi,

ég hef lifað lífi án Guðs í 30 ár og það er ALLS EKKERT hræðilegt! Trúðu mér. innocent

Skeggi Skaftason, 28.11.2014 kl. 11:51

9 Smámynd: Mofi

Wilhelm, það er rétt, við trúm ekki á tilvist helvítis. Vandamálið er að kristnir eru svo mikið fastir í hefðum sem spanna mörg hundruð ár. Þegar kemur að helvíti þá er það nærri því tvö þúsund ár, frá því að Róm ákvað að varða kristið en blandaði saman þeirra hugmyndum við kristni.   Eins og þú tókst vonandi eftir þá voru þeir að færa rök fyrir því að hefðbundna hugmyndin um helvíti þar sem fólk er meðvitað kvalið að eilífu væri ekki að finna í Biblíunni sem er eitthvað sem ég er búinn að vera að fjalla um óþægilega lengi.

Mofi, 28.11.2014 kl. 16:22

10 Smámynd: Mofi

Skeggi, og angrar það þig ekkert að það er enginn tilgangur með þínu lífi og að þegar þú deyrð sem gæti verið þess vegna í kvöld að hættir þú að vera til að eilífu?

Mofi, 28.11.2014 kl. 16:25

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi,

ég finn tilgang í lífinu, og nei, það angrar mig ekki beint að þegar ég dey hætti ég að vera til "að eilífu".  En auðvitað veit ég það ekki fyrir víst. Hef satt að segja ekki hugmynd. En ég reyni að standa mig vel í þessu lífi.

Ef eitthvert framhaldslíf tekur við þá  finnst mér lítil lógík í því að það fari eftir hvort maður trúi núna á slíkt framhald eða ekki.  

Skeggi Skaftason, 29.11.2014 kl. 22:28

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Mofi.

Ég leyfi mér nú að vitna í Markúsarguðspjall, þar sem skrifað stendur að Jesús hafi sagt við lærisveinana þegar hann var staddur í Kapernaum:

„Og ef hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af; betra er þér að ganga handvana til lífsins en að hafa báðar hendurnar og fara í helvíti, í hinn óslökkvandi eld. Og ef fóturinn þinn hneykslar þig, þá sníð hann af; betra er höltum inn að ganga til lífsins en að hafa báða fæturnar og vera kastað í helvíti. Og ef auga þitt hneykslar þig, þá ríf það út; betra er þér eineigðum að gangi í guðsríki en að þú hafir bæði augu og þér verði kastað í helvíti, þar sem ormur þeirra deyr ekki og eldurinn sloknar ekki" (9:43-48; leturbreyting mín).

Er þetta ekki ein af mörgum ástæðunum fyrir því að margt kristið fólk trúir að helvíti sé til?

Wilhelm Emilsson, 29.11.2014 kl. 23:16

13 Smámynd: Mofi

Sérðu lógíkina í því að Guð veiti aðeins þeim eilíft líf sem biðja um það í þessu lífi og eru tilbúnir að samþykkja að Guð er sá sem ræður?

Mofi, 30.11.2014 kl. 10:35

14 Smámynd: Mofi

Wilhelm, ef menn taka það þannig að orðið helvíti þýði staður þar sem fólk er kvalið að eilífu í eldi þá virkar það mjög sannfærandi að bara sjá orðið í Biblíunni.  Svo já, það er alveg skiljanlegt af hverju margir aðhyllast að Biblían kenni þetta.

Ef maður aftur á móti nálgast þetta þannig að maður spyr sig, lýsir Biblían refsingu þeirra sem glatast á þann hátt að það eru meðvitaðar kvalir að eilífu þá finnur maður ekkert slíkt.

Þú kemur með gott dæmi sem virkar sannfærandi nema maður skoðar aðeins nánar en þarna er Jesú að vitna í Jesaja.

Jesaja 66:24 Þeir munu ganga út og sjá lík þeirra sem risu gegn mér. Hvorki deyja í þeim maðkarnir né slokknar í þeim eldurinn og þeir verða öllum mönnum viðurstyggð.

