29.10.2014 | 13:42
Er rökrétt að blanda saman kristni og Þróunarkenningunni?
Í grundvallar atriðum þá er aðal málið með Miklahvell að alheimurinn hafði byrjun og það mjög svo passar við það sem Biblían segir, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf
Það er tvennt sem angrar mig mest við það þegar kristnir reyna að samræma Þróunarkenninguna og kristni. Hið fyrsta er, af hverju að trúa einhverju sem fer á móti heilbrigðri skynsemi? Gögnin passa ekki við kenninguna og enginn hefur nein dæmi þar sem þetta ferli hefur skapað eitthvað af viti. Alveg burtséð frá kristni þá gæti ég aldrei trúað fullyrðingum Þróunarkenningarinnar.
Hið seinna er, sú vera sem notar dauða, þjáningar og baráttuna til að lifa af til að skapa hlýtur að vera ófreskja af hræðilegri stærðargráðu. Ekki eini sinni djöfullinn gæti keppt við slíka veru.
Svo af hverju er páfinn að koma með svona fullyrðingar? Eina sem mér dettur í hug er pólitískur rétttrúnaður. Málamiðlanir til að öðlast vinsældir; sorglegt svo ekki sé meira sagt.
Ég skrifaði einu sinni ýtarlegra um af hverju kristni væri ekki samræmanleg Þróunarkenningunni, sjá: Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?
Mikli hvellur verk Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 803245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er hægt:
Allt líf þróast eitthvað smávegis; t.d. ef að þú parar alltaf saman bestu hestana
að þá á sér væntanlega stað jákvæð þróun þó smávægil sé.
Það er ekki þar með sagt að allt vitiborið líf; eins og maðurinn sem tegund;
með sín fullkomnu skilningarvit hafi þróast upp úr einhverjum drullupolli
bara fyrir röð einhverra tilviljanna og náttúruúrvals.
Jón Þórhallsson, 29.10.2014 kl. 14:10
> "Það er tvennt sem angrar mig mest við það þegar kristnir reyna að samræma Þróunarkenninguna og kristni. Hið fyrsta er, af hverju að trúa einhverju sem fer á móti heilbrigðri skynsemi? "
Góður punktur.
Þú ert að segja að kristni fari á móti heilbrigðri skynsemi, er það ekki annars?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2014 kl. 15:29
Jafnvel ef ég kæmist á þá skoðun að Þróunarkenningin væri rétt þá gæti ég ekki sagt að hún væri rökrétt. Það verður aldrei rökrétt að tilviljanir setji saman flóknar vélar eða forritunarkóða; fræðilegi möguleikinn er fyrir hendi að það gæti gerst en rökrétt verður það aldrei.
Mofi, 29.10.2014 kl. 16:37
Jón Þórhallsson, það er hellings breytileiki í lífverum. Þeirra DNA inniheldur hellings möguleika á breytingum en það er mismunandi eftir tegundum, hundar t.d. hafa mikinn breytileika þó að t.d. chiwawa tegundin hefur misst mikið af þeim eiginleikum svo dæmi sé tekið. Aðal vandamálið er að búa til nýjar upplýsingar með tilviljunum, náttúruval getur aðeins valið út drasl sem er ástæðan fyrir að þróunarsinnar hafa ótal sinnum ályktað að í DNA sé drasl eða í líkamanum er drasl líffæri.
Annars væri gaman að sjá hvort þér finnist rökin sem koma fram í "Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?", hvort þau séu gild.
Mofi, 29.10.2014 kl. 17:00
Það er sama hvað menn gera sig einþykka og þversöm, þeir geta ekki hafnað því með rökum að þróun hafi átt sér stað og sé að eiga sér stað.
Kristni hefði aldrei getað orðið til nema því aðeins að þróun náði svo lagt að hún gat skapað hanna.
Engin þróun og kristni hefði aldrei orðið til.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.10.2014 kl. 20:50
Já! Páfi aðhyllist pólitískum rétttrúnaði - í fyrsta skipti í mannkynssögunni! :D
Skeggi Skaftason, 29.10.2014 kl. 22:45
Hrólfur, það er enginn ágreiningur um að litlar breytingar eiga sér stað; ágreiningurinn er um hvort að tilviljanir geti búið til nýjar upplýsingar. Hvort að tilviljanakenndar breytingar á DNA geti búið til flókin tæki eins og mótora, linsur, tölvur ( heilar ) og sónar svo örfá dæmi séu nefnd.