Það sem Jesaja er að lýsa eru dauðir líkamar, sannarlega sorgarstund þar sem örlög þeirra sem glatast eru skýr en það er ekki verið að kvelja neinn og hans kvalir munu aldrei enda.

Mofi, 30.11.2014 kl. 10:46

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Mofi. 

Wilhelm Emilsson, 30.11.2014 kl. 19:35

16 Smámynd: Mofi

Takk fyrir spjallið Wilhelm.

Mofi, 30.11.2014 kl. 20:42

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Boðunarkirkjan (með Útvarp Boðun) ekki aðventistakirkja?

Trúir ekki hinn ágæti leiðtogi hennar, dr. Steinþór Þórðarson, ásamt öðrum safnaðarmeðlimum þar á tilvist helvítis?

Allar meginkirkjur hafa frá öndverðu trúað orðum Jesú um helvíti og eilífa refsingu.

Það er ekki spurning, hvort helvíti sé eða verði til, heldur hvernig það sé, sem þú getur kannski reynt að bera fram efasemdir um eða spurningar í þessu máli af einhverju viti, Mofi.

Tek undir orð Guðmundar Pálssonar hér.

Svo ættirðu nú alveg að geta skrifað þennan númeraða texta á íslenzku. Ekki þar fyrir, forsendurnar þar yrðu engu trúverðugri; þetta er einfaldlega kænskulega samsettur texti, sem þó stenzt ekki próf Ritningarinnar.

Í lokasetningu þinni kemur svo enn einu sinni fyrir þessi alræmdi framsöguháttur þinn í stað viðtengingarháttar: "Ég bara vona að hinn kristni heimur er að vakna upp af þessu brjálæði ..." Þarna á vitaskuld að standa: ... að vakna upp ... 

Verri er þó staðreyndarvillan í setningunni: "... þessu brjálæði sem hugmyndin um helvíti er."

En Jesús er óskeikull, það áttu að vita sem kristinn maður. Væri helvíti og eilíf refsing ekki til, hefði hann sleppt því að minnast á það. Væri 'helvíti' bara = útþurrkun, slokknun alls lífsforms = extinction, þá hefði hann sagt okkur það. Þvert á móti því talar hann um þetta: "þar sem ormur þeirra deyr ekki og eldurinn slokknar ekki" (Mk. 10.48). En hvað þetta þýðir, þ.e.a.s. hvernig þessi refsing fari fram, um það getum við svo sem velt vöngum – þó án þess að bera grimmd upp á Guð eða á mannssoninn Jesúm Krist, sem verður dómari allra manna (Mt.25.31–4).

Jón Valur Jensson, 1.12.2014 kl. 03:47

18 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Áhugavert innlegg frá Jóni Vali.

Ég minni á Opinberun Jóhannesar. Jóhannes svarar því nokkuð skýrt hvernig refsing muni fara fram í helvíti. Eða er það ekki rétt skilið hjá mér, Jón Valur, að Jóhannes er að tala um hið eina sanna helvíti?

„þá skal sá hinn sami [sem tilbiður dýrið og líkneski þess] drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Og reykurinn af kvölum þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag og nótt . . ." (14:10-11)

Í Opinberun Jóhannesar stendur einnig: „Og hver sem ekki fannst ritaður í lífsins bók, honum var kastað í eldsdíkið" (20:15).

Ég man að þegar amerísku Mormónarnir, tveir alvarlegir, góðlegir ungir menn í svörtum jakkafötum, komu í heimsókn til okkar í Garðabæinn í gamla daga, þá lofuðu þeir því að ef fjölskyldan tæki Mormónatrú þá yrðum við öll skráð í lífsins bók og kæmumst þannig alveg örugglega til himna. Faðir minn afþakkaði boðið kurteislega fyrir hönd fjölskyldunnar. Við kenndum alltaf í brjósti um Mormónana. Þeir voru svo kurteisir og vel til fara, en enginn virtist taka þá alvarlega. Trúboð þeirra virkaði alveg vonlaust.

Núna er kominn stór Mormónakirkja fyrir framan hús foreldra minna og tvær frænkur mínar mæta reglulega í hana.

Wilhelm Emilsson, 1.12.2014 kl. 05:29

19 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Er Boðunarkirkjan (með Útvarp Boðun) ekki aðventistakirkja?

Trúir ekki hinn ágæti leiðtogi hennar, dr. Steinþór Þórðarson, ásamt öðrum safnaðarmeðlimum þar á tilvist helvítis?

Boðunarkirkjan er einkaframtak Steinþórs þar sem Aðvent kirkjan lét hann fara.  Steinþór er ekki lengur leiðtogi Boðunarkirkjunnar en í grundvallar atriðum hefur hún sömu trú og Aðvent kirkjan.

Þannig nei, hann trúir ekki á tilvist helvítis sem sér stað þar sem Guð kvelur fólk í miljónir ára og það er bara byrjunin.

Jón Valur
Allar meginkirkjur hafa frá öndverðu trúað orðum Jesú um helvíti og eilífa refsingu.

Og ég trúi því líka, málið er að Jesú lýsir aldrei staði þar sem fólk lifir að eilífu í kvölum.  Ef refsingin er dauði, þá er sú refsing eilíf.

Jón Valur
Verri er þó staðreyndarvillan í setningunni: "... 
þessu brjálæði sem hugmyndin um helvíti er."

Hvernig getur þú sagt þetta?  Angrar þig það ekkert að Guð myndi velja að kvelja fólk í eldi?  Ef einhver maður hér á jörðinni myndi kvelja manneskju þannig í þó ekki væri nema einn mánuð, væri slíkur maður ekki ófreskja af alveg óþekktri gráðu?  Samt viltu láta Guð gera hið sama í miljónir ára og kvölin mun aldrei enda.  Brjálaði er vægt til orða tekið yfir slíka grimmd.

Jón Valur
En Jesús er óskeikull, það áttu að vita sem kristinn maður. Væri helvíti og eilíf refsing ekki til, hefði hann sleppt því að minnast á það.

Þegar fólk notar orðið helvíti þá vanalega fylgir því heill hugmynda heimur af staði þar sem djöfullinn ræður ríkjum og þar sem fólk er kvalið í eldi frá morgni til kvölds. 

Þegar maður skoðar hvernig Jesús notar orðið helvíti þá sér maður ekki þá lýsingu. Fyrir utan að orðið helvíti er þýðing og í Nýja Testamentinu þá eru þó nokkur orð þýdd sem helvíti en það er mismunandi hvernig þýðingarnar gera þetta.  Ef maður lætur Biblíuna sjálfa lýsa refsingu þeirra sem glatast þá sér maður einfaldlega ekki meðvitaðar kvalir sem endast að eilífu.  Við sjáum refsingu í samræmi við syndina og svo dauða.

Jón Valur
En Jesús er óskeikull, það áttu að vita sem kristinn maður. Væri helvíti og eilíf refsing ekki til, hefði hann sleppt því að minnast á það. Væri 'helvíti' bara = útþurrkun, slokknun alls lífsforms = extinction, þá hefði hann sagt okkur það.

Enda gerir Biblían það:

1. Þessalónikubréf 4:13 Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.  14 Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.

Malakí 4:1 Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

2. Þessalónikubréf 1:9
They will suffer the punishment of eternal destruction, away from[b] the presence of the Lord and from the glory of his might

Hérna er þetta útskýrt á þægilegan hátt: Sannleikurinn um helvíti

Prófaðu bara að finna vers í Biblíunni sem segir að þeir sem glatast muni verða kvaldir að eilífu, þú munt ekki finna það.  Taktu eftir "kvaldir" og "eilífu".  Þar sem refsingin er kvöl í samræmi við glæpina og síðan dauði að eilífu þá muntu finna mörg vers sem innihalda kvöl og eilífu en málið er eilífar kvalir.

Jón Valur
Þvert á móti því talar hann um þetta: "þar sem ormur þeirra deyr ekki og eldurinn slokknar ekki"

Og er eitthvað þarna sem segir okkur að kvalirnar séu eilífar?  Veistu í hvað Jesú er að vitna í þarna?  Hvað er samhengið?  Er það vers að tala um lifandi menn sem er verið að kvelja?