Mofi, 30.10.2014 kl. 09:02
Skeggi, upphaf endalokanna :)
Mofi, 30.10.2014 kl. 09:02
En hvað ef hvorug kenningin er rétt?
Kolbrún Hilmars, 30.10.2014 kl. 14:53
Áttu við eitthvað sem engum hefur enn dottið í hug eða ertu með eitthvað í huga?
Mofi, 30.10.2014 kl. 15:26
Ja, þar sem apar eru enn apar (þrátt fyrir meinta þróun) og Guð skapaði Adam (og Evu úr hans rifi) skv. GT á meðan mannlíf blómstraði allt um kring, þá vakna auðvitað spurningar.
Vissulega er ég ekki að finna upp hjólið, mörgum hefur áður dottið eitthvað annað í hug. En viðkomandi hafa alltaf verið púaðir niður - ýmist af þróunarsinnum eða bókstafstrúarmönnum.
Hvernig væri að sameinast um að finna svör við þessum spurningum?
Kolbrún Hilmars, 30.10.2014 kl. 15:56
Það hljómar vel en líka að bara sætta sig við það að fólk hefur bara mismunandi skoðanir.
Leifðu mér að heyra :)
Mofi, 30.10.2014 kl. 18:40
"Það hljómar vel en líka að bara sætta sig við það að fólk hefur bara mismunandi skoðanir."
Ég trúi því ekki Mófi að sannleikurinn sé í samræmi við skoðanir. Hann er bara einhver algerlega óháð skoðunum.
Theódór Gunnarsson, 30.10.2014 kl. 21:02
Theódór, ég er sammála að okkar skoðanir hafa lítil sem engin áhrif á sannleikann. Ef maður tæklar þetta á annan hátt, ef að skoðanir og sannleikur eiga sitthvað sameiginlegt þá efast ég um að skoðanir nái að höndla sannleikan á nákvæman hátt eða nái heildarmyndinni. Við virðumst vera frekar takmörkuð, gott að hafa það í huga þegar kemur að manns eigin sannfæringu en hún bara er, hvers sem hún annars er.
Mofi, 30.10.2014 kl. 22:47
Alltaf við sama heygarðshornið, Mofi! Langt síðan við höfum skrifast.
Í þetta skiptið er ég sammála þér: Kristni og þróunarkenningin eiga ekki samleið. Kristin kennisetning samrýmist ekki vísindayggjunni sem liggur að baki þróunarkenningunni. Páfinn er því á algjörum villigötum.
Hitt er svo annað að fæstir sem kalla sig kristna taka kennisetningarnar svo alvarlega að þeir láti þær stjórna áliti sínu á þróunarkenningunni.
Brynjólfur Þorvarðsson, 31.10.2014 kl. 07:12
"Tilviljanakend þróun DNA" Höfrungar og Leðurblöðkur t.d. eru þróaðar með fullkomnustu sonar tækni sem til er það sínir vel heppnaða þróun.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.10.2014 kl. 08:48
Brynjólfur, long time no see :)
Páfinn er bara að reyna að skora vinsældar stig, reyna að sameina fólk undir Kaþólsku kirkjuna, virðist ganga mjög vel hjá honum.
Mofi, 31.10.2014 kl. 10:32
Gunnlaugur, af hverju sýnir það vel heppnaða þróun? Hérna ertu með dæmi þar sem tilviljanir þurfa að búa til mjög merkilega tækni, sónar tæknina og það þarf að gerast tvisvar í aðskildum tegundum. Það ætti að vera ógurlega erfitt að trúa að þetta gæti gerst einu sinni en tvisvar ætti að vera fræðilega útilokað.