Mofi, 1.12.2014 kl. 11:27

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn fá ekki flúið sjálfa sig. Hin eilífa refsing illra manna er ekki sízt þessi: að þeir verða að sitja uppi með sjálfa sig það sem eftir er –– og partur af því er, að þeir sitja uppi með illar langanir sínar og illan, eigingjarnan ásetning, sem þeir fá þó aldrei fullnægt. Það er sem eilífur eldur og ormur sem lætur þá ekki í friði. Hið þráða viðfang –– hvort heldur að komast (með öllum ráðum, því að tilgangurinn helgar meðalið hjá illum mönnum) yfir sem mest í veraldlegum gæðum eða að njóta lofs og hlýðni annarra, til að blása upp egó hins illa, –– það fæst aldrei, og það veldur þeim kvöl, já, eilífri kvöl.

Að kalla þetta, að Guð sé að pína menn eilíflega, er afar ósanngjörn túlkun. Guðs er réttlætið að sönnu, en mannanna að velja sinn illa veg, ef þeir gera það. Allir hafa fengið vissa leiðsögn til réttrar trúar og réttlætis. Þeir, sem skeyta því engu, eru sjálfir ábyrgir fyrir sínum orðum og gerðum ... og sinni endalausu upplifun, ekki Guð almáttugur.

Jón Valur Jensson, 1.12.2014 kl. 16:47

21 Smámynd: Hörður Þórðarson

Vel sagt, Jón.

Hörður Þórðarson, 1.12.2014 kl. 18:54

22 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er spennandi að fylgjast með ykkur ræða þetta, piltar.

Mér finnast rök Jóns Vals um að Biblían boði að víti sé til meira sannfærandi en rök Mofa fyrir því Biblían boði það ekki. Hins vegar finnast mér rök Mofa um að vist í helvíti sé grimmileg refsing sannfærandi.

Konungur getur dæmt þann sem fremur glæp til fangelsisvistar eða pyntinga. Það er rétt hjá Jóni að glæpamaður ber ábyrgð á verkum sínum, en ber yfirvaldið ekki ábyrgð á þeirri refsingu sem það kýs? Ég skil ekki hvernig hægt er að neyta því að sá Guð sem refsar syndurum með eilífðarvist í víti sé grimmur.

Wilhelm Emilsson, 1.12.2014 kl. 19:12

23 Smámynd: Hörður Þórðarson

Við búum til Guð, helvíti, etc. í okkar eigin huga. Hvernig verður þetta hjá okkur? Nákvæmlega eins og við höldum að það verði.

Hörður Þórðarson, 1.12.2014 kl. 20:29

24 Smámynd: Mofi

Já það er betra en Guð viljandi að kvelja fólk í eldi í miljónir ára.  En hugsaðu út í það, hvert sinn sem þú ferð að sofa þá færðu frið og hvíld frá sjálfum þér.  Það er einmitt þannig sem Biblían lýsir dauðanum, þar á meðal Jesús:

John 11
12 Then His disciples said, “Lord, if he sleeps he will get well.” 13 However, Jesus spoke of his death, but they thought that He was speaking about taking rest in sleep. 14 Then Jesus said to them plainly, “Lazarus is dead.

Hugsaðu líka út í að með þessu þá ertu búinn að taka út það sem Biblían er nokkuð skýr á, það er eldur og það er kvöl og skipta því út fyrir eitthvað sem er ekki í Biblíunni "sitja uppi með sjálfan sig og sínar illu langanir".

Af hverju ekki bara það sem Biblían segir beint út, þeir sem glatast verður refsað í samræmi við þeirra syndir og síðan deyja þeir enda afhverju ætti Guð að vilja hafa synd og eymd með sér að eilífu?

Annað sem þú ert að gefa þér sem er óbiblíulegt, hvar stendur að við mennirnir höfum ódauðleika?  Hafðu í huga að Biblían er alveg skýr að aðeins Guð er ódauðlegur og laun syndarinnar er dauði en gjöf Guðs til hinna réttlátu er eilíft líf. Í þinni útgáfu þá fá allir eilíft líf en hinir óguðlegu fá líf til þess aðeins að kveljast og hata Guð, til hvers og hvaða vers í Biblíunni styðja það?

Mofi, 2.12.2014 kl. 08:43

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Maður, sem getur hugsað sér –– og framkvæmir það –– að sprengja í loft upp strætisvagn, hálfan eða fullan af saklausu fólki, og veldur þar með ólýsanlegum þjáningum, dauða eða örkumlum og andlegum sárum fram á aldurtilastund, auk hræðilegs harms og missis fjölda aðstandenda og vina, –– slíkur maður á það EKKI í vændum að hitta Guð eða konunginn Krist á dómsdegi til að heyra þessi orð af vörum hans: "Jæja, karlinn, nú er þetta búið hjá þér, og þetta áttu nú skilið: hókus pókus, nú hættirðu að vera til !"

 

Annar maður, sem eyðir tíma sínum og annarra í að útmála réttmæti slíkrar meðhöndlunar af hálfu konungsins Jesú Krists og búa til ótal umræðublogg í þessa veru –– og það þvert gegn orðum Jesú um efsta dóm –– en segir Guð sjálfan ranglátan og grimman pyntingameistara, ef hann fellur ekki að þessari mynd viðkomandi (þ.e.a.s. Mofa, Halldórs Magnússonar), sá maður virðist mér vonlausari kjáni en ég hélt að nokkrum kristnum lærisveini væri mögulegt.

 

Það sorglega er líka, að hann er þar að taka undir gagnrýni óbilgjarnra trúleysingja á innihald kristindómsins, og hitt þó enn verra, að hann vinnur þar gegn heilnæmum ótta við eilíft endurgjald –– ótta sem haldið gæti aftur af illsku margra manna –– og verst þó, að hann vinnur þar í reynd gegn virðingu og ást á Jesú og Guði almáttugum.

 

PS. "Eldinn" kýstu að skilja bókstafsmerkingu. "Kýstu", taktu eftir því.

Jón Valur Jensson, 5.12.2014 kl. 08:44

26 Smámynd: Mofi

Jón Valur
slíkur maður á það EKKI í vændum að hitta Guð eða konunginn Krist á dómsdegi til að heyra þessi orð af vörum hans: "Jæja, karlinn, nú er þetta búið hjá þér, og þetta áttu nú skilið: hókus pókus, nú hættirðu að vera til !"

Það er það sem Biblían segir, eilíf tortýming, hinn annar dauði. Hvernig getur það ekki verið nóg að vera hent í eld og deyja?  Er ekki rökrétt og réttlátt að viðkomandi upplifi svipaða þjáningar og hans fórnarlömb?

Jón Valur
Annar maður, sem eyðir tíma sínum og annarra í að útmála réttmæti slíkrar meðhöndlunar af hálfu konungsins Jesú Krists og búa til ótal umræðublogg í þessa veru –– og það þvert gegn orðum Jesú um efsta dóm –– en segir Guð sjálfan ranglátan og grimman pyntingameistara, ef hann fellur ekki að þessari mynd viðkomandi

Þú hlýtur að sjá að það er ekkert réttlæti í pyntingum sem standa yfir í miljónir ára?  Ég segi að slík vera er grimmur pyntinga meistari og eina veran sem passar við slíka lýsingu er djöfullinn sjálfur svo þeir sem hafa þessa mynd af Guði, ég er einfaldlega hræddur um að þeir eru óbeint að tilbiðja Satan. Ég vil ekki slíkt af fólki sem ég lít á sem vini mína.

Jón Valur
Það sorglega er líka, að hann er þar að taka undir gagnrýni óbilgjarnra trúleysingja á innihald kristindómsins, og hitt þó enn verra, að hann vinnur þar gegn heilnæmum ótta við eilíft endurgjald –– ótta sem haldið gæti aftur af illsku margra manna –– og verst þó, að hann vinnur þar í reynd gegn virðingu og ást á Jesú og Guði almáttugum.

Af því að það er réttmæt gagnrýni hjá þeim. Ef að þetta er röng kenning og hún lætur Guð líta út sem grimmann og lætur fólk glatast, er það ekki alvarlegt mál?  Gæti eitthvað verið alvarlegra? 