Mofi, 31.10.2014 kl. 10:35
Ha! Afhverju getur ekki svipuð geta eða þekking þróast í sitthvorri tegundinni? Þessi tvö dýr eru ekki ein með einhverskonar sonargetu hákarlar eru með mjög háþróaða skynjun eða sonar. Maðurinn t.d. Þróaðist frá prímata til "manna" og sú þróun á heilanum sem hefur gefið okkur einhverja mestu forvittni eða leitunarþörf fyrir hvernig hlutir virka hefur gert okkur kleift að búa til slæmar eftirlíkingar af sonar höfrunga, og þessi þróun heilans hefur gert það líka að maðurinn heldur að hann sé æðri öllum dýrum og þá hlítur einhver töfravera sem menn kalla Guð hafa búið þá til.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.10.2014 kl. 10:58
Hvað áttu við Ha? Þú hlýtur að sjá að það er óendanlega ólíklegt að tilviljanir búi til kóða sem segir til um hvernig á að búa til flókin tæki sem virka saman sem sónar. Svo að tilviljanir geri slíkt tvisvar er of ótrúlegt fyrir mína trúarvöðva.
Mofi, 31.10.2014 kl. 11:15
Held breyti engu hvaða rök koma! Enginn þeirra munu passa við þína Trú svo ég lætt staðar numið hér.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.10.2014 kl. 11:32
Ég kom með rök, þú komst ekki með mótrök enda mjög skiljanlegt, enginn hefur séð tilviljanir búa til flóknar vélar eða flókinn forritunarkóða svo að reyna að setja slíkt fram sem eitthvað trúverðugt og það hafi gert tvisvar samskonar tækni hlýtur að virka erfiðara en að klífa Everest án handa og fóta.
Mofi, 31.10.2014 kl. 12:37
Þetta er hundalgengt fyrirbæri. Gúgglaðu paralell og convergent evolution. Þetta er einfaldlega aðlögun lífvara af mismunsndi uppruna að svipuðum aðstæðum.
Haraldur Rafn Ingvason, 31.10.2014 kl. 13:12
Haraldur, einmitt, virkilega góð rök gegn Þróunarkenningunni. Þetta er engan veginn aðlögun, þetta eru flókin kerfi þar sem allt þarf að virka saman og partarnir í þessi kerfi eru sérstakir og þú þarft að búa til með tilviljunum. Það er eins og þegar þið rekist á svona þá stoppið þið aldrei og hugsið, er þetta virkilega líklegt eða trúlegt.
Mofi, 31.10.2014 kl. 14:19
Hérna er skíring á sonar í dýrum fynn ekkert þarna að þetta hafi verið skapað eða gert af Guði.
http://en.wikipedia.org/wiki/Animal_echolocation
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.10.2014 kl. 14:26
Þetta er nákvæmlega það sem búast má við þegar mismunsndi lífverur þróast í sambærilegu umhverfi og aðlagast því. Þetta er því í fullu samræmi við þróunarkenninguna, eins og margoft hefur komið fram hér á þessu bloggi þínu.
Haraldur Rafn Ingvason, 31.10.2014 kl. 16:15
Þetta er svo mikil einföldun og enginn að glíma við raunverulegu vandamálin við þetta. Hérna er útskýrt hvers konar vandamál þetta er fyrir Þróunarkenninguna: http://creation.com/echolocation-homoplasy
Mofi, 31.10.2014 kl. 16:17
Hérna er örstutt myndband um atriði sem er alveg magnað, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=OOvt1yzLDok
Mofi, 31.10.2014 kl. 16:21
Þarna er verið að gera grín af ættartré dýra http://creation.com/echolocation-homoplasy
Öll spendýr eru skild.
"intelligent design"Er hægt að túlka á marga vegu, fyrir þig er það "Made in God"
Fyrir mig er það "Made in Spontaneous creation"
http://www.theguardian.com/science/2010/sep/02/stephen-hawking-big-bang-creator
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 1.11.2014 kl. 20:36
Nei, það er verið að fara yfir staðreyndir sem gefa okkur mjög mjög góðar ástæður til að efast stórlega um að þetta gæti fræðilega gerst. Eins og dæmið með 200 gen sem eiga að hafa breyst eins í mismunandi tegundum. Það er mjög erfitt að tala um líkur í þannig tilfellum, það er eins og að tala um líkurnar á því að geta gengið í gegnum vegg.
Varðandi Stephen Hawkings hugmyndir um uppruna alheims án hönnuðar þá mæli ég með því að þú kíkir á gagnrýni á hans frá John Lennox, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=6eHfhbP1K_4
Mofi, 2.11.2014 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.