Ef að það að verða hent í eldshaf og verða tortýmt, er það virkilega ekki eitthvað til að óttast?

Að tala um ást Jesú og að Hann muni kvelja fólk í miljónir ára, þú hlýtur að sjá að það er eitthvað þarna sem passar ekki?

Jón Valur
PS. "Eldinn" kýstu að skilja bókstafsmerkingu. "Kýstu", taktu eftir því

Ég kýs að skilja Biblíuna eins og hún orðar þetta. Hún talar mjög skýrt um eyðingu illskunnar í eldshafi. Það í mínum augum er rökrétt og réttlátt og kærleiksríkt því að það á engin skilið að þjást í miljónir ára fyrir afbrot sem stóðu yfir í nokkra áratugi. Og í flestum tilfellum þá er ekki verið að tala um fólk sem valdi að kvelja annað fólk í svona langan tíma, slíkar ófreskjur eru sem betur fer fágætar. 

Segðu mér, hvað fær Guð út úr því að halda fólki á lífi til þess aðeins að kvelja það?  Myndir þú vilja eyða næstu þúsund árunum í að hlusta á fólk kveljast og bölva þér fyrir kvalirnar?

Mofi, 5.12.2014 kl. 09:48

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hvernig getur það ekki verið nóg að vera hent í eld og deyja?  Er ekki rökrétt og réttlátt að viðkomandi upplifi svipaða þjáningar og hans fórnarlömb?" segir Mofi nú og flýr í það skjólið að tala um kvalafulla brennslu í eldi til að svara mér, þrátt fyrir öll hans orð gegn slíku áður.

Jón Valur Jensson, 5.12.2014 kl. 19:56

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi segir gagnrýni trúleysingjanna "réttmæta"!

En hve lengi eiga stórsyndarar að kveljast samkvæmt Mofa? Og kveljast þeir allir jafn-lengi og allir á jafn-sáran hátt?

Jón Valur Jensson, 5.12.2014 kl. 20:05

29 Smámynd: Mofi

Jón, það hefur alltaf verið mín afstaða að um raunverulegan eld sé að ræða, alvöru kvalir að ræða og þær verða í samræmi við þeirra syndir því sannarlega eiga margir skilið að þjást. Sumir munu kveljast í langan tíma, veit ekki hve langan á meðan aðrir kannski í mjög stuttan tíma.  

Mofi, 5.12.2014 kl. 20:52

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er þá þinn boðskapur, OK.

Heldurðu að nú verði þeir trúlausu ánægðir?!

Jón Valur Jensson, 6.12.2014 kl. 18:59

31 Smámynd: Mofi

Þetta er boðskapur Biblíunnar og þannig getur Guð verið réttlátur og kærleiksríkur, þannig getur himnaríki verið raunverulegt himnaríki en ekki helvíti þar sem þú veist af ástvinum að þjást.

Guðleysingjar geta að minnsta kosti ekki notað helvíti sem rök fyrir því að Guð sé vondur og þar af leiðandi allan hinn kristna boðskap rökleysu. 

Mofi, 7.12.2014 kl. 11:33

32 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ég fer t.d. ekki til Helvítis vegna þess að ég trúi ekki á Helvíti, Helvíti og Himnaríki er bara staður þar sem við erum meðan við lifum og hvernig lífi við lifum.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 21.12.2014 kl. 12:24

33 Smámynd: Mofi

Heldur þú að þú skilgreinir raunveruleikan?  

Mofi, 21.12.2014 kl. 21:44

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir þetta gagnsvar þitt til Gunnlaugs, Mofi.

Tek hins vegar ekki undir svar þitt til mín 7.12. kl. 11:33!

Jón Valur Jensson, 23.12.2014 kl. 19:24

35 Smámynd: Mofi

Takk Jón :)

Hverju ertu ósammála?  Ertu ósammála því að með þessu getur Guð verið bæði réttlátur og kærleiksríkur?  Ertu ósammála því þannig getur himnaríki verið ánægjulegur staður af því að þú veist ekki af ástvinum í þjáningum?  Ertu kannski bara ósammála því að Biblían kenni þetta?

Mofi, 24.12.2014 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